Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  207. tölublað  98. árgangur  HALDA YFIR ÞRJÁTÍU DÚFUR ÓLÖGLEGUM INNFLYTJENDUM FÆKKAR Í BNA GLÆSILEGAR SIRKUSLISTIR ÁSTÆÐAN MARGÞÆTT 14 KYNJAVERA BLÁA LÓNSINS 24MIKIL VINNA 10 Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst senn Starfsemi útibúsins á Hellissandi verður hér eftir sameinuð starfseminni á Ólafsvík.  Viðskiptavinir Landsbankans á Hellissandi og Rifi munu þurfa að leita sér þjónustu á Ólafsvík eftir lokun útibúsins á Hellissandi hinn 17. september. Ekkert bankaútibú verður í bænum eftir lokunina og segist Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri Snæfellsbæjar, ósáttur við lokunina. „Það er dapurlegt að þeg- ar kemur að niðurskurði er alltaf byrjað úti á landi. Það verður minna vart við hann í þéttbýlinu.“ Útibússtjóri Landsbankans í Snæfellsbæ, Eysteinn Jónsson, seg- ir sameiningu útibúanna á Hellis- sandi og Ólafsvík munu leiða til betri bankaþjónustu fyrir íbúa svæðisins og aukinna möguleika fyrir starfsfólk bankans. „Það er stutt á milli, þetta eru eins og tvö hverfi í sama sveitarfélagi.“ »8 Ekkert bankaútibú á Hellissandi eftir lok- un Landsbankans Hitamál » Umboðsmaður skuldara hef- ur krafið Arion banka skýringa á kyrrstöðusamningnum. » Bankinn hefur óskað eftir fundi með umboðsmanninum. » 1998, dótturfélag Gaums, skuldar Arion banka hátt í 50 milljarða og ber Gaumur ábyrgð á meginþorra skuldarinnar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég held – og tel jafnframt að það hafi komið fram – að það sé frekar lang- sótt að félagið sé borgunarmaður fyr- ir öllum sínum skuldum. Þetta gengur þannig fyrir sig að bankinn er að reyna að hámarka sína innheimtu, hvort sem það er öll skuldin eða ein- hver hluti hennar, verulegur eða mjög lítill,“ segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, aðspurður hvort bankinn búist við miklum heimtum er nýtilkominn kyrrstöðu- samningur við Gaum rennur út eftir óuppgefinn tíma. „Það er mjög langt á milli fullrar innheimtu og engrar innheimtu og bankinn er í sjálfu sér að reyna að há- marka sinn hlut. Ég tel ólíklegt að skuldin innheimtist að fullu,“ segir Höskuldur en ráða má af svörum hans að væntingum sé stillt í hóf. Eins og komið hefur fram felur kyrrstöðusamningurinn í sér að vaxtagreiðslur af skuld Gaums eru frystar á meðan bankinn aflar upplýs- inga um stöðu félagsins. Höskuldur vísar gagnrýni á samninginn á bug og segir hann í takt við meðferð á skuld- um heimila. Hvað snertir önnur atriði samningsins kveðst hann ekki hafa heimild til að sjá sig um efnisatriði á þessu stigi. Hann kveðst heldur ekki geta tjáð sig um greiðslufrest sem Jóhannes Jónsson kaupmaður hefur fengið vegna fyrirhugaðra kaupa á hluta- bréfum í tengdum félögum. Á ekki fyrir skuldunum  Bankastjóri Arion banka telur langsótt að Gaumur geti gert upp tugmilljarða skuld við bankann  Telur Gaum fá sambærilega skuldameðferð og almenningur MVer kyrrstöðusamninginn »6 Morgunblaðið/Júlíus Kafarar Leitað var árangurslaust að morðvopninu í allan gærdag. Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði við yfirheyrslur á laugardag að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni á heimili hans hinn 15. ágúst síðastlið- inn. Að sögn verjanda Gunnars Rún- ars var skýrsla ekki tekin af honum fyrr en föstudaginn 3. september, viku eftir að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Það er vel þekkt tækni við yfirheyrslur að leyfa mönnum að hugsa sinn gang vandlega í einangrun áður en skýrsla er tekin. Gunnar benti lögreglu jafnframt á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann mun hafa losað sig við hnífinn sem hann notaði til að bana Hannesi. Kafarar leituðu þar að morðvopninu í allan gærdag án árangurs. Þar fannst þó fatnaður og rannsakað verður hvort hann tengist málinu. Lögregla hefur ekki greint frá því hvort Gunnar hafi gefið upp hvers vegna hann banaði Hannesi. Þó er talið víst að hann hafi verið einn að verki. Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirmaður rannsóknardeild- ar lögreglu, segir að nokkrar vikur muni líða þar til málið verður sent ríkissaksóknara til meðferðar. »4 Haldið í einangrun í viku  Játaði við yfirheyrslur að hafa myrt Hannes Þór Helgason Á þessum árstíma er afar vinsælt hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins að eyða dagparti í Heið- mörk og tína ber. Það eru eflaust flestir sam- mála um að góður félagsskapur geri tínsluna enn skemmtilegri og jafnast fátt á við að hafa unga aðstoðarmenn við höndina. Hjálpast að við berjatínsluna í Heiðmörk Morgunblaðið/Golli  Alfhild Gallis er sennilega elsta konan í Noregi sem stokkið hefur í fallhlíf, að sögn fréttavefjarins ABC-nyheter. Hún er níræð og stökk um helgina úr fjögurra kíló- metra hæð yfir Jarlsberg- flugvellinum við Tönsberg. Hún lét sig fyrst falla frítt niður í 2,5 kílómetra hæð en opnaði þá fall- hlífina. „Þetta er það skemmtileg- asta sem ég hef nokkru sinni fengið að gera,“ sagði Gallis ljómandi af ánægju þegar hún hitti barnabörn- in og barnabarnabörnin á vellinum eftir stökkið. „Hvílíkt útsýni! Land- ið okkar er stórkostlegt og við verðum að fara vel með það.“ Læknir var á móti því að Gallis stykki en varð að láta undan þar sem hún er stálhraust. kjon@mbl.is Níræð og sátt við fallhlífarstökkið sitt Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórs- son úr GKG náði draumahringnum sínum í gær þegar hann lék Garða- völl á Akranesi á 58 höggum, eða 14 höggum undir pari vallarins. Líkast til fær hann þetta frábæra skor ekki viðurkennt sem vallarmet þar sem mótið var ekki á vegum Golf- sambandsins. „Mér er svo sem alveg sama hvort ég fæ þetta viðurkennt eða ekki því þetta var allt sam- kvæmt reglum, ég púttaði út allar holur og þetta var spilað alveg eftir reglunum,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Kappinn fékk 10 fugla og tvo erni á hringnum og varð síðan að sætta sig við sex pör. „Ég var aldrei ná- lægt því að lenda í einhverjum vanda, ég var ekki nálægt því að missa eitt einasta högg, það var frekar á hinn veg- inn, ég krækti til dæmis tvisvar í pútti. Öll drævin voru flott og alveg eins og ég vildi, nema kannski tvö þeirra sem fóru örlítið lengra til hægri en ég ætlaði, samt ekkert hættulega, má eig- inlega segja að boltinn hafi farið á næsta strá við hliðina,“ sagði Birgir Leifur í gær. skuli@mbl.is » Íþróttir Lék á 14 höggum undir pari Birgir Leifur Hafþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.