Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SigmundurDavíðGunn- laugsson skrifaði merka grein í laugardagsblaðið. Greinin var merk vegna efnis hennar. En þó fyrst og fremst dró hún að sér athygli vegna þess að greinarhöfundur var ekki að vefja sig inn í hávaða dagsins og dægurumræðuna í von um að hans hagur myndi við það vænkast. Öðru nær. Hann tók þreklega á móti henni. Það gefur til kynna að nokkuð sé spunnið í hinn unga formann Framsóknarflokksins. Í fljótu bragði mætti ætla að ekki væri það vegurinn til vinsælda að bera blak af kirkjunni um þessar mundir og sýna hve umræðuna um hana hefur bor- ið af leið. Stjórnmálamenn forðast yfirleitt slíka vegi, svo sletturnar úr holunum hans lendi ekki á þeim sjálfum. Ríkisútvarpið hefur farið fyrir þeim sem reynt hafa að nýta sér að kirkjan stendur höllum fæti. Baugsmiðlarnir eru svo skammt undan. Rík- isútvarpinu finnst jafn sjálf- sagt að tengdasonur Stíga- móta stjórni umræðunni um þessi mál þar á bæ og systir Exista umræðunni um banka- hrunið. Af hverju telur þetta „öryggistæki“ þjóðarinnar það í sínum verkahring að tryggja að ómarkviss umræða um við- kvæm mál leiði til þess að sem flestir fari úr þjóðkirkjunni? Látum það vera þegar reynt var að gera atlögu að einkafyr- irtækinu Morgunblaðinu við ritstjóraskipti, og að þá skuli Ríkisútvarpið hafa farið mik- inn í fréttum og haft klukkutímum saman á textavarpi sínu ábendingu um númer sem þeir ættu að hringja í sem vildu hverfa frá áskrift að blaðinu! Hafa verð- ur góðan skilning á því að æst- ustu samfylkingarmenn þar á bæ hafi þá verið ófærir um að stjórna tilfinningum sínum. En ætla mætti að um þjóð- kirkjuna giltu önnur lögmál, þótt ekki væri nema vegna stjórnarskrárlegrar stöðu hennar. En eins og Sigmundur Davíð benti á virtist „frétta- flutningurinn aðallega ganga út á að tengja saman umræðu um kirkjuna og kynferðisbrot á einn eða annan hátt“. Og einnig segir í greininni: „Hvaða mál sem dugði til að halda umræðunni gangandi var því gripið og ef ekkert nýtt gerðist var sama fréttin sögð að morgni, í hádeginu og á kvöldin.“ Og formaður Fram- sóknarflokksins bendir og á að innan um þennan fréttaflutn- ing var „hringt ítrekað í þjóð- skrá svona eins og til að at- huga hvort umræðan væri ekki farin að hafa áhrif, nánast eins og söfnunarátak með öf- ugum formerkjum“. Því miður er ekkert ofsagt í nefndri grein. Og því miður er það einnig rétt hjá Sigmundi Dav- íð að þjónum kirkjunnar hefur ekki öllum tekist vel upp við að gæta hlutar hennar, og í stöku tilfelli gert illt verra. „Söfnunarátak með öfugum formerkjum“}Ódeigur formaður Forráðamennfyrirtækisins Gaums hafa lýst yfir opinberlega og eins fyrir rétti í Lundúnum að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þær yfirlýsingar komu ekki á óvart. En einmitt þá þykir Arionbanka rétta tækifærið til að gera „kyrr- stöðusamning“ við fyrirtækið. Virðist það enn ein greiðslan fyrir að Jóhannes Jónsson hætti að vera stjórnarformað- ur í umboði bankans í fyrir- tæki sem hann og aðrir eig- endur þess höfðu sett vendi- lega á höfuðið. Engin skyn- samleg skýring hefur verið gefin á þessum furðulega gerningi. En hann hefur meðal annars þá þýðingu að á meðan er ekki hægt að gera kröfu til þess að tilraunum til þess að skjóta undan eignum verði hætt og slíkum gerðum gjörn- ingum rift, eins og ber að gera í gjald- þrotameðferð. Ekki nóg með það. Á meðan á „kyrr- stöðunni“ stendur gengur dag hvern á þann tíma sem menn hafa til að grípa til slíkra úrræða. Bankinn er með öðrum orðum að gefa þessum risaskuldurum sínum sérstakt tækifæri til að komast upp með slíka gern- inga. Og það er gert þótt flóð frétta hafi borist um að ein- mitt þessir sömu aðilar hafi einskis