Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 23
Velvakandi 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
KANNSKI KÆMI JÓN
BETUR FRAM VIÐ MIG...
EF ÉG KÆMI BETUR
FRAM VIÐ HANN
ÉG GET LÍKA
BARA ÞÓST HAFA
MEITT MIG
ER ALLT Í
LAGI, GRETTIR?
HVAÐ
HANGIR Á
SPÝTUNNI?
ÞARF ÉG
EKKI AÐ
BORGA?
NEI, BORGIN
BORGAR
ÞETTA ALLT
FYRIR ÞIG
EKKI NEITT... ÞÚ GETUR
VALIÐ ÞÉR HVAÐA BÓK
SEM ER OG SÍÐAN
FÆRÐU HANA LÁNAÐA
AH, HA! ÞAU VILJA
STJÓRNA ÞVÍ HVAÐ
VIÐ LESUM!
ÉG ÆTLA AÐ
VERA VEIKUR
HEIMA Í DAG
MAMMA, AF HVERJU ER SVONA
MIKILVÆGT AÐ TALA EKKI
MEÐ FULLAN MUNNINN?
SEGÐU
HONUM ÞAÐ,
HRÓLFUR
MMFFGH...
KJAMS
MMRROGH...
EINS OG ÁSTANDIÐ
ER Í DAG ÆTTUM VIÐ
KANNSKI OKKUR
FINNA FLEIRI KÚNNA
JÁ, ÞAÐ ER
ORÐIÐ ANSI
LANGT SÍÐAN
SÍÐAST
JÁ, VIÐ
GÆTUM SETT
MYNDIR INN
Á HANA
NÚNA
ÞAÐ HEFUR VERIÐ
MJÖG LÍTIÐ AÐ GERA
VIÐ ÆTTUM AÐ NÝTA
OKKUR INTERNETIÐ...
KANNSKI VÆRI GÓÐ
HUGMYND AÐ UPPFÆRA
HEIMASÍÐUNA OKKAR
LOKSINS KOMINN
TIL MAY FRÆNKU
VENJULEGA MYNDI ÉG
EKKI NÁLGAST HÚSIÐ
Í BÚNINGNUM...
EN ÞAÐ SÉR MIG
ENGINN Í MYRKRINU
STANS! HVER
FER ÞAR?!?
Æ, NEIÍ RAFMAGNSLAUSRI BORGINNI
ER KÓNGULÓARMAÐURINN LOKSINS
KOMINN Á LEIÐARENDA...
Heimsókn til
Vestmannaeyja
Fjölmargir hafa nú á
síðasta mánuði lagt leið
sína til Vestmannaeyja
sem eðlilegt er eftir að
ný leið þangað varð
svona greið. Ég er ein
af þeim sem heimóttu
eyjarnar og varð þeirr-
ar gestrisni og hlýju
aðnjótandi sem virðist
vera aðalsmerki fólks-
ins sem þar býr. Gisti
hópurinn sem ég var í á
Hótel Þórshamri og
var dvölin þar okkur í
alla staði ánægjuleg.
Veitingasalurinn er bjartur og nota-
legur og viðmót fólksins eins og að
hitta gamla vini og maturinn var sér-
lega góður. Er smávægileg veikindi
komu upp var talið öruggara að leita
læknis, þá var strax brugðist við því
á nærfærinn hátt og aðstoðað við
komu á heilsugæsluna. Að ganga um
götur Vestmannaeyja, skoða vel við
haldin hús og fallega garða er sálu-
bót hverjum manni.
Lán Eyjabúa í ösku-
fallinu forðum var að
húsin voru byggð með
risi, annars hefði ösku-
þunginn sligað margt
húsið enda vissu menn
þá að vatn þarf að kom-
ast burt á eðlilegan
hátt, annars verða hús-
in með tímanum 20
bala hús eins og margir
hafa kynnst nú á seinni
tímum. Kaffi- og veit-
ingahús bæjarins eru
notaleg og að ganga við
höfnina og hafa svo
smápásu á Kaffi Kró
og hvíla sig þar eftir
góða gönguferð, fara svo í ökuferð
um eyjuna og siglingu umhverfis
hana er hverjum manni ógleym-
anlegt ferðalag. Eyjamönnum þakka
ég ógleymanlegar móttökur, til
Vestmannaeyja er gott að koma.
Guðlaug Erla.
Ást er…
… að vilja hafa hvort
annað út af fyrir ykkur.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30,
myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bókband, laus pláss
á námsk. á fimmtud. Uppl. og skrán. í s.
535-2760.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
hjá Hafdísi kl. 9, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-16.
Bænastund og umræða kl. 9.30-11.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, spjall/kaffi kl. 13.30.
