Morgunblaðið - 29.07.2010, Qupperneq 31
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Orgelleikarinn og organistinn Stein-
grímur Þórhallsson verður með
tvenna tónleika í Hallgrímskirkju
um helgina, en tónleikarnir eru á
dagskrá Alþjóðlegs orgelsumars
sem hefur notið mikilla vinsælda í
sumar. Efnisskráin er fjölbreytt, en
Steingrímur mun meðal annars
frumflytja nýtt verk eftir sjálfan sig.
„Þessi orgelsería er þannig að það
er hálftíma prógramm á laugardeg-
inum og svo er fullt prógramm á
sunnudeginum. Á laugardeginum
verð ég með barokktónlist, umrit-
anir tveggja tónskálda á hljómsveit-
arkonsertum en menn umrituðu oft
stærri verk fyrir orgel til að þeir
gætu þá spilað þau á ódýrari hátt,“
segir Steingrímur en um er að ræða
tvo konserta eftir Vivaldi og einn eft-
ir Torelli.
Á sunnudeginum verða talsvert
nýrri verk á dagskrá en það elsta er
samið 1917. „Stærsti hlutinn er eftir
Íra sem hét Stanford sem samdi
mikið af verkum sem eru kannski
ekki mjög þekkt. Þetta er eitt lítið
verk og svo stór orgelsónata sem
hann samdi í lok fyrri heimstyrjald-
arinnar til þess að þakka banda-
mönnum Breta fyrir hjálpina í stríð-
inu. Þannig ber hver kafli nafn á
frægum bardagastað og franski
þjóðsöngurinn er til dæmis meg-
inþemað í öllu verkinu.“
Steingrímur ætlar að enda á einu
frægasta orgelverki sem samið hef-
ur verið, Prelúdía og fúga um nafn
Alain eftir Duruflé, en áður mun
hann frumflytja verkið Preludia pes-
ante sem hann samdi í vetur. „Þetta
eru allt svolítið svona stór verk og
verkið mitt er mikið og þungt, svona
eins og íslenska skapið á veturna,“
segir Steingrímur og bætir því við að
það hafi að mestu leyti verið samið á
vetrarmánuðum. Hann var þó stadd-
ur á Ítalíu þegar hann lauk við það og
segir því mildari kafla vera þarna
inni á milli; „Þetta er fyrsta verkið
sem ég tileinka konunni minn þannig
að það verður að vera smá rómantík í
þessu,“ segir hann og hlær.
Steingrímur hefur samið þó nokk-
uð í vetur, þar á meðal þrjú stykki í
stærri kantinum þó hann segist
reyndar eiga það „stóra“ eftir. Auk
þess að semja orgelverk hefur hann
samið verk fyrir kóra og önnur hljóð-
færi og segir það reynast sér auð-
veldara. „Mér finnst voðalega erfitt
að semja á hljóðfæri sem ég spila á
sjálfur. Maður semur oft betur fyrir
hljóðfæri sem maður rannsakar utan
frá, annars getur maður dottið í að
semja einhverja klisju, sem er eins
og eitthvað sem maður hefur spilað
sjálfur og finnst voða flott.“
Tónleikarnir hefjast kl. 12 á laug-
ardaginn en kl. 17 á sunnudeginum.
Smá rómantík fyrir konuna
Heldur tvenna
orgeltónleika og
frumflytur frum-
samið verk
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Frumsamið Steingrímur tileinkar konunni sinni Preludia pesante.
Menning 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010
Út er komin Safnabókin 2010
en hún er samvinnuverkefni
Bókaútgáfunnar Guðrúnar,
Safnaráðs og Félags íslenskra
safna og safnamanna. Tilgang-
urinn með útgáfu bókarinnar
er að kynna söfn landsins og
efla þannig safnamenningu en
hún er sérstaklega gerð með
ferðamenn í huga. Í tilkynn-
ingu segir að með útgáfu bók-
arinnar verði í fyrsta sinn til
heildstæð skrá á aðgengilegu formi fyrir ferða-
menn yfir öll söfn, setur og sýningar á Íslandi. Á
landinu er að finna um 200 söfn og samtals heim-
sækja þau um tvær milljónir manna árlega. Bókin
er til á ensku og íslensku og er ókeypis.
