Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010
Vegurinn inn í Bása er aftur orðinn
fær jeppum að sögn Skúla H. Skúla-
sonar, framkvæmdastjóra Útivistar,
en búið er að beina Krossánni frá
veginum. „Þá er þessi hindrun að
baki,“ segir Skúli.
Mbl.is greindi frá því á þriðjudag
að áin væri við það að taka landið við
Álfakirkju. Menn yrðu þá að fara yf-
ir ána til að komast inn í Bása.
Skúli segir að beltagrafa hafi ver-
ið send á staðinn. Upp úr hádegi í
gær hafi hún verið búin að beina
ánni í annan farveg. Hann segir að
Krossá hafi verið vatnsmikil í allt
sumar. Ekki sé það vegna úrkomu,
þar sem lítið hafi rignt á svæðinu í
sumar. Líklega sé það vegna íss sem
hafi bráðnað undir þunnu öskulagi
sem liggi yfir Mýrdalsjökli.
Öskulagið sem liggi yfir Eyja-
fjallajökli sé þykkara og þannig ein-
angrist ísinn og dragi úr bráðnum.
„Þess vegna eru árnar sem koma
undan Eyjafjallajökli litlar.“
Hann bendir á að aðrar ár hafi
ekki verið slæmar það sem af sé
sumri.
Skúli segir að það sé mat manna
að það sé nauðsynlegt að ráðast í
umfangsmeiri framkvæmdir með
haustinu til að koma í veg fyrir að
þetta endurtaki sig.
Leiðin inn í Bása
orðin fær á ný
Flóð Krossá flæddi yfir veginn að Básum.
Spáð er ágætis
veðri um allt
land um versl-
unarmannahelg-
ina. Þó er útlit
fyrir að á morg-
un verði enn
rigning með köfl-
um sunnanlands
og líkur á að aft-
ur hvessi með
rigningu sunnan-
lands og vestan á mánudag.
Í dag verður suðaustanátt og
rigning sunnanlands og vestan en
birtir til fyrir norðan og austan.
Hlýjast verður á Norðausturlandi.
Veðurstofan spáir því að áfram
verði skúrir sunnantil á morgun en
að ágætis veður verði þar á laug-
ardag og sunnudag, skýjað og væta
á stöku stað. Útlit er fyrir milt veð-
ur og veðurfræðingur á Veðurstof-
unni reiknar með að hitinn geti far-
ið í 20 stig inn til landsins.
Vísbendingar eru um vaxandi
suðaustanátt með rigningu sunnan
og vestan til á landinu á mánudag,
frídegi verslunarmanna, en áfram
hlýtt norðanlands.
Hlýtt og þurrt norð-
anlands og austan
Útlit er fyrir ágætis
veður um allt land.
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður nefndar
um erlenda fjárfestingu, segir nefndina hafa
komist að lagalega réttri niðurstöðu í Magma-
málinu. Ríkisstjórnin ákvað að taka niðurstöðu
nefndarinnar um lögmæti kaupa Magma
Energy á viðbótarhlutafé í HS Orku til sér-
stakrar rannsóknar.
„Við höfum mjög góða greiningu á því, hjá
okkur í nefndinni og frá Kristínu Haraldsdótt-
ur lögfræðingi, á stjórnskipulegu hlutverki
nefndarinnar, valdi hennar og ábyrgð. Við er-
um mjög meðvituð um hvað og hvernig við
vinnum. Þannig að ef menn eru í einhverjum
vafa um það eða telja að þessi nefnd hafi verið á
einhverjum villigötum í þessari vinnu þá er það
alfarið rangt,“ segir Unnur sem kveður það að-
eins hlutverk nefndarinnar og viðskiptaráð-
herra að koma að þessu einstaka máli.
„Einhverskonar úttekt á okkar störfum og
okkar stjórnsýslu veit ég ekkert um og hef
ekkert við það að athuga. Ég hef ekkert við það
að athuga að aðrir lögfræðingar athugi hvað
við höfum gert,“ segir Unnur.
