Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 2
Rúmlega 40% landsmanna eru ánægð með störf Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gall- ups, sem sagt var frá í fréttum Rík- isútvarpsins. Rúmlega 42% eru hvorki ánægð né óánægð en tæplega 17% óánægð með störf borgarstjóra. Fleiri karlar eru óánægðir með störf Jóns en kon- ur. Þá eru fleiri íbúar höfuðborgar- svæðisins óánægðir með borgar- stjóra en íbúar landsbyggðarinnar. Yngra fólk er mun ánægðara með störf Jóns en þeir sem eldri eru og þeir sem styðja ríkisstjórnina eru ánægðari með Jón en þeir sem styðja hana ekki. 40% ánægð með Jón Jón Gnarr 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég vann við höfnina hjá Síldar- vinnslunni [á Neskaupstað] í mörg ár og held að það sé óhætt að fullyrða að nýliðinn ágústmánuður sé metmán- uður frá upphafi,“ segir Guðlaugur Birgisson, hafnarvörður í Norðfjarð- arhöfn á Neskaupstað, um uppgripin undanfarnar vikur. „Það er mjög misjafnt hversu miklu magni er landað í höfninni. Ég hef ekki tölurnar á hreinu fyrir und- anfarin ár. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að þetta sé langt umfram fyrri met í löndun í einum mánuði.“ Máli sínu til stuðnings bendir Gunnlaugur á að í ágúst hafi verið landað 27.137 tonnum af frystum af- urðum, auk þess sem línubátar hafi landað að meðaltali um 4 tonnum í róðri. Þar af hafi verið skipað út 14.800 til 14.900 tonnum af frosnum afurðum í ágústmánuði. Allir geta fengið vinnu Spurður hvort ekki sé stemning í bæjarfélaginu þegar svo vel veiðist segir Gunnlaugur að auðvitað sé skemmtilegt þegar handagangur sé í öskjunni. Á meðan aflinn streymi á land hafi starfsfólk frystihússins eins mikla vinnu og það vilji. Um 25 manns starfa á hvorri vakt í frysti- húsinu og segir Gunnlaugur marga vinna alla daga mánaðarins, ef þörf krefur, alls um 50 til 60 manns. Gunnlaugur segir að fólkið í landi njóti fyrst og fremst ávaxtanna af mikilli vinnu og yfirvinnu, er hann er inntur eftir tekjum í landi. Hvað varðar vikurnar framundan kveðst Gunnlaugur vonast til að stjórnvöld auki makrílkvótann, enda sé farið að ganga á hann. Hins vegar sé enn mikið óveitt af norsk-íslenskri síld. Tveir skipta með sér vöktum í hafnarvörslunni og kveðst Gunn- laugur aðspurður hafa staðið vaktina linnulaust frá 16. ágúst, törn sem ljúki um miðjan mánuðinn. Konan bíður heima „Konan er heima en ég er í vinnunni. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnlaugur hlæjandi, spurður um áhrif tarnavinnunnar á fjöl- skyldulífið. Hann bætir því svo við að atvinnuleysi sé nánast óþekkt í bæn- um. „Við höfum það ágætt hérna.“ Unnið alla daga mánaðarins Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hafnarvörður Guðlaugur Birgisson. Mikil uppgrip í Norðfjarðarhöfn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenska kísilfélagið á í samninga- viðræðum við Landsvirkjun um kaup á orku til fyrirhugaðrar kís- ilverksmiðju við Helguvík. Áætlað er að gangsetja fyrri ofn verksmiðj- unnar 1. ágúst 2012 en til þess að það verði mögulegt þarf að ganga frá orkusamningum á næstu tveim- ur mánuðum, samkvæmt upplýs- ingum stjórnarformanns félagsins. Danska þróunarfyrirtækið Toma- hawk Development hefur staðið fyrir undirbúningi verksmiðjunnar. Fyrir liggur að bandarískt fyr- irtæki sem starfar á þessu sviði er tilbúið að byggja verksmiðjuna og reka. Kísilverksmiðjan hefur farið í gegn um umhverfismat og fengið starfsleyfi. Reykjanesbær hefur út- vegað lóð við Helguvík og gert byggingarhæfa. Þá er búið að fjár- magna byggingu verksmiðjunnar, að sögn stjórnarformanns Íslenska kísilfélagsins, Friðbjörns E. Garð- arssonar lögmanns. Samningar