svifist í slíkum efnum. Kominn er tími til að rann- sakað verði hvaða heljartök þessir tilteknu aðilar, sem ýmsir telja mestu svindlara Íslandssögunnar, hafa á stjórnendum Arion- og Lands- banka og skilastjórnum fyr- irrennara þeirra. Slík rann- sókn þolir bersýnilega enga bið. Fréttir um kyrr- stöðusamninga við eigendur Gaums hafa vakið furðu} Kostulegur kyrrstöðusamningur Þ að eru erfiðir tímar. Þegar skórinn kreppir hjá fyr- irtækjum í landinu, þá bregðast þau við með hagræðingu, sem oft fylgja uppsagnir. Það er nauðsyn- legt til þess að endar nái saman. Annars eru þau rekin með viðvarandi tapi og fljóta sofandi að feigðarósi. Slík sigling getur ekki annað en endað illa, og því lengur sem hún dregst á lang- inn, þeim mun fleiri dragast með í fallinu. Það þekkjum við frá aðdraganda hrunsins. En þetta vita nú allir. Eða hvað? Ekki er að sjá að ríkissjóður sé rekinn á heil- brigðum rekstrarforsendum. Tapið á ríkissjóði er geigvænlegt í hverjum mánuði og það er skuldasöfnun sem einhvern tíma þarf að horf- ast í augu við. Það er verið að skuldsetja þjóð- ina inn í framtíðina, okkur sjálf og komandi kynslóðir. Víst er ömurlegt að þurfa að segja upp fólki, ekki síst fyrir stjórnmálamenn sem þurfa atkvæði í næstu kosn- ingum. En það er sá veruleiki sem blasir við. Ef ekki verð- ur tekið á vandanum strax, þá versnar bara ástandið og niðurstaðan verður enn sársaukafyllri en ella. Það sést vel á launalið ríkisreiknings að hagræðingin er sáralítil. Það er nefnilega ómögulegt að hagræða að neinu marki í ríkisrekstri án þess að segja fólki upp. Jóhanna slær sér á brjóst fyrir að fækka ráðherrum, en samt er fjöldi ráðherra sá sami og þegar ríkisstjórnin tók við. Hversu margir ráðherrar hafa verið á biðlaunum þennan skamma tíma sem ríkisstjórnin hefur setið? Svo er talað um hagræðingu með sameiningu ráðuneyta, en er það raunhæft án uppsagna? Nú er ég enginn fylgismaður þess að fjölga fólki á atvinnuleysisbótum, en það er þó betra en atvinnubótavinna. Það kemur meðal annars fram í Drauma- landinu eftir Andra Snæ Magnason að það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að sjá fólki fyrir verkefnum. Það er æskilegra að frum- kvæðið spretti úr grasrótinni. Fólk sem kemur út á vinnumarkaðinn finnur sér eitthvað að gera, svo lengi sem atvinnulífinu eru búin hag- stæð skilyrði – jarðvegurinn er frjór. Það út- vegar sér vinnu, fer í nám eða stofnar eitthvað nýtt. Þegar losnar um vinnuaflið leysist kraft- ur úr læðingi. Við eigum ekki að horfa til Austur- Þýskalands í ríkisrekstri, gamla DDR, þar sem fólk var eins og „sombíur“ eða lifandi dautt, í skugga hins opinbera og enginn jarðvegur fyrir frumkvæði fólks. DDR gróf sína eigin gröf, en handan girðingarinnar blómstraði allt. Ríkið er ekki öndunarvél fyrir fullfrískt fólk. Hinn kosturinn, eins og ég nefndi áður, er að stuðla að því að tekjur ríkissjóðs verði meiri, þannig að þær standi undir „fastakostnaðinum“ við það að reka velferðarsam- félag. En til þess þarf að skapa hagstæð skilyrði fyrir atvinnu- lífið og móta framtíðarsýn, sem fólk hefur trú á. Það virð- ist ekki ofarlega á forgangslistanum. Pétur Blöndal Pistill Það kemur að skuldadögum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Ó löglegum innflytj- endum í Bandaríkj- unum hefur fækkað í fyrsta skipti í um tvo áratugi. Frá árinu 2007 hefur þeim fækkað um 8% og eru í dag, samkvæmt nýútkominni skýrslu, 11,1 milljón. Þrátt fyrir þetta eru ólöglegir innflytjendur um 4% allra þeirra sem búa í Bandaríkj- unum. Ástæður fækkunarinnar eru raktar til nokkurra þátta, m.a. slæms efnahagsástands í Bandaríkjunum sem innflytjendur flýja og hertra að- gerða stjórnvalda við að vísa fólki úr landi. Þá er ofbeldisalda í