Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 24

Morgunblaðið - 29.07.2010, Side 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 ✝ Lára Böðv-arsdóttir, Barmahlíð 54 í Reykjavík, fæddist á Laugarvatni hinn 25. ágúst 1913. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík þann 12. júlí 2010. Lára var dóttir hjónanna Ingunnar Eyjólfsdóttur, hús- freyju, f. 1873, d. 1969, og Böðvars Magnússonar, bónda og hreppstjóra, f. 1877, d. 1966. Hún ólst þar upp í hópi 12 systkina: Ragnheiðar, Magnúsar, Arnheiðar, Laufeyjar, Hrefnu, Magneu, Hlífar, Sigríðar, Auðar, Önnu og Svanlaugar. Lára var sú níunda í röðinni. Eftirlifandi systur Láru eru Hlíf, f. 1909, og Svanlaug, f. 1918. Lára nam við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1931-32 og við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1934-35. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1936 og vann þar aðallega við afgreiðslustörf í verslunum og var um skeið verslunarstjóri hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík. Lára starf- iðnfyrirtækið Plastprent og var síðar forstjóri og stjórn- arformaður þess til ársloka 1988. Haukur lést árið 2006. Lára og Haukur hófu búskap á Bárugötu 14 í Reykjavík, en fluttu síðar að Lokastíg 18. Árið 1948 fluttu þau í Barmahlíð 54, hús sem þau byggðu ásamt sveit- ungum og vinum, og bjuggu þar uns þau færðu sig yfir á Dval- arheimilið Hrafnistu í Reykjavík fyrir tæpum sex árum. Börn Láru og Hauks eru 1) Eggert, viðskiptafræðingur, f. 1942, var kvæntur Sigríði Teits- dóttur, sérkennara, og eiga þau þrjú börn: a) Elín f. 1972, gift Adrian Rüther, b) Haukur f. 1975, c) Lára Bryndís f. 1979, gift Ágústi Inga Ágústssyni; 2) Ágústa, tónlistarkennari, f. 1945, gift Jónasi Ingimund- arsyni, píanóleikara, og eiga þau þrjú börn: a) Haukur Ingi f. 1966, sambýliskona Anouk Pet- zoldt; b) Gunnar Leifur f. 1971, kvæntur Guðrúnu Blöndal, c) Lára Kristín f. 1981, sambýlis- maður Tim Morrissey; 3) Böðvar Lárus, viðskiptafræðingur, f. 1946, d. 1987, kvæntur Ásu Guð- mundsdóttur; sonur þeirra er Arnar Freyr f. 1981. Barna- barnabörn Hauks og Láru eru 9. Útför Láru fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 29. júlí 2010, kl. 15. aði mikið að fé- lagsmálum, einkum fyrir Kvenfélag Há- teigssóknar; var þar 15 ár í stjórn, for- maður um árabil og kjörin heiðursfélagi 1985. Lára lærði ung á píanó og org- el og lék iðulega á þessi hljóðfæri við kirkjuathafnir og á mannamótum. Einn- ig tók hún framan af virkan þátt í kórastarfi í Reykja- vík. Lára giftist hinn 19. október 1940 Hauki Eggertssyni, f. 8. nóvember 1913 á Haukagili í Vatnsdal í Húnaþingi, syni hjónanna Ágústínu Grímsdóttur, húsfreyju, f. 1883, d. 1963, og Eggerts Konráðssonar, bónda og hreppstjóra, f. 1878, d. 1942. Haukur var útvarpsvirkja- meistari að mennt og annar af stofnendum Viðtækjavinnustof- unnar í Reykjavík og starfaði þar á árunum 1945-55. Hann var framkvæmdastjóri og einn af eigendum Pökkunarverksmiðj- unnar Kötlu 1955-64. Árið 1957 stofnaði Haukur ásamt öðrum Lára amma mín lést nýlega eftir að hafa lifað viðburðaríku lífi til 97 ára aldurs. Við amma vorum miklar vinkonur og ég á margar góðar minningarnar um okkur sitjandi saman á rósótta píanóbekknum hennar þar sem við annaðhvort spil- uðum saman fjórhent eða þá að ég söng af mikilli innlifun og hún spil- aði undir eins og enginn væri morg- undagurinn. Það