Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 þá fljúga þær nokkur hundruð kíló- metra,“ segir Gunnar Óli og bætir við að þeir feðgarnir keppi með dúf- urnar einu sinni í viku allt sumarið. „Í keppni vinnur sá fugl sem er með besta meðalhraðann. Besti árangur hjá dúfu frá okkur er átt- unda sæti af hundrað og tuttugu, en auðvitað stefnum við að því að ná betri árangri og einn liður í því er að flytja inn fugla frá útlöndum, við er- um svolítið í því.“ Dúfur gefa mjólk Gunnar Óli segir að það sé virki- lega gefandi að vera með dúfur og að það sé gaman að umgangast þessa fugla. „Hver og einn þeirra hefur sinn persónuleika. Þeir para sig fyrir lífs- tíð og sumir karlarnir ganga hart fram í því að verja kerlingarnar sínar fyrir ágangi annarra karlfugla. Dúf- ur verpa yfirleitt tveimur eggjum og gefa mjólk, en þær eru með mjólk- urkirtla og framleiða því mjólk. Bæði karlfuglinn og kvenfuglinn gefa mjólk fyrstu fimm dagana, þeir æla henni upp í ungana.“ Gunnar Óli segir ánægjuna sem felst í því að vera með bréfdúfur ekki síst felast í félagsskapnum í tengslum við bréfdúfufélagið, þar sé alls konar fólk úr öllum þjóðfélags- stéttum. En þeir sem rækta bréfdúfur og taka þátt í flugkeppnum þurfa að þjálfa fuglana. Gunnar Óli fer því oft með alla fjölskylduna í lautarferðir á sumrin og tekur dúfurnar með. Rafrænn lendingarpallur „Þá setjum við tíu til tuttugu dúfur í kassa, skellum þeim í skottið á bílnum, keyrum á skemmtilega staði og eigum góðan dag saman. Við tökum með okkur nesti og krakk- arnir leika sér í náttúrunni og konan mín leitar blóma til að taka með sér í garðinn, en hún er mikil garðkona. Ég dunda mér aftur á móti við að láta dúfurnar fljúga heim. Ég sleppi einni og einni með tíu mínútna millibili. Hver dúfa hefur númer og ég skrái tímann sem ég sleppi hverri þeirra. Heima er nemi á plötu við kofann þar sem þær lenda og þar skráist í tölvu tími lendingar fyrir hvert númer. Þá sé ég hvaða fugl var fljótastur heim. Ég get látið þessa tölvu senda mér lendingartímann í símann minn ef ég er ekki heima til að skoða það þar.“ Helstu óvinirnir krummi, fálkinn og kettirnir En heimurinn er hættulegur fyrir fugla sem sumir sjá sem góm- sæta máltíð og kettir sækja það stíft að reyna að næla sér í dúfu. „Þeir gera ítrekaðar tilraunir og þótt þær séu í afgirtri stíu þá sitja þeir fyrir þeim þegar þær koma fljúgandi og hafa stundum náð þeim í sinn kjaft og þá helst ungunum sem eru ekki eins sprækir að koma sér undan. Ef það gleymist að loka kofanum þá er voðinn vís og kettirnir fljótir að not- færa sér það. Fálkinn og krumminn hafa líka gert atlögu að dúfunum.“ En eins og gengur hjá þeim sem rækta skepnur þarf að grisja og sum- ir borða þær dúfur sem fá ekki að lifa, en Gunnar segist ekki enn hafa lagt í það. „Mig langar að prófa að borða dúfur og líka eggin. Ég hef smakkað kökur gerðar úr dúfueggjum, þær voru svolítið öðruvísi, en virkilega góðar.“ Fegurð Þær eru alveg gullfallegar dúfurnar þar sem þær stilla sér stoltar upp fyrir ljósmyndarann. Besti árangur hjá dúfu frá okkur er 8. sæti af hundrað og tuttugu. Mikil vinna Gunnar Óli þarf að þrífa kofann á hverjum degi. Fjör Hressar stúlkur enda gaman að hreinsa ber í góðum félagsskap. til sölu þar. „Krækiberjasaftin er mikið notað út á grjónagraut og svo er hún líka svo góð út á hafragraut, gerir það að verkum að ég hlakka alltaf til á morgnana að fá mér hafragraut,“ segir Margrét og hlær. Nemendur eiga eftir að standa í ströngu í sultugerðinni á næstunni því þeir eiga líka eftir að gera rabarbar- asultu, sultu úr rabarbara og jarðarberj- um og rifsberjahlaup. „Við erum búin að frysta rabarbara og rifsber svo það er allt tilbúið fyrir sultugerðina,“ segir Margrét og kveður blaðamann enda nóg að gera í skólanum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nemendur Hússtjórnarskólans í Reykja- vík fara í byrjun hvers skólaárs í berja- ferð. Nemendurnir í vetur eru tuttugu og fjórir talsins og fóru þeir hinn 1. sept- ember vestur á Mýrar þar sem tíndir voru tugir kílóa af krækiberjum og blá- berjum. „Sú hefð hefur verið síðan ég byrj- aði, síðustu tólf ár, að fara í berjaferð í annarri kennsluviku,“ segir Margrét Sig- fúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskól- ans. „Við förum yfirleitt á sama staðinn, upp að Rauðamelsölkeldu á Mýrunum. Þar fáum við vanalega mikið af berjum,“ bætir Margrét við. Daginn eftir berjaferðina hreinsa stúlkurnar berin og sátu tólf þeirra úti á stétt skólans við Sólvallagötu við þá iðju þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að síðasta fimmtudag. „Úr þessu gerum við krækiberja- sultu og -saft og svo gerum við bláberja- sultu. Þetta er alveg hellingur af berjum svo við fáum margar krukkur og flösk- ur,“ segir Margrét. Saft út á grautinn Opið hús er í Hússtjórnarskólanum fyrir hver jól og er hluti af sultunni og saftinni Sultugerð í upphafi annar www.husstjornarskolinn.is Morgunblaðið/Ernir Berjahreinsun Stúlkurnar hreinsuðu berin með sigtum úti fyrir framan skólann. Nemendur Hússtjórnarskólans fara eftir eftirfarandi upp- skriftum þegar þeir vinna úr krækiberjunum: Krækiberjahlaup 1 lítri krækiberjasaft 1 pk gult melatín (sultuhleypir) 1 kg sykur Saftin hituð að suðu, hleypiefnið sett í, látið sjóða í eina mínútu. Sykur settur í, þegar suðan kem- ur upp er látið sjóða í eina mín- útu. Sett í hreinar krukkur og lokað. Krækiberjasaft 1 lítri krækiberjasaft 500 g sykur safi úr hálfri sítrónu Hitið saft og sykur að suðu, blandið sítrónusafa út í, setjið í hreinar flöskur og lokið. Einig má láta sykurinn leysast upp í saftinni án þess að hita hana. Sett á hreinar flöskur. Krækiber fljótlegt og gott ÓDÝRT OG GOTT kr. kg899 Forsteiktar fiskibollur Daglegt líf 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.