Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM
H
a
u
ku
r
0
4
.1
0
Guðni Halldórsson
viðskiptalögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Arnór H. Arnórsson
rekstrarhagfræðingur,
arnor@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hdl.
sigurdur@kontakt.is
Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum.
Verðmat fyrirtækja.
Viðræðu- og samningaferli.
Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta.
Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti
verið fáanleg:
•
•
•
•
•
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
SÉRFRÆÐINGAR
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og
skráning á www.kontakt.is.
• Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir.
• Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum.
Ársvelta 150 mkr.
• Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr.
• Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og
góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr.
• Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu.
• Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr.
• Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn.
• Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr.
• Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra
stofnanna. EBITDA 15 mkr.
• Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr.
og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr.
í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum
fyrirtækjunum.
• Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar
skuldir.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
John Key, forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, segir að það sé „krafta-
verk“ að enginn skyldi láta lífið í
jarðskjálftanum mikla á föstudag.
Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig,
varð á Suðureyju og olli hann mikl-
um skemmdum á mannvirkjum í
Christchurch, næst-stærstu borg
landsins. Talið er að tjónið nemi um
tveim milljörðum nýsjálenskra doll-
ara, um 170 milljörðum króna.
Key, sem ólst upp í borginni og
á ættingja þar, hét aðstoð stjórn-
valda en sagði að uppbyggingar-
starfið myndi taka langan tíma.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í
Christchurch og útgöngubanni að
næturlagi vegna þess að þjófar höfðu
nýtt sér tækifærið og farið inn í hús.
Snarpir eftirskjálftar riðu yfir í
gærmorgun og var sá öflugasti 5,1
stig. Talið er að um 500 hús hafi
skemmst í hamförunum á föstudag,
þar af um 90 í miðborg Christchurch.
Ekki hefur bætt úr skák að óveður
hefur herjað síðan á laugardag, ótt-
ast var að rokið hefði enn meira tjón í
för með sér enda mörg hús illa lösk-
uð þótt þau stæðu enn.
Hjálpræðisherinn og fleiri sam-
tök gáfu nauðstöddum mat en
hundruð manna hafast við í neyðar-
skýlum. Búið er að koma aftur á raf-
magni á nær öllu svæðinu en ekki er
enn talið óhætt að drekka vatn úr
krana vegna mengunar.
Stórtjón í skjálfta
Enn neyðarástand í Christchurch á Nýja-Sjálandi en for-
sætisráðherrann segir kraftaverk að enginn skuli hafa farist
Þekkt tónskáld og prófessor í Bret-
landi, Jonathan Harvey, hvetur nú
til þess að yfirbragði klassískra tón-
leika verði um-
bylt, beitt hátöl-
urum og gestum
leyft að tala sam-
an og jafnvel yf-
irgefa salinn í
miðjum flutningi
verks, að sögn
vefsíðu Guardian.
„Ekki ætti að
hindra nokkurn
mann í að njóta
sígildrar tónlistar, allra síst ættu
kjánalegar hefðir að valda því,“ seg-
ir Harvey sem er 71 árs. Hann er nú
gestaprófessor í tónlist við Oxford-
háskóla og hefur samið fjóra
strengjakvartetta og þrjár óperur
auk fleiri verka.
Harvey sagðist í viðtali óttast að
ef hljómsveitir og stjórnendur héldu
of fast við hefðbundnar aðferðir
myndu þau að lokum spila fyrir auð-
um sal. Sumir unnendur sígildrar
tónlistar segja að hugmyndirnar
myndu grafa undan mikilvægum
þætti þess sem listin veiti fólki. Har-
vey viðurkennir að tillögurnar líkist
helst „guðlasti“ en segir að ungu
fólki finnist hefðir eins og þær að
gestirnir skuli sitja stilltir í röðum
og hlusta fráhrindandi. kjon@mbl.is
Eldhress klassík
rétta svarið?
Virt tónskáld
» Eitt af verkum Harveys heit-
ir Passion and Resurrection og
hefur BBC gert sjónvarpsmynd
um það.
» Sellóleikarinn Julian Lloyd
Webber er ósammála Harvey.
Þótt gott sé að losa um ýmsar
hömlur gangi hann of langt.
