Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 66
16. desember 2011 FÖSTUDAGUR Lifandi jólatré í BYKO! 3.790 kr. Norma nnsþin ur Verð frá: Vnr. 41140110-16 Normannsþinur 100-125 cm 3.790 kr. 125-150 cm 5.690 kr. 150-175 cm 6 690. k r. 175-200 c m 7.990 k r. 200 250 cm 10 990 kr- . . OPIÐ til kl. 22.00 í jólatréssölu BYKO Breidd alla daga til jóla Hluti söluandvirðis af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi BYKO býður eingöngu upp á hágæða, sérvalin jólatré Í BYKO velur þú draumajólatréð við kjöraðstæður inni, þannig að þú getur getur gefið þér góðan tíma og vandað valið. BYKO býður upp á Normannþin, sem hefur verið visælusta jólatré lands- manna um áratugi. Einnig getur þú valið um íslenska furu og blágreni. Sérvalin jólatré sem fást í Timbursölu Breidd, Selfossi og Granda. Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tón- leikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. „Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta,“ segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í lönd- unum tveimur. Samúel er nýkominn heim frá Ósló þar sem hann var að ganga frá samningum þess efnis en jafnframt er verið að skoða tón- leikastaði í Danmörku og Finn- landi. Þegar yfir lýkur gætu Frostrósar-borgirnar því orðið tuttugu í Skandinavíu. Samúel hefur þegar gengið frá leigu á tveimur stærstu tónleikasöl- um Svíþjóðar og Noregs; það er Globen í Stokkhólmi og Spek- trum í Ósló. Þessar hallir eiga það báðar sameiginlegt að hafa hýst Eurovision-keppni. Spurður hvort íslenskir söngvarar muni koma við sögu efast Samúel um það, sýningarnar verði byggð- ar upp með söngfuglum hvers lands. Hann gerir sér jafnframt vonir um að Sissel Kyrkjebø verði þeim innan handar við tónleika- haldið. „Hún var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka sér frí í tvö ár en gerði alveg sérstaka undan tekningu fyrir Ísland,“ segir Samúel. Frostrósir hafa slegið í gegn hér á landi og árið í ár var engin undantekning. Allt tal um kreppu og samdrátt virðist því ekki eiga við rök að styðjast þegar kemur að þessum jólatónleikum. „Við fengum 27 þúsund gesti í fyrra og ég reikna með að við náum þeirri HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 16. desember ➜ Tónleikar 22.00 Jólaplögg Record Records 2011 er haldið á Nasa. Fram koma hljóm- sveitirnar Of Monsters and Men, Agent Fresco, Sykur, Orphic Oxtra og Lockerbie. Miðaverð í forsölu á Miði.is 1.500 kr. 20.00 Tónlistarmaðurinn Mugison heldur fría tónleika á Græna hattinum, Akureyri. Seinni tónleikar verða klukkan 23.00. 21.00 Próflokafögnuður á Bar 11 þar sem fram koma Úlfur Úlfur og Smutty Smiff sem verður við plötuspilarana. 21.00 Þrítugasta og fjórða Grapevine Grassroots kvöldið verður haldið á Hemma & Valda, Laugavegi 21. Fram koma hljómsveitirnar Cosmos, Sinner Bean og Gang Related. Eins og venju- lega er ókeypis inn. 22.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. 1.000 kr. inn. 21.30 Hljómsveitin Hellvar heldur tvenna tónleika á Dillon við Laugaveg. Fyrri tónleikarnir verða órafmagnaðir. Síðan verður gert stutt hlé, en talið aftur í með rafmagnið á klukkan 22.30. 23.30 Contalgen Funeral leikur á Gull- öldinni í Grafarvogi. 12.15 Sérlega jólalegir hádegistón- leikar verða í Hátíðarsal Skúlatúns 2, efstu hæð. Þar munu stíga á stokk frændsystkinin Anna Jónsdóttir, óperu- söngkona og Svavar Knútur söngvaskáld og söngvari ásamt Sophie Schoonjans hörpuleikara. 21.00 Hljómsveitin Nolo heldur tón- leika í tilefni útgáfu plötu sinnar, Nology á Bakkus. Um upphitun sjá hljóm- sveitirnar Saytan og Prinspóló og Bobby Breiðholt leikur tónlist af plötum eftir tónleikana. Frítt inn. ➜ Leiklist 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Opnanir 16.00 Sýning á verkum Diddu Hjartardóttur Leaman myndlistarmanns verður opnuð í Artóteki á 1. hæð Borgarbókasafns Reykja- víkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Allir eru velkomnir á opnunina. Á sýningunni eru ljósmyndir teknar í búsáhaldabylt- ingunni árið 2009. Sýningin stendur til 29. janúar. Opið er mánudaga til fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 11-18 og um helgar kl. 13-17. ➜ Uppákomur 13.30 Félagsmiðstöðin Aflagranda 40 stendur fyrir jólabingói. ➜ Dansleikir 23.30 Land & synir ætla að rifja upp gamla takta og bjóða upp á alvöru sveitaball á mölinni í tilefni próf- loka. Miðaverð 1.500 krónur, 20 ára aldurstakmark. ➜ Uppistand 21.00 Síðasta sýning á Dagbók Önnu Knúts fyrir jól í Gaflaraleikhús- inu. Sérstakur gestur er Elva Dögg Gunnars- dóttir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid. is. Tekur frá Eurovision-hallir fyrir Frostrósar-tónleika Í VÍKING TIL SKANDINAVÍU Samúel Kristjánsson ætlar að flytja Frostrósar- þemað til Noregs og Svíþjóðar og hefur þegar bókað Eurovision-hallirnar Globen og Spektrum í Stokkhólmi og Ósló. Ráðgert er að halda Frostrósar-tónleika í fjórtán borgum landanna tveggja auk þess sem verið er að skoða möguleika í Danmörku og Finnlandi. Sissel Kyrkjebø verður tónleikahaldaranum væntanlega innan handar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA tölu aftur.“ Viðskiptablaðið birti í október frétt þess efnis að Frost- rósar-tónleikarnir myndu velta 250 milljónum króna í miðasölu en Samúel segir þá tölu aðeins of háa, hún sé á bilinu 150 til 170 milljónir. „En kostnaðurinn er líka gríðarlegur. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið nokkuð góð og við höfum komið út réttum megin við núllið,“ segir Samúel. Fjórir Frostrósar Klassík-tón- leikar fóru fram í Hörpu um síð- ustu helgi þar sem Kyrkjebø söng með íslenskum söngvurum. Orð- rómur var á kreiki um að brögð hefðu verið í tafli með þriðju tón- leikana sem voru um miðjan dag á sunnudeginum en á vefsíðunni midi.is var auglýst að uppselt væri á þá. Samúel segir að þeir tón- leikar hafi verið keyptir af fjór- um fyrirtækjum, þeir voru styttri eða aðeins fimmtíu mínútur. Hann þvertekur því fyrir að einhverjum blekkingum hafi verið beitt. „Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að setja þessa tónleika á netið og ákváðum að gera það.“ freyrgigja@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.