Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 24
24 16. desember 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Bætt trúarheilsa Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra veitti á dögunum hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu. Að þessu sinni voru það forsvarsmenn „Heilsu og trúar“ sem urðu viðurkenningarinnar aðnjótandi. Þeir bjóða trúuðum Bandaríkjamönnum upp á heilsu- ferðir og er hver hluti verkefnisins nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menn- ingu. Þeir sem ekki þekkja banda- rískan trúarvinkil á íslenskri náttúru hafa ekki lifað. Svangir trúarleiðtogar Af hverju iðnaðarráðuneyti Íslands telur verkefni hinna trúuðu banda- rísku náttúruunnenda svo spennandi skal ósagt látið. Um er að ræða „14 daga hreinsandi meðferð, kennslu á andlega sviðinu og leiðtogaþjálfun samhliða föstu“ líkt og segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Kannski finnst ráðherra skortur á svöngum leiðtogum sem stjórna með trúna að leiðarljósi. Facebook-pólitíkin Tækninni fleytir óðfluga áfram og nú er svo komið að fjölmiðlar eru, oft og tíðum, óþarfa milliliður á milli stjórnmálamanna og umbjóðenda þeirra. Þetta sást vel í gær þegar Margrét Tryggvadóttir setti það á Facebook-síðu sína að á þingi væri verið að safna fylgi fyrir tillögu um að afturkalla kæru á hendur Geir H. Haarde. Margrét nýtti sér tæknina og kom fregnum af þessu á netið. Frá síðu hennar bárust tíðindin í allar áttir og fréttin rataði fljótt inn á vefmiðlana. Að endingu höfðu flestallir fjölmiðlar sagt frá tíðindunum og fólk spjallað um þau sín á milli. Þetta dæmi sýnir okkur að hinar praktísku hliðar stjórn- málanna breytast ört. kolbeinn@frettabladid.is Á undanförnum áratug eða svo hefur raforkuverð til stóriðju hækkað um liðlega 120% í Bandaríkjadölum. Á sama tíma hefur raforkuverð til almenn- ings lækkað um 10% í Bandaríkjadölum. Hækkun raforkuverðs til stóriðju skýrist að umtalsverðu leyti af álverðstengingu raforkuverðs til áliðnaðar. Álverð hefur hækkað umtalsvert á þessu tímabili, m.a. vegna hækkandi orkuverðs í heiminum, en afar sterk tengsl eru á milli þessara tveggja þátta. Á sama tíma hefur arðsemi Landsvirkj- unar aukist jafnt og þétt. Eigið fé fyrir- tækisins hefur liðlega fjórfaldast í Banda- ríkjadölum og nam nærri 1,7 milljörðum dala í lok júní sl. Árleg ávöxtun eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði liðlega 18% á þessu tímabili, að teknu tilliti til arð- greiðslna. Er þar horft til þróunar eigin fjár í Bandaríkjadölum en ekki krónum. Raforkusala Landsvirkjunar til stóriðju hefur tvöfaldast á þessu tímabili. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar er því haldið fram að arðsemi raforkusölu til stóriðju hafi verið umtalsvert lakari en almenn arðsemi íslensks atvinnulífs. Sennilega er þó leitun að fyrirtækjum af sambærilegri stærð og Landsvirkjun sem sýnt hafa hliðstæða arðsemi. Í skýrslu Sjónarrandar kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Orkumál Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 60 50 40 30 20 10 0 ■ Raforkuverð til stóriðju ■ Raforkuverð til heimila Raforkuverð til heimila 2003-2008 áætlað með línulegri hækkun í kr. (2002, 2009 og 2010 skv. LV) HEIMILD: LANDSVIRKJUN U SD /M W h Þróun raforkuverðs til stóriðju V arla kemur nokkrum manni á óvart að Eftirlitsstofn- un EFTA (ESA) hafi ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna Icesave-málsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síðasta Icesave- samninginn í apríl síðastliðnum snerist einmitt um tvo kosti; að ljúka málinu með samningum við Bretland og Hol- land eða að útkljá það fyrir EFTA-dómstólnum. Samningamenn Íslands og margir fleiri töluðu skýrt um þessa kosti. Munurinn á samningaleiðinni og dómstólaleiðinni er að í dóm- stólaleiðinni felst meiri áhætta. Með samningum er hægt að hafa stjórn á niðurstöðunni, gefa eftir í einum þætti máls- ins til að hafa sitt fram í öðrum. Niðurstaðan verður sú sem aðilar ná samkomulagi um. Eðli málsins samkvæmt er hún mála- miðlun og hvorugur er fyllilega ánægður. Fyrir dómstóli er sá möguleiki fyrir hendi að hafa allt sitt fram. En þar er líka hægt að tapa öllu. Hugsanlega verður niðurstaða EFTA-dómstólsins Íslandi hagstæð. En það er líka til í dæminu að niðurstaðan verði sú að Íslandi beri að greiða meira en innistæðu- trygginguna til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda, eða þá að dómurinn komist að annarri niðurstöðu um vextina í málinu. Hvort tveggja gæti kostað Ísland gífurlegar fjárhæðir. Verði það niðurstaðan verða menn einfaldlega að vera við því búnir. Íslenzkir kjósendur þekktu kostina þegar þeir gengu til atkvæða um Icesave-samninginn. Þeim hafði verið bent á þá áhættu sem kynni að felast í dómstólaleiðinni. Meirihlutinn tók engu að síður þann kostinn fram yfir samninginn sem lá fyrir. Við getum lítið sagt, verði niðurstaðan okkur í óhag. Nú skiptir máli að halda vel á málstað Íslands og fá til þess fær- ustu lögfræðinga, þótt það geti orðið dýrt. Það er svolítið skondið að heyra nú stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem töldu samningaleiðina áhættuminni en dómstólaleiðina, tala af nýfenginni kokhreysti um sterkan málstað Íslands í dómsmál- inu. En þeir eiga í raun engan annan kost. Við getum búizt við að lýðskrumarar innan þings og utan haldi áfram að nota Icesave-málið til að draga upp mynd af vondu útlendingunum sem vilji klekkja á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var byrjaður á því í gær; taldi að ákvörðun ESA hefði eitthvað með ástandið innan Evrópusambandsins að gera. Hann gleymir því eins og stundum áður að ESA er ekki stofnun vondu útlendinganna í ESB; hún er stofnun okkar og hinna smáríkjanna í EFTA. Hún tekur ákvarðanir út frá lögfræði. Og í 29 samningsbrotamálum sem hún hefur höfðað gegn aðildarríkjunum fyrir EFTA-dómstólnum hefur hún haft sigur í 27. Þegar niðurstaða EFTA-dómstólsins liggur fyrir, hvort sem hún verður Íslandi í hag eða óhag, verður eitt á hreinu: Málið fór í dóm af því að það var val meirihluta íslenzkra kjósenda. Það er ekki hægt að færa ábyrgðina yfir á neinn annan. Ákvörðun um að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn var fyrirsjáanleg. Okkar val
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.