Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
✝ Oddur Benedikts-son prófessor
fæddist í Reykjavík 5.
júní 1937. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans 17. ágúst 2010.
Foreldrar hans
voru Stefán Már
Benediktsson versl-
unarmaður, f. 1906,
d. 1945, og Sigríður
Oddsdóttir læknarit-
ari, f. 1907, d. 1988.
Systkini hans eru
Einar, f. 1931, Svala,
f. 1934, Þóra, f. 1935,
og Ragnheiður, f. 1939.
Oddur kvæntist Hildi Há-
konardóttur, f. 1938, árið 1955.
Börn þeirra eru Kolbrún Þóra, f.
1956, og Hákon Már, f. 1958. Þau
skildu. Oddur kvæntist Hólmfríði
R. Árnadóttur, f. 1939, árið 1970.
Börn hennar af fyrra hjónabandi
eru Árni Geir Pálsson, f. 1963, og
Kári Pálsson f. 1964. Saman eign-
uðust Oddur og Hólmfríður Guð-
rúnu, f. 1971, og Katrínu, f. 1977.
Samtals eru barnabörn Odds og
Hólmfríðar 13 auk eins barna-
barnabarns.
Oddur lauk stúdentsprófi frá MR
árið 1956 og hélt til frekara náms
við Rensselaer Polytechnic Insti-
tute í New York. Hann lauk
því fagi. Hann var skorarformaður
í tölvunarfræði í mörg ár og áður
formaður stærðfræðiskorar og auk
þess varaforseti raunvísindadeild-
ar HÍ frá 1995-97. Einnig gegndi
Oddur nefndarstörfum fyrir
Reiknistofnun HÍ í um tvo áratugi.
Árið 2000 var Oddur formaður
nefndar sem skipulagði námskrá í
hugbúnaðarverkfræði. Rannsóknir
Odds beindust m.a. að upplýs-
ingakerfum og gæðastjórnun í
hugbúnaðargerð. Oddur var frum-
kvöðull á sínu sviði og hlaut fjöl-
margar viðurkenningar fyrir störf
sín. Hann hlaut verðlaun Ásu
Wright árið 1996 og var sama ár
valinn tölvumaður ársins hjá PC
World Ísland. Árið 1990 var Oddur
gerður heiðursfélagi Skýrslu-
tæknifélags Íslands vegna braut-
ryðjandastarfa fyrir félagið og
upplýsingatækni. Félag tölv-
unarfræðinga gerði Odd að fyrsta
heiðursfélaga sínum árið 1997.
Oddur hlaut IBM Fellowship 1960-
61 og Rickett’s Price við útskrift
1960. Auk þess fékk hann alþjóð-
legan námsstyrk vegna frammi-
stöðu í námi við RPI. Oddur var
hugsjónamaður og lét víða til sín
taka t.d. á sviði umhverfisverndar,
persónuverndar og friðarmála.
Oddur var mannvinur og mikill
fjölskyldumaður. Hann var stofn-
andi og formaður Krabbameins-
félagsins Framfarar.
Útför Odds fer fram frá Nes-
kirkju, 6. september 2010, kl. 13.
B.M.E.-gráðu í véla-
verkfræði og stærð-
fræði árið 1960, M.S.
í stærðfræði 1961 og
loks Ph.D. í hagnýtri
stærðfræði 1965.
Oddur starfaði við
tæknideild Bell Te-
lephone Laboratories
í BNA frá 1961-62 en
hélt þá heim og vann
sem sérfræðingur við
Reiknistofnun Há-
skóla Íslands frá
1964-69. Hann var
OECD-styrkþegi
1968-69. Oddur starfaði hjá IBM á
Íslandi og sat í stjórn félagsins frá
1969-72. Hann var yfirmaður
tæknideildar Skýrr frá 1972-73 og
jafnframt stundakennari við HÍ.
Árið 1973 hóf Oddur störf sem
dósent við stærðfræðiskor HÍ, og
kenndi við tölvunarfræðiskor þeg-
ar hún var stofnuð, sem prófessor
frá 1982-2007. Oddur var heið-
ursgestaprófessor hjá Middlesex
University og gestaprófessor hjá
Glasgow Caledonian University.
Hann gegndi starfi gæðastjóra EJS
árið 1997.
Oddur var einn af aðalskipu-
leggjendum náms í tölvunar-
fræðum og var m.a. formaður
nefndar sem skrifaði námskrána í
Elsku pabbi minn, nú er sá tími
liðinn þegar við sátum með þér fyr-
ir framan tölvuna þar sem þú
ræddir við okkur um nýjustu
tækniframfarir í tölvuheiminum
eins og leitarforritið Google forð-
um, en hún vísar í dag beint á
heimasíðuna þína á vefnum.