Frestur til athugasemda liðinn
Þær upplýsingar og þau gögn sem nefndin
hafði undir höndum við úrvinnslu málsins ber
þó að meðhöndla sem trúnaðargögn. Því má
ætla að rannsóknarnefnd ríkisstjórnarinnar
um Magma-málið verði sjálf að afla sér allra
upplýsinga og gagna frá viðkomandi fyrirtækj-
um og lögfræðingum þar sem nefnd um er-
lenda fjárfestingu getur ekki látið þau af hendi.
Í bréfi sem HS Orku barst var þeim tilkynnt
að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að
kaupin væru heimil. Sú ákvörðun var tekin 25.
maí en tekið var fram að ráðherra hefði tvo
mánuði til að gera athugasemd við niðurstöð-
una. Þeir liðu án allra athugasemda.
Nefndin klofnaði
Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir, lögfræð-
ingur í viðskiptaráðuneytinu, segir lög um er-
lenda fjárfestingu kveða á um þær reglur sem
nefndin á að vinna eftir. Aðspurð um lagalegan
grundvöll rannsóknarinnar og hvaða leiðir séu
lagalega færar til að hnekkja niðurstöðu
nefndarinnar bendir hún á að nefndin hafi
klofnað í afstöðu sinni.
Telur Magma-niðurstöðu rétta
Pólitískur klofningur innan nefndarinnar er helsta ástæða ráðuneytis fyrir rannsókn á niðurstöðunni
Formaður nefndar um erlenda fjárfestingu kveður nefndina vera meðvitaða um vinnubrögð sín
Einhverskonar úttekt á
okkar störfum og okkar
stjórnsýslu veit ég ekk-
ert um og hef ekkert við
það að athuga.
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við fáum það út að gjóska sem féll
hér á landi sé um 140 milljónir rúm-
metra. Í Gígjökulslóninu eru allt að
25 milljónir rúmmetra, mestmegnis
gjóska. Hraunið sem rann er nálægt
25 milljónum rúmmetra. Það er álíka
mikið og hraunið sem kom upp í eld-
gosinu á Fimmvörðuhálsi,“ sagði
Magnús Tumi Guðmundsson pró-
fessor um magn fastra gosefna sem
komu upp í gosinu í Eyjafjallajökli.
Hópur vísindamanna við Jarðvís-
indastofnun Háskóla Íslands, undir
forystu þeirra Magnúsar Tuma,
Guðrúnar Larsen jarðfræðings og
Ármanns Höskuldssonar eldfjalla-
fræðings, hefur unnið að því undan-
farna tvo mánuði að mæla magn gos-
efna sem komu upp frá því að
eldgosið hófst 14. apríl sl. Hópurinn
hefur unnið að verkefninu í sam-
vinnu við Þorvald Þórðarson pró-
fessor við Edinborgarháskóla. Um
miðjan júlí fóru 10-12 vísindamenn
upp á Eyjafjallajökul til mælinga og
gagnasöfnunar. Magnús Tumi sagði
að niðurstöðurnar væru enn bráða-
birgðatölur.
„Það er ljóst að verulegt gjósku-
magn féll utan Íslands, erlendis og í
hafið, ef til vill frá fjórðungi og allt að
einum þriðja hluta gjóskunnar. Það
er enn mjög óljóst hve mikið það var.
Við höfum ekki getað mælt það og
höfum ekki nákvæma tölu um magn-
ið. Heildartala gjósku er því veru-
lega hærri en 140 milljónir rúm-
metra,“ sagði Magnús Tumi. Hann
batt vonir við að hægt yrði að meta
þetta síðar í samvinnu við erlenda
kollega. Til þess verður að afla upp-
lýsinga um hve mikil aska féll t.d. í
Færeyjum, Skotlandi og víðar.
