Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 36

Fréttablaðið - 16.12.2011, Page 36
Tískutímaritið ELLE er eitt það vinsælasta í heimi. Nýlega voru útbúnar útgáfur af blaðinu fyrir iPad og iPhone svo enn auðveldara er fyrir tískumeðvitaða að nálgast nýjustu fréttirnar úr bransanum. Jakkaföt eru iðulega hefðbundin og hafa í stórum dráttum lítið breyst í gegnum tíðina. Öðru hverju taka hönnuðir sig til og hugsa formið upp á nýtt. Nota þá ýmist óvenjuleg efni eins og gallaefni, leður eða jafnvel latex, eða para saman fína jakka við litríkar og skræpóttar buxur. Á tískuvikunni í París sáust karl- fyrirsæturnar sumar í stuttbuxum við jakkafatajakka. Vissulega hentugt í heitu veðri en þó varla við hæfi á skrifstofunni. Fínt að ofan, stutt að neðan Hér hefur Michael Bastian sett tví-hnepptan smóking- jakka við líflegar, köflóttar buxur. Köflótt jakkaföt úr smiðju Michaels Bastian sem sýnd voru á tísku- vikunni í New York. NORDICPHOTOS/GETTY Skræpótt jakkaföt frá Qasimi sem sýnd voru á tísku- vikunni í París. Stuttbuxur og hermanna- klossar við jakkafatajakka, skyrtu og bindi. Frá tískusýn- ingu Qasimi í París. Tískuhönnuðurinn Thom Browne virðist ekki hafa haft tíma til að klára þessi jakkaföt sem sýnd voru á tískuvikunni í París í sumar. Glansandi svört jakkaföt og lakkrísbindi af tískusýningu Lanvin í París í sumar. Þeir voru greinilega margir sem þráðu að eignast eitthvað af hátískufatnaði Taylor og seld- ust skartgrip- irnir sem Bur- ton hafði gefið henni á met- verði. Skart- gripauppboðið á þriðjudag skil- aði 116 millj- ónum dala og á fatauppboð- inu daginn eftir fóru tilboðin langt fram úr væntingum. Nokkr- um vonbrigðum olli þó að sá kjóll sem átti að verða hápunktur upp- boðsins var ekki boðinn upp held- ur var tilkynnt að hann yrði gefinn á safn. Um gulan siffonkjól er að ræða sem Taylor klæddist þegar hún giftist Burton í fyrra skiptið, árið 1964. Kvikmynda- og tískufanatíkerar höfðu þó úr nógu að velja á upp- boðunum, sem hófust með að boðnir voru upp giftingarhringar þeirra Taylor og Burtons frá báðum brúðkaupunum 1964 og 1975. Taylor var fræg fyrir klæðnað sinn og hæsta verðið á fatauppboðinu fékkst fyrir silfurlitan Dior-kjól með tösku í stíl sem seldist á 362.500 dali. - fsb Slegist um muni Elizabeth Taylor UPPBOÐ Á FÖTUM OG SKARTGRIP- UM ÚR DÁNARBÚI LEIKKONUNNAR ELIZABETH TAYLOR VORU HALDIN Í CHRISTIE‘S-UPPBOÐSHÚSINU Í NEW YORK Í VIKUNNI. GRIPIR SEM TENGDUST HENNI OG RICHARD BURTON VORU EFTIRSÓTTASTIR. Gestir á uppboðinu slógust nánast um gripina. Smaragðshálsfesti úr safni Taylor.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.