þokast áfram Áætlanir gera ráð fyrir að verk- smiðjan verði tilbúin og fyrri ofn hennar gangsettur 1. ágúst 2012 og seinni ofninn nokkrum mánuðum síðar. Til þess að það sé hægt þarf að tryggja orku til starfrækslu verksmiðjunnar fyrir 1. nóvember næstkomandi og þá gætu verklegar framkvæmdir jafnframt hafist. Viljayfirlýsing um forgang verk- smiðjunnar að tiltekinni raforku hjá HS orku er runnin út og félagið á nú í viðræðum við Landsvirkjun um orkukaup. Friðbjörn segir að Landsvirkjun geti útvegað orku fyrir annan ofninn á tilsettum tíma og ef áætlanir fyrirtækisins um orkuöflun gangi eftir geti Lands- virkjun einnig útvegað orku fyrir seinni ofninn síðar. Friðbjörn segir að samningar um orkukaup til slíkrar verksmiðju séu flóknir en málið þokist áfram þótt hægt fari. Vonast hann til að endar náist saman á næstunni. Í verksmiðjunni verður fram- leiddur kísill úr innfluttu kvars- grjóti. Kísillinn kemur um 99% hreinn út úr verksmiðjunni og er notaður í ýmiskonar efnaiðnað. Fullhreinsaður kísill er mun verð- mætari afurð enda aukin eftirspurn eftir þannig hráefni sem meðal ann- ars er notað í sólarrafhlöður, ör- gjörva í tölvum og önnur raf- eindatæki. Þetta er orkufrekur iðnaður og til greina kemur að reisa slíka verksmiðju í Helguvík í framtíðinni. Unnið verður á vöktum í kís- ilverksmiðjunni, allan sólarhring- inn, alla daga ársins. Gert er ráð fyrir að framleidd verði um 44 þús- und tonn af kísli á ári, auk 20 þús- und tonna af kísilryki og gjalli sem einnig er markaðsvara. Rætt við Landsvirkjun um orkukaup  Gert er ráð fyrir því að kísilverksmiðja hefji framleiðslu í Helguvík sumarið 2012  Til þess að það sé mögulegt þarf hins vegar að ganga frá orkusamningum á næstu tveimur mánuðum Kísilverksmiðjan » Stofnkostnaður kísilverk- smiðju er áætlaður 16-18 milljarðar króna. » 300-350 ársstörf eru við uppbygginguna. » Verksmiðjan skapar 90 varanleg störf.Helguvík Búið er að fjármagna byggingu verksmiðjunnar. Minnisvarði um Vífilsstaði var afhjúpaður í gær í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá því að hælið tók til starfa. Lárus Helgason læknir og Stefán Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar, af- hjúpuðu minnisvarðann. Hönnuðirnir eru Jón Otti Sigurðsson, fulltrúi Oddfellowreglunnar á Íslandi í afmælisnefndinni, og Þorkell Gunnar Guðmundsson. Um miðjan mánuðinn verða gefin út frímerki í tilefni af tímamótunum. Minnisvarði um Vífilsstaði afhjúpaður Morgunblaðið/Golli Mál sem varðar bílalán sem geng- istryggt var með ólögmætum hætti, svokallað myntkörfulán, og Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi í að láns- féð skyldi bera óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands í stað samnings- vaxta verður flutt fyrir Hæstarétti í dag klukkan níu. Niðurstaða héraðs- dóms var fyrsti dómurinn sem kvað á um uppgjör lánanna. Hæstiréttur kvað í júní upp tvo dóma um að gengistrygging lánsfjár í íslenskum krónum stæðist ekki lög. Þar sem lánveitendur gerðu ekki kröfu um breytingu á lánasamning- unum var ekki tekin afstaða til þess hvernig skyldi gera lánin upp. Er lokadóms Hæstaréttar í mál- inu beðið með óþreyju enda miklir hagsmunir í húfi fyrir lánþega og lánveitendur. Samkvæmt lögum skal kveða upp dóm í máli fyrir Hæsta- rétti ekki seinna en fjórum vikum eftir að mál er dómtekið. Niðurstaða héraðsdóms leiðir til mun hagfelldari kjara en geng- istrygging og vextir samkvæmt samningi. Skuldurum væri þó al- mennt hagfelldast að samnings- vextir stæðu án hinnar ólögmætu gengistryggingar. skulias@mbl.is Mynt- karfan í Hæstarétti Lokadóms beðið með óþreyju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.