Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 74
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR54 BÓK FYRIR ÞÁ SEM LESA EITTHVAÐ KATTARGLOTTIÐ, fyrsta smásagnasafn Benedikts Jóhannessonar, er komið út. Bókin hefur vakið nokkra athygli enda sést hér ný hlið á Benedikt sem hefur um árabil skrifað greinar í blöð og tímarit. Sögurnar fjórtán eru af ýmsu tagi og eiga nánast það eitt sameiginlegt að vera stuttar. Þó má segja að margar söguhetjur lendi í óþægi- legri aðstöðu sem þær basla við að koma sér útúr með misjöfnum árangri. Á nánast hverri síðu leynist lítil moli sem hægt er að velta fyrir sér og hafa gaman af. Lesendur hafa lýst því að þeir hafi skellt upp úr við lesturinn meðan aðrir kíma í hljóði. Sumar sögurnar hafa sakleysislegt yfirbragð en grunsemdir vakna um að ef til vill búi eitthvað dýpra að baki. Stundum er sögusviðið Reykjavík nútímans, en í öðrum sögum er komið við í Stokkhólmi og New York sem og ókennilegum stöðum sem erfitt er að festa hönd á hvar eru. HEIMUR HF. Borgartún 23, 105 Reykjavík. Sími: 512 7575 Robert Downey Jr. segist ekki vera aðdáandi framhaldsmynda þrátt fyrir að hafa leikið í Iron Man 2 og Sherlock Holmes: A Game of Shadows, sem er á leið- inni í bíó. „Mér finnst leiðin- legt að segja það en venjulega eru framhaldsmyndir leiðin- legar, en þessi er það þó ekki,“ sagði hann. Guy Ritchie leik- stýrir framhaldsmyndinni eins og þeirri fyrri og Downey segir að honum hafi tekist enn betur upp en síðast. „Þetta er spennu- og ævintýramynd en grínið er aldrei langt undan, sem er alltaf skemmtilegt.“ Ekki hrifinn af framhaldi LEIKA SAMAN Robert Downey Jr. ásamt mótleikara sínum í Sherlock Holmes, Jude Law. „Okkur var tilkynnt það um dag- inn að við værum að fá okkar fyrstu gullplötu. Seint koma sumir,“ segir Stephan Stephen- sen, eða President Bongo, liðs- maður GusGus. Þrátt fyrir að hafa verið starf- andi síðan 1995 og selt plötur sínar í yfir hálfri milljón eintaka úti í heimi samanlagt fékk hljóm- sveitin GusGus sína fyrstu gull- plötu hérlendis afhenta í gær. „Þetta er rosalega gaman,“ segir Stephan. „Við höfum selt yfir 200 þúsund af einni plötu úti en hérna heima er kúrfan öfug.“ Aðspurður segist Stephan vera mjög ánægður með nýju plötuna Arabian Horse, sem hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum hérna heima og var nýlega tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. „Það er mjög skemmtilegt hvern- ig þetta small allt saman, hverj- um sem það er nú að þakka.“ Hljómsveitin heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Högni Egilsson stígur á svið með sveit- inni, en hann er nýkominn til landsins eftir að hafa samið tón- list fyrir leikritið Hróa hött í London síðustu vikur. „Það er gott að sjá strákinn aftur. Það er æðislegt að vera með svona ungan fola í bandinu.“ Húsið verður opnað kl. 21 og mun DJ Margeir spila í einn og hálfan tíma. Stundvíslega kl. 22.30 stíg- ur GusGus á svið og lofar Stephan hörkustemningu. „Við erum fun- heit og vel smurð.“ - fb 16 ára bið GusGus eftir gullplötu á enda LOKSINS Hljómsveitin GusGus fékk loksins afhenta sína fyrstu gullplötu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kex Hostel hefur opnað listamönnum húsa- kynni sín í desember og á þriðjudagskvöldið var röðin komin að tónlistarmanninum Snorra Helgasyni og rithöfundinum Óttari Norðfjörð að deila verkum sínum. Margir lögðu leið sína á Kex til að hlusta á Óttar lesa upp úr nýjustu skáldsögu sinni Lygaranum og Snorra spila ljúfa tóna frá plötu sinni Winter Sun. MARGMENNI Á KEXMAS GÓÐIR GESTIR Ragnheiður Lárusdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Alexander Jóhannesson og Sigurður Dagsson, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður, nutu kvöldsins. GAMAN Þuríður Sölvadóttir og Berg- sveinn Alfonsson mættu á Kexmas. BROSANDI Ólafía Jónasdóttir og Sunna Lind Sima brostu til ljósmyndara. STUND MILLI STRÍÐA Þær Heiða Helgadóttir og Diljá Ámundadóttir voru að sjálfsögðu á Kex Hosteli, en Heiða er einmitt systir Snorra Helgasonar tón- listarmanns. LISTAMENN Þeir Snorri Helgason og Óttar Norðfjörð tróðu upp fyrir áhorfendur á Kex Hosteli og eru hér ásamt Kristjáni Frey Halldórssyni. FJÖR Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur, Baddi úr hljómsveitinni Jeff Who og Jón Þór Finnbogason skemmtu sér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.