Félagsheimilið | Félagsheimilið Boðinn,
Boðaþingi 9, Kóp., með opið hús í dag
frá kl. 9-16. Heitt á könnunni, heimabak-
að bakkelsi. Stafaganga kl. 16, hringdans
kl. 18.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnust. opin, leiðb. við til hádegis,
botsía kl. 9.30, gler- og postulín kl. 9.30
og 13, lomber kl.13 og kanasta kl. 13.15.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín
kl. 9, ganga kl. 10, handav. og brids kl.
13, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Tréútskurður
og fjölbreytt handav. kl. 9. Fundur kl. 14
hjá Gerðubergskór, nýir félagar velkomn-
ir, Á morgun kl. 13 hefst postulíns-
námskeið, kennari Sigurbjörg Sig-
urjónsd. Unnið er að haust- og
vetrardagskrá, ábendingar óskast. S.
575-7720.
Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, bæna-
stund kl. 10, matur kl. 11.45, myndlist kl.
13.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10 frá Haukahúsi Völlum, félagsvist kl.
13.30, vatnsleikf. í Ásvallalaug kl. 14.40,
frítt f. handhafa 67+ kortsins, 60-66 ára
gr. kr. 2.000 f. mánaðarkort, stj. Kristinn
Magnússon.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50.
Stefánsganga kl. 9. Listasmiðja/
handverk, tölvuleiðb. kl. 13.15, félagsvist
kl. 13.30, skapandi skrif kl. 16. Kynn-
isferð í World Class 7. sept. kl. 9.15. Farið
í útsýnisferð á eftir og skroppið í Búrið.
Uppl. s. 411-2790.
Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur fer
frá Grafarvogskirkju kl. 10. Sundleikf. á
morgun kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð |Hring-
borð, spjallhóp. kvenna kl. 10.30, hand-
verks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjó-
nakl. ofl. kl. 13, botsía kl. 13.30, kaffi kl.
14.30, söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Handavinnustofa kl. 9.
Samvera með djákna kl. 14-15.
Vesturgata 7 | Kórinn Söngfuglar á
Vesturgötu 7 leitar að góðu kórfólki í all-
ar raddir. Æfingar hefjast 6. sept. kl 13.
Áhugasamir tali við Arnar í s. 553-6349.
Handav., botsía, leikfimi kl. 9.15-15.30.
Matur kl. 11.30. Tölvukennsla kl. 12, kaffi
kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band, postulín kl. 9. Morgunstund kl.
9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur
opnar, botsía kl. 10, framh.saga kl.
12.30, handav.st. opin kl. 13-16.30, frjáls
spil og stóladans kl. 13. Uppl. í síma 411-
9450.
Eftir að uppstokkunin í rík-isstjórninni var tilkynnt gauk-
aði karlinn af Laugaveginum þess-
ari vísu að kerlingunni á
Skólavörðuholtinu:
Aðgangsharðir þykja þar
þessir vinstri græningjar:
Jóhanna bæði beit og skar
og brytjaði krataleifarnar.
Síðan rölti karlinn niður á Aust-
urvöll og lýsti því sem fyrir bar:
Ráðherrarnir ráfa þarna rauðir í framan:
Allaballar allir saman!
Ögmundur ber höfuð hátt í haust-
blíðunni;
skælbrosandi skökkum munni.
Jóhanna spyr stíf og strengd á
stjórnarsetri:
„Er uppvakningurinn engu betri?“
Konur hafa fyrr þurft að aga
vinnumenn sína og séð ástæðu til að
láta þá fá það óþvegið. Þórdís í Mið-
fjarðarnesi orti:
Það er saga þrauta-stinn,
þar um slagar hugur minn,
að tyggja og jaga í túla þinn
tíu laga boðorðin.
En ekkert er nýtt undir sólinni.
Hér er gömul þingvísa frá 1911 eft-
ir Jón Thorarensen:
Það er sorg að þjóðin á
þennan hænsnaskara.
Eg vil hengja á einni rá
alla liðhlaupara.
Vigfús Bótólfsson á Flögu kvað
og ekki að ástæðulausu:
Þings ei reisan reyndist fín,
regn var þar og vindur hvass,
aldrei hef ég á æfi mín
ennþá komið í verri rass.
Þegar litið er yfir völlinn rifjast
upp gömul sláttuvísa:
Það er rifið, rispað styfið,
reitt og krassað,
skorið, nagað, bitið, barið,
borað, sagað, slitið, marið.
Gamall húsgangur kemur upp í
hugann:
Það er listin sú að sjá,
sem oss flesta brestur;
og þegar litið allt er á
er sá brestur verstur.
Og að sjálfsögðu:
Þó að ég sé minni mann,
mundu hvað ég sagði:
Einhvern tíma koma kann
krókur á móti bragði.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Ögmundur ber höfuð hátt