Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
„Eins og alltaf er þetta mjög metnaðarfullt starfs-
ár, fjölbreytt og glæsilegt,“ segir Katrín Hall, list-
rænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, en
starfsárið hefst 7. október með frumsýningu á
Transaquania – Into thin Air. Höfundar verksins
eru Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela
Friðriksdóttir. Tónlistin er í höndum Bens Frosts
og Valdimars Jóhannssonar.
Transaquania – Into thin Air er sjálfstætt
framhald af verkinu Transaquania – Out of the
Blue sem Íslenski dansflokkurinn sýndi í Bláa
lóninu í apríl 2009 og Katrín segir að það hafi vak-
ið mikla athygli og slegið rækilega í gegn. Verkið
verður nú fært inn á stóra svið Borgarleikhússins
þar sem saga og þróun þessara kynjavera Bláa
lónsins heldur áfram. „Ég á von á að þetta verði
sjónræn og sterk sýning,“ segir Katrín.
Um áramótin mun Íslenski dansflokkurinn í
samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur frumsýna
stórsýninguna Ofviðrið eftir Shakespeare undir
stjórn Oscaras Korsunovas. Oskaras hefur verið í
hópi fremstu leikstjóra Evrópu síðustu ár og hlot-
ið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, en hann er
þekktur fyrir nútímalegan og persónulegan stíl
og beitingu líkamlegrar tjáningar í verkum sín-
um.
Í mars 2011 býður Íslenski dansflokkurinn upp
á sannkallaða dansveislu þar sem sýnd verða þrjú
ólík verk á einu kvöldi. Veislan ber titilinn Sinn-
um þrír og munu áhorfendur upplifa kröftugan
dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir.
Þar verður nýtt verk eftir Jo Strömgren. Hann
hefur áður unnið með dansflokknum og er meðal
annars höfundur Grímuverðlaunaverksins Kvart
sem dansflokkurinn hefur sýnt víða erlendis, allt
frá Finnlandi til Suður-Ítalíu og fengið frábæra
dóma. Hið nýja verk mun vera í anda Kvart.
Á dagskránni verður einnig verkið Heilabrot
eftir Brian Gerke og Steinunni Ketilsdóttur.
Heilabrot var sýnt sem verk í vinnslu á Djamm-
viku haustið 2009 en síðan þá hefur það verið þró-
að áfram, meðal annars til sýningar erlendis.
Þriðja verkið nefnist White for Decay og er eft-
ir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. „Sigríður er ungur
danshöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir
verk sín þar sem hún blandar gjarnan mynd-
list við dans,“ segir Katrín. „Hún stundaði
nám við fremsta sirkusskóla Evrópu, ESAC,
og í þessu nýja verki er blandað saman sam-
tímadansi og sirkuslistinni.“
Íslenski dansflokkurinn heldur svo til
Akureyrar í byrjun apríl og mun í samvinnu
við Menningarhúsið Hof bjóða Norðlend-
ingum upp á fjölskyldusýningu.
ÍD Í október leiðir Íslenski dansflokkurinn „Keðju Reykjavík“, umfangsmikinn, alþjóðlegan sviðslistaviðburð sem er hluti af samvinnuverkefni átta
Evrópuþjóða og er hérlendis á vegum ÍD í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Sjálfstæðu leikhúsin og Reykjavík Dance Festival.
Fjölbreytt dansveisla og
glæsilegar sirkuslistir
Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst í október Ofviðrið á verkefnaskrá
id.is
Hann á að taka til í
haughúsinu, sem
reynist jafn hættulegt sem
óvinnandi verk. 27
»
Í október 2010 leiðir Íslenski dansflokkurinn
„Keðju Reykjavík“ sem er umfangsmikill, al-
þjóðlegur sviðslistaviðburður. Viðburðurinn
er partur af samvinnuverkefni átta Evr-
ópuþjóða og er hérlendis á vegum Íslenska
dansflokksins í samstarfi við Listaháskóla Ís-
lands, Borgarleikhúsið, Sjálfstæðu leikhúsin
og Reykjavík Dance Festival.
Gert er ráð fyrir yfir 300 erlendum
gestum á Keðju Reykjavík og er það
fjölmennasta heimsókn erlendra
gesta til íslensks sviðlistafólks frá
því Evrópska listaþingið IETM var
haldið í Reykjavík í október árið
2000.
„Þetta verður mikil dansveisla,
stór viðburður og spennandi við-
bót í sýningarárið,“ segir Katrín
Hall um þennan mikla við-
burð.
Mikil dansveisla og
spennandi viðbót
ALÞJÓÐLEGUR SVIÐSLISTAVIÐBURÐUR
–– Meira fyrir lesendur
Að huga vel að heilsu starfsfólksins getur skipt sköpum fyrir allar gerðir fyrirtækja.
Lítil hreyfing og slæmt mataræði geta aukið á forföll og slen, á meðan heilbrigður
lífstíll er ávísun á afköst og árangur
Næstkomandi fimmtudag ætlar Viðskiptablað
Morgunblaðsins að skoða hvernig best má
huga að heilsu starfsfólksins.
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn í síma 569-1134
eða sigridurh@mbl.is
Heilbrigðir starfsmenn= heilbrigður rekstur
Fræðandi og skemmtileg úttekt í Viðskiptablaðinu 9. september
Karlakórinn
Fóstbræður lýk-
ur brátt upp-
tökum á geisla-
diski með
margvíslegri tón-
list sem ekki
heyrist oft hér á
landi nema í
flutningi kórsins.
Þá tekur hann
þátt í Kötlumóti, móti sunnlenskra
karlakóra, á Flúðum 16. okt., heldur
jólatónleika í Guðríðarkirkju og
kemur fram á Frostrósartónleikum í
vetur. Söngstjóri Fóstbræðra er
Árni Harðarson.
Iðnir eru
Fóstbræður
Árni stýrir kórnum
9 – samsýning
níu ungra mynd-
listarmanna, var
opnuð í Gerð-
arsafni um
helgina. Lista-
mennirnir eru
þau Berglind
Jóna Hlynsdóttir,
Bjarki Bragason,
Etienne de
France, Gunndís
Ýr Finnbogadóttir, Helga Björg
Gylfadóttir, Logi Bjarnason, Páll
Haukur Björnsson, Steinunn Gunn-
laugsdóttir og Styrmