Fréttablaðið - 30.11.2011, Síða 1

Fréttablaðið - 30.11.2011, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 VIÐSKIPTI Níu lögfræðistofur högn- uðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnað- ist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lög- fræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur- Aðalsteinsson&Partners, Lands- lög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál. Bankahrunið sem átti sér stað í lok árs 2008 virðist hafa haft afar jákvæð áhrif á rekstrar- afkomu flestra lögfræðistofanna níu. Samanlagt högnuðust þær um 3,7 milljarða króna á árun- um 2009 og 2010. Flestar þeirra greiða allan hagnað út sem arð til eigenda sinna. Logos, stærsta lögfræðistofa landsins, er í algjörum sérflokki þegar kemur að hagnaði. Stof- an hefur grætt um 1,5 milljarða króna á þessum tveimur árum. Stjórn Logos lagði til að 90% hagnaðarins í fyrra yrðu greidd út sem arður til 16 eigenda stof- unnar. Gangi það eftir mun hver þeirra fá um 35,6 milljónir króna í sinn hlut vegna árangurs Logos í fyrra. BBA Legal hagnaðist næstmest þeirra stofa sem Frétta blaðið kannaði. Í fyrra skilaði stofan 252 milljóna króna hagnaði til við- bótar við þær 282 milljónir króna sem hún græddi árið 2009. Sam- anlagður hagnaður BBA Legal á árunum tveimur er því 534 millj- ónir króna. Eigendur stofunnar eru sex talsins. Þar af eiga tveir samtals 54% hlut. Sú stofa sem skilaði þriðja mesta hagnaðinum var Lex lög- mannsstofa. Hagnaður hennar í fyrra var 194 milljónir króna, sem var nokkru minna en árið áður þegar hún skilaði 291 milljón króna í hagnað. Á tveimur árum hefur Lex því halað inn 485 millj- ónir króna. Hluthafar Lex eru 17 talsins. - þsj / sjá Markaðinn Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 3,7 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. Gróðinn hefur aukist mikið eftir hrun. Samanlagður hagnaður þeirra dróst lítillega saman í fyrra. Logos græðir langmest. Nýr tilboðsbæklingur í dag 20%afsláttur á prjónagarni SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT - www.ht.is TILBOÐ FULLT VERÐ 9.995 7.995 Hreinsar loft og minnkar ryk og lykt með sérstakri jónatækni í andrúms- loftinu. Minnkar frjó- korna- og dýraofnæmi. Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta af allri veltu fram til 15. desember! 2xfleiri Vildarpunktar Jólabónus Icelandair American Express® Miðvikudagur skoðun 14 4 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn Hreingerningar Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði veðrið í dag 30. nóvember 2011 280. tölublað 11. árgangur milljónir króna er hagnaður lögfræðistof- unnar Logos á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. 633 HREINGERNINGMIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Þvottaefni, rekstrarvörur, ryksugur , gluggaþvottur. V ið erum ekki bara að selja bensín hjá Olís heldur sinn-um við miklu fleiru,“ segir Hjalti Þór Halldórsson, sölumaður hjá Olís. „Það vita það kannski fáir en við bjóðum meðal annars heild-arlausnir til handa fyrirtækjum og stofnunum varðandi hreingerning-ar. Við útvegum öll hreinsiefni, sal-ernis- og eldhúsrúllur, plastpoka og allt sem þarf í daglegan rekstur. Þá þjónustum við opinberar stofnanir, svo sem skóla, um vörur til hrein-gerninga,“ segir Hjalti. Einnig er Olís birgir fyrir ræst-ingafyrirtæki og f lytur beint inn hreingerningarvörur, meðal ann-ars frá Kimberly Clark og Abena.