Bækur
Safnabókin 2010
er komin út
Kápa bókarinnar
Í kvöld verða haldnir tónleikar
á Múlanum sem eru þáttur í
sumardagskrá djassklúbbsins.
Það er hljómsveit bassaleik-
arans Bjarna Sveinbjörns-
sonar sem mun stíga á svið en
auk Bjarna skipa hana Agnar
M. Magnússon á píanó og
hljómborð, Ásgeir Ásgeirsson
á gítar, Erik Qvick á trommur
og Edda Borg á hljómborð. Á
efnisskránni má finna efni af
plötu Bjarna, About Time, sem kom út síðastliðið
haust, ásamt nýjum lögum í svipuðum stíl en um
er að ræða „fyrsta flokks fusion-tónlist“. Tónleik-
arnir fara fram í Risinu við Tryggvagötu og hefj-
ast kl. 21.
Tónleikar
Tími til kominn
á Múlanum
Bjarni
Sveinbjörnsson
Í dag kl. 17 verður opnuð sýn-
ingin Lýðveldið á planinu í
Galleríi Gránu, Síldarminja-
safninu á Siglufirði. Lista-
mennirnir sem eiga verk á sýn-
ingunni eru Anna Jóa, Bryndís
Jónsdóttir, Guðbjörg Lind
Jónsdóttir, Hildur Mar-
grétardóttir, Hlíf Ásgríms-
dóttir, Kristín Geirsdóttir,
Kristín Jónsdóttir frá Munka-
þverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.
Umfjöllunarefni sýningarinnar eru kimar íslensks
lýðveldis, menning og náttúra en listamennirnir
störfuðu fyrst saman að sýningunni Lýðveldið Ís-
land sem haldin var í Þrúðvangi árið 2004 og var
tileinkuð 60 ára afmæli lýðveldisins.
Myndlist
Lýðveldið á planinu
í Galleríi Gránu
Bryndís
Jónsdóttir
Skúlptúr eftir listakonuna Guðrúnu Nielsen hefur
verið komið fyrir í New Greenham Park í Newb-
ury í Berkshire á Englandi. Tilurð þess má rekja
til þess að fyrir tólf árum efndi The Royal British
Society of Sculptors til samkeppni um tillögur að
verki til að minnast sögu Greenham Common, en
þar var reist herstöð í seinni heimsstyrjöldinni sem
hýsti kjarnorkuflaugar Bandaríkjamanna og stát-
aði af lengstu flugbraut í heimi. Árið 1985 var her-
stöðinni lokað og landið aftur gefið fólkinu. Um
150 tillögur bárust í keppnina en tillaga Guðrúnar
var ein af þremur sem voru valdar.
„Verkið í raun endurspeglar sögu staðarins,“ út-
skýrir Guðrún. „Þetta er origami-verk í níu þátt-
um og sýnir stig fyrir stig hvernig verkið breytist
úr óbrotnu blaði í orustuflugvél og verður svo aft-
ur að engu. Alveg eins og staðurinn.“ Verkið, sem
kallast Changes eða Breytingar, er gert úr corten-
stáli og stendur hver hluti á steinsteypustöpli. Og
það er ekki bara hugmyndin sem sækir innblástur
í sögu staðarins heldur einnig efnið sjálft, en stöpl-
arnir eru gerðir úr efni úr gömlu flugbraut-
inni.