Mexíkó undanfarið einnig talin hafa haft töluverð áhrif. Ofbeldið beinist m.a. að fólki frá öðrum löndum rómönsku Ameríku sem reynir að komast til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. Hvað sem veldur er ljóst að færri reyna eða yfir höfuð komast nú ólög- regla yfir landamærin. Umdeild lagasetning Fólki frá Karíbahafi, Mið- Ameríku og Suður-Ameríku, sem freistar þess að ná yfir landamæri Bandaríkjanna í suðri, hefur snögg- lega fækkað umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum Pew Hispanic Center í Bandaríkjunum leiðir það m.a. af hinum nýju og umdeildu innflytj- endalögum í Arizona-ríki. Lögin voru samþykkt fyrr á þessu ári en eru nú fyrir alrík- isdómstóli landsins. Stjórn Obama forseta telur lögin stangast á við stefnu stjórnvalda í innflytjenda- málum og ala á fordómum. Yfirvöld í Arizona segja landslög hins vegar ekki gagnast til að ná tökum á hinum mikla vanda sem straumur ólöglegra innflytjenda sé og því hafi þau neyðst til að grípa til sérstakrar lagasetn- ingar í ríkinu. Fleiri ólöglegir innflytjendur yf- irgefa Bandaríkin en áður og hefur þar aukin áhersla á brottvísun og eft- irfylgni með henni, haft mikið að segja. Aldrei hefur fleiri innflytj- endum verið vísað úr landi en í fyrra, eða um 389 þúsund manns, sam- kvæmt opinberum tölum. „Það er erfitt að átta sig á hversu stórt hlutverk slæmt efna- hagsástand leikur í þessari fækkun,“ segir Jeffrey Passel, lýðfræðingur hjá Pew Hispanic Center. Hann seg- ir fólk nú telja hættulegra en áður að fara ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó og þá séu flutningarnir mun kostnaðarsamari en áður. Atvinnu- horfur í Bandaríkjunum séu nú um stundir oft ekkert betri en í heima- landinu. Myrtir í Mexíkó Óvenjulegt er hversu mikið ólöglegum innflytjendum frá öðrum löndum rómönsku Ameríku en Mexíkó hefur fækkað eða um 22% milli áranna 2009 og 2007. Þykir þetta benda til þess að ofbeldi, sem fólk frá þessum löndum á á hættu að verða fyrir í Mexíkó á leið sinni til Bandaríkjanna, hafi mikinn fæling- armátt. Í síðustu viku fundust lík 72 manna á búgarði í Norður-Mexíkó en þúsundir fólks frá nágrannalönd- unum hverfa þar í landi á leið til fyr- irheitna landsins. Oft er því rænt af glæpahópum sem vakta landamærin og krefjast lausnargjalds sem enginn getur svo greitt. Í kjölfarið er fólkið líflátið eða hneppt í þrælkunarvinnu. Mexíkósk stjórnvöld standa ráð- þrota gagnvart þessum vanda og við- urkenna að litla vernd sé hægt að bjóða þeim mikla fjölda fólks sem fer í gegnum Mexíkó á ferð sinni til Bandaríkjanna. Reuters Morð Lík um 20 manna frá Hondúras, sem fundust við landamæri Mexíkó að Bandaríkjunum í lok ágúst, voru flutt heim í síðustu viku. Grasið fölnað handan landamæranna Hvenær voru ólöglegir innflytj- endur í Bandaríkjunum flestir? Líklega árið 2007, þá um tólf milljónir. Talið er að þeim hafi fækkað um eina milljón á tveim- ur árum. Hvernig er fjöldinn reiknaður út? Notast er við árlegt manntal en þar sem fólk gefur ekki fúslega upp aðstæður sínar er áætluð prósenta ólöglegra innflytjenda dregin frá fjölda þeirra sem segjast fæddir í öðru landi en Bandaríkjunum. Aðferðin er við- urkennd af yfirvöldum. Hafa hert innflytjendalög í Arizona-ríki eitthvað með fækkunina að gera? Já, en lögin, sem staðfest voru í ríkinu í ár, eru nú á leið fyrir al- ríkisdómstól til að fá úr því skorið hvort þau standist lands- lög. Eru fleiri fylki að herða sína löggjöf? Já, eftir að Arizona-lögin voru staðfest hafa fleiri en tólf ríki ætlað sér að fylgja í kjölfarið í þeim tilgangi að reyna að fækka ólöglegum innflytjendum. Meðal þeirra eru Flórída, Virginía, Suð- ur-Karólína og Utah. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.