Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Töluverð röskun varð á siglingum Herjólfs á föstudag og laugardag vegna veðurofsa sem gekk yfir Suð- urland. Þetta er í annað skiptið á þeim hálfa öðrum mánuði sem Herj- ólfur hefur siglt til Landeyjahafnar sem umtalsverð röskun verður á áætlun hans. Í lok júlí ollu óhag- stæð sjávarskilyrði því að ekki var nægt dýpi í höfninni þannig að skip- ið sat fast um hríð. Samkvæmt frétt Siglingastofnunar frá því fyrir helgi hefur gríðarlegt magn gosefnis úr eldgosinu í vor safnast milli hafn- arinnar og ósa Markarfljóts en það getur borist inn í höfnina og valdið vandræðum. Áætlað er að hafa dæluskip tiltækt til að koma aurn- um úr höfninni. Í undirbúningi Landeyjahafnar var gert ráð fyrir nýrri ferju sem risti grynnra en Herjólfur. Frátafir verði meiri en gert var ráð fyrir þar sem hætt hef- ur verið við kaup á nýju skipi í bili. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að vandamálið nú um helgina tengist ekki Herjólfi. „Skipið rís hátt en það var ekki dýpið sem nú var til vandræða heldur sterkur hliðar- vindur. Það gerist í Vestmannaeyj- um eins og víðar að þegar veður er vont geta samgöngur fallið niður.“ Elliði bendir á að þrátt fyrir skakkaföllin um helgina hafi Herj- ólfur siglt meira en hann gerði á fullri áætlun til Þorlákshafnar. Hins vegar segir hann að fyrirsjáanlegt sé að á meðan siglt sé áfram á Herj- ólfi verði frátafir. „Það er bagalegt en það er fátt sem við getum gert annað en að sætta okkur við það. Það er ágætt að fara með æðruleys- isbænina öðru hverju. Þessu fáum við ekki breytt.“ Samningur Vegagerðarinnar við Þorlákshafnarbæ um afnot af höfn- inni fyrir Herjólf rann út nú um mánaðamótin. G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerðar- innar, segir að viðræður við Þor- lákshafnarbæ um að halda höfninni þar sem varahöfn fyrir Herjólf hefj- ist að nýju á næstunni en þær hafi áður strandað á kröfu bæjarins um að greitt verði fullt hafnargjald fyr- ir afnotin. Pétur telur ekki að vara- höfnin hefði breytt neinu nú um helgina um þær ferðir sem aflýst var. „Menn voru greinilega að fresta ferðum og vonast til þess að veðrið lagaðist. Um leið og þú ferð að sigla til Þorlákshafnar þá tekur það svo langan tíma að það er eins líklegt að veðrið verði orðið skap- legt til að sigla til Landeyjahafnar sem tekur mun styttri tíma.“ Veður og eldgos hamla Herjólfi  Gríðarlegt magn gosefnis úr eldgosinu í Eyjafjallajökli getur valdið vandræðum í Landeyjahöfn  Viðræður um varahöfn fyrir Herjólf í Þorlákshöfn stranda á kröfum bæjarins um fullt hafnargjald Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Röskun varð á siglingu Herjólfs um helgina. Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is gítar skóli ólafs gauks Gítargaman ATH! Ný vefsíða: www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook Kennsla í öllum flokkum, fyrir byrjendur sem lengra komna, á öllum aldri, hefst 20. sept. 2010. ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu fyrir 10. sept. fá umtalsverðan afslátt af kennslugjaldinu! Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a. geisladiskur með undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin. Nýja byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur slegið í gegn! Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir endast! Frístundakort Reykjavíkurborgar í fullu gildi. Innritun er hafin og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730, sendið tölvupóst ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17 Þrátt fyrir að líf- sýni úr Bobby Fischer sýni svart á hvítu að ekki sé möguleiki á því að hann sé faðir Jinky Yo- ung þá virðist lögfræðingur stúlkunnar og móður hennar Marilyn Young, Samuel Estimo, ekki vera á þeim buxunum að gefast upp. Fram kom á vef New York Times um helgina að Estimo hafi óskað eft- ir því við lögfræðing Young- mæðginanna á Íslandi, Þórð Boga- son, að halda erfðamálinu áfram. Segja þær að Fischer hafi sjálfur talið að hann væri faðir Jinky þar sem þær hafa meðal annars lagt fram póstkort þar sem hann skrifar undir sem „pabbi“. Eins og fram hefur komið hefur hart verið deilt um hver sé lögmæt- ur erfingi skákmeistarans sem ekki lét eftir sig erfðaskrá. Á Þórður að hafa látið hafa eftir sér að lífsýni sýni að Fischer geti ekki verið faðir stúlkunnar. Estimo á að hafa sent gögn á fjöl- miðla, þar á meðal New York Times, um að Fischer hafi litið á sig sem föður stúlkunnar. Engin upp- gjöf í máli Fischers Bobby Fischer Young neitar að gefa taflið í faðernisdeilu Ögmundur Jónasson sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðherraráðherra segir að sér hafi verið gerð grein fyrir því ófremdarástandi sem skapaðist þegar Herjólfur komst ekki ferða sinna. Hann hafi hins veg- ar ekki forsendur til að tjá sig um málið að svo stöddu en hyggist óska eftir upplýsingum um það strax eftir helgi. Óskar eftir upplýsingum NÝSKIPAÐUR RÁÐHERRA Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.