Heimasíðuna sem lýsir þér betur
en nokkuð annað. Á henni má finna
blaðagreinar sem þú skrifaðir í
þeim tilgangi að veita samfélaginu
aðhald í umhverfismálum og öðru
sem var þér hugleikið.
Þér var umhugað um að tæknin
nýttist okkur, afkomendum þínum
og nemendum, til góðs en reyndir
jafnframt að benda á þá ókosti sem
af henni kynnu að leiða. Tækni sem
hefur gjörbylt aðstöðu okkar og
margfaldað hraðann í upplýsinga-
öflun og vinnslu gagna og gert okk-
ur kleift að fylgjast með utanvega-
akstri af gervihnattaloftmyndum –
svo eitthvað sé nefnt. Þú vaktir at-
hygli á því hve slæmar afleiðingar
stóriðja myndi hafa á loftgæði og
varaðir við að hún myndi auka á þá
loftmengun sem við búum við á
höfuðborgarsvæðinu. Þú varst góð
fyrirmynd í baráttunni fyrir því að
tæknin yrði ekki til að rýra lífsgæði
eins og heilsu okkar. Með starfs-
framlagi þínu vildir þú kenna okk-
ur að nýta tölvutæknina, þannig að
við kæmum meiru í verk en hefðum
jafnframt meiri tíma aflögu fyrir
fjölskyldu og tómstundir.
Þú vildir standa vörð um frelsi
einstaklingsins og neitaðir að gefa
upp kennitöluna þína þegar þú
leigðir vídeóspólur þegar það kerfi
var tekið upp. Á síðari árum gerð-
ist þú aðgerðarsinni og það var fjör
að fylgjast með þér í baráttunni
fyrir betri málstað og óskandi að
fleiri nýttu menntun sína til að hafa
áhrif á samfélagið og hefðu stærri
sýn í stað þess að sinna afmörk-
uðum viðfangsefnum. Þú vaktir at-
hygli með greinaskrifum og varst
með í stofnun fjölda félaga. Þú
vissir, eins og afi þinn, að kraft-
arnir nýtast betur ef margir taka
höndum saman og hann orðaði
þetta svona: „Maðurinn einn er ei
nema hálfur, með öðrum er hann
meira en hann sjálfur.“ Nærvera
þín var okkur mikils virði og þín
verður því sárt saknað.
Kolbrún Þóra Oddsdóttir.
Hann nafni var frábær, hann var
alltaf góður við okkur og vissi alltaf
hvenær mann langaði að vera í friði
eða spjalla. Og hann var alltaf til í
göngutúr, hann var einlega aldrei í
vondu skapi. Þegar maður hitti
hann heilsaði hann manni mjög vel.
Hann var kallaður afi-ís, því hann
gaf okkur alltaf ís og fannst gaman
að horfa á Mr. Bean.
Núna verður hann með afa Mar-
íasi í himnaríki þar sem þeir geta
skemmt sér hvern einasta dag.
Oddur Mar Árnason.
Afi minn var að mörgu leyti
merkilegur og góður maður.
Hann trúði á að berjast fyrir
réttlæti, verja minnimáttar og
virða fjölskyldu sína.
Ég get ekki ímyndað mér betri
fyrirmynd og vildu að allir mættu
vera svo heppnir að þekkja ein-
hvern eins og hann á lífsleiðinni.
Afi var líka sérstakur og spenn-
andi maður, hann var náttúrubarn
sem söng til fuglanna, sérstaklega
tilraunagjarn og óhræddur kokkur,
hann hafði gaman af því að segja
sögur en kunni líka svo vel að
hlusta og var besti vinur sem hugs-
ast getur.
Það er sárt að missa svona góðan
vin, en líka mikil mildi að hafa átt
hann að, ég er honum ævinlega
þakklát fyrir alla fallegu hlutina
sem hann kenndi mér og vona að
ég megi einhvern tíma vera ein-
hverjum jafn góð og hann hefur
verið mér.
Sunna Ben Guðrúnardóttir.
„Og hann mun þerra hvert tár af
augum þeirra. Og dauðinn mun
ekki framar til vera, hvorki harmur
né vein né kvöl er framar til. Hið
fyrra er farið. Og sá sem í hásæt-
inu sat, sagði: „Sjá, ég gjöri alla
hluti nýja.““
Opinb. Jóh. 21.
Kæri bróðir! Það er skrítið að þú
sért farinn. Það sem þú vissir best
er svo mikils virði í dag og þrá þín
eftir réttlæti og hve þú sást í einu
vetfangi hvað gera ætti og þú sagð-
ir það rólega í fáum orðum.
Við áttum margar kærar leik-
stundir saman systkinin uppi í Ár-
dal í Andakílsárhreppi. Við hlupum
í grasinu og mýbitið gerði aðsúg að
okkur og þú sagðir fastmæltur:
„Ætlið þið að hafa mig til matar í
dag?“ Við veiddum randaflugu í
glas og fylgdust með flugunni í
glasinu og hleyptum henni út. Svo
veiddum við brunnklukkur og sáum
þær synda og settum þær aftur út í
pollinn. Þú gerðir tilraunir með
stækkunargleri til að sólargeisli
brenndi gat á pappír. Mest gaman
var í skipaleik á kyrrum læk við
Árdalsá. Þar voru spýtur og kubb-
ar sem við þóttumst sigla niður Ár-
dalsá, út til Borgarness og til Akra-
ness. Mamma vakti þig snemma til
að sækja kýrnar og þú spurðir: „Af
hverju sækja stelpurnar ekki kýrn-
ar?“ Við gáðum hvort silungar
væru netunum. Þú fannst Molda
vagnklár úti í haga í mógryfju fullri
af vatni og hljópst heim og Jón,
kaupamaðurinn og þú komuð
Molda upp úr gryfjunni. Við Hildur
erum góðar vinkonur. Ég og Örn
vorum að koma heim með Gullfossi
frá Austurríki og þú og Hildur vor-
uð niðri á höfn og Hildur hoppaði
af kátínu þegar hún sá mig. Við
bjuggum á Marargötu 3 og Hildur
sá mig bródera hvíta flatsaumsstafi
í sængurver og var svo hrifin af því
að ég hafði teiknað þá á.
Oddur tók fimmta og sjötta bekk
í stærðfræðideild MR um vorið. Ég
sá kennslubók í frönsku og mig
langaði að læra frönsku og þá sagði
Oddur: „Gerðu þetta líka.“ Ég fór
til Jóns Gíslasonar, skólastjórans í
Versló, og fékk leyfi til að taka
fimmta og sjötta bekk í Versló
næsta vor.
Við giftumst öll ung, eignuðumst
börn, flestir voru að læra eða vinna
og við gleymdum aldrei kærum vin-
um. Þú varst traustur stuðningur
þegar ég vann úti og ég var líka að
læra og skrifa bók. Okkur fannst
öllum að við gætum gert það sama
og þú. Því það fylgdi þér jákvæður
og sterkur kraftur sem gaf öðrum
löngun til að halda áfram. Hólm-
fríður og ég erum góðar vinkonur
og hún er frábær og gestrisin hús-
móðir. Gaman var í heimboðunum
hjá Oddi og Díu í Faxaskjóli 10 á
jóladag og á gamlárskvöld og mat-
urinn og kökurnar framúrskarandi.
Ég gleymi ekki jóladeginum heima
hjá Oddi og Díu á Tómasarhaga 37.
Þá sátum við Día í eldhúsinu með
dýrlegan jólakonfektkassa á milli
okkar og töluðum saman og að-
allega ég kláraði konfektkassann
góða. Og þvílíkt draumahús sem
þið fóruð í á Lambhaga 12 á Álfta-
nesi! Þar nutu Oddur og Día lífsins
saman eins og alltaf sín fjörutíu ára
hjónabandsár.
Elsku bróðir, hafðu það gott hjá
mömmu okkar á himnum. Jesús
blessi minninguna um þig og
verndi alla glöðu og duglegu af-
komendur ykkar, ættinga og vini,
þín systir
Þóra.
Látinn er félagi okkar og skóla-
bróðir úr Landakotsskóla Oddur
Benediksson prófessor.
Það var nánast fyrir tilviljun að
við nokkrir bekkjarfélagar í 12 ára
bekk 1949-1950 fórum að hittast
mánaðarlega til að rifja upp gamla
tíma, ræða heimsmálin og margt
fleira fróðlegt og skemmtilegt. Það
lífgaði mjög upp á umræðurnar að
við í hópnum höfðum fengist við
ólík mál á lífsleiðinni.
En Oddur var ótrúlega vel að sér
um flest sem rætt var. Okkur
fannst jafnan tími okkar of dýr-
mætur til að ræða pólitík í smáat-
riðum, þótti hún ekki þess virði.