var samt ekki ein- göngu spilað og sungið, heldur áttum við það líka til að spila á spil af miklu kappi og keppast um að lækna hvor aðra með sárabindum þó engin væru sárin. Við amma áttum líka margar góð- ar samverustundir þar sem sögur, ævintýri og draumórar fengu að njóta sín, en hún amma var ein- staklega góð í að segja manni sögur sem gátu létt manni lundina við all- ar aðstæður og þá sérstaklega þeg- ar eitthvað bjátaði á. Síðustu ár ömmu voru ekki eins lífleg þar sem heilsan var farin að gefa sig en við náðum hinsvegar ein- staklega vel saman alveg til síðasta dags og ég mun ávallt minnast ömmu með mikilli hlýju í hjarta. Hinsta kveðja með hjartans þökk. Lára Kristín Jónasdóttir. Móðursystir mín, Lára Böðvars- dóttir frá Laugarvatni, andaðist á hjúkrunarheimili Hrafnistu í hárri elli, 96 ára að aldri. Ríkidæmi er afstætt og reynist fólki misjafnlega vel, en eitt er víst- ,að hafa átt að tíu einstakar móð- ursystur og einn móðurbróður hefur verið okkur frændfólkinu mikil gæfa. Lára var yndisleg frænka, með stórt hjarta og alltaf tilbúin að hlúa að og gleðja okkur systkinabörnin og fjölskyldur okkar. Heimili henn- ar og Hauks, eiginmanns hennar, var höfðingjasetur þar sem ungir sem aldnir áttu athvarf. Margar gleðistundir og rausnarboð voru haldin þar með vinum og ættingjum. Þar var tónlistin ætíð í hávegum höfð, enda þau hjón bæði músíkölsk. Þau hjón sóttu tónleika og aðra menningaratburði, enda vel lesin og fróðleiksfús. Lára settist oft við pí- anóið og lék ljúfa tónlist fyrir gesti og gangandi og var þá stutt í söng- inn. Lára var mjög félagslynd og tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Há- teigskirkju. Hún var þar í stjórn og formaður til margra ára. Hún var glaðlynd og sá alltaf spaugilegu hlið- ar tilverunnar. Hún hafði góða frá- sagnargáfu og var vel ritfær. Laug- arvatnsfjölskyldan var mjög samheldin og systrakærleikurinn mikill, en þær dáðu líka sinn eina bróður, Magnús. Þessi væntum- þykja og samstaða hefur þróast áfram til afkomenda þeirra, og hald- in eru stór fjölskyldumót árlega. Það er svo sannarlega í anda Láru. Lára og Laufey, móðir mín, voru ekki einungis góðar systur, heldur voru þær mjög nánar vinkonur. Ágústa, dóttir Láru og Hauks, var í mörg sumur í sveit á Búrfelli og var eins og okkar litla systir og okkur mjög kær. Hjónin Lára og Haukur Eggerts- son áttu langa og mjög farsæla sam- fylgd. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn. Synirnir Eggert og Böðvar urðu viðskiptafræðingar en Ágústa er píanókennari. En sorgin gleymir engum og það var mikið áfall þegar Böðvar, sonur þeirra, andaðist eftir stutt og hastarleg veikindi, rúmlega fertugur að aldri. Þá sem alltaf studdu þau hjónin hvort annað í kærleika og um- hyggju. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ólöf Pálsdóttir. Enginn ratar ævibraut öllum sorgum fjærri; sigurinn er: að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. (Þorsteinn Erlingsson.) Kær frænka okkar Lára Böðv- arsdóttir er látin. Efst í huga okkar systra þegar við minnumst Láru er hvað kærleiksrík og umhyggjusöm hún var alla tíð við okkur börnin frá Minniborg. Lára var aðeins 12 ára þegar hún kom til móður okkar Ragnheiðar elstu systur sinnar sem barnfóstra. Þar dvaldist hún næstu fjögur árin og fermdist þaðan frá Klausturhóla- kirkju. Alltaf fylgdist Lára með okk- ur af umhyggju og hjálpsemi þegar