Guðrún verður viðstödd þegar verkið verður
afhjúpað í september en hún segir að það sé
sérstaklega ánægjulegt að það sé loks komið á
sinn stað, enda tólf ár liðin frá því að hún vann
samkeppnina og mikil vinna í kringum fram-
kvæmdina. „Það eru margir búnir að standa að
baki mér og þetta búið að vera langt ferli. Það
síðasta sem kom upp voru einhver vandræði
með lýsinguna en það leystist nú allt,“ segir
Guðrún og svarar því aðspurð að það sé alls
ekki þannig að allt sé bara tilbúið á staðnum
þegar svona verk eru pöntuð.
Guðrún er búin að starfa sem skúlptúr-
listakona í meira en tuttugu ár og stendur í
ströngu þessa dagana. Hún mun meðal annars
taka þátt í sýningu á Ítalíu á næstunni ásamt
fleiri evrópskum listamönnum auk þess að eiga
verk á sýningu í Bretlandi.
holmfridur@mbl.is
Hannaði origami-verk úr stáli
Skúlptúr eftir Guðrúnu Nielsen komið fyrir í New
Greenham Park Endurspeglar sögu staðarins
Ljósmynd/Leigh Quinnell
Breytingar Guðrún sótti bæði hugmyndina og efniviðinn til staðarins.
Í fyrradag var til-
kynnt hvaða bæk-
ur hefðu komist á
svokallaðan lang-
lista Booker-
verðaunanna. Það
var lárviðar-
skáldið Andrew
Motion, formaður
dómnefnd-
arinnar, sem til-
kynnti valið. Það voru þó ekki bæk-
urnar sem voru á listanum sem
vöktu sérstaka athygli heldur þær
sem vantaði, þá sérstaklega The
Pregnant Widow eftir Martin Amis,
Solar eftir Ian McEwan og Luka and
the Fire of Life eftir Salman Rus-
hdie. Engin frumraun er á listanum
en af rithöfundunum er hinn ástr-
alski Peter Carey sá eini sem hefur
unnið til verðlaunanna og það tvisv-
ar. Bók hans Parrot and Olivier in
America þykir sigurstrangleg en það
yrði þá í fyrsta skipti í sögu verð-
launanna sem einhver hlýtur þau í
þriðja sinn. Ion Trewin, stjórnandi
verðlaunanna, segir bækurnar á list-
anum í ár einkennast af húmor.
Mikið
af hlátri
Langlisti Booker
tilkynntur
Andrew Motion
Í dag verður opnuð sýning í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur á ljós-
myndum Anne Marie Sørensen.
Myndirnar tók hún í leiðangri sem
hún fór í við strönd nálægt Eyrar-
bakka á árunum 2009 til 2010. Sýn-
ingin ber heitið Blue Formations og
er tólfta sýning Anne Marie en hún
fjallar um „vatnið, hraunið og vind-
inn sem hreyfir við náttúruöflunum“.
Vatn, hraun
og vindur
Strönd Eitt verka Önnu.
Við gerum sumri
menningu hærra und-
ir höfði en annarri 34
»
Steingrímur er organisti í Nes-
kirkju og hugsar sig aðeins um
áður en hann svarar því hvort
honum finnist skemmtilegra,
messuspilið eða tónleikahald.
„Það fer eftir samhengi. Þú
getur náttúrulega gert vinnuna
þína leiðinlega með því að gera
alltaf sömu hlutina. En að mínu
mati ætti það að spila á tón-
leikum að vera órjúfanlegur
hluti af því að vera organisti,
þetta er reynsla sem þú svo
auðvitað nýtir síðan í mess-
urnar til að gera þær flottari og
áhugaverðari.
Að spila á tónleikum er rosa-
lega skemmtilegt oft og sér-
staklega að spila með öðrum,
en að spila í stórum messum
þar sem eru kannski 300 manns
og allir syngja með, þá er miklu
meira kikk í því. Þá virkilega fer
orgelið að virka, af því að það er
náttúrulega miðað við það að
spila undir söng.“
Skemmtilegt
MESSUR OG TÓNLEIKHALD
FRÉTTIR