Fráfall Odds kom okkur skólafélög-
unum á óvart, en því er ekki að
neita að aldurinn segir til sín og
verður ekki að gert. Við vissum að
hann gekk ekki heill til skógar en
hann bar veikindi sín af æðruleysi
og ræddi þau ógjarnan.
Söknuður okkar er mikill. Oddur
hafði nú nýverið sent okkur hóp-
mynd af nemendum í Landakots-
skóla og lagt miklu vinnu í að skýra
hana og gera tölvutæka. Of seint er
nú að þakka að fullu þetta framlag
hans en við munum geyma þakk-
lætið í minningunni. Við minnumst
Odds sem góðs vinar og félaga,
sem aldrei skipti skapi. Hann talaði
aldrei um sína hagi sem afburða
fræðimaður og frumkvöðull á sviði
tölvuvísinda. Frama hans á þessu
sviði verður áreiðanlega getið ann-
ars staðar.
Hólmfríði eiginkonu Odds, börn-
um þeirra og aðstandendum öllum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur vegna fráfalls hans. Skóla-
félagar úr Landakotsskóla,
Finnur Jónsson, Grétar H. Ósk-
arsson, Gunnlaugur H. Gíslason,
Logi Guðbrandsson, Valdimar J.
Magnússon, Valgeir Gestsson.
Prófessor Oddur Benediktsson
er látinn. Hann fór ungur til náms
til Bandaríkjanna og lagði stund á
stærðfræði og tölvunarfræði, en
tölvukennsla varð síðan hans að-
alstarf við Háskóla Íslands.
Tölvur voru upphaflega fyrir-
ferðarmiklar, fylltu heilu herbergin
og nærðust á gataspjöldum. Með
aukinni tækni hafa þær minnkað og
eru nú örsmáar. Með þessu ferli
fylgdist Oddur og leiðbeindi öðrum.
Hann var vinsæll kennari og far-
sæll. Hann jók þekkingu sína víða
um lönd og var ýmist gestaprófess-
or eða nemandi, m.a. í Los Angel-
es, London, Dublin og víðar.
Áhugamál Odds voru samt fleiri
og hrifu hann hvert af öðru.
Á námsárunum fékk hann áhuga
á bandarískum þjóðlagasöng. Fá-
tækur námsmaður hafði ekki efni á
að kaupa dýr hljómflutningstæki,
varð því að setja þau saman sjálfur.
Ekki vafðist það fyrir Oddi.
Næsta áhugamál var köfun í
blautbúningi, sem hann stundaði
meðal annars við Gróttu og uppi í
Borgarfirði. Brátt bættist siglinga-
áráttan við og nú þurfti að smíða
seglbát sem reyndist hin ágætasta
fleyta. Síðar á lífsleiðinni fór Oddur
í framhaldsnám í siglingum til
Tyrklands.
Með skemmtilegum félögum var
ferðast á sumrin innanlands og
meðal annars leitað að verustöðum
Eyvindar og Höllu, sem þurftu oft
að breyta um aðsetur.
Sama átti við um Odd, hann
skipti oft um bústað. Á hverjum
nýjum stað þurfti að mála og jafn-
vel leggja parket. Brátt var kominn
fram sérfræðingur í þeim efnum.
Börnum sínum sinnti Oddur vel.
Hann las með þeim og ræddi forn-
sögur, þjóðsögur og annað, eins og
t.d. Ronju ræningjadóttur, Góða
dátann og loks Ísfólkið. Allt hafði
þetta góð áhrif á samstöðu, mál-
notkun og orðaforða barnanna sem
nutu þess.
Hann hafði gaman af að halda
veislur og að elda góðan mat. Kín-
versk matargerð var í hávegum
höfð, enda talin heilsuvænni en sú
vestræna.
Um tíma tókst Oddi að tefja fyrir
sjúkdómi sínum með austurlensku
mataræði, en varð loks að láta í
minni pokann eftir hetjulega bar-
áttu.
Vinir Odds þakka honum sam-
fylgdina og vita að hann mun lifa í
minningunni.
Haukur F. Filippusson.
Kynni okkar Odds Benediktsson
hófust í Árdal í Andakílshreppi rétt
eftir stríðið. Oddur dvaldi þá ásamt
systkinum sínum og móður þeirra í
sumarbústað fjölskyldunnar ofan
við túnið. Faðir Odds, Már í
Brynju, hafði byggt við gamla bæ-
inn vegleg salarkynni. Mér fannst
stafa ævintýraljóma af öllu þessu
fólki. Már hafði átt kappreiðahest-
inn Faxa, sem var svo allra hesta
mestur að hann var heygður í Fax-
ahaug. Þar hvíla nú með honum
góði hundurinn Kátur og kostakýr-
in Flóra. Allt nákomnir félagar
okkar Odds í Árdal bernskunnar.
