Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 30
30 16. desember 2011 FÖSTUDAGUR
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar
Eins og ýmsum er kunnugt sam-þykkti Norðurlandaráð íslenska
tillögu um mænuskaða á þingi sínu
í nóvember sl. Efni tillögunnar var
að ráðið setti á laggirnar starfshóp
lækna og vísindamanna með það
hlutverk að skoða þá vísindaþekk-
ingu á mænunni sem nú er til stað-
ar og skoða hvort mögulegt væri að
samþætta hana svo að leggja mætti
skipulagðan grunn að þróun lækn-
ingastefnu fyrir mænuskaða. Þessi
góði árangur náðist vegna ötullar
vinnu og samstöðu Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs, forsætisráðherra
og 8.500 íslenskra kvenna sem rit-
uðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv
Friðleifsdóttir formaður velferð-
arnefndar Norðurlandaráðs afhenti
forseta ráðsins með glæsibrag á
þinginu. Texta bænaskrárinnar
má sjá á www.is.isci.is undir yfir-
skriftinni: Bænaskrá frá íslenskum
konum til Norðurlandaráðs um leit
að lækningu á mænuskaða.
Ferlið og þáttur
velferðarráðuneytis
Ferlið hjá Norðurlandaráði gengur
þannig fyrir sig að nú mun emb-
ættismannanefnd ráðsins taka við.
Hennar hlutverk er að skoða þær
tillögur sem Norðurlandaþingið
samþykkti í nóvember og bera fram
tillögur til ráðherranefndar Norður-
landaráðs um hvernig samþykktum
tillögunum verði best komið í fram-
kvæmd. Tillaga um mænuskaða er
þar innifalin. Í ferlinu mun velferð-
arnefnd Norðurlandaráðs fylgjast
með afdrifum sinnar tillögu. Auk
þess eiga sæti í embættismanna-
nefndinni tveir embættismenn
úr íslenska velferðarráðuneytinu
ásamt því sem íslenski velferðar-
ráðherrann á sæti í norrænu ráð-
herranefndinni um velferðarmál.
Mænuskaðatillögunni ætti því ekki
að verða í kot vísað.
Þáttur forsetans
og utanríkisráðuneytis
Fyrir nokkru heimsótti Ísland
Jean Todt, forseti Alþjóða aksturs-
íþróttasambandsins (FÍA). Tilgang-
ur ferðar hans var að vekja athygli
forseta Íslands og íslenskra stjórn-
valda á átaki Sameinuðu þjóðanna
gegn umferðarslysum sem standa
mun yfir næsta áratug. Á fundi
hans með forsetanum áttaði hinn
glöggi forseti okkar sig strax á sam-
hengi átaksins og mænuskaða en
nær helmingur þess fólks sem hlýt-
ur mænuskaða í slysum og lamast,
hlýtur skaðann í umferðarslysum.
Forsetinn leitaði því eftir við
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) að félagið kæmi á sambandi
mínu og forseta FÍA sem gert var,
en FÍB er öllum hnútum kunnugt
innan FÍA og ríkir þar á milli mik-
ill vinskapur. Í framhaldi af þessu
hefur bæði forsetinn og sendiherra
okkar í París haft samband við aðila
innan FÍA og leitað eftir að félagið
styðji væntanlegar framkvæmdir
Norðurlandaráðs um mænuskaða.
Svör FÍA við þeirri bón hafa verið
jákvæð. Á þessari stundu er ekki
mögulegt að segja í hverju stuðn-
ingur FÍA verður fólginn en það
mun væntanlega skýrast á árinu
2012.
Þakkir til Íslendinga
Það væri ómetanlegt ef okkur
Íslendingum auðnaðist að eiga
frumkvæði að því að tvær sterkar
alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð
og FÍA, tækju höndum saman og
hrintu af stokkunum átaki í þágu
lækninga á mænuskaða. Sú er mín
tilfinning að þá myndu stórstígar
framfarir verða á sviðinu og ekki
veitir af. Með samþykkt Norður-
landaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA
erum við nú þegar komin rúmlega
hálfa leið í þeim efnum.
Að endingu vil ég þakka Íslend-
ingum fyrir ómetanlegan stuðning
við hugsjón mína og vona að þessi
mikla barátta til breytinga á við-
horfi til meðhöndlunar á mænu-
skaða eigi eftir að koma öllu mann-
kyni til góða og færa Íslandi heiður
heim í tímans rás.
Samkvæmt úrskurði Mannrétt-indanefndar Sameinuðu þjóð-
anna brýtur núverandi kvóta-
kerfi á mannréttindum okkar og
er til þess fallið að hamla nýlið-
un og jöfnun í sjávarútvegi með
óbreyttu fyrirkomulagi. Ísland
hefur samþykkt og undirritað og
fullgilt alþjóðasamning um borg-
araleg og stjórnmálaleg réttindi
til að virða úrskurðarvald mann-
réttindanefndarinnar í kærumál-
um um meint brot á samningum
og skuldbundið sig að þjóðarrétti
til að fylgja niðurstöðum hennar
eftir. Úr Þskj. 575 – 339. Máli, 135.
