Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Sala Creditinfo Group á helming
hlutar síns í Creditinfo Schufa
GmbH skilaði félaginu tæpum 1,9
milljörðum í söluhagnað á síðasta
ári. Creditinfo Group á og rekur
Creditinfo á Íslandi. Heildarhagnað-
ur félagsins fyrir skatta á árinu 2009
nam rúmlega 2,1 milljarði króna, og
hlutabréfasalan því bróðurpartur
þessa mikla hagnaðar. Framlegðin
af rekstri félagsins var um 11% af
rekstrartekjum upp á rétt um millj-
arð króna. Handbært fé frá rekstri í
lok síðasta árs var um 850 milljónir
króna, og eiginfjárhlutfallið 71,9%.
Staða Creditinfo Group er því sterk.
Reynir Grétarsson, forstjóri Cre-
ditinfo Group, sem jafnframt á um
60% hlut í félaginu, segir að með söl-
unni í fyrra hafi verið að innleysa
verðmæti sem byggð hafi verið upp
frá árinu 2002. Hagnaðurinn af söl-
unni var að hluta nýttur til þess að
greiða skuldir. Árið 2007 breytti fé-
lagið um tveimur þriðju hlutum
skulda sinna í skuldir í íslenskum
krónum. „Krónan veiktist nokkuð
árið 2006 og það voru skilaboð til
allra sem gátu á einhvern hátt farið
varlega. Ég ætlaði að breyta öllum
skuldum okkar í krónuskuldir, en
bankarnir lögðust gegn því. Þeir ráð-
lögðu okkur að hafa skuldirnar
áfram í erlendri mynt,“ segir Reynir.
Gerðu upp íslenskar skuldir
Creditinfo Group átti á þessum
tíma mun meira af eignum erlendis
en skuldum. Við gengisfall krónunn-
ar kom skuldbreytingin sér því vel.
„Þegar krónan veiktist höfðum við
hagsmuni af því að selja hluta af okk-
ar erlendu eignum og greiða upp öll
okkar lán í íslenskum krónum,“ segir
Reynir.
„Taktíkin hjá okkur hefur alltaf
verið að vaxa meira með innri vexti
en með fjárfestingum. Við tókum
þess vegna upplýsta ákvörðun um
það árið 2006 að hætta að fjárfesta,
draga saman reksturinn og tryggja
jákvætt fjárstreymi. Við hækkuðum
hlutafé og seldum erlendum aðilum
þónokkurn hlut í fyrirtækinu, þannig
að það sem við vorum að gera var
eiginlega öfugt við það sem mark-
aðurinn var að gera. Þegar aðrir
voru að kaupa úti vorum við að selja
útlendingum hér,“ segir Reynir. Er-
lendir aðilar eiga nú um 30% hluta-
fjár í Creditinfo Group.
Á reikningsárinu 2009 greiddi fé-
lagið skuldir fyrir alls um milljarð
króna, en var í lok árs með handbært
fé upp á rúmar 850 milljónir króna,
sem er 720 milljónum meira en í lok
árs 2008. Aðspurður um það hvort
ekki hafi komið til álita að nota þetta
fé til fjárfestinga, játar Reynir því.
„Við vorum að vona að einhver fjár-
festingartækifæri kæmu upp, en ég
hef ekki séð þau ennþá,“ segir hann,
og vísar til þeirrar miklu óvissu sem
hefur gert það að verkum að fjár-
festar hafa almennt haldið að sér
höndum undanfarin misseri.
Deila kjörum með kúnnum
Reynir segist hafa orðið þess var
að fólk telji Creditinfo hagnast á
fjölgun aðila á vanskilaskrá og þar
með á almennri niðursveilfu í efn-
hagslífi landsins. Þetta sé hins vegar
ekki rétt. Ef undan er skilinn sölu-
hagnaður af hlutabréfum hefur
hagnaður til að mynda lítið aukist
milli ára. „Við erum bara eins og
önnur fyrirtæki á fyrirtækjamark-
aði,“ segir Reynir, „við deilum kjör-
um með viðskiptavinum okkar. Ef
okkar stærstu viðskiptavinir fara á
hausinn skaðar það okkur auðvitað.
Við græðum ekkert á því að vanskil
aukist.“
Hagnast af því
að synda gegn
straumnum
Morgunblaðið/Ernir
Creditinfo á Íslandi Fyrirtækið er í eigu Creditinfo Group, sem er þar að
auki með starfsemi víða um heim, einkum í Mið- og Austur-Evrópu.
Bróðurpartur hagnaðar Creditinfo
Group í fyrra upprunninn erlendis
Gegn straumnum
» Creditinfo Group hætti að
fjárfesta árið 2006 og tók að
einbeita sér að innri vexti.
» Árið 2007 breytti félagið
stórum hluta skuldbinding
sinna í íslenskar krónur, þrátt
fyrir andstöðu bankastofnana.
» Söluhagnaður af hlutabréf-
um var notaður til að greiða
upp íslenskar skuldir félagsins
í fyrra.
Suðurkóreska tæknifyrirtækið LG
Display hyggst halda áfram að þróa
rafpappírstækni sína, en það skilaði
inn upplýsingum þess efnis til
bandaríska fjármálaeftirlitsins
(SEC) á dögunum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd er rafpappírinn afar þunnur
og sveigjanlegur. Hann byggist á
svokallaðri LCD-þunnfilmusmára-
tækni (e. thin-film transistor liquid
crystal display) og er 19 tommur á
breidd, eða nærri því jafn stór og
dagblað í A3-broti.
Rafpappírinn er stílaður inn á að
geta komið í stað hefðbundins dag-
blaðapappírs, þannig að upplifun
lesandans sé svipuð. Hann er 0,3
millimetrar á þykkt og vegur aðeins
139 grömm.
LG Display framleiðir skjáinn í
iPad frá Apple og Kindle-rafbókina
frá Amazon. ivarpall@mbl.is
LG þróar rafpappírinn
Ætlunin að gera
dagblöð rafræn í
framtíðinni
Rafpappír Mun lækka dreifingarkostnað dagblaða til muna. Hann mun
einnig bjóða upp á ný tækifæri í blaðaútgáfu.
– Lifið heil Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
51
31
9
09
/1
0
Voltaren gel
15% verðlækkun
Gildir út september 2010
100 g 3.249 kr. Verð nú 2.762 kr.
50 g 1.998 kr. Verð nú 1.698 kr.
SENDIHERRA Í HEIMSÓKN
Viðtalstímar sendiherra
Íslands í Bretlandi
PA
RR
PA
P
IP
A
IP
A
P
IP
P
W
A
TB
W
A
\T
B
W
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
W
A
W
A
W
A
WWWWWWWWWWW
\T
B
W
TB
W
\T
B
W
\T
B
W
S
Í
•
S
Í
•••••••
A
•
1
AAAA
777
21
57
21
57
02
15
7
21
575555555
202
www.utn.stjr.is
Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í London,
verður til viðtals þriðjudaginn 7. september nk.
Fundirnir eru kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja ræða
viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur
hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins.
Auk Bretlands eru umdæmislönd sendiráðsins:
Írland, Jórdanía, Katar, Malta, Nígería, Portúgal
og Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu,
Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000
eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og
Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is.
www.islandsstofa.is