„Við höfum alltaf flutt inn allar okkar vörur og áttum því auðveld-ara en mörg önnur fyrirtæki með að standa undir innflutningi þegar kreppan hófst en eftir hana jókst innflutningur hjá okkur frekar en hitt. Við fórum að leggja áherslu á hreingerningar- og rekstrar vörur fyrir um það bil 10 árum og nú er þetta stór þáttur í okkar rekstri og fer vaxandi. Olís hefur einnig þjónustað bæjarfélög út um allt land í fjölda ára og gegnum umboð okkar er auðvelt að senda vörurnar út á land og fyrirtækin geta nálg-ast þau á þjónustustöðvum Olís. Við byggjum á áratuga reynslu og trausti viðskiptavina um allt land enda fyrirtækið með langa sögu,“ segir Hjalti, en Olís var stofnað árið 1927. Auk þess að selja vörur til hrein-gerninga veitir Olís fyrirtækjum ráðgjöf við gerð þrifáætlana. „Við þjónustum veitingastaði og eld-hús. Olís er til að mynda mjög öfl-ugt í sjávarútveginum en við bjóð-um mjög persónulega þjónustu fyrir frystihúsin. Þá mætum við á staðinn og gerum úttekt á svæðinu sem á að þrífa og tökum af því myndir. Svo er unnin þrifáætlun um það hvernig á að þrifa viðkom-andi svæði og með hvaða efnum og svo framvegis. Þar sem matvæla-framleiðsla fer fram þurfa þrif að vera í samræmi við heilbrigðis-staðla og allar merkingar þurfa að vera í lagi. Staðlarnir eru háir og okkur hefur gengið mjög vel að sinna þessu enda starfsfólkið fyrsta flokks,“ segir Hjalti og bætir við að Olís þjónusti allar stærðir fyrir-tækja og stofnana.„Það eru allir eins í okkaraugum “ Allir eins í okkar augum Olís ehf. hefur selt landsmönnum bensín og olíu í áratugi, en fyrirtækið var stofnað 1927. Eldsneyti er ekki það eina sem fyrirtækið býður neytendum, en Olís flytur inn og selur efni til hreingerninga og aðstoðar fyrirtæki við þrifaáætlanir. ÚRVAL REKSTRARVARAMarga rekur í rogastans þegar þeir frétta að Olís bjóði heildarúrval rekstrarvara fyrir bæði fyrirtæki og stofnanir. Trygg-ustu viðskiptavinir Olís hafa sumir hverjir staðið í þeirri trú í áraraðir að Olís seldi einungis eldsneyti, smurolíur og aðrar bílatengdar vörur auk annars sem býðst á bensínstöðvum nú til dags. Flestir fagna þó þessu tækifæri og nýta sér þá þjónustu sem felst í að geta fengið allt á einum stað. HREINLÆTISPAPPÍRMeðal hreinlætis- og rekstrar-vara sem Olís býður upp á er hreinlætispappír frá Kimberly Clark sem þykir standa framar öðrum framleiðendum á heims-mælikvarða. Þá er úrval plastpoka hjá Olís fjölbreytt, allt frá stórum sorppokum til lítilla f Hjalti Þór Halldórsson, sölufulltrúi hjá Olís, segir hreingerninga- og rekstrarvörur vaxandi lið í þjónustu Olís. MYND/ANTON Kynningarblað Skrifstofur, leigjendur, viðskiptavinir, fasteignir, vinnustaðir og fasteignasölur. IÐNAÐAR MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2011 & SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI H vað er Reginn ehf.? „Reginn ehf. hóf starfsemi fyrir rúmum tveim r árum. Félagið er nú eigandi yfir eitt hundrað fasteigna sem eru samtals um 250 þúsund fer-metrar að flatarmáli. Langstærsti hluti þeirra fasteigna er vel staðsett atvinnuhúsnæði í út-leigu. Eigandi Regins, Landsbank-inn hf., hefur ákveðið að skrá félagið í Kauphöll Íslands snemma á árinu 2012. Skráning í kauphöll skapar ekki eingöngu spennandi og arðsöm tækifæri fyrir fjárf Hverjar verða áherslur í starfsemi félagsins? „Félagið mun leggja áherslu á uppbyggingu og rekstur atvinnuhúsnæðis sem staðsett er á höfuðborgar svæðinu. Tæplega 70% af eignasafni félagsins við skráningu í kauphöll verður versl- ana- og skrifstofuhúsnæði. Um 30% húsnæðis í eignasafni við skráningu flokkast sem húsnæði undir íþrótta og afþreying- arstarfsemi. Mikill i Leysir hús æðis- vanda fy irtækjaFasteignafélagið Reginn ehf. hefur það markmið að verða framúrskarandi viðskiptafélagi sem getur boðið viðskipt vinum sínum upp á sveigjanleika og sérsniðnar lausnir þegar leitað er að atvinnuhúsnæði. Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, svaraði nokkrum spurningum um starfsemi Regins. Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins, segir að með skráningu félagins í Kauphöll verði til sterkt félag sem muni veita þeim félögum sem fyrir eru á markaðnum kraftmikla samkeppni. MYND/GVA Bíldshöfði 9 Egilshöll Suðurlandsbraut 14 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari 12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Fjölnota nuddpúðiShiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Hentar vel fyrir bak, herðar og fótleggiFjarstýring 17.950 kr. Gefðu góða gjöf Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum almenn- ings á fallegustu jólaskreytingunum á íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Samkeppnin nær til dreifisvæðis Orkuveitu Reykjavíkur og hefur ein húseign í hverju sveitarfélagi gjarnan verið verðlaunuð. Tilnefningar sendist á www.or.is Fræðslufundur Íslandsstofu um áhrif norðurljósa á ferðaþjónustu verður haldinn á morgun á Hótel Sögu.Norðurljósin vannýtt auðlind N orðurljósin og áhrif þeirra á ferðaþjóverða umræðuefni fá R d www.visir.is Sími: 512 5000 | Áratuga forskot með Svaninn! Miðvikudagur 30. nóvember 2011 | 18. tölublað | 7. árgangur Arion banki þarf að losa sig við allan eignar-hlut sinn í Högum fyrir 1. mars 2012 vegna skil-yrða sem Samkeppnis- og Fjármálaeftirlitið (FME) settu eignarhaldi bankans á fél ginu. Það þýðir að sá 21,1-31,1% hlutur sem ban inn mun halda eftir í Högum í kjölfar þess að fél gið verð-ur sett á markað næstkomandi mánudag mun þurfa að seljast líka. Arion hefur þegar tilkynnt um að 20-30% hlutur í Högum, sem er nú í eigu bankan , verði seldur í k uphöll í næstu viku. Geti Arion ekki staðið við gefna fresti og ekki liggja fyrir fullnægjandi rök, að mati FME, fyrir veit-ingu viðbótar frests mun eftirlitið beita viðeigandi viður lögum, dagsektum og/eða stjórnvaldssektum, til að knýja á um aðgerðir. SÍÐA 4 Þarf að selja Haga fyrir 1. m rs Ferðafrömuður á tímamótum Tuttugu ár frá fyrstu skipulögðu gönguferðinni tímamót 22 SJÁLFSTÆÐISVIÐURKENNINGU FAGNAÐ Alþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenni fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Fjöldi fólks mætti á þingpalla, þar á meðal allmargir Palestínumenn, og var klappað lengi eftir atkvæðagreiðsluna. Sjá síðu 12 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenskur víkingur Þorvaldur Davíð er andlit herrailmsins VJK Vatnajökull frá Gyðja Collection. fólk 42 LÖGREGLUMÁL Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lög- reglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunn- laugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang mála- ferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu ann- arra en viðtakandans,“ segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika,“ segir Teitur í samtali við Fréttablaðið en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að greiða málskostnað Gunn- laugs muni það sliga hann fjárhagslega. - sh / sjá síðu 18 Teitur Atlason segir sendingar Gunnlaugs Sigmundssonar „merki um sjúkleika“: Lögregla rannsakar SMS-skeyti KALT Í VEÐRI Í dag má búast við fremur hægum vindi, víða 3-8 m/s en hvassara við NA-ströndina um tíma. Víða nokkuð bjart, einkum SV-til en stöku él bæði við norður- ströndina og allra syðst. VEÐUR 4 -7 -8 -7 -9 -5 -15 Ekki síðan 1993 Ólafur Stefánsson missti síðast af stórmóti fyrir tæpum nítján árum. sport 38

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.