Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 10

Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 10
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR10 NEYTENDUR Nettóþyngd Kötlu púðursykurs og glassúrs frá Kötlu eru undir leyfilegum mörkum sé miðað við merkingar á vörunum. Glassúrinn er að meðaltali um 30 prósent- um undir nettóþyngd, vegur að meðaltali um 103 grömm, en samkvæmt pakkningu á varan að vega 150 grömm. Þetta eru niður- stöður nýrrar könnunar Neytendastofu á þyngd sex vörutegunda sem notaðar eru í bakstur. Hver einasta pakkning af Kötlu glassúr reyndist léttari en leyfilegt er. Kötlu púður- sykurinn er merktur 500 g en um helmingur pokanna var meira en tveimur prósentum undir og meðalþyngdin reyndist líka minni en leyfilegt er. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Kötlu, segir ástæðuna vera mistök í merking- um. Flaskan af glassúr taki einungis 100 millilítra og því geti varan ekki vegið 150 grömm eins og standi á miðanum. „Þegar við uppgötvuðum þetta var jóla- ösin skollin á og ekkert hægt að gera,“ segir Björn. Varðandi púðursykurinn segir Björn honum vera pakkað í vélum og sýni séu tekin reglulega, en málið verði skoðað. Neytendastofa kannaði einnig Síríus Konsum súkkulaði frá Nóa Síríus, Frón pipar dropa frá Íslensk-Ameríska, Matar- sóda frá Pottagöldrum og gróft kókosmjöl merkt Hagveri frá Góðu fæði. - sv frá föstudegi til sunnudags Grjótháls 10, 110 Reykjavík. Sími 588 1010 Ein ástsælasta bílaþvottastöð landsins hefur opnað í nýju húsnæði að Grjóthálsi 10. Af því tilefni bjóðum við bón og handþvott á öllum bílum frá föstudegi til sunnudags fyrir 1500 krónur, svo lengi sem hann kemst inn. OPNUNARTILBOÐ Opið alla virka daga: kl. 08:00 – 18:00 Laugardaga og sunnudaga: kl. 10:00 – 16:00Vesturlandsvegur Grjótháls Fossháls Dragháls H ö fð ab ak ki B it ru h ál s Aðkoma frá Vesturlandsvegi og Bitruhálsi VIÐ ERUM HÉR Gamla Bón og þvottastöðin í Sóltúni á nýjum stað. Bón og handþvottur á öllum bílum á aðeins PÚÐURSYKUR FRÁ KÖTLU 500 gramma púðursykurinn frá Kötlu reyndist vera undir leyfilegri nettóþyngd sam- kvæmt könnun Neytendastofu. Mistök í prentun urðu til þess að glassúr frá Kötlu er vitlaust merktur: Glassúr og púðursykur reyndust of létt ÚKRAÍNA Dómsmálaráðherra Úkraínu, Alexander Lavrínovítsj, hefur um þriggja mánaða skeið ekið um á Mercedes GL 420, árgerð 2009, sem tilkynnt var í Þýskalandi að hefði verið stolið. Frá þessu er greint á vef þýska tímaritsins Der Spiegel. Tilkynnt var í janúar 2010 í Stuttgart að bílnum, sem var í eigu tveggja kaupsýslumanna, hefði verið stolið. Lögreglan komst að því að kaupsýslumenn- irnir sjálfir hefðu smyglað bíln- um til Úkraínu auk þess sem þeir hefðu átt þátt í að smygla fleiri bílum til Austur-Evrópu. Kaup- sýslumennirnir hafa verið dæmd- ir til fimm ára og níu ára fang- elsisvistar. Samkvæmt frásögn Der Spiegel var lúxusbíllinn, sem upprunalega hafði verið kaup- leigubíll frá Mercedes, gerð- ur upptækur á landamærum Úkraínu. Í apríl síðastliðnum var hann skráður sem eign úkraínska dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt lögum í Úkraínu geta yfirvöld slegið eign sinni á bíla sem gerðir hafa verið upp- tækir, jafnvel þótt þeim hafi verið stolið erlendis og þótt þeir séu á lista Alþjóðalögregl- unnar Interpol. Vegna þessara laga ekur nú dómsmálaráðherra Úkraínu stolnum bíl í fullum rétti. - ibs Stjórnvöld í Úkraínu í fullum rétti samkvæmt lögum: Dómsmálaráðherra á stolnum bíl VÍSINDI Krabbameinsfélag Íslands hefur veitt fimm vísindamönnum styrki til rannsókna á krabba- meini hjá körlum. Styrkirnir tengjast átaki sem snýr að bar- áttunni við krabbamein hjá karl- mönnum. Átta umsóknir bárust og valdi vísindaráð félagsins fimm styrkþega. Sigríður Klara Böðvarsdóttir fær milljón krónur, Jón Þór Berg- þórsson hálfa milljón, Stefán Þ. Sigurðsson hálfa milljón, Jóhanna E. Torfadóttir 250.000 krónur og Tryggvi Þorgeirsson 250.000 krónur. Öll eru þau að rannsaka krabbamein í blöðruhálskirtli. - sh Fimm vísindamenn styrktir: Styrkt til rann- sókna á krabba- meini í körlum Umhverfisverðlaun í 17. sinn Hótel Eldhestar hlutu í gær umhverf- isverðlaun Ferðamálastofu 2011. Var þetta í 17. sinn sem verðlaunin eru veitt, en fyrirtækið hlaut þau fyrir „markvissa umhverfisstefnu og sjálf- bæran rekstur“. FERÐAMÁL MERCEDES GL 420 Dómsmálaráðherr- ann ók um á svona bifreið sem reyndist vera stolin. BARRSKÓGURINN OG FLUGVÖLLURINN Allt að sextán metra há grenitré eru í elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð sem einmitt er í aðflugs- og fráflugsstefnu við austur- vesturbraut Reykjavíkurflugvallar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLUGMÁL Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflug- velli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykja- víkurborgar í september síðast- liðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallar- stjóri að athuganir við austur- vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbraut- arinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flug- taki“. Lækka þyrfti tré í skóg- inum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flug- málastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flug- málastjórnar, breytt verklags- reglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættu- legt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógrækt- armenn hafi á þriðjudag hitt full- trúa Isavia sem hafi kveðið flug- málayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlut- aðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að aust- ur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktar- menn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktar- félagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni Aðflug að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar hefur á þessu ári verið brattara en áður vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Umhverfisráð Reykjavíkur synjaði ósk um að lækka trén. Flugmálastjórn segir það ekki rétt hjá Isavia að trén ógni flugöryggi nú þegar. PAKKAR Ljónið Lúsífer rannsakar jólagjafir sem því voru færðar í ljóna- gryfjuna í dýragarðinum í London. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.