Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 32
Valskonur unnu fimm marka sigur
á Iuventa frá Slóvakíu í 1. umferð
EHF-bikarsins í handknattleik í
Vodafonehöllinni í gær, 26:21. Sló-
vakarnir skoruðu fjögur síðustu
mörkin. Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir fór á kostum í markinu en
henni er ætlað að fylla skarð Berg-
lindar Írisar Hansdóttur sem er
farin til Noregs. »2
Nýr markvörður fór á
kostum í sigri Vals
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Óvissa með Rooney vegna …
2. „Þetta var líklega ekki sá stóri“
3. Morðmálið upplýst
4. Carragher skoraði sjálfsmark …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
„Við erum að reyna að svara eftir-
spurn eftir öðruvísi myndum en þeim
sem bíóin leggja mesta áherslu á,“
segir dagskrárstjóri Bíó Paradísar,
Ásgrímur Sverrisson. Kvikmynda-
húsið opnar 15. september. »29
Morgunblaðið/Sverrir
Óvenjulegar myndir
sýndar í Bíó Paradís
Píanóleikarinn
Tinna Þorsteins-
dóttir heldur
þrenna tónleika í
Kína á næstunni, í
Kínverska háskól-
anum í Hong
Kong, 9. sept-
ember og á tvenn-
um tónleikum á
heimssýningunni í Sjanghæ 11. sept-
ember. Tinna flytur íslensk verk, m.a.
eftir Jón Leifs og nýtt verk eftir Hlyn
Aðils Vilmarsson.
Tinna flytur íslensk
verk í Kína
„Verkið hafði þétta og góða upp-
byggingu og dáleiðandi áhrif á áhorf-
andann. Hér átti að sitja,
njóta og leyfa sér að dá-
leiðast með,“ segir m.a.
í gagnrýni á dans-
verkið Soft Target
eftir Margréti
Söru Guðjóns-
dóttur á Reykja-
vik Dance Festi-
val. Rýnt er í þrjú
verk danshátíð-
arinnar. »25
Þétt, góð uppbygging
og dáleiðandi verk
Á þriðjudag Austan og suðaustan 8-13 m/s, en hvassara syðst. Víða léttskýjað um land-
ið norðaustanvert, en skýjað og sums staðar dálítil væta sunnan- og vestantil. Hiti 10 til
20 stig, hlýjast norðanlands.
Á miðvikudag Ákveðin austanátt, súld eða rigning suðaustantil en skýjað með köflum
og þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða súld eða rigning, en skýjað og þurrt að mestu norðan- og
norðaustanlands. Kólnar lítið eitt.
VEÐUR
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7
mörk í góðum 29:25 sigri AG Köben-
havn á meistaraliði Aab í dönsku úr-
valsdeildinni í handknattleik. Snorri
og félagar mættu til leiks í
ermalausum keppn-
istreyjum og telur
landsliðsmaðurinn
að slíkur fatnaður
henti betur fyrir
leikmenn á borð við
Einar Hólmgeirsson. Um
6.000 áhorfendur sáu leik-
inn í Kaupmannahöfn. »3
Snorri Steinn í
ermalausum bol
Valur landaði Íslandsmeistaratitl-
inum í úrvalsdeild kvenna í knatt-
spyrnu á laugardaginn fimmta ár-
ið í röð. Óvænt tap Breiðabliks
gegn FH í 16. umferð varð til þess
að 8:1-sigur Vals gegn Aftureld-
ingu rak smiðshöggið á meist-
arabaráttuna. 100. Íslandsmeist-
aratitill Vals. Þjálfari Vals segir
liðið setja sér ný markmið. »4
Íslandsmeistarar
fimmta árið í röð
ÍÞRÓTTIR
Haldið var upp á sextugsafmæli Þjóðleikhússins með pomp og prakt í gær. Að sögn Þóris Hrafns-
sonar, markaðs- og kynningarstjóra leikhússins, gekk hátíðin mjög vel fyrir sig og fór aðsóknin fram
úr björtustu vonum. „Ég held að flestir hafi skemmt sér vel,“ sagði Þórir í gær.
Áhersla var lögð á að hafa ofan af fyrir yngstu kynslóðinni og komu gamlir kunningjar og nýir vin-
ir fram í fjörugri dagskrá, t.a.m. Lilli klifurmús, bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi, Kasp-
er, Jesper og Jónatan, prinsessan úr Ballinu á Bessastöðum og Fíasól.
Brosað breitt í afmæli Þjóðleikhússins
Morgunblaðið/Golli
„Það var gaman en
jafnframt stressandi, “
segir Kristín Jóns-
dóttir, 21 árs gamall
laganemi, um upplifun
sína af fyrsta bæj-
arstjórnarfundinum en
á fimmtudag varð hún
yngsti bæjarfulltrúinn
til að sitja fund í bæj-
arstjórn Garðabæjar
þegar hún kom inn sem
varamaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. „Þetta
var allt mjög formlegt,
að fara upp í pontu og
ávarpa fólk sem „ágæti
bæjarfulltrúi“.“ Kristín
er fjórði varamaður inn í bæjarstjórn og átti því
líklega seint von á að verða kölluð til en þegar
tveir bæjarfulltrúar flokksins forfölluðust og
tveir varamenn sáu sér ekki fært að mæta var
Kristín skyndilega orðin næst inn í bæjarstjórn.
„Þetta var lærdómsríkt og gaman að sjá
hvernig fundir ganga fyrir sig. Ég er á fyrsta ári
í lögfræði þannig að þetta var góð reynsla af því
hvernig hlutirnir virka í reynd,“ segir Kristín.
„Mér fannst þetta spennandi. Rekstur bæj-
arfélags finnst mér áhugaverður, hvernig mál-
efni eru rædd og ákvarðanir teknar.“
Kristín segir umhverfisvernd vera það málefni
sem sér finnist athyglisverðast enda hafi hún
lagt mesta áherslu á hana í kosningabaráttunni.
„Ég hef mikinn áhuga á umbótum á sorpkerfinu
og að koma á nýju sorpflokkunarkerfi fyrir
heimili. Tveggja tunna kerfið sem Sorpa hefur
farið af stað með þar sem endurvinnanlegt sorp
er flokkað sér finnst mér mikilvægt skref,“ segir
Kristín.
Kristín hóf nýlega háskólanám í lögfræði en
hún hefur þó ekki í hyggju að gefa námið upp á
bátinn fyrir stjórnmálin. „Ég ætla að mennta
mig fyrst áður en ég íhuga að demba mér af full-
um krafti í pólitíkina. Tíminn leiðir í ljós hvað
gerist svo.“ kjartan@mbl.is
Reynslan
góð fyrir
laganema
Yngsti bæjarfulltrúi
í sögu Garðabæjar
Kristín Segir reynsluna
hafa verið lærdómsríka.