Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 17
Minningar 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Elsku Hannes. Það
var skrýtin tilfinning
að lesa fréttir þær er
bárust á netinu sunnudaginn 15.
ágúst. Ég vaknaði og líkt og vana-
lega, þar sem ég er búsettur er-
lendis, fór ég á netið. Ég sá að
skelfilegur atburður hafði átt sér
stað í okkar heimabæ, Hafnarfirði,
og var órótt. Líkt og á hverjum
laugardags- og sunnudagsmorgni,
helst til að vekja þig eða til að
spyrja frétta af hvað þú hefðir
gert um helgina, hringdi ég í þig
til að spyrjast fyrir um hvort þú
hefðir heyrt eitthvað um atburði
liðinnar nætur. Þú svaraðir ekki
símanum sem er ólíkt þér. Ég
hringdi í fjölskyldu mína og spurði
hvort einhver vissi um þetta mál
en fékk lítil svör. Stuttu seinna sá
ég mynd af húsinu þínu á netinu.
Hjartað í mér stoppaði og ég byrj-
aði að hringja aftur og aftur í sím-
ann þinn en ekkert svar. Fljótlega
var mér tjáð að það hefði verið þú
sem varst fórnarlamb þessa voða-
verks.
Við vorum aldrei virkilegir vinir
í gaggó en fyrir um sex árum byrj-
uðum við að spjalla saman og það
mikið. Við fórum saman tveir í þá
skemmtilegustu ferð sem ég hef
farið í með nokkrum manni og það
til New York, Las Vegas og San
Francisco. Það var mikið brallað
og síðan þá var ekki sá dagur sem
við töluðum ekki saman símleiðis
eða hittumst þegar ég kom heim.
Þú hafðir planað að heiðra mig
með nærveru þinni í brúðkaupi
mínu nú í júlí með unnustu þinni,
sem ég veit þér þótti svo vænt um,
en þurftir að breyta um plön á síð-
ustu stundu. Það hefði verið svo
gaman að fá að sjá þig þá en ég
vonaði að ég fengi að hitta þig er
ég ætti leið heim sem er fljótlega.
Þú varst og ert minn besti vinur.
Þú hjálpaðir mér þegar ég þurfti á
þér að hjálpa og þú hlustaðir alltaf
á mig og alla. Þú opnaðir hjarta
þitt fyrir öllum og gerðir engum
illt. Það líður ekki sá dagur nú eða
klukkustund sem ég hugsa ekki til
þín og á erfitt með að trúa því sem
gerst hefur. Ég stari á símann
minn og velti því oft fyrir mér að
Hannes Þór Helgason
✝ Hannes ÞórHelgason fæddist
í Hafnarfirði 9. júlí
1973. Hann lést á
heimili sínu, Háa-
bergi 23, sunnudag-
inn 15. ágúst 2010.
Útför Hannesar fór
fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði
26. ágúst 2010.
prufa að hringja í þig
Hannes og athuga
hvort þú svarar.
Númeri þínu mun
aldrei verða eytt úr
mínum síma og ég
mun aldrei gleyma
þér eða hvaða mann
þú hafðir að geyma.
Ég votta fjölskyldu
þinni og unnustu
samúð og vona að þú
sért á góðum stað
sem við síðar munum
hittast á. Fyrirgefðu
að ég komst ekki
heim til þess að kveðja þig vinur.
Þinn vinur,
Halldór Viðar Sanne.
Ég kynntist Hannesi fyrir
nokkrum árum þegar ég og Rut
systir hans urðum góðar vinkonur.
Mér líkaði strax vel við hann, hann
var með sinn hátt á hlutunum, ró-
legur og yfirvegaður, sagði
skemmtilega frá og átti sinn ein-
staka og ógleymanlega hlátur. Mér
leið alltaf vel í návist hans og
minningarnar um þá góðu tíma
sem við áttum saman verða vel
geymdar.
Elsku Hannes er farinn frá okk-
ur. Svona góður maður er vand-
fundinn og mun ég sakna hans
mikið.
Fjölskyldu og ástvinum Hann-
esar votta ég mína dýpstu samúð
og bið Guð um að veita ykkur
styrk á þessum sorgartímum.
Hvíl í friði.
Dagbjört Þórðardóttir.
Við Jóhann Löve
höfðum starfað sam-
an til fjölda ára í lög-
reglunni þegar uppgötvaðist náin
frændsemi þar sem langafi hans
og afi minn voru bræður.
Það var gott að starfa með Jóa
og hann góður lögreglumaður.
Hægur og fumlaus. Fór vel að
fólki í slæmu standi. Sá aldrei að
hann færi offari. Sýndi fádæma
þrautseigju í þeirri mannraun að
liggja í fönn og stórhríð dögum
saman inni á hálendi landsins að
bjarga lífi sínu. Félagssinnaður í
leik og í samtökum lögreglumanna
Jóhann Þ. Löve
✝ Jóhann Þor-steinsson Löve
fæddist í Reykjavík
30. júlí 1935. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 19.
ágúst 2010.