Löggjafarþing 2007 -2008.
Samfylkingin og VG lofuðu að
innkalla gjafakvótann til LÍÚ
þegar þeir kæmust til valda með
5% fyrningarleiðinni, loka ætti
fyrir framsal og veðsetningu og
setja fiskveiðiheimildir á mark-
að. Kosningaloforð flokkanna var
ekkert annað en skrumskæling
og aðeins til þess fallið að blekkja
almenning til að ná völdum. Því
miður virðist margt benda til að
stjórnmálamenn séu siðblindir og
séu ekki að hugsa um almannahag,
að minnsta kosti margir þeirra.
Það var enginn málefnaágrein-
ingur um innköllun kvótans þegar
flokkarnir tveir voru að reyna að
komast til valda, þar sem stjórn-
arsáttmálinn gekk út á innköllun
kvótans. Ef fram fer sem horfir
stefnir í að ríkisstjórnin fremji
einn stærsta glæp gagnvart þjóð
sinni að standa ekki við kosn-
ingaloforð um innköllun kvótans.
Lögum og reglum er hagrætt eftir
hvað hentar best hverju sinni, og
að eigin geðþótta til að réttlæta
vafasamar ákvarðanir.
Foringjaræðið er algjört, sem
sýnir sig best í því gegnum árin
hvernig ákvörðunum og sýndar-
mennsku hjá flokksforingjum
hefur verið háttað, t.d. með upp-
hrópunum um að þeir ætli og geti
kannski hugsað sér þetta svona og
svona, jafnvel megi almenning-
ur kjósa um fiskveiðistefnuna ef
þeim skyldi þóknast það, eða eftir
því hvernig þeir sjá þetta fyrir sér
hverju sinni.
Það er með ólíkindum að ríkis-
stjórnin skyldi reyna að leysa
kvótadeiluna með því að skipa í
samningsnefnd sem oft er vitnað
í fyrir hönd ríkisstjórnar Björn
Val, sem er ekkert annað en mál-
svari Guðmundar Kristjánssonar í
útgerðarfélaginu Brimi, og bæjar-
stýruna á Dalvík, Svanfríði Jónas-
dóttur, sem er málsvari Samherja,
þar sem hagsmunatengsl virðast
augljós hjá þeim báðum, enda var
ekki mikill málefnaágreiningur
hjá þeim að ná samkomulagi við
LÍÚ þar sem allt á að vera eftir
þeirra höfði.
Stjórnarformaður LÍÚ er
útgerðarmaður en hann er einn-
ig í umsvifamiklum hótelrekstri,
hann fer kannski fram á að loka
öllum gistiheimilum í landinu til
að hámarka arðsemi hótela, sem
í kjölfarið myndi hámarka arð-
semi hans enn meira? Þetta mætti
gera í ýmsum öðrum greinum
með hagræði og arðsemi að leið-
arljósi öllum til hagsbótar miðað
við hvaða sýn þeir hafa og vilja sjá
hlutina í.
Það hefur jafnt og þétt sigið á
ógæfuhliðina hjá þjóðinni eftir
að kvótakerfi var sett á 1983 og
heilu byggðarlögin voru lögð í rúst
með tilheyrandi skuldasöfnun, þar
sem nýir ofurríkir sægreifar hafa
skekkt alla samkeppnisstöðu með
braski og framsali. Öðru hverju
er einn og einn skipsverji á ofur-
launum og aðrir hagsmunaaðilar í
greininni, sem reyna að verja þetta
svínarí með staðlausum óróðri.
Ríkisstjórnin fékk gott tæki-
færi til að laga þetta kerfi þegar
Landsbankinn yfirtók ÚA af Brimi
og seldi Samherja, að viðkomandi
kvóti skyldi þá ekki vera innleyst-
ur og úthlutað til byggðarlaga sem
hafa lítinn kvóta! Það er skiljan-
legt að þeim útgerðarmönnum
sem keyptu kvóta sé umbunað, en
þó ekki þeim sem fengu kvótann
mest allan gefins.
Sumir þykjast hafa keypt 90%
kvótans og fengið 10% gefins, þó
því sé oft öfugt farið. Þá hefði
þeim mátt vera ljóst að þetta var
sameiginleg auðlind þjóðarinnar
sem átti ekki að selja eða veðsetja!
Þetta núverandi kerfi er ekki
betra en svo að það eru afskrif-
aðar skuldir hjá útgerðum um allt
land upp á hundruð milljarða sem
skattgreiðendur eiga svo að borga
til að viðhalda þessum þjófnaði.
Þetta kerfi á svo að reyna að rétt-
læta og endurnýja til næstu 23 ára
ef ekki lengur.
Það er með ólíkindum að þessi
norræna velferðarstjórn skuli
ekki hafa séð sóma sinn í að draga
saman útgjöld í utanríkismálum
t.d. með því að loka sendiráðum
og draga úr ferðakostnaði erlendis.
