Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Morgunblaðið/Ernir
Fuglavinir Feðgarnir saman utan við dúfnastíuna, Sævar, Gunnar Óli og Ásgeir.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Sævar sonur minn er aðal-dýrakallinn í fjölskyldunniþótt umhirða dúfnanna hvílimest á mínum höndum,“
segir Gunnar Óli Erlingsson sem fyr-
ir tæpum tveimur árum byggði stór-
an fallegan dúfnakofa og dúfnastíu í
garðinum heima hjá sér þar sem
hann býr í Garðabænum ásamt konu
og börnum. Þótt Gunnar vilji gera lít-
ið úr sínum hlut í dýrahaldinu er
nokkuð ljóst eftir stutt spjall og
dúfnaskoðun, að hjarta hans slær
heldur betur með dúfunum.
„Ég ólst upp í Breiðholtinu og
átti ótal dúfur þegar ég var strákur.
Við byggðum dúfnakofa hvar sem við
gátum en þeir voru rifnir niður jafn-
óðum af hrekkjusvínum sem kveiktu
í þeim eða brutu þá. Baráttan var
nokkuð hörð en þetta stúss með dúf-
urnar var rosalega skemmtilegt.“
Rósa og Páfagaukurinn
Þótt langflestar dúfurnar í fal-
lega kofanum séu bréfdúfur, þá eru
nokkrar skrautdúfur þar líka.
Dúfnastían er alveg upp við
gluggann á herbergi Sævars, og
hann fylgist því grannt með dúfnalífi
þeirra rúmlega þrjátíu dúfna sem
þar búa. Hann hefur ekki gefið þeim
nöfn, en þó heitir ein þeirra Rósa og
önnur er stundum kölluð Páfagauk-
urinn, af því að hún á það til að setj-
ast á öxlina á strákunum. En allar
hafa þær númer sem er skráð á hring
sem er utan um fætur þeirra.
Að halda dúfur krefst heilmik-
illar vinnu, Gunnar Óli þrífur kofann
á hverjum degi, fyllir dúfnabaðið
tvisvar í viku til að leyfa þeim að baða
sig, hann gefur þeim að éta kvölds og
morgna og leyfir þeim líka að fljúga á
hverjum morgni og hverju kvöldi.
Vinnum í að bæta flugtímann
„Þá fljúga þær í hringi í einn til
tvo klukkutíma samfellt og setjast
hvergi niður. Þegar ég flauta með
sérstakri flautu þá koma þær heim
og fljúga beint inn og fá þá strax að
éta. Svo fer ég stundum með þær
eitthvað út fyrir bæinn, bara stutt, til
dæmis á Akranes eða Hveragerði, til
að þjálfa þær, en við förum miklu
lengra með þær þegar við keppum,
Hjartað slær
með dúfunum
Dýrahald þéttbýlisbúa er margskonar og í garði einum í Garðabæ er einstaklega
myndarlegur dúfnakofi, eiginlega hús, þar sem útgengt er í stóra afgirta stíu.
Eigendurnir fara með fuglana í flugkeppni í hverri viku yfir sumartímann.
Spök Ásgeir með dúfuna sem
stundum er kölluð Páfagauk-
urinn, á öxlinni.
Eina nafnið Sævar með hana Rósu,
sem er ljós yfirlitum og svolítið
feimin.
Nýlega opnaði íslenska sölusíðan
Bazaar.is. Þar er hægt að selja eða
gefa hluti sem ekki er þörf fyrir leng-
ur, og fá aðra sem þörf er fyrir. Um er
að ræða markaðstorg með allt milli
himins og jarðar enda eru auglýs-
ingaflokkarnir á síðunni mjög margir
og fjölbreyttir.
Á síðunni segir að Bazaar sé alda-
gamalt orð sem kemur upprunalega
frá Persum og þýðir markaðstorg.
„Eins og á öllum alvöru markaðs-
torgum í hinum stóra heimi er verðið
ávallt til umræðu. Það er því um að
gera að prútta og reyna að gera eins
góð kaup og mögulegt er.
Bazaar.is var stofnaður til að vera
besta íslenska markaðstorgið. Að
baki síðunni eru tveir drengir sem
áttu sér þann draum að hafa góða ís-
lenska síðu til að kaupa og selja
vörur,“ segir þar ennfremur.
Notendur skrá sig inn og auglýsa
ókeypis.
Nú er um að gera að taka til í
geymslunni fyrir veturinn eða athuga
hvort það megi ekki búa til meira
pláss í skápunum og selja óþarfann á
Bazaar með von um að hann gagnist
einhverjum öðrum.
Vefsíðan www.bazaar.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Til sölu Það eru markaðir á fleiri stöðum en í Kolaportinu.
Íslenskt markaðstorg
Laugardaginn 2. október næst-
komandi verða haldnir tónleikar
til minningar um Vilhjálm Vil-
hjálmsson í menningarhúsinu
Hofi á Akureyri.
Söngvarinn Friðrik Ómar kemur
fram ásamt tíu manna hljómsveit
undir stjórn Kjartans Valdemars-
sonar og flytur mörg af vinsæl-
ustu lögum Vilhjálms. Gesta-
söngvari er Guðrún
Gunnarsdóttir.
Miðasala á tónleikana hófst
fyrir helgi og nú hefur verið bætt
við aukatónleikum fyrr um dag-
inn. Endilega tryggið ykkur miða á
þessa tónleika á vefsíðunum
Midi.is og Menningarhus.is eða í
síma 450-1.000.
Endilega …
Söngvarar Guðrún Gunnarsdóttir og
Friðrik Ómar Hjörleifsson.
… tryggið ykkur
miða á tónleika
Öflugir TUDOR High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.
10 Daglegt líf