Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 82
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR62 N1 deild karla í handbolta HK - Fram 30-27 (13-15) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Tandri Már Konráðsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 6/4 (11/5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (9), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1), Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 12/1 (28/3, 43%), Björn Ingi Friðþjófsson 1 (12/3, 8%), Hraðaupphlaup: 6 (Vilhelm Gauti 2, Atli Ævar, Tandri Már, Bjarki Már Elísson, Bjarki Már Gunnarsson) Fiskuð víti: 5(Atli Ævar 2, Tandri , Ólafur Bjarki, Bjarki Már Gunnarsson) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 5 (6), Einar Rafn Eiðsson 5/3 (6/3), Arnar Birkir Hálfdánsson 5 (10), Ingimundur Ingimundarson 5/2 (10/3), Róbert Aron Hostert 4 (7), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (2), Jóhann Karl Reynisson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon (1), Varin skot: Magnús Erlendsson 10/1 (33/4, 30%), Sebastian Alexandersson 5 (12/1, 42%), Hraðaupphlaup: 5 (Arnar Birkir 2, Einar Rafn, Róbert Aron, Stefán Baldvin) Fiskuð víti: 6 (Ægir Hrafn Jónsson 2, Sigurður, Einar Rafn, Róbert Aron, Stefán Baldvin) Utan vallar: 10 mínútur. Haukar - Afturelding 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Gylfi Gylfason 8/5 (11/5), Heimir Óli Heimisson 6 (6), Tjörvi Þorgeirsson 4 (8), Stefán Rafn Sigurmannsson 3 (10), Árni Steinn Steinþórsson 2 (2), Einar Pétur Pétursson 1 (1), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (3), Sveinn Þorgeirsson 1 (5), Nemanja Malovic (3), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 20 (39/4, 51%), Birkir Ívar Guðmundsson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 2 (Gylfi, Árni Steinn) Fiskuð víti: 5 (Sveinn Þorgeirsson 2, Gylfi, Stefán Rafn, Nemanja) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Hilmar Stefánsson 8/5 (10/5), Böðvar Páll Ásgeirsson 6 (13), Þorlákur Sigurjónsson 3 (4), Sverrir Hermannsson 1 (1), Einar Héðinsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (6), Jóhann Jóhannsss (3), Jón Andri Helgas. (4) Varin skot: Davíð Svansson 15 (40/4, 38%), Hafþór Einarsson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 1 ( Þorlákur) Fiskuð víti: 5 (Helgi 2, Þorlákur, Chris McDermont, Jóhann) Utan vallar: 8 mínútur. Grótta - FH 24-27 (12-15) Mörk Gróttu (skot): Þráinn Orri Jónsson 7 (10), Hjálmar Þór Arnarsson 5 (6), Ólafur Ægir Ólafsson 3/2 (4/2), Benedikt R. Kristinsson 3 (5), Davíð Örn Hlöðversson 2 (3), Þorgrímur Smári Ólafsson 2 (8), Aron Valur Jóhannsson 1 (1), Kristján Orri Jóhannsson 1 (2), Þórir Jökull Finnbogason (1/1), Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 24/2 (51/3, 47%), Hraðaupphlaup: 3 ( Benedikt 3) Fiskuð víti: 3 (Þráinn Orri 2, Hjálmar Þór) Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 7 (13), Andri Berg Haraldsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (6/1), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Sigurður Ágústsson 3 (4), Hjalti Þór Pálmason 2 (3), Þorkell Magnússon 2/1 (4/2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Halldór Guðjónsson (1), Ísak Rafnsson (1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8 (19/1, 42%), Pálmar Pétursson 8 (21/1, 38%), Hraðaupphlaup: 10 ( Andri Berg 2, Baldvin 2, Ari 2, Sigurður 2, Þorkell, Atli Rúnar) Fiskuð víti: 3 (Atli Rúnar 2, Ólafur) Utan vallar: 4 mínútur. STAÐAN Í DEILDINNI Haukar 11 9 0 2 285-243 18 FH 11 6 3 2 306-286 15 HK 12 7 1 4 329-302 15 Fram 12 7 0 5 312-310 14 Akureyri 11 5 2 4 298-274 12 Valur 11 4 3 4 296-279 11 Afturelding 12 3 0 9 279-331 6 Grótta 12 0 1 11 271-351 1 NÆSTU LEIKIR Valur - Akureyri sun 18.des. Kl. 15.45 FH - Haukar mán. 19.des. Kl.19.30 Sænski körfuboltinn Borås Basket-Solna Vikings 118-99 Logi Gunnarsson skoraði 15 stig fyrir Solna. 08 Stockholm HR -Södertälje Kings 75-79 Helgi Már Magnússon skoraði 14 stig fyrir 08. Evrópudeildin FC København - Standard Liège 0-1 Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn en FCK var úr leik fyrir lokaleikinn. Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.). Þessi sigur dugði ekki Tottenham þar sem að Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. AZ Alkmaar - Metalist Kharkiv 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu hjá AZ og spilaði fyrstu 69 mínútur leiksins. Stigið dugði AZ til þess að komast áfram. Þessi fóru áfram í 32 liða úrslitin: Standard Liege, PSV Eindhoven, Sporting CP, Besiktas, Athletic Bilbao, Metalist Kharkiv, , Schalke 04, Twente, Anderlecht, Hannover 96, Legia Varsjá, Lazio, Stoke City, Red Bull Salzburg, , Steaua Búkarest, Wisla Krakóv, Lokomotiv Moskva, Rubin Kazan, PAOK , Braga, Atlético Madrid, AZ Alkmaar, Club Brugge og Udinese. ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Íslandsmeistarar FH voru svo sannarlega stálheppnir að labba burt úr íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi með tvö stig. Gróttustrákar, sem flestir hafa afskrifað úr þessari deild, börðust eins og ljón allan tím- ann og hentu sér í alla bolta. Ef ekki hefði verið fyrir tvo vafasama dóma undir lokin hefði leikurinn geta farið öðruvísi. En það er það sem gerir íþróttir svo skemmtilegar. Það er alltaf hægt að segja ef og hefði. Lokatölur 27-24 fyrir FH. „Ég er ánægður með stigin en, ekkert mikið meir,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það verður náttúrulega að hrósa Gróttumönnum. Þeir komu og sýndu úr hverju þeir væru gerðir og veittu okkur hörkukeppni. Vörnin var slök hjá okkur þó Pálmar hafi komið inn og varið nokkra mikil væga bolta. En við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að það væri erfitt að koma hingað en þetta hófst og ég er sáttur með það – ekkert meira,“ bætti Einar við. Markvörður Gróttu, Lárus Helgi Ólafsson var nokkuð sáttur í leikslok þrátt fyrir tapið. „Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mis- tök. Missum mann af velli og svo þessir tveir dómar þarna undir lokin en það er frábært að liðið sé að berjast.“ Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona,“ sagði hinn eiturhressi Lárus um leið og hann var kallaður inn í klefa. - bbh LÁRUS HELGI ÓLAFSSON Varði 24 skot frá FH- ingum í gær. HANDBOLTI Haukar unnu öruggan 26-20 sigur á Aftureldingu í N1- deild karla í handbolta í gærkvöldi. Haukar höfðu undirtökin frá ann- arri mínútu og höfðu örugga for- ystu allt fram að lokamínútunum þegar Afturelding komst aðeins aftur inn í leikinn. Þeir stigu þá aftur upp og unnu að lokum örugg- an sigur. Gestirnir áttu í erfiðleik- um með sóknina og skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 18 mínútur leiks- ins. „Þetta var svona hálf erfitt hjá okkur. Við vorum að koma okkur í góð færi allan leikinn en við vorum að láta Aron verja vel frá okkur og mörg mistök gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við verðum fyrir áfalli hérna snemma í fyrri hálfleik þegar Sverrir meiðist, svo meiðist Helgi seinna í leiknum og liðið mitt var orðið frekar þunnskipað. Ég var samt ánægður hvernig mínir strákar brugðust við, þeir gáfust aldrei upp og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Með smá heppni hefðum við getað gert meira úr þessum leik. Með minni klaufa- hætti hefðum við ekki þurft að elta þá allan leikinn, því það tekur gríðarlega á,“ sagði Reynir. „Við vorum með nokkuð þægi- legt forskot allan leikinn, Aron var að verja mjög vel í markinu og vörnin mjög þétt miðsvæðis. Við lentum hins vegar í smá streði í seinni hálfleik sóknarlega þegar þeir komast aftur inn í leikinn og minnka muninn. Við stigum þá upp og kláruðum leikinn. Það var flottur karakter hjá strákunum að gleyma sér ekki,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Við vorum ekki sáttir eftir tapleikinn í síðustu umferð gegn Akureyri. Það er auðvitað erfiður útivöllur en eftir það hvernig sá leikur endaði, með sigurmarki á síðustu sekúndunum, var gott að komast aftur á sigurbraut. Mér fannst menn verða samt full kæru- lausir hérna undir lokin. Menn fóru að reyna að klára þetta á eigin spýtur og hugsuðu minna um liðs- haginn,“ sagði Aron en Haukar náðu þriggja stiga forskoti á toppn- um með þessum sigri.. - kpt Sóknarleikur Aftureldingar varð þeim að falli á móti toppliði Hauka í N1-deild karla í handbolta í gærkvöldi: Haukar komnir með þriggja stiga forskot GYLFI GYLFASON Skoraði átta mörk fyrir Hauka í sigrinum á Aftureldingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG HANDBOLTI HK og Fram munu bæði spila í deildarbikarnum á milli jóla og nýárs, ásamt Hauk- um og FH. Þetta varð ljóst eftir að HK vann sigur á Fram í Digra- nesi, 30-27. Þó nokkur deyfð var yfir báðum liðum í fyrri hálfleik en Framarar voru þó skrefinu fram- ar og leiddu verðskuldað í hálf- leik. En þá tóku HK-ingar til sinna mála, settu í næsta gír og tryggðu sér sanngjarnan sigur. HK sýndi í gær að liðsheildin er einn stærsti kostur liðsins enda margir leikmenn sem lögðu sitt af mörkum, þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Við vorum ekki með kveikt á perunni langt fram eftir leiknum og það vantaði stemningu í okkar leik þó svo að við hefðum verið að reyna okkar besta. Hún þarf að vera í lagi í liðsíþrótt eins og handbolta,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, varnarmaður HK. „Það var ótrúlegt að við vorum ekki nema tveimur mörk- um undir í hálfleik.“ HK-ingar voru fljótir að láta til sín taka eftir leikhléið. Í stöðunni 18-18 skoruðu þeir fimm mörk í röð sem fór langt með að klára leikinn fyrir þá. Það geta þeir fyrst og fremst þakkað öflugum varnarleik og markvörslu. Kristinn Guðmundsson, þjálf- ari HK, var ánægður með sigur- inn. „Þetta var mjög mikilvægur sigur enda þurfum við að fá stig gegn þeim liðum sem eru með okkur í þessum sex liða pakka. Við gáfum svolítið eftir í þeirri útileikjahrinu sem við höfum verið í og þurftum á því að halda að fara á jákvæðum nótum inn í jólafríið.“ Hann segir að fyrri hálfleikur hafi verið heldur dapur hjá sínum mönnum. „Hann var ofboðslega þungur og bar keim af því að það er prófatörn hjá mörgum leik- mönnum. Við löguðum nokkur atriði í varnarleiknum í leikhlénu og það munaði um það. Bjarki Már Gunnarsson var fáránlega góður í miðju varnarinnar og þá kom markvarslan og sóknarleik- urinn með í kjölfarið.“ Vilhelm Gauti hrósaði Bjarka einnig fyrir frammistöðuna. „Það fer enginn fram hjá honum. Hann er með breidd upp á tvo og fimm- tíu þegar hann stendur gleiður og svo er hann þess fyrir utan vax- inn eins og uxi. Hann var ótrú- lega öflugur,“ sagði Vilhelm Gauti en auk Bjarka Más Gunn- arssonar áttu margir í liði HK góðan leik í kvöld. Tandri Már Konráðsson og markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson komu mjög sterkir inn af bekknum og áttu stóran þátt í sigri HK. „Þetta er liðsíþrótt og það þarf að treysta á fleiri en þá sjö sem byrja,“ sagði Kristinn. „Við telj- um okkur hafa mannskap til að ná árangri sem sannaðist í þessum leik.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, fer nú í vetrarfríið með lið sitt í fjórða sætinu en Framarar voru lengi vel í efstu tveimur sætum deildarinn- ar eftir góða byrjun á tímabilinu í haust. „Við vorum bitlausir í sókn- inni og þegar mest á reyndi í seinni hálfleik náðum við varla skoti að marki,“ sagði Einar. „Við áttum því miður ekki mikið skilið úr þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var ágæt- ur að mestu leyti og ég hefði gjarn- an viljað vera með aðeins meiri forystu eftir hann.“ Hann segir enga lægð í Safamýr- inni. „Þetta er hörkudeild og marg- ir jafnir leikir. Ég hefði verið mjög sáttur við sigur í dag og nú skipt- ir máli að nýta tímann vel í fríinu, ná öllum meiðslum úr mönnum og þá mætum við tvíefldir aftur til leiks.“ Bæði lið taka þó þátt í deildabik- arnum og fagnaði Vilhelm Gauti því sérstaklega að vera kominn þangað. „Það er í fyrsta sinn eftir að ég byrjaði aftur að spila sem það tekst hjá HK. Við viljum frekar hlaupa af okkur jólasteikina í keppni held- ur en á hlaupaæfingum í Digranes- inu. Það er aðeins skemmtilegra.“ eirikur@frettabladid.is Betra að spila af sér jólasteikina HK tryggði sér í gær sæti í deildarbikarkeppni HSÍ sem fer fram á milli jóla á nýárs. HK vann í gær þriggja marka sigur á Fram, 30-27, þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik. Framarar duttu niður í fjórða sætið með tapinu. VEL TEKIÐ Á ÞVÍ Tandri Már Konráðsson fær hér alvöru móttökur frá Ingimundi Ingimundarsyni í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslandsmeistarar FH lentu í vandræðum í lokin á móti botnliði Gróttu á Seltjarnarnesinu í gær: Ánægður með stigin en ekki mikið meir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.