Oddur mætti hvern morgun í
vinnugalla niðurfrá og gekk til
verka með okkur. Síðasta árið mitt
unnum við Oddur með honum
Reinhold, þýskum manni úr hópi
verkafólks sem hingað kom 1949.
Við töluðum saman á ensku því
Oddur hafði verið í Landakotsskóla
og ég hjá ömmu Sigríði. Svo vildi
til að við Reinhold hittumst í Sund-
laugunum líklega sama dag og
Oddur lést og hann spurði mikið
um hann. Reinhold sagði mér
þarna mér til undrunar, að við
hefðum verið góðir við sig og hann
hefði lært mikið af okkur. Val-
mennið Reinhold, með allt Rúss-
landsstríðið að baki sér, skipti aldr-
ei skapi við okkur pjakkana hversu
ósvífnir við auðvitað vorum.
Benediktsson-fólkið varð kunn-
ingjar mínir og vinir. Sigríður móð-
ir þeirra var mér undurgóð, Dúlla
var með okkur í bústörfunum og
Þóra. Einar kom frá Ameríku með
kábojhatt. Það þótti mér toppurinn
á elegansanum. Mest kynni hafði
ég þó síðar af Svölu, elstu syst-
urinni. Hún var gift ljúflingnum
Fred Daly, herforingja í Stuttgart
þar sem þau bjuggu um skeið.
Heimili þeirra stóð mér og félögum
opið og fórum við oft að finna þau.
Þau kynni öll eru mér hjartfólgin.
Þegar ég nú hugsa til baka, þá
undrast ég eitt. Ég get ekki munað
að okkur Oddi hafi nokkru sinni
orðið sundurorða öll þessi ár. Varð
ég þó snemma fljótfær, grunnhygg-
inn og geðvondur fýlupoki. En líka
talhlýðinn og áhrifagjarn. Það
hljóta því að hafa verið vitsmunir
Odds, sem gerðu það að verkum að
félagsskapur okkar varð svona
ágætur. Hann var líka mun lífs-
reyndari en ég, hafði misst föður
sinn, gengið í Landakotsskóla, ver-
ið í Vatnaskógi, unnið sem sendill
hjá Árna & Bjarna og haft peninga
í kaup. Hann svo einstaklega ljúfur
í allri framgöngu að mér datt ein-
hvern veginn aldrei í hug að bekkj-
ast við hann og við vorum mjög
samrýndir þessi sumur í Borgar-
firðinum hjá Jóni bónda og Hall-
dóru.
Við hittumst næst í Menntaskól-
anum í Reykjavík. Sama ljúfa fasið
einkenndi hann. En nú var meiri
alvara yfir honum, hann hafði
áhuga á stærðfræði og raungrein-
um sem ég var slakur í. Svo var
hann farinn að vera með stelpu,
hann kláraði skólann á undan mér
og var horfinn til Ameríku að læra
hávísindi. Eftir það las ég meira
um hann en hitti í hálfa öld. Ég
frétti að hann hefði fengið krabba-
mein og hann vakti þjóðarathygli
fyrir samhjálp og baráttu við sjúk-
dóminn. En enginn má sköpum
renna.
Ég flyt fjölskyldunni hjartans
þakkir mínar fyrir trygga vináttu
og kynni um leið og ég votta henni
samúð mína.
Það er heiðríkja yfir minningu
minni um Odd Benediktsson.
Halldór Jónsson, verkfræð-
ingur.
Hver var Oddur Benediktsson?
Það yrði löng upptalning ætti allt
að koma til skila. Hann var son-
arsonur eins mesta skálds okkar,
en það var ekki fyrir hans eigið
ágæti! En hitt var hann af eigin
rammleik: Frumkvöðull í tölvumál-
um Íslendinga, sá er kom tölvunar-
fræðikennslu á fót við Háskóla Ís-
lands, baráttumaður á mörgum
sviðum en einkum bar hann um-
hverfismál fyrir brjósti, maður sem
stjórnaðist af ríkri réttlætiskennd,
öflugur liðsmaður í baráttu gegn
krabbameinum bæði með tilraun-
um á sjálfum sér en líka sem
hvatamaður að rannsóknum. Mér
yfirsést örugglega margt í þessari
upptalningu. Fyrir allt þetta eigum
við öll, öll þjóðin, Oddi Benedikts-
Oddur Benediktsson