Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í Ástin blómstrar á vínekrum Ítalíu í þessari hjartnæmu mynd Ástin á ávallt skilið annað tækifæri HHH / HHHH R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES HHH / HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 7SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND MEÐÍSLENSKU TALI STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRATÍMA Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI STEVE CARELL ÍSLENSKT TAL Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. Pétur Jóhann Sigfússon fer á kostum í einni skemmtilegustu teiknimynd ársinsMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI BESTA SKEMMTUNIN AULINN ÉG kl. 8 L THE LAST AIRBENDER kl. 10:10 10 STEP UP 3 kl. 8 - 10:10 7 STEP UP 3 3D kl. 8 7 THE GHOST WRITER kl. 10 12 LETTERS TO JULIET kl. 8 L INCEPTION kl. 10 12 SALT kl. 8 - 10:10 14 STEP UP 3 kl. 8 7 VAMPIRES SUCK kl. 10:10 12 / KEFLAVÍK/ SELFOSSI/ AKUREYRIKRINGLUNNI THE SORCERERS APPRENTICE kl. 10:40 7 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 5:50 L Íþessari íslensk-ensku heimild-armynd tekur fjöldi fólks tilmáls og viðrar hugmyndir sín-ar um stöðu og framtíð lands- ins okkar og hvað og hverju við verð- um að breyta í ljósi hrunsins. Einblínt á landið, sjórinn mest megn- is eins og hann sé ekki til. Okkar gjöf- ulu fiskimið og möguleikar á hvers kyns skel- og fiskirækt, svo eitthvað sé nefnt – sem er þó áþreifanleg stað- reynd sem blasir við í hverjum lands- fjórðungi með góðum árangri. Ætli þetta blessaða folk hefði ekki eins og sjávarútvegsmálaráðherrann, gott af því að míga í saltan sjó? Viðmæl- endur velta fyrir sér hvernig við eig- um að stokka spilin til að fá trompin á hendina og líta einkum til sjálfbærni, grænnar byltingar, léttiðnaðar, o.fl. á þeim nótum. Aðrir en viðmælendur hafa afgerandi skiptar skoðanir á því hvort slíkir draumaheimar geti nokk- urn tíman virkað sem skyldi í raun- veruleikanum. Viðmælendur eru úr flestum þjóðfélagshópum, þó að- allega úr hópi mennta- og gáfu- manna. Allt vafalaust hinar bestu og vel meinandi manneskjur en skoð- anir þeirra á sjálfbærum lífsstíl og öðrum framtíðarlausnum í svipuðum dúr hrífa mann ekki beinlínis upp úr skónum (þó ein bráðsnjöll, hug- myndarík og flugmælsk kona hafi heillað mig með mæli sínu). Ástæðan er öðru fremur að um- ræðan er ekki tímabær, talsvert eins og verið sé að velta fyrir sér litnum á svefnherbergjunum þegar enn er ekki búið að öngla saman fyrir lóð- inni. Hér er verið að bera í bakka- fullan lækinn, á þriðja ár höfum við Íslendingar, nauðugir viljugir (utan þess að hafa málið á heilanum), þurft að hlusta endalaust á svipaða um- ræðu í fjölmiðlum, þ. á m. í fjölda heimildarmynda. Milljónir patent- lausna, einkum hefur þó umræðan um „Nýja Ísland“, þar sem við hag- nýtum okkur lexíu hrunsins, verið of- arlega á baugi, ekki síst hjá stjórn- völdum. Þau hafa fengið sitt tækifæri en lít- ið hefur breyst. Sömu skálkarnir eru að setjast í gömlu forstjórastólana, ræningjarnir ganga lausir með geislabaug um hausinn og rífa kjaft eða sitja í friðarstóli í villum sínum á eftirsóttustu landsvæðum jarðríkis. Verið er að gapa um að kreppan sé í rénun. Farið út í búð og sjáið hvað þið fáið af lífsnauðsynjum fyrir fimm- þúsundkall. Á annað hundrað pró- sent gengisfelling stendur óhögguð, verðbólgudraugurinn gengur laus. Bílar seljast ekki, fasteignir seljast ekki, skuldavandi heimilanna er óleystur í aðalatriðum. Þó höfum við vinstristjórn sem ætlaði aldeilis að sanna sig, loksins þegar hún marði meirihluta. Hún verður að fara að hraða sér. Myndin á að veita innsýn í jákvæðar hliðar í landi voru, ekki veitir af. „Með hvaða hætti eru Ís- lendingar farnir að stíga skref fram á við til að losa sig úr viðjum efnahags- hrunsins, með sjálfbærum aðferð- um?“ Og menn sjá ekkert nema tæki- færi þó hér bylji á okkur kaupmáttarrýrnun, verðhækkanir, kauplækkanir, skattahækkanir og fleiri hollráð sem allt ætla að drepa. Futurue of Hope er á skjön við ís- lenskan raunveruleika, mörgum skondnum og hátíðlegum skoðunum varpað á loft og hún er fallega tekin, fagmannlega klippt, tónlistin á köfl- um hreint eyrnakonfekt. Textinn oft hressilega súrrealískur því við erum enn stórskuldugir á meðan rauf- ararnir fitna. Við eigum langt í land með að sjá fyrir endann á kreppunni, eigum enn eftir langa og kvalafulla leið á botninn og að geta farið að velta smjördrjúpandi framtíð fyrir okkur. Meinið er að mannkynið hefur aldrei vitað hvað bíður þess handan næstu hundaþúfu. Höfum í mesta lagi óljósan grun um að einhvern veg- inn slampast þetta alllt af – af göml- um vana. Eins og einn ágætur maður bendir á í Future of Hope, líður tím- inn í köflum, eftir vondan kemur góð- ur. Þúsund ára ríkið stóð í rúman áratug. Og hin gullvæga setning Williams Goldmans minnir hressi- lega á sig: „Nobody knows nothing.“ Það er mergur málsins. Náttúran Frá tökum í fyrra á heimildarmyndinni The Future of Hope. Háskólabíó Framtíð vonar – Future of Hope bbmnn Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri:: Henry Bateman. Framleiðandi: Heather Millard. Klippari: Elísabet Rónaldsdóttir. Hljóð: Gunnar Steinn Úlfarsson. Teikni- myndir og grafík: Una Lorenzen. Tónlist: Biggi Hilmarsson. Meðal þeirra sem fram koma: Vigdís Finnbogadóttir, Guðjón Már Guðjónsson, Andri Snær Magnason, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Ómar Ragnarsson, Þorsteinn Sigfússon. 75 mín. Bretland/ Ísland. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Nýja Ísland, hvar ert þú? Það voru engin rólegheit á skemmtistaðnum Faktorý föstudags- kvöldið sl. þegar saman komu hljómsveitirnar We Made God, Wist- aria, Moldun og Fist Fokkers, heldur sannkölluð þungarokksveisla. Eins og sjá má af myndunum var allt keyrt í botn og gestir kunnu vel að meta það og feyktu flösu eins og enginn væri morgundag- urinn. Keyrsla Allt á fullu í þungarokkinu. Morgunblaðið/Golli Sveifla Menn þeyttu flösu fyrir framan sviðið, slíkri sveiflu fylgir oft hálsrígur. Raaaaa!! Söngvari Moldunar, Haukur. Blóðrautt Söngvarar samhæfðir í litavali á klæðum enda mikill hiti í t́ónlistinni. Flösunni feykt á Faktorý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.