Útför Jóhanns fór
fram frá Digra-
neskirkju 31. ágúst
2010.
til bættra kjara og
aðbúnaðar.
Það ríkti sérstakur
andi samheldni og
vinskapar á B-vakt-
inni gömlu á þeim ár-
um þegar vaktirnar í
lögreglunni voru
meira sem sérstök
heild og var Jói þar í
fremstu röð. Við
frændur höfðum báð-
ir lært til járnsmíða
og töluðum oft um
þann tíma þegar við
störfuðum á þeim
vettvangi að mennta sig til hand-
anna. Ég tók eftir að hann var
handlaginn og smíðar og handverk
hvers konar voru honum hugleikin.
Eftir að hann hætti störfum í
lögreglunni var hann áfram vel
virkur í samtökum eftirlaunaþega
lögreglumanna í fundarsókn og
uppákomum. Sjálfsagt í mörgu
öðru félagsstússi sem mér er
ókunnugt, en sá þau hjónin í sjón-
varpinu á seinasta ári þar sem þau
skálmuðu með staf í hendi með
gönguhóp eldri borgara í Kópa-
vogi.
Mörg seinustu starfsár sín var
hann á Miðborgarlögreglustöðinni
sem eitt sinn var og sinnti með-
fram því starfi varðstöðu í Alþing-
ishúsinu og Stjórnarráðinu við
góðan orðstír. Þar var ég líka til
húsa og fleiri sem teknir voru að
reskjast og fullsaddir á vaktavinn-
unni og þeim erli sem henni fylgir.
Skemmtilegur starfshópur lífs-
reyndra manna sem séð höfðu
mannlífið frá öðru sjónarhorni en
almennt gerist hjá hinum friðsæla
og löghlýðna borgara. Mönnum
sem fátt kom á óvart. Nú er þessi
hópur tekinn að þynnast sem er
eðlilegur framgangur, þó ekki í
fyrirfram ákveðinni röð. En svo er
maður samt þannig gerður að
hrökkva við þegar helfregn berst
og finnst hún ótímabær.
Með þessum fáu línum vil ég
þakka frænda mínum og starfs-
félaga til fjölda ára samfylgdina og
góð kynni við hann og hans góðu
konu Sigríði. Við hjónin sendum
henni og aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóhanns
Löve.
Jón Pétursson.
Nýlega urðu þau
tíðindi að banki seldi
eignaumsýslufyr-
irtæki sitt til lífeyr-
issjóða. Að sögn
bankastjórans var
ekkert af fyrirtækj-
unum í umræddu
eignasafni tilbúið til
sölu. En eignaum-
sýslufyrirtækið var
það hins vegar að
sögn bankastjórans
og án þess að staldra of lengi við,
fóru viðskiptin fram fyrir tugi
milljarða. Og íslenskir lífeyr-
issjóðir, með djúpa vasa, reiddu
fram kaupverðið í gegnum ný-
stofnaðan framtakssjóð.
Yfirtaka banka á rekstri fyr-
irtækja sem þeir hafa lánað fjár-
muni er oftar en ekki talin hafa
verið óhjákvæmileg, þegar yfirtak-
an er um garð gengin – nauðsyn-
legur varnarleikur til að bjarga
hagsmunum bankans. En er það
virkilega svo? Eða eru slíkar ráð-
stafanir enn eitt dæmið um gagn-
rýnilausar aðgerðir, sem ekki
fylgja önnur rök en þau að ef ekk-
ert sé aðhafst muni staða mála ef
til vill versna. Slíkur málatilbún-
aður er ekki rök – í besta falli lé-
leg yfirbreiðsla á miður góð vinnu-
brögð og hræðslu við að horfast í
augu við vandann. Fyrr en varir er
vitleysan orðin að venju sem borin
er virðing fyrir. „Að læra af
reynslunni“ öðlast smám saman
nýja merkingu.
Áður en kemur að þeim sorglega
tímapunkti í lífi sumra fyrirtækja,
að bankinn yfirtaki rekstur þess,
hafa án undantekninga skapast ná-
in tengsl milli viðkomandi banka
og viðskiptavinarins sem bankinn
er í þann mund að taka yfir. Þau
tengsl geta birst í mikilli sam-
kennd bankastarfsmanna með for-
svarsmönnum fyrirtækis, aðkomu
starfsmanna bankans að stjórn
fyrirtækisins og íhlutun í daglegan
rekstur. Þegar svo er komið geta
mörkin á milli hagsmuna bankans
og viðkomandi viðskiptavinar sýnst
afar óljós og erfið að virða. Hitt er
svo annað að fræðilega séð geta
starfsmenn banka verið einbeittir í
því að virða að vettugi öll landa-
mæri í þessum efnum. Í veru-
leikanum sem hefur birst okkur
hér á landi undanfarið má finna
dæmi þess að starfsmenn banka,
sem tekið hafa sæti í stjórnum fyr-
irtækja til að gæta hagsmuna
bankans, sitja einnig í lánanefnd
viðkomandi banka eða eru í góðri
aðstöðu til að hlutast til um
ákvarðanir lánanefndar. Starfs-
maður banka, sem jafnframt er
stjórnarmaður fyrirtækis, á með
slíku fyrirkomulagi beina og greiða
aðkomu að meiriháttar ákvörð-
unum innan bankans sem snúa að
rekstri fyrirtækisins. En víða
liggja þræðir, sem veldur því að
hagsmunir taka að rekast harka-
lega saman. Umbun bankastarfs-
manns og völd í því fyrirkomulagi
sem lýst hefur verið hér á undan,
getur haft töluvert vægi, en er
vanmetið, ekki síst hvað völdin
varðar. Ruðningsáhrif á lánamark-
aði koma einnig til sögunnar. Þeim
fylgja óskilvirkar ákvarðanir og
óhagkvæmni í ráðstöfun verð-
mæta.
