Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 jarðefnafræði, breskrar konu sem telur sig hafa læknað sig af brjóstakrabbameini með breyttu mataræði. Framför veitti Háskóla Íslands styrk til að fjármagna doktorsnema við Miðstöð Lýð- heilsuvísinda og er unnið við að bera saman mataræði á unga aldri og tíðni blöðruhálskirtilskrabba- meins með upplýsingum frá Hjartavernd úr svokallaðri Reykja- víkurrannsókn og Krabbameins- skrá. Fyrir tilstuðlan Framfarar var bókin „Bragð í baráttunni – matur sem vinnur gegn krabba- meini“ þýdd og gefin út af Bókaút- gáfunni Helgafelli og JPV. Þá stóð félagið fyrir málþingi um blöðru- hálskirtilskrabbamein þar sem haldnir voru fyrirlestrar og gerð var grein fyrir meininu af færustu þvagfæralæknum og einn félagi okkar sagði frá sinni reynslu. Þá voru erindi frá ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands um fjöl- skylduna og réttindi sjúklinga o.þ.h. Bókinni og DVD disk frá málþinginu hefur félagið dreift til allra heimilislækna og almennings- bókasafna á landinu til þess að stuðla að bættri upplýsingagjöf. Oddur setti upp og sá um heima- síðu félagsins framfor.is Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta sem félagið hefur gert á sinni stuttu leið undir stjórn Odds. Á þessum tímamótum er það með söknuði sem þessar línur eru settar á blað frá stjórn félagsins og ger- um við okkur grein fyrir að skarð það er nú hefur verið höggvið í rað- ir okkar verður ekki fyllt. Við vilj- um þakka Oddi og eiginkonu hans Hólmfríði (Díu) og börnum fyrir þann tíma sem þau hafa gefið fé- laginu starfskrafta sína. Við mun- um halda starfi félagsins áfram þó ekki verði af sama krafti og undir stjórn Odds. Brautryðjendastarfið var hans og nú er komið að okkur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sam- úðarkveðjur sendum við allri fjöl- skyldunni. F.h. stjórnar Krabbameins- félagsins Framfarar, Hinrik Greipsson. Þegar Oddur greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein í des- ember 2005 beindist áhugi hans einbeittur að því að kanna orsakir og eðli sjúkdómsins. Hann kom til mín í Krabbameinsfélagið með ýmsar greinar og fróðlegt efni sem hann hafði fundið á netinu eða með öðrum hætti. Reynsla hans af vís- indalegum vinnubrögðum og sterk lífslöngun urðu honum gott vega- nesti í ítarlegar kannanir á stöðu mála varðandi orsakir, greiningu og meðferð á þessu krabbameini. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta er algengasta krabbamein karla á Vesturlöndum, að tíðni þess fer vaxandi og dánartíðni hæst á Norðurlöndum. Orsakir þess eru óþekktar og gangur þess getur ver- ið mjög misjafn. Oddi var árvekni gegn sjúkdómnum hugleikin og mikið í mun að þeim sem greinast væru kynntir ýmsir valkostir í meðferð hans. Hann var eldhugi og brautryðjandi í málefnum þeirra sem greinast með blöðruhálskirt- ilskrabbamein og fékk til liðs við sig fleiri áhugasama, bæði karla sem þegar höfðu greinst með sjúk- dóminn og aðra. Frumkvæði hans varð til þess að stofnað var Krabbameinsfélagið Framför 12. febrúar 2007 og hafði hann náið samstarf við Krabbameinsfélag Ís- lands við undirbúning þess. Mark- mið félagsins er að efla rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og styðja í hvívetna baráttuna gegn því meini, t.d. með því að stofna sjóð til styrktar rannsóknum á meininu, fræða almenning um það og stuðla að aukinni menntun heil- brigðisstétta í