Á sama tíma er þúsundum heimila
að blæða út og dregið er saman í
heilbrigðiskerfinu með lokunum,
sem er til þess fallið að auka enn á
hörmungar almennings. Það hefði
verið hægt að lágmarka þess-
ar aðhaldsaðgerðir ef stjórnvöld
hefðu fylgt sínum kosningahug-
sjónum með veiðileyfagjaldi og
innköllun kvótans, þar sem núver-
andi fiskveiðistefna er ekkert
annað en þjófnaður og hryðjuverk
við þjóðina, sem viðgengst helst í
bananalýðveldi.
Þessi góði árangur náðist vegna ötullar
vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norð-
urlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500
íslenskra kvenna …
Sumir þykjast
hafa keypt 90%
kvótans og fengið 10%
gefins, þótt því sé oft
öfugt farið...
Stærsta rán Íslandssögunnar
Upplýsingar frá
Mænuskaðastofnun Íslands
Sjávarútvegsmál
Vilhelm Jónsson
fjárfestir og fv.
atvinnurekandi
Heilbrigðismál
Auður
Guðjónsdóttir
stjórnarformaður
Mænuskaðastofnunar
Íslands
Leyndarmál
Kiljunnar: Hver var
Arnliði Álfgeir?
Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi
bóksali dregur fram einhverj-
ar bækur og pappíra til að sýna
Agli þáttastjórnanda og lætur
þeim gjarnan fylgja kjaftasögur
um nafngreinda einstaklinga.
Þetta er þjóðleg skemmtun hér
í fámenninu, enda fylgt þeirri
meginreglu að góð saga þarf
ekki endilega að vera sönn.
Núna á miðvikudagskvöldið,
hinn 14. desember, bar það til að
ein slúðursagan var um föður
minn heitinn, Þórarin Guðnason
lækni. Tilefnið var ljóðabók sem
út kom fyrir hálfri öld og nefnist
Kirkjan á hafsbotni, en höfund-
ur skýldi sér bak við dulnefnið
Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki
Braga var blaðsnepill sem á var
letrað „Líklega Þórarinn Guðna-
son“ og sagði Bragi að það væri
rithönd Jóns úr Vör, sem hefði
þá talið að faðir minn væri höf-
undur ljóðabókarinnar.
Ég kann aðra sögu um réttan
höfund þessarar litlu bókar sem
mér þykir trúlegri. Þannig bar
eitt sinn til í spjalli okkar feðga
að mér varð af ákveðnu til-
efni tíðrætt um þá döpru stað-
reynd að kjaftasögur er aldrei
hægt að kveða alveg niður. Þá
sagði pabbi mér söguna af þess-
ari ljóðabók sem ég hafði aldrei
fyrr heyrt nefnda.
Dag einn hafði kunningi hans
sagt honum frá því að í spjald-
skrá Landsbókasafnsins væri
skrifað á spjaldið fyrir umrædda
ljóðabók að líklegur höfundur
væri Þórarinn Guðnason. Pabbi
fór að grennslast fyrir um þetta
og þá var honum sagt að ein-
hverjir starfsmenn safnsins
hefðu fengið kunnan bókmennta-
mann til að skrifa með ritblýi á
skráningarspjöld bóka sem út
komu undir dulnefnum hverjir
væru líklegir höfundar þeirra.
Sá hefði eignað pabba bókina. Ég
ætla ekki að nafngreina mann-
inn en verð þó að taka fram að
það var ekki Jón úr Vör.
Nú-nú, pabbi kemur að máli
við manninn og sá gengst greið-
lega við því að hafa krotað þetta
í spjaldskrána. Pabbi segir
honum að þetta sé ekki rétt,
hann sé ekki höfundur bókar-
innar, en hinn lætur sig ekki svo
auðveldlega. Hann segist hafa
það eftir þeim sem prentuðu
bókina að faðir minn hafi gengið
frá henni til prentunar og eng-
inn annar komið að því verki.
Rétt er það, segir pabbi, en á því
er sú skýring að höfundur bók-
arinnar er sjúklingur minn og
kom með hana til mín á lækna-
stofuna og bað mig að gera þetta
fyrir sig í fyllsta trúnaði, því
ljóðin í bókinni eru ástarjátn-
ing til einnar konu og sú ást er í
meinum.
Ekki dugir þetta til að ég trúi
þér, segir skrásetjarinn, til þess
verður þú að segja mér hver er
réttur höfundur bókarinnar. Það
get ég ekki gert, segir pabbi,
því það er trúnaðarmál, en ég
skal segja þér af hverju þetta
verður að vera leyndarmál. Það
er vegna þess að höfundurinn
er ekki karlmaður heldur kona,
gift þjóðkunnum manni, og
hann veit ekkert um ást hennar
til annarrar konu. Þessu get ég
vel trúað, sagði hinn þá, og blý-
antskrotið skal ég fjarlægja úr
spjaldskrá Landsbókasafnsins.
En kjaftasögur verða ekki svo
auðveldlega kveðnar niður og
þessi er nú meira að segja orðin
skemmtiefni í sjónvarpi allra
landsmanna. Ég vil því koma
minni sögu á framfæri, bæði af
því að hún er betri saga og auk
þess trúlega sönn.
Menning
Freyr
Þórarinsson
heimilisfaðir