Prófessor vill poppa upp tónleikana
Jonathan Harvey
Afgönsk kona á leið fram hjá múr í Kabúl með vegg-
spjöldum, skreyttum myndum af frambjóðendum í þing-
kosningum sem verða 18. september. Allmargar konur
gefa kost á sér þrátt fyrir morðhótanir hryðjuverka-
manna. Alls hafa fjórir frambjóðendur verið myrtir á síð-
ustu vikum og margir stuðningsmenn þeirra hafa særst í
árásum sem talíbönum og öðrum uppreisnarhópum er
kennt um. Talíbanar sögðust í gær ætla að grafa undan
kosningunum sem væru haldnar að undirlagi útlendinga
og vöruðu þeir fólk við að fara á kjörstað. „Fyrstu skot-
mörk okkar verða útlendu hermennirnir og síðan þeir
afgönsku,“ sagði í yfirlýsingu talíbana. Þeir efndu til
meira en hundrað árása í tengslum við forsetakosning-
arnar í fyrra en tókst ekki að trufla þær að neinu ráði.
REUTERS
Hugrakkar konur í framboði
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Frönsk stjórnvöld hafa að und-
anförnu rekið þúsundir sígauna,
Roma-fólks, frá Búlgaríu og Rúmen-
íu úr landi á þeirri forsendu að fólkið
hafi enga framfærslu, auk þess ýti
tilvist þess í landinu undir glæpi. En
bent er á að Frakkar, Ítalir, Svíar,
Danir og Þjóðverjar, sem einnig
beita þessari aðferð, fari á svig við
lög og rétt. Beitt sé eins konar sér-
tækri hóprefsingu án þess að rann-
saka mál hvers og eins.
Sígaunarnir koma aðallega frá
Búlgaríu og Rúmeníu en þar er mest
um sígauna, alls um 2,5 milljónir
manna. Að sjálfsögðu eru þeir í leit
að betri kjörum eins og aðrir inn-
flytjendur. En Frakkar segja að það
sé hlutverk ráðamanna í þessum
löndum að tryggja fólkinu mann-
sæmandi kjör. Enn flækir það málið
að samkvæmt reglum Evrópusam-
bandsins má fólk búa og starfa hvar
sem er í sambandinu. Mannréttinda-
frömuðir segja að brottvísun inn-
flytjendanna ýti enn undir gamla
fordóma og andúð gegn innfæddum
sígaunum sem hafi borgararétt og
margra kynslóða rætur í umrædd-
um löndum.
„Berjast verður gegn aukinni
sígaunaandúð um alla Evrópu og
veita Roma-fólkinu raunveruleg færi
á menntun, heilsugæslu, húsnæði og
framfærslu,“ sagði í opnu bréfi frá
yfirmanni mannréttinda hjá Evr-
ópuráðinu, Thomas Hammarberg og
Anders Wejryd, erkibiskupi í Sví-
þjóð, í gær í Dagens Nyheter.
Aftur úthýst alls staðar
Reuters
Heima? Sígaunakona úr fjölskyldu
sem Frakkar ráku til Rúmeníu.
Slæmt hlutskipti
sígauna er orðið
hitamál í Evrópu
Sennilega eru nú um 15 millj-
ónir sígauna, öðru nafni Roma, í
heiminum, fjölmennastir eru
þeir í Austur- og Suður-Evrópu.
Uppruni sígauna var lengi um-
deildur en nú er almennt talið
að þeir séu afkomendur ind-
verskra þjóðflokka sem hrakist
hafi norður yfir Himalajafjöll
undan herjum múslíma á 11. öld.
Tunga þeirra er indó-evrópsk.
Fyrstu öruggu heimildir um þá í
Evrópu eru frá sunnanverðum
Balkanskaga á 14. öld.
Framlag sígauna til tónlistar
er viðurkennt en þeir hafa einn-
ig verið sagðir þjófóttir og latir.
Saga þeir hefur einkennst af of-
sóknum, oft hafa þeir verið
þvingaðir til að laga sig að þeim
sem fyrir voru. Einnig hafa þeir
verið reknir á brott eða leiddir í
þrældóm. Nasistar reyndu að
útrýma þeim í löndum sínum og
myrtu um hálfa milljón sígauna.
Forfeðurnir
frá Indlandi
OFSÓTT ÞJÓÐARBROT