greiningu, fyrir- byggjandi aðferðum og meðferð. Sótti félagið strax um aðild að Krabbameinsfélagi Íslands sem var samþykkt. Gegndi Oddur stöðu for- manns frá stofnun og til dauða- dags. Frumkvæði Odds og félaga hans í Framför var öflugt og létu þeir víða til sín taka, stofnuðu vef- síðu, héldu málþing með fulltrúum heilbrigðisstétta til að ræða sjúk- dóminn og gerðu geisladisk um það sem þeir dreifðu þannig að aðrir mættu fræðast. Einnig styrktu þeir rannsóknarverkefni við Miðstöð Háskóla Íslands í lýðheilsuvísind- um um tengsl fæðuneyslu við myndun blöðruhálskirtilskrabba- meins. Oddur hafði sjálfur trú á því að hollar lífsvenjur og neysla ákveðinna fæðutegunda skipti miklu máli. Framför beitti sér fyrir matreiðslunámskeiðum og því að þýdd var á íslensku og gefin út vin- sæl matreiðslubók, Cooking with foods that fight cancer, eftir R. Béliveau og D. Gingras sem fékk nafnið Bragð í baráttunni. Þá bók gaf félagið síðan öllum bókasöfnum á landinu. Félagar í Framför tóku einnig virkan þátt í árlegu átaks- verkefni Krabbameinsfélagsins, Karlmenn og krabbamein. Því mið- ur varð Oddur að lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem hann hafði sterkan vilja til að skilja og sigrast á, bæði fyrir sig og aðra. Hann var einlægur og óbilandi baráttumaður en prúður og ljúfur í umgengni. Framlag Odds var verðmætt og mun lifa áfram í félagsstarfi Fram- farar en að honum er mikill missir og eftirsjá. Ég mat mikils gott samstarf og samskipti við Odd og sendi eiginkonu hans, börnum og ástvinum öllum, ásamt góðum fé- lögum í Framför, innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Odds Benediktssonar. Guðrún Agnarsdóttir. Okkur áskotnaðist sá heiður að kynnast Oddi í gegnum störf okkar hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein. Skrif- stofa okkar er í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og oftar en ekki kom Oddur þar inn, fullur af eldmóði og hugmyndum um hvað hægt væri að gera og hvernig við gætum unnið að framför krabba- meinssjúkra á Íslandi. Að tilstuðlan Odds og félaga hans í Framför var bókin Bragð í baráttunni þýdd yfir á íslensku. Þegar þýðingu var lokið sagði hann orkuna á þrotum og þeirra þætti lokið en hann sagði jafnframt að það væri gaman ef Kraftur gæti aðstoðað við að kynna bókina og koma boðskapnum á framfæri við landann. Þar með hófst samstarf sem gaf okkur óskaplega mikið og þar kynntumst við hugsjóna- og vísindamanninum Oddi. Hans verður sárt saknað í okkar umhverfi enda vann hann hlutina án landamæra og án aldurs og það var auðvelt að virða og þykja vænt um Odd. Honum þóttu hlutirnir al- mennt ekkert flóknir, það var bara að bretta upp ermar og hefjast handa. Við sendum fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur og um leið sendum við félögum hans í Fram- för einnig kveðjur. Það er mikill missir í góðum félögum. Ásta, formaður Krafts, Unnur Pálsdóttir (Lukka), stjórnarmaður Krafts, og Hulda Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri. Oddur Benediktsson var róttæk- ur hugsjónamaður, sem missti aldr- ei einlægan áhuga á þjóðfélagsum- bótum. Sem háskólakennari lagði hann með áratuga ósérhlífnu starfi grunn að íslenskri tölvunarfræði og þar með íslenskum hugbúnaðariðn- aði. Að sjálfsögðu var hann ekki einn í för, en að öðrum kennurum Háskóla Íslands í tölvunarfræðum ólöstuðum, þá var hann lykil-braut- ryðjandi. Við störfuðum saman á annan