við komum til Reykjavíkur og svo sannarlega eigum við dýrmætar minningar um heimili þeirra hjóna. Lára var fjölhæf kona, félagslynd og vinamörg, spilaði mikið á píanó og oft var glatt á hjalla þegar frændfólkið hittist í Bjarmahlíð 54. Hjónin Haukur og Lára voru svo samtaka í því að sjá sólskinsblettina á sinni lífsgöngu, enda fór hún oft með vísuna góðu hér fyrir ofan. Það eru fáir sem eru öllum skuggum fjarri. Haukur Eggertsson, maður Láru, átti líka sínar síðustu stundir á Hrafnistu í Reykjavík og eigum við svo margar góðar minningar um þau bæði. Lára lifði mann sinn í nokkur ár og tók þverrandi heilsu með still- ingu og miklu hugrekki. Hún lifði í minningu um gamla tíma og talaði fallega um alla og aldrei annað en skemmtilegar minningar frá Minni- borg. Ást og rómantík í hverju horni. Öll börnin þæg, góð og falleg sagði barnfóstran Lára brosandi og löngu búin að gleyma óþægðinni í krökkunum. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar frá okkur systrum. Ólöf og Ingunn Stef- ánsdætur frá Minniborg. Lára Böðvarsdóttir andaðist nærri 97 ára gömul að kvöldi 12. júlí síðastliðinn. Hún var orðin þreytt. Lára var hreppstjóradóttir frá Laugarvatni og bar höfðinglegt yf- irbragð eins og systurnar allar ell- efu og bróðirinn Magnús. Það hlýtur að hafa verið afar sérstakt að alast upp við slíkar aðstæður. Lára var mikil sögukona og sagði skemmtilega frá, kunni urmul af sögum og ljóðum. Hún var tónelsk og lék lögin sín fram á síðasta ár á píanóið, en það var eitt af því fyrsta sem hún eignaðist í búskapartíð sinni. Hún var hrókur alls fagnaðar, hafði gott lag á fólki. Fólk laðaðist að henni og hún lagði kapp á að öll- um liði vel og nytu sín hver með sín- um hætti. Lára giftist Hauki Eggertssyni frá Haukagili í Vatnsdal. Þau bjuggu lengst af í Barmahlíð 54 í húsi sem þau reistu sjálf. Síðustu ár- in dvöldu þau á Hrafnistu og nutu frábærrar umönnunar starfsfólksins sem ber að þakka sérstaklega. Börn þeirra Láru og Hauks eru Eggert, Ágústa og Böðvar Lárus sem lést langt fyrir aldur fram. Barnabörnin sjö og barnabarnabörnin níu, það tí- unda á leiðinni. Þær urðu margar dýrmætu stundirnar sem ég átti með tengda- móður minni áður en yfir lauk. Við urðum samferða í nærri hálfa öld. Ein minnisstæðasta stundin var er hún kvaddi lífsförunaut sinn hinsta sinni. Þau voru orðin 93 ára og hún mjög farin að heilsu. Hún vaknaði af djúpum svefni um miðja nótt og kvaddi hann. Tíminn stóð kyrr. Hún sneri sér síðan að þeim er nær- staddir voru, flutti fallegustu hug- leiðingu sem ég hef heyrt. Allt í senn bæn og huggunarorð og leið- beiningar okkur til handa. Oft hafði Lára flutt ávörp við ýmis tækifæri og okkur leiðsögustef hverju og einu, en þetta tók öllu fram, afar sérstakt og lærdómsríkt. Hennar heilsa var þá þegar svo farin að ný- liðnir atburðir hurfu fljótt úr minn- inu. Þó að sárt væri að takast á við það á stundum gat það líka verið eitthvað ólýsanlega fallegt. Ég sé á eftir einum mínum besta vini, fullur þakklætis. Það var ómet- anlegt að eiga hana að sem ömmu með alla sína reynslu, sögur, ljóð, söngva, spjall, spil og leiki. Ég er viss um að í Láru var efni í rithöfund, um það vitna bréfin mörgu sem hún skrifaði, kortin öll til ættingja og vina með fallegum orðum að gefnu tilefni. Þau komu alltaf beint frá hjartanu. Hún var alltaf gefandi og hlý. Blessuð sé minning þeirra Láru og Hauks. Jónas Ingimundarson. Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum. Í huganum sjáum við Láru móð- ursystur okkar sitja við píanóið sitt og spila lagið hans Inga T. Það eru margar góðar minningar sem koma í huga okkar þegar við hugsum til Láru, ekki síst frá æskuárunum þegar við bjuggum úti á landi og heimsóknir okkar til höfuðstaðarins voru nátengdar heimili Láru og Hauks. Það stóð okkur ætíð opið og þar mætti okkur hjartahlýja og glaðværð. Okkur er í fersku minni þegar við tvær systurnar með flétt- ur og feimnar fórum með rútunni suður til að vera hjá Láru meðan foreldrar okkar voru í Danmörku. Við hlökkuðum til því við vissum af fyrri reynslu að dekrað yrði við okk- ur – enda kom það á daginn. Morg- unverkin voru látin bíða meðan Lára fléttaði á okkur hárið og þegar við vorum háttaðar á kvöldin færði hún okkur heimagerðan rjómaís í rúmið. Lára var þekkt fyrir gjafmildi sína og hjálpsemi og við nutum þess í ríkum mæli. Milli foreldra okkar og Láru og Hauks ríkti mikil vinátta sem átti rætur sínar að rekja langt aftur, allt til áranna á Laugarvatni. Móðir okkar kveður nú kæra systur eftir langa samleið. Við og fjölskyldur okkar vottum aðstandendum samúð. Inga Lára og Edda. Ég var að spóka mig á fögrum sumardegi austur á Djúpavogi þeg- ar Eggert sonur Láru Böðvarsdótt- ur hringdi í mig og greindi mér frá láti móður sinnar. Lára var mér mjög kær og því var þetta sorg- arfrétt. Nokkrum dögum síðar var ég stödd í Kvennaskólanum á Blönduósi en þar hófust kynni okkar Láru fyrir 75 árum. Ég var þá rétt nýfædd, en Lára var nemandi í skól- anum. Þessi unga og bjarta stúlka frá Laugarvatni var virt og dáð af nemendum og kennurum skólans, m.a. móður minni, Huldu Á. Stef- ánsdóttur, sem á þessum tíma veitti skólanum forstöðu. Hún treysti Láru fyrir frumburðinum og var ég skömmu eftir fæðingu lögð í rúmið hjá Láru þar sem ég fékk gott atlæti og undi mér vel. Lífið á heimavistinni einkenndist á þessum árum af glaðværð, söng, samhug og samkennd. Lára var með krógann en skólasystur hennar mynduðu sterkan hring utan um okkur. Einhvern veginn er það svo að hin nánu kynni af Láru í upphafi lífs míns skipuðu henni á sérstakan bekk hjá mér og þar hefur hún ætíð verið síðan. Vinátta móður minnar og Láru var söm. Hún lýsti sér ekki hvað síst í artarskap og virðingu, sem þær sýndu ávallt hvor annarri. Á afmælinu mínu fyrir 25 árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að Lára ásamt skólasystrum sínum frá Kvennaskólanum á Blönduósi sótti mig heim. Þessar konur færðu mér forkunnarfagran gullhring með stórri perlu. Þau orð voru látin falla við afhendingu hringsins, að ég hefði verið perlan þeirra frá fæð- ingu. Slík orð og athafnir hlýja um hjartarætur og þeirra verður minnst á meðan ég hef ráð og rænu. Elsku Lára, ég þakka þér sam- fylgdina og votta elskulegum börn- um þínum og þeirra fjölskyldum innilegrar samúðar. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. Anna Eyjólfsdóttir frá Snorra- stöðum, systir ömmu, sagði tímann líða fljótt. Hjá táningi stóð tíminn kyrr. En nú skil ég. Mér finnst stutt síðan Lára móðursystir hélt eina af sínum glæsilegu veislum á sjötugs- afmæli Hauks, – fyrir 27 árum! Kverkin virðist víkka í stundaglasi lífsins. Að Láru móðursystur genginni eru Hlíf og Svanlaug einar eftirlif- andi 11 systra og sonar Böðvars og Ingunnar á Laugarvatni. Við Egg- ert, elsti sonur Láru og