Tími og athygli starfsmanna
banka sem verða ná-
tengdir rekstri ein-
stakra fyrirtækja, hef-
ur tilhneigingu til að
vaxa hratt og bjagast
mikið, á kostnað tíma
og athygli sem önnur
verðug lánaverkefni í
starfsemi banka kalla
á. Réttlæting í formi
hagsmunagæslu fyrir
bankann, umfram allt,
verður sífellt háværari
og gagnrýnisraddir
sem lítt heyrðist í áður, þagna
fljótlega alveg. Mörkin milli þess
að vera starfsmaður banka og
starfsmaður fyrirtækis í við-
skiptum við bankann verða óljós.
Staðreyndirnar tala sínu máli.
Þetta er ekki náttúrulögmál, en
vissulega er rík tilhneiging til að
mál þróist á þennan veg. Því til
sönnunar liggja raunveruleg dæmi.
Fyrirtækjum í fullum rekstri, án
þess að hafa verið yfirtekin af
banka, hefur verið neitað um fyr-
irgreiðslu hjá margumræddu
bönkunum þremur. Á það við eftir
hrun efnahagslífsins og eftir yf-
irtöku sömu banka á rekstri fjölda
fyrirtækja sem njóta síðan áfram
fyrirgreiðslu eftir yfirtöku. Þegar
þannig er komið búa fyrirtæki,
sem hafa verið yfirtekin af banka,
við mun betra aðgengi að láns-
fjármagni en heilbrigðari fyr-
irtæki. Jafnframt er öðrum og
vægari mælikvörðum beitt þegar
ákvörðun er tekin innan bankans
um að veita fyrirgreiðslu til fyr-
irtækis svo nátengdu bankanum.
Þetta fyrirkomulag leiðir af sér
óhagkvæmni í ráðstöfun fjármuna
og dregur úr hagvexti sem á upp-
runa sinn í fjárfestingu. Dvínandi
hagvaxtaráhrifa fer að gæta síðar í
formi minnkandi einkaneyslu –
tiltrú almennings og forsvars-
manna fyrirtækja á efnahagslífinu
og umgjörð þess fer minnkandi.
Jafnframt frestar slíkt fyr-
irkomulag hinu óhjákvæmilega –
að fyrirtæki sem eiga sér ekki við-
reisnar von, séu látin mæta örlög-
um sínum strax, en ekki löngu síð-
ar þegar vandinn og kostnaðurinn
sem af því hlýst hefur vaxið. Á
meðan eru heilbrigðari fyrirtæki
svelt af lánsfé.
Látið hefur verið að því liggja, í
tengslum við kaup lífeyrissjóða
sem minnst var á í upphafi grein-
arinnar, að um lága útborgun fjár-
muna sé að ræða. Hvort um er að
ræða 2 milljarða eða 20 milljarða í
þessari lotu er ekki aðalatriðið –
umræða um það er afvegaleidd
umræða, viljandi eða óviljandi. Og
ef einhver stendur í þeirri trú að
með kaupum lífeyrissjóða á eigna-
umsýslufélagi banka sé búið að
slíta á tengsl og koma í veg fyrir
ruðningsáhrif á lánamarkaði og
óhagkvæmni í ráðstöfun verðmæta
eins og rætt var um hér á undan,
þá á viðkomandi eftir að verða fyr-
ir miklum vonbrigðum.
Ruðningsáhrif á
lánamarkaði – Að-
koma lífeyrissjóða
Eftir Gunnar
Árnason
Gunnar Árnason
» Fyrirtæki sem eru
nátengd banka soga
til sín lánsfjármagn á
kostnað annarra um-
sækjenda um lán.
Höfundur er framkvæmdastjóri
EON.
Elskuleg dóttir, systir, mágkona, frænka og vinur.
HREFNA FÖNN G. BLÖNDAL
Vestursíðu 2a,
Akureyri
Verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju,
fimmtudaginn 9. september, kl.13:30.
Guðmundur L. Blöndal og fjölskylda.
Móðir okkar
HÓLMFRÍÐUR INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
áður til heimilis að Fornhaga 17 Reykjavík
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 2.
september verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 9. september kl. 13. Jarðsett verður
á Siglufirði.
Soffía Georgsdóttir,
Kristinn Georgsson,
Ingvar Georgsson.