áratug við að byggja upp endur- menntun fyrir tölvunar- og kerf- isfræðinga. Þar kynntist ég þeirri virðingu og vináttu sem fyrrver- andi nemendur báru til Odds. Þeir, orðnir lykilfólk í atvinnugreininni, voru tilbúnir árum saman og end- urgjaldslaust að sitja í fræðslu- nefndum með okkur, þróa og kenna fyrir lág laun, námskeið um nýj- ungar í faginu, mæta sjálfir eða senda starfsmenn sína á námskeið- in og loks þegar útbúin var aðstaða fyrir þáverandi nemendur í tölv- unarfræðum í nýju húsi Endur- menntunarstofnunar, að leggja þeim til nær allan tölvubúnaðinn. Til landsins flutti hann auk þess ár- lega þá sem hann taldi geta kennt okkur eitthvað, iðulega furðufugla, sem öll urðu vinir Odds. Þessu stýrði hann öllu á sinn vinsamlega og gamansama hátt, en með hár- beittan skilning á þörfum og þróun greinarinnar, sem var hröð. Aldrei virtist hann vera að hugsa um sjálfan sig eða hreykja sér, hvað þá ætlast til greiðslna umfram sín föstu laun. Ég man ég hugsaði oft hvílík gæfa það væri fyrir Há- skóla Íslands og íslenskt samfélag að hafa slíkan mann í fararbroddi fræðigreinar. Hann var fyrir mér táknmynd þess besta sem gerist í háskólastarfi. Við urðum miklir vinir í þessu brasi, en leiðir okkar lágu sjaldan saman eftir að ég skipti um starfs- vettvang. Þegar við rákumst á var Hólmfríður eiginkona hans ávallt með honum og gagnkvæm virðing, vinátta og væntumþykja geislaði af þeim. Ég fann að hann varð rót- tækari með aldrinum, meðan ég fór heldur í hina áttina að frjálslyndri jafnaðarstefnu. Hjá honum bjó að baki einlægur áhugi á betra sam- félagi, en án þeirrar íhaldsemi sem of oft einkennir þá sem standa lengst til vinstri í pólitík. Hann kveður okkur allt of ungur, og er þörf áminning um að nýta tíma okkar vel og skilja eitthvað eftir öðrum til farsældar. Hólmfríði, Díu eins og hann kall- aði hana, og öðum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Margrét Sigrún Björnsdóttir. Oddur Benediktsson var braut- ryðjandi. Oddur var í hópi þeirra fyrstu sem störfuðu á sviði upplýsinga- tækni á Íslandi. Hans hlutskipti varð að móta nýja námsbraut við Háskóla Íslands, námsbraut sem hlaut nafnið Tölvunarfræði. Það varð hans ævistarf að móta ís- lenska tölvunarfræðinga og ís- lenska upplýsingatækni. Ég kynntist Oddi þegar ég fór í tölvunarfræðina um miðjan níunda áratuginn. Greinin var ný og ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í – hafði aldrei átt tölvu. Oddur kenndi eitt af byrjendanámskeið- unum og tókst að koma til skila áhuga sínum á viðfangsefninu – bæði tölvunarfræðinni og nemend- unum. Við vorum fjölmenn á þess- um árum, en Oddur hafði tíma fyrir alla og áhuga á öllum. Í gegnum tíðina hef ég unnið ým- is verkefni fyrir Odd, – aðstoðað við undirbúning námskeiða, sinnt kennslu, lesið verkefni eða annað sem til féll. Hann var alltaf jafn mildur og hlýr og alltaf þótti hon- um jafn mikið til nemenda sinna koma. Það eru fáar starfsgreinar sem hafa gengið í gegnum jafn örar breytingar og upplýsingatæknin undanfarin 40 ár. Það er erfitt og krefjandi að fylgjast með öllum breytingum, velja það úr sem hefur vikt og líta framhjá dægurmálun- um. Þetta er samt hlutverk þeirra sem taka að sér að móta starfsstétt til lengri tíma. Þetta var það sem Oddur gerði bæði sem ungur mað- ur en líka síðustu árin sem hann sinnti kennslu. Hann leitaði sífellt leiða til að styrkja námið og at- vinnugreinina, breikka