Hauks, er- um jafnaldrar, leikfélagar, vorum fermdir saman og (nú) gamlir vinir. Flestar Laugarvatnssystur spiluðu á orgel. Ung bjó Lára á Minniborg og lærði á orgel hjá kennara. Hún var músikölsk, spilaði falleg sönglög og píanóstykki. Henni fylgdi töframáttur tónlistar. Lára fermdist í Klausturhóla- kirkju, var húshjálp hjá fjölskyldu á Laugarvatni, gekk á Héraðsskólann og útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi. Í Reykjavík var hún verslunar- stjóri hjá Mjólkursamsölunni, orð- lögð fyrir hjálpsemi og manngæsku. Hún giftist Hauki Eggertssyni út- varpsvirkjameistara og forstjóra og áttu fallegt heimili á Bárugötu og seinna í Barmahlíð 54. Láru tókst að slá upp veislu fyrir okkur krakkana af minnsta tilefni. Sem krakki heill- aðist ég af málverki í stofunni hjá Láru. Það minnir mig alltaf á hana: fallegt og yndislegt – af fólki að njóta fagurrar tónlistar. Myndina „Máttur tónanna“ höfðu þau fengið í brúðargjöf. Okkar innilegasta samúð. Leó M. Jónsson og systkini. Það er bjart yfir minningunni um Láru, móðursystur mína. Áttatíu og sex ár eru síðan Lára kom að Minni-Borg til systur sinn- ar, Ragnheiðar, til þess að passa tvo unga drengi, Tomma, uppeldisbróð- ur minn, sem þá var á þriðja ári, og mig, sem var á fyrsta ári og meira en áttatíu árum seinna talaði hún um hvað ég hefði verið þægur! Lára var þá ellefu ára og til stóð að hún yrði eitt sumar, en árin urðu fjögur. Alla tíð síðan voru náin tengsl milli Láru og fjölskyldunnar á Minni-Borg. Hún var uppáhaldsfrænka mín og okkur öllum afar kær. Það var alltaf svo gefandi að hitta hana og njóta samvista við hana. Hún geislaði af góðvild og hjartagæsku. Við Adda sendum fjölskyldunni innilegar kveðjur. Blessuð sé minning Láru Böðv- arsdóttur. Böðvar Stefánsson. Með Láru er síðasti frumbygginn úr Barmahlíð 54 fallinn frá. Faðir okkar Guðlaugur og Hauk- ur frændi byggðu í sameiningu hús- ið í Barmahlíðinni á fyrstu árunum eftir stríð. Var það sannkallað fjöl- skylduhús, börnin á svipuðum aldri og mikill samgangur milli hæða. Þarna bjuggu fjölskyldurnar í yfir fimmtíu ár. Börnin hófu síðar flest sinn búskap í risi eða kjallara. Alla tíð einkenndist sambýlið af gagn- kvæmri tillitssemi og trausti. Fjöldi minninga kemur nú fram í hugann. Sterkasta minningin er um Láru að spila á píanóið ljúfu eft- irlætislögin sín, eins og lög Sigfúsar Halldórssonar og Inga T. Þetta var mikið tónlistarhús og um tíma hljómaði píanóleikur á öllum hæð- unum fjórum. Ein var sú hefð í hús- inu sem tengdist jólunum. Á að- fangadag var bankað bakdyramegin. Var þar kominn prjónaði jólasveinninn hennar Láru með jólagjafir. Verðum við systurn- ar nú að játa að við vorum alltaf hálfsmeykar við hann. Sterkar eru líka minningarnar úr garðinum góða. Á góðviðrisdögum sat Lára oft á svölunum og fylgdist með lífinu í garðinum. Oft var góðgæti eins og pönnukökur og sælgæti sett í körfu og látið síga niður í garðinn og þeg- ar farið var að gæða sér á kræsing- unum spilaði Lára oftar en ekki undir. Það eru ekki nema nokkur ár síð- an sú síðasta okkar systranna flutti úr Barmahlíðinni, en afkomendur Láru og Hauks búa þar enn. Góðar minningar tengjast húsi æsku okkar og íbúum þess. Það er dýrmætt að hafa alist upp í þessu góða sambýli og þökkum við Láru samfylgdina alla tíð. Margrét, Sigrún og Guð- munda Guðlaugsdætur. Lára Böðvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.