Vatnsgufa uppistaða gassins
Heildarmassi, eða þyngd, gosefna
er áætlaður vera allt að 300 – 400
milljónir tonna. Magnús Tumi sagði
að fyrrgreindur rannsóknarhópur
hefði ekki unnið sérstaklega að mæl-
ingum á gasi sem losnaði. Það væri
þó aðeins lítill hluti massa gosefn-
anna, líkt og í öðrum eldgosum.
Heildarmassi gassins sem losnaði í
eldgosinu er talinn vera innan við tíu
milljónir tonna. Þar af er vatnsgufa
um 80%. Gastegundir með flúor og
brennisteini hafa verið áætlaðar af
stærðargráðunni 100 – 300 þúsund
tonn, en engar nákvæmar tölur
liggja fyrir um þær. Magnús sagði
áætlað að magn gróðurhúsagassins
CO2 hefði líklega ekki verið meira en
ein milljón tonna.
Talið er að tæplega 100 milljónir
rúmmetra af ís hafi bráðnað í gosinu.
Það er svipað og í síðasta Gríms-
vatnagosi en aðeins lítið brot af því
sem bráðnaði í Gjálp þar sem um
fjórir rúmkílómetrar af ís bráðnuðu.
„Þetta var verulegt gos,“ sagði
Magnús Tumi um Eyjafjallajökuls-
gosið. Hann sagði að t.d. bæði Gjálp-
argosið 1996 og Surtseyjargosið
hefðu verið stærri en eldgosið í Eyja-
fjallajökli. Yfirleitt eru eldgos ekki
kölluð stórgos fyrr en magn gosefna
verður meira en einn rúmkílómetri.
Fá gos á síðustu 100 árum hafa náð
því, þó ef til vill Surtsey og Katla.
Eldgosið í Eyjafjallajökli
„var verulegt gos“
Eftir er að meta gjóskumagnið sem féll utan landsteinanna, en það var talsvert
190.000.000
rúmmetrar gjósku og hrauns
300 - 400
milljónir tonna af gosefnum
‹ EYJAFJALLAJÖKULL ›
»
Evrópureglur eru hlutlausar gagnvart eignarhaldi
á orkufyrirtækjum, viðkomandi ríki getur sjálft
skipað þeim málum, að sögn Elviru Méndez Pi-
nedo, sérfræðings í Evrópurétti. Hún var meðal
framsögumanna á opnum borgarafundi Attac-
samtakanna í Iðnó í gærkvöldi. Á annað hundrað
manns sótti fundinn.
„Allar náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í al-
mannaeigu og allur arður af þeim á að ganga
óskiptur til þjóðarinnar,“ var yfirskrift fundarins
en kaup Magma Energy á HS Orku voru í for-
grunni í framsöguerindum. Iðnaðarráðherra, efna-
hags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra
var boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Þau
höfðu „öðrum hnöppum að hneppa,“ upplýsti Bene-
dikt Erlingsson fundarstjóri og voru sæti þeirra því
auð.
Boðað var til fundarins áður en ríkisstjórnin
ákvað að hefja athugun á málefnum HS Orku. Sól-
veig Anna Jónsdóttir, formaður Attac-samtakanna
á Íslandi, sagði að krafan væri að orkufyrirtækin
yrðu tekin af markaði og samningur Magma ógilt-
ur.
Hátt í sextán þúsund manns höfðu í gærkvöldi
skrifað undir áskorun á vefnum orkuaudlindir.is
gegn sölunni á HS Orku. Jón Þórisson sagði að
markmiðið hefði verið að vekja umræðu um einka-
væðingu orkunnar, áður en það væri orðið of seint.
Ríkisstjórnin hefði leikið biðleik en óvist væri um
endanlega niðurstöðu málsins. helgi@mbl.is
Orkufyrirtækin af markaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarafundur Opinn borgarafundur um eignarhald á náttúruauðlindum og kaup Magma Energy á
HS Orku var fjölsóttur. Enginn ráðherranna sem boðaðir höfðu verið mættu á fundinn.
Sérfræðingur segir
Evrópureglur hlutlausar
gagnvart eignarhaldi