Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 78
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR58 sport@frettabladid.is ALEXANDER PETERSSON OG ALFREÐ GÍSLASON eru báðir í úrvalsliði þýsku úrvalsdeildar- innar í handbolta sem mætir þýska landsliðinu í Stjörnuleik deildarinnar í byrjun febrúar. Alfreð þjálfar Kiel en Alexander leikur með Füchse Berlin. Alls var 21 leikmaður valinn í liðið og tveir þjálfarar til að stýra því. Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr. EDDA SVAVARSDÓTTIR FORMAÐUR ÍSLENSKU CCU-SAMTAKANNA FÓTBOLTI Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim til- vikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkom- andi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumað- urinn Darren Fletcher hjá Man- chester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Man- chester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sára- ristilbólga á íslensku. Voru fjöl- miðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómur Sjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formað- ur CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðis- garnabólgu. Samtökin voru stofn- uð árið 1995 til að auka samfélags- vitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þús- und manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómur- inn ólæknandi,“ segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm.“ Vill verða feimnismál Edda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúk- dóminn enda geti hann verið erf- iður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr,“ segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn.“ Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkom- andi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma.“ Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabba- meins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaup- ið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræði Með því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkom- andi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverk- anir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði,“ segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Bras- að skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi.“ Átök og áreynsla varhugaverð Hún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum,“ segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veik- indi,“ segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúk- dóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel,“ segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný.“ eirikur@frettabladid.is Háalvarlegur og erfiður viðureignar Darren Fletcher, leikmaður Manchester United, mun líklega ekki spila meira á leiktíðinni vegna veikinda en hann hefur greinst með sáraristilbólgu. Sjúkdómurinn er ólæknandi en sífellt fleiri greinast með hann. DARREN FLETCHER 27 ára gamall miðjumaður sem gekk til liðs við Manchester United ellefu ára gamall. Á fjölda leikja að baki með bæði United og skoska lands- liðinu en nú gæti ferill hans verið í hættu. NORDICPHOTOS/GETTY Crohn‘s og Colitis samtökin á Íslandi eru hagsmunasamtök fólks með svæðisgarna- og sáraristilbólgu. Edda Svavarsdóttir er formaður þeirra en meðlimir eru um 185 talsins. „Sjúkdómur eins og sáraristilbólga er oft feimnismál enda vilja fáir tala opinskátt um klósettferðir,“ segir Edda, en samtökin hafa staðið fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum, meðal annars í samstarfi við Stómasam- tökin og snemma á næsta ári verður fundur með Gigtarfélagi Íslands. Þá hefur verið gefinn út skólabæklingur, meðal annars fyrir kennara nemenda sem glíma við sjúkdómana. Ekki síst eru samtökin vettvangur fyrir þá sem vilja leita sér stuðnings og hjálpar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.ccu.is. CCU-samtökin á Íslandi HANDBOLTI Þórir Hergeirsson á möguleika á því að koma norska kvennalandsliðinu í úrslitaleik- inn á HM þegar Noregur mætir Spáni í undanúrslitum á HM kvenna í Brasilíu í kvöld. Þetta er annað heimsmeistara- mót norska liðsins undir stjórn Þóris en liðið tapaði í undan- úrslitum fyrir verðandi heims- meisturum Rússa á HM í Kína fyrir tveimur árum. Norska liðið hefur unnið til verðlauna á tveim- ur fyrstu stórmótunum undir stjórn Þóris, vann brons á HM 2009 og gull á EM í fyrra. Norð- menn hafa verið í fremstu röð í kvennahandboltanum undanfarin ár og hafa unnið fjögur Evrópu- mót í röð en hafa ekki unnið HM í tólf ár eða síðan norska liðið vann á heimavelli undir stjórn Marit Breivik árið 1999. Noregur tapaði fyrsta leiknum sínum á mótinu en hefur síðan unnið sex leiki í röð. Spænska liðið hefur unnið fimm leiki í röð, þar á meðal heimastúlkur í Brasilíu í átta liða úrslitum. Í fyrri undanúrslitaleiknum mætast Danmörk og Frakkland en danska liðið hefur unnið alla sjö leiki sína á mótinu. Frakkar hafa aftur á móti slegið Svía og heimsmeistara Rússa út í síðustu leikjum sínum. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld, Danmörk- Frakkland klukkan 19.15 og Nor- egur-Spánn klukkan 22. - óój Undanúrslitin á HM kvenna: Fer Þórir með Noreg í úrslit? ÞÓRIR HERGEIRSSON Norska liðið hefur spilað betur með hverjum leik á HM í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRIR FÓTBOLTI KR-ingar eru komnir langt með að setja saman liðið sem mun reyna að verja Íslands- og bikarmeistaratitlana á næsta sumri en þeir héldu blaðamannafund í gær þar sem tilkynnt var um undirskriftir fjórtán leik- manna. Þrír nýir leikmenn eru í þessum hópi en þeir eru allir ungir landsbyggðarmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá sínum félögum þrátt fyrir ungan aldur. Þetta eru þeir Hauk- ur Heiðar Hauksson, 20 ára fyrirliði KA, Þor- steinn Már Ragnarsson, 21 árs fyrirliði Vík- ings í Ólafsvík, og Atli Sigurjónsson, 20 ára miðjumaður Þórs, sem vakti mikla athygli á sínu fyrsta ári í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Stóra fréttin er þriggja ára samningur Atla en áður var ljóst að Haukur og Þorsteinn ætl- uðu að reyna sig í Vesturbænum. „Þetta er búið að vera heillengi í loftinu þannig að það er mjög fínt að vera búinn að klára þetta. Ég hef bara gott af þessari sam- keppni og þetta verður bara spennandi. Það er ekki ætlunin að sitja á bekknum,“ sagði Atli en hann viðurkennir að það sé erfitt að fara frá Þór þar sem hann hefur spilað með alla tíð. „Ég er búinn að vera jafnlengi hjá Palla og ég er búinn að vera hjá foreldrum mínum þannig að það er erfitt að fara frá þeim öllum.Ég komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að spila í Pepsi-deildinni,“ segir Atli og bætir við: „Það gekk ekki upp núna að komast í atvinnu- mennskuna en þá fer maður bara upp á enn þá hærri stökkpall og stekkur þaðan. Það er klár- lega eitthvað sem ég stefni að,“ sagði Atli. Ellefu leikmenn framlengdu samninga sína en þeir eru Baldur Sigurðsson, Björn Jónsson, Dofri Snorrason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnar Þór Gunnarsson, Hugi Jóhannesson, Óskar Örn Hauksson, Kjartan Henry Finnboga- son og Torfi Karl Ólafsson. Ásgeir Örn Ólafs- son og Jordao Diogo hafa einnig framlengt samning sinn en þeir eru á láni hjá erlendum félögum. - óój Atli Sigurjónsson var einn af fjórtán leikmönnum sem skrifuðu undir hjá Íslandsmeisturum KR í gær: Það er ekki ætlunin að sitja á bekknum VELKOMINN Í KR Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, með Atla Sigurjónssyni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.