námsúrvalið og gera það aðgengilegt fyrir sem flesta. Það nám sem hann mótaði í upp- hafi hefur staðist tímans tönn og ævistarf hans mótar atvinnugrein sem í dag telur mörg þúsund manns. Hvíl í friði kæri lærimeistari. Þú kenndir mér margt. Líka um tölv- unarfræði. Helga Waage. Undanfarin ár hefur lítill hópur vinafólks tekið sig saman og farið í „menningarreisur“ um landið á sumrin til að skoða landslag, sögu- legar minjar, söfn og kirkjur og annað sem áhuga má vekja. Upp- hafið áttu nokkrar gamlar vinkon- ur, en karlarnir fengu svo að fljóta með. Þessar ferðir voru farnar til skemmtunar en sumar jafnframt menningunni til gagns. Nefna má að hópurinn tók sig einu sinni til og hélt norður í Langadal og tók ofan gamalt og merkilegt frambæjarhús í Tungunesi, sem síðan var end- urreist í byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði, þar sem það má nú skoða. Í eitt skipti var farið í skoð- unarferð fram að Hraunþúfuk- laustri, í annað sinn í messuferð að Þönglabakka og síðan í framhaldi af því til Grímseyjar, í eitt sinn var gengið fyrir Heggstaðanesið og í enn eitt skiptið farið í kirkjuskoð- unarferð í Borgarfjarðarhérað. Þetta voru eftirminnilegar ferðir og lifa ljóst í minningunni. Meðal ferðalanganna var Oddur Benediktsson, en Día kona hans var ein af ferðafrumkvöðlunum. Þetta voru dýrðarferðir. Oddur var góður ferðafélagi, hrókur fagnaðar enda glöggur á hvaðeina sem fyrir augu bar eða til umræðu kom. Hann var stálgreindur, kunni á mörgu skil, var launfyndinn og sagnafróður, sameinaði í sér raun- vísindamanninn og húmanistann. Fleiri ferðir voru ráðgerðar, en er veikindi Odds ágerðust og honum varð varnað ferða voru þær hug- myndir lagðar á hilluna um sinn. Enginn hafði hug á að fara slíkar ferðir án hans. Þetta eru aðeins nokkur kveðju- orð til góðs og gengins ferðafélaga. Um kennarann og vísindamanninn Odd munu aðrir skrifa. Við ferða- félagar eigum minningar um góðan dreng, skemmtilegan félaga og vin. Menningarferðahópurinn sendir Díu og aðstandendum allar hlýj- ustu kveðjur. Eftir stendur minn- ing mæt, þótt maðurinn falli. Þór Magnússon. Það er erfitt að skrifa minning- argrein um minn góða vin, Odd Benediktsson. En að mínu mati var hann einn besti og gáfaðasti Íslend- ingur sinnar kynslóðar svo ég tel það skyldu mína. Sem strákar þekktumst við en vinátta tókst með okkur er við tókum saman stúd- entspróf utanskóla frá MR ár- ið1956. Á milli Marargötu 3 þar sem Oddur bjó og æskuheimilis míns á Ránargötu var aðeins upp og niður Stýrimannastíginn að fara. Oddur var næstyngstur sinna systkina. Már faðir þeirra var lát- inn. Sigríður móðir þeirra stýrði með lagni heimilinu en Einar stóri bróðir og eldri systurnar höfðu öll skoðanir á gangi mála og gæfu lífs- ins. Á stofuvegg hékk stór vatns- litamynd af afa, Einari Benedikts- syni. Okkur Oddi var ekkert óviðkom- andi. Fyrir meira en hálfri öld ræddum við umhverfismál og tak- mörk vaxtar. Eftir stúdentspróf fór Oddur ásamt fyrri konu sinni, Auði Hildi Hákonardóttur, í verkfræði- nám til RTI í Troy í New York en undirritaður hélt í suðausturátt. Sambandið rofnaði ekki, á náms- árunum skrifuðumst við á og héld- um áfram að skiptast á skoðunum eftir að við höfðum haslað okkur völl, hvor á sínu fræðasviði. Áhugi Odds á tækninýjungum, sérstak- lega á sviði umhverfismála og ábyrgð á sjálfbærri þróun hefur gengið í arf til barna hans sem halda merki foreldranna á lofti. Oddur var fjölhæfur tölvustærð- fræðingur. Löngu áður en fjár- glæframenn tóku að sér stjórn ís- lenska efnahagskerfisins hafði Oddur fundið og reiknað út veik- leika í vaxtakerfi landsins. Hann safnaði gögnum úr öllum heims- álfum um tengsl krabbameins og mataræðis og gerðist frumkvöðull á sviði krabbameinsvarna, var auk þess formaður Krabbameinsvarna- félagsins Framfarar. Í Drauma- landi Andra Snæs er vitnað til Odds sem ráðgjafa um verndun há- lendis Íslands. Oddur var auðfúsu- gestur við Tækniháskólann í Delft í Hollandi og tók virkan þátt í hátíð- arathöfnum skólans. Síðasta heim- sóknin var á kveðjufyrirlestur minn þar sem Oddur og Björn, bróðir minn, voru fulltrúar Háskóla Ís- lands. Ferð um Þýskaland og Frakkland til Sviss í tilefni 50 ára stúdentsafmælis er eitthvert skemmtilegasta ferðalag sem við hjónin höfum farið. Riet valdi byggingar og söfn á leiðinni, Oddur þekkti Heidelberg frá fyrri tíma og ég lagði til að skoða fallegustu kirkju Frakklands í Ron Champs, teiknaða af Le Courbusier. Allir voru við góða heilsu og matglaðir. Dvölin með skólasystkinum í vetr- aríþrótta- og sólarbænum Gstaad gleymist ekki. Við minnumst margra ánægju- legra stunda hér í Deventer, og ómældrar gestrisni Odds og Hólm- fríðar á heimili þeirra og í sum- arbústaðnum í Árdal undir Skarðs- heiði.Við Riet þökkum Oddi samfylgdina og vottum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Jón Kristinsson. ✝ Inger Sigfús-dóttir fæddist á Akureyri 30. októ- ber 1930, dáin 27. ágúst 2010. Foreldrar: Sigfús Elíasson rak- arameistari og Bergljót Sigrún Þórarinsdóttir hús- móðir. Systur Ingerar voru Helga, Elsa Kristín og Dóra sem eru allar látnar. Eftirlifandi maki er Sigurður Jónas Jónsson stýrimaður, nú búsettur á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Útför Ingerar Sig- fúsdóttur fer fram mánudaginn 6. sept- ember 2010 kl. 15 frá Fossvogskapellu í Reykjavík og jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Inger Sigfúsdóttir, frænka mín, er látin. Að þér er sjónarsviptir, kæra frænka. Við kynnumst fyrst á Ei- ríksgötunni um það leyti sem móðir mín Elsa Kristín dó. Þú varst mér alltaf mjög góð og margar samveru- stundirnar þar sem hlegið var og gert að gamni sínu. Þú starfaðir allt- af í Fróni og Esju og síðar í lakkr- ísverksmiðjunni Krumma þar sem þú lentir í slysi og misstir framan af fingri en þú gerðir gott úr því, kall- aðir það sem eftir var „stubb“ og brostir svo. Það voru hamingjudagar í lífi þínu þegar þú kynntist eftirlifandi manni þínum Sigurði Jónasi Jónssyni, stýrimanni frá Bolungarvík, sem reyndist þér einstaklega ástríkur eiginmaður. Þið bjugguð fyrst á Ei- ríksgötunni þar sem móðir þín og hennar seinni maður, Guðmundur Jónsson stýrimaður, bjuggu í sama húsi. Þú kallaðir hann alltaf fóstra þinn enda var kært á milli ykkar. Seinna fluttuð þið í Krummahól- ana og áttuð góð daga. Það var alltaf gaman þegar þú og Jónas komuð í heimsókn á Selfoss. Þá var borðaður góður matur, spjallað og farið í bíl- túra. Ekki var síðra að koma í mat- arboð í Krummahólana, þá var oft gert að gamni sínu og hlegið. Lífið hefur sem betur fer verið þér gott og þið áttuð góða daga á Hrafn- istu í Hafnarfirði, þar var hugsað einstaklega vel um ykkur og er það þakkarvert. Ég bið þér blessunar í æðri heimi og votta Jónasi samúð mína. Sigfús Ólafsson. Inger Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.