Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 46
10 föstudagur 16. desember Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Í kjólinn fyrir jólin M ér leiðist líkamsrækt. Mér finnst erfitt að koma mér af stað og ég þoli ekki ofvirka eróbikktíma eða öskrandi einkaþjálfara. Þá veit ég fátt meira pirrandi en að dröslast í ræktina algerlega andlaus og svo bara hálf hanga í léttustu lóðunum og bíða eftir hlaupa brettunum. Það að mæta í ræktina og taka ekki á er eiginlega meira svekkjandi en að sleppa því að mæta. Þó verð ég að játa að þegar ég dríf mig af stað og fer í einn jógatíma og langa gufu á eftir líður mér betur. Ég slaka vel á í gufunni og ræði heimsins mál við líkamsræktarfélagann eða rök- ræði við raddirnar í höfðinu. Hamingjuhormónin flæða um líkamann og mér líður vel. Kynlíf er eitt afbrigði af líkamsrækt. Þú þarft að koma þér í stuð til að fara af stað. Það þýðir síðan ekkert að gera þetta með hangandi hendi heldur verður smá metnaður að vera til staðar svo þú náir almennilegum árangri. Góð upphitun er lykilatriði fyrir snörp átök og ekki gleyma að anda! Það er algert lykilatriði að dæsa og stynja af innlifun. Að loknum átökun- um getur þú samviskulaust teygt á vöðvunum, slappað af og hvílt þig. Rétt eins og í líkamsrækt er mikilvægt að hafa æfingarnar fjölbreyttar og prófa mismunandi rútínur. Fullnæging er lík brennslukerfi líkamans, það þarf að koma því á óvart til þess að það virki. Ástæðan fyrir þess- ari samlíkingu er sú að fólk nennir oft ekki að stunda kyn- líf. Það er vesen, það er tímafrekt að koma sér í stuð, það er sóðalegt og árangurinn lætur stundum á sér standa. Þetta á sérstaklega við ófullnægða einstaklinga. Það er ósköp skiljanlegt að það sé hundleiðinlegt að hamast og hamast og fá aldrei fullnægingu (eða annan heilsufarslegan árangur). Rétt eins og með líkamsrækt er kynlíf spurning um viðhorf og tíma. Flestir ranghvolfa augunum þegar einhver segist ekki hafa tíma til að fara í ræktina. Heimsins lélegasta afsökun. Þegar sá hinn sami segist ekki hafa tíma fyrir kynlíf er þagað þunnu hljóði því það er óformlega samþykkt að kröfurnar sem vinna, fjöl- skylda og lífið setja á þig leyfa þér að láta kynlíf sitja á hakanum. Kynlíf er samkomulag sem þú gerir við sjálfa(n) þig og það er sérstaklega mikilvægt ef þú ert í sambandi. Þú þarft að koma þér af stað og þá hefst hringrás sem byggir á jákvæðri endurgjöf, rétt eins og ræktin. Fyrsta skrefið gæti verið kynfæra snerting í sturtu. Líkamsrækt hefur góð áhrif á líkama og sál, það hefur verið marg- sannað. Ég hef heyrt að um leið og þetta sé komið í rút- ínu sé þetta ekkert mál. Afrakstur góðrar mætingar og einlægs metnaðar í púli láti ekki á sér standa. Þú upp- skerð heilbrigðari lífsstíl, færri rifrildi, hamingjusamari sál og betra samband. Nú er spurning um að koma sér upp erótískri einkaþjálfun og kynda tólin. Heimildarmyndin About Face í leikstjórn Timothy Greenfield- Sanders inniheldur meðal ann- ars áhugaverð viðtöl við Jerry Hall, Isabellu Rossellini, Marisu Berenson og Paulinu Porizkovu um hvernig það sé að eldast í sviðsljósinu. Stikla úr myndinni er nú komin á netið og lofar hún góðu um framhaldið. Í myndinni ræða konurnar um tískuheiminn, ellina og mögu- leikann á lýtaaðgerðum á ein- lægan hátt. Paulina Porizkova segir meðal annars að fyrirsætu- bransinn geri lítið fyrir sjálfs- öryggi kvenna, þvert á móti brjóti hann þær niður. „Að hafa tekjur sínar af því að sitja fyrir gerir þig óörugga með sjálfa þig. Þannig að kannski varð ég fyrst falleg þegar ég hætti að sitja fyrir.“ Myndin verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í byrjun næsta árs. About Face er áhugaverð ný heimildarmynd: Bransinn brýtur konur niður Eldist vel Fyrirsætan Paulina Porizkova er á meðal þeirra kvenna er rætt er við í heimildarmyndinni About Face. NORDIC PHOTOS/GETTY o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.