Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 70
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR50 Bíó ★★★★ Mission: Impossible – Ghost Protocol Leikstjórn: Brad Bird Leikarar: Tom Cruise, Jeremy Renner, Simon Pegg, Paula Patton, Michael Nyquist, Vladimir Mashkov Fyrsta Mission: Impossible-mynd- in var þrælfín og hafði bálkurinn alla burði til þess að verða langlíf og heilsteypt sería. Önnur mynd- in reyndist hins vegar mun slak- ari en sú fyrsta, og þriðja myndin var verri en þær báðar. Þegar ég sá fjórðu myndina auglýsta velti ég því fyrir mér hvort serían ætti afturkvæmt. Hvort þetta væri ekki búið spil hjá Ethan Hunt og félögum. Það er þó fjarri lagi og teymið hefur líklega aldrei verið í betra stuði en einmitt í þessari fjórðu mynd seríunnar. Enn er það Hunt (Tom Cruise) sem leiðir hópinn en í hann hafa bæst við nokkur ný andlit. Simon Pegg er meira áber- andi en í þriðju myndinni og er hann þrælskemmtileg viðbót við grúppuna. Cruise sjálfan verður æ erfiðara að taka alvarlega, í þessu hlutverki jafnt sem öðrum, en hann verður þó seint sakaður um að stýra seríunni með hangandi hendi. Í þessari mynd hangir hann til að mynda utan á Burj Kalifa- turninum í Dubai (hæstu byggingu heims), en að kvikmyndaleikari leggi slíkt á sig gerir það að verk- um að maður neyðist hreinlega til að taka viljann fyrir verkið. Fyrir utan það að hann er ekki slæmur leikari þrátt fyrir undarlega hegð- un í einkalífinu. Cruise hefur veðjað á hárréttan leikstjórafák (Brad Bird, leikstjóra Ratatouille og The Incredibles) til að blanda brjáluðum áhættuatrið- unum saman við léttan húmor- inn. Glórulausu apparötin eru að sjálfsögðu til staðar og áhorfand- inn vill trúa því að þau virki. Og líklega hef ég aldrei viljað jafn mikið að nokkuð virkaði og grip- hanskarnir sem Ethan Hunt klæð- ist þegar hann klífur fyrrnefndan hæsta turn heims. Það atriði er algjörlega lamandi sökum spennu. Svona eiga hasarmyndir að vera. Hörkuspennandi, en þó án þess að taka sig of alvarlega. Það þurfti teiknimyndagerðarmann til að koma Mission: Impossible-seríunni í þann farveg og Ghost Protocol er besta mynd seríunnar. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Fjörugri en forverar hennar og alls ekki fyrir lofthrædda. Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á göml- um söltunarstað á Vest- fjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikning- inn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpun- ardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköp- unarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rann- sóknarvinnu, nýsköp- unarstyrki og mast- ersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenning- arnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðar- djúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltfram- leiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vest- an, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma salt- verkinu í stand og hefja framleiðsl- una. Saltararnir hafa haldið úti vef- síðu og leyft almenningi að fylgj- ast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði stað- ið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðar- stóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarð- ardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinn- ing að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætl- unin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæða- vöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúð- inni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörð- um. „Það var frábært að koma vör- unni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan held- ur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is Endurreistu gamla saltgerð fyrir vestan STOLTUR Merki og umbúðir Saltverksins eru hönnuð af Geir Ólafssyni og Þorleifi Gunnari Gíslasyni. Yngvi Eiríksson er ánægður með útkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dósamatur á tónleikum Bret Michaels, söngvari Poi- son, hefur boðið aðdáendum sínum afslátt af tónleikum sínum gegn því að þeir komi með mat með sér sem hægt verður að gefa fátækum. Tónleikarnir verða haldnir í Pitts burgh og hvatti Michaels aðdáendur sína á Twitter til að koma með eitthvað matar- kyns með sér. „Komið með dósamat og mat sem endist lengi á tónleikana mína og þið fáið í staðinn ódýrari miða á tónleikana.“ Söngkonan Cyndi Lauper hefur áður brugðið á sama ráð, eða á tónleikum sem hún hélt í New York. Einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. YNGVI EIRÍKSSON SALTFRAMLEIÐANDI GJAFMILDUR Bret Michaels, söngvari Poison, er greinilega kominn í jólaskap. Fjörugur fjórði kafli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.