Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 12
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR12 EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðinga- hóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyris- höft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þann- ig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin. „Við teljum að þessi áætlun sé raunhæf og framkvæmanleg. Hún er markvissari en áætlun Seðla- bankans þar sem í henni er gengið ákveðnar til verks en nú við öflun upplýsinga um núverandi styrk gjaldmiðilsins og að losa um þrýst- ing vegna aflandskróna,“ segir Finn- ur Oddsson, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs, og bætir því við að eins árs tímarammann beri ekki að taka of bókstaflega. Yfirskrift áætlunar- innar endurspegli fyrst og fremst óþolinmæði með framgang áætlunar Seðlabankans og þá trú að fara megi fram með meiri ákveðni. Finnur segir að ekki hafi farið fram nægilega djúp umræða um áætlun Seðlabankans og því hafi Viðskiptaráð haft frumkvæði að þeirri vinnu sem kynnt var í gær. Þá gerir hann sér vonir um að fleiri aðilar muni láta sig málið varða á næstunni. Sérfræðingahópinn skipuðu átta sérfræðingar úr atvinnulífi og háskólunum, þar á meðal Gylfi Magnússon dósent, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Í greinargerð hópsins segir að nauðsynlegt sé að draga eftir föng- um úr líkum á því að sambærilegt ójafnvægi og skapaðist í gjaldeyris- málum fyrir fall krónunnar 2008 myndist á ný. Áætlun hópsins tekur mið af því en henni er skipt í tvennt. Fyrra skrefið snýr að því að losa um svokallaða snjóhengju óþolin- móðs fjármagns með því að gefa eigendum króna kost á að bjóða í langtíma ríkisskuldabréf í erlend- um gjaldmiðlum. Slík bréf væri svo hægt að selja á virkum eftirmark- aði og þannig breyta í aðrar tegundir erlendra eigna. Seinna skrefið væri svo afnám almennra gjaldeyrishafta þar sem hömlum sem nú eru í gildi yrði aflétt í þrepum á um það bil tólf mánaða tímabili. Þessu til viðbótar þyrfti að útfæra reglur sem hefðu það hlut- verk að koma í veg fyrir að þau mál sem leiddu til gjaldeyriskreppunnar 2008 endurtækju sig. Ræðumenn voru sammála um að gjaldeyrishöftin yllu efnahagslífinu og landsmönnum öllum talsverðum skaða. Þau væru hamlandi fyrir framgang og vöxt atvinnulífsins og stæðu þar með hagvexti fyrir þrif- um. Þá drægju þau úr skilvirkni og bjöguðu ákvörðunartöku. Þó voru flestir sammála um nauð- syn þess að setja á höft á sínum tíma. Þau hefðu komið í veg fyrir að krón- an félli talsvert meira en hún gerði. Það hefði leitt af sér aukna verð- bólgu, hærri vexti, lægri kaupátt og enn verri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Arnór Sighvatsson, aðstoðar- seðlabankastjóri, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hann fjallaði um áætlun Seðlabankans og sagði farsælast að styðjast áfram við hana. Hann fagnaði þó framtaki Við- skiptaráðs og hvatti fleiri til að viðra skoðanir sínar. magnusl@frettabladid.is Barcelona Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Flugsæti, 28. des. - 2. jan. Verð frá 27.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar Innifalið: Flug fram og til baka með sköttum. Verð án Vildarpunkta: 37.900 kr. FÖNIX Raftækjaverslun . Hátúni 6a . Sími 552 4420 . fonix@fonix.is . www.fonix.is LÖGGÆSLA „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það er nú ekki svo oft sem okkur er hrósað og sjálfur lít ég á aðstoð lögreglunnar við borgarana sem sjálfsagðan hlut,“ segir lög- reglumaðurinn Jóhann Birkir Guð- mundsson sem í fyrradag hlaut heiðursverðlaun Stúdentaráðs. Upphaf málsins fá rekja til hjálpsemi lögreglumannsins fyrr í vikunni. Þá varð ungur náms- maður fyrir því óláni að bifreið hans varð bensínlaus í morgun- umferðinni á Miklubraut. Hann var á leið í próf og mátti því engan tíma missa. Manninum til happs kom Jóhann Birkir honum til aðstoðar og ók með hann á næstu bensínstöð til að sækja nokkra lítra af bensíni. Að því loknu var námsmanninum ekið aftur að bíln- um. Þar var bensíninu hellt á tank- inn og síðan hélt maðurinn áleiðis í prófið. Fyrir þessa greiðvikni veitti Stúdentaráð Jóhann Birki heiðurs- verðlaun ráðsins. Þess má geta að Jóhann Birkir, sem er einn marga ungra og efnilegra lögreglumanna sem við eigum, útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins á síðasta ári. - jss VERÐLAUN Lilja Dögg Jónsdóttir, for- maður Stúdentaráðs, afhenti Jóhanni Birki viðurkenninguna. Aðrir á myndinni eru Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri, og Heimir Hannesson, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs. Aðstoðaði námsmann sem var á leið í próf þegar bensínið þraut: Ung lögga fékk heiðurverðlaun DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða tuttugu þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að stela sex flöskum af kardi- mommudropum og sjö flöskum af vanilludropum úr verslun Nettó í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði brot sitt. Hann á langan brotaferil að baki. Þar má nefna fíkniefnalagabrot, fölsun og skjalabrot, ölvunar- og lyfjaakst- ur. Árið 2006 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar og sviptur öku- rétti fyrir lyfjaakstur. Með brotinu nú rauf maðurinn skilorð. - jss Dæmdur til að greiða sekt: Stal 13 flöskum af kökudropum FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! ÁÆTLUN STJÓRNVALDA KYNNT Sérfræðingahópur Viðskiptaráðs telur áætlun Seðla- bankans ekki nægilega markvissa. Aðstoðarseðlabankastjóri fagnar framtaki Viðskipta- ráðs en telur skynsamlegt að halda sig við fyrirliggjandi áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Afnema má gjald- eyrishöftin hraðar Viðskiptaráð kynnti í gær áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem sérfræðinga- hópur úr atvinnulífinu og háskólunum hefur unnið að. Er það mat hópsins að áætlun Seðlabankans sé ekki nægilega markviss. fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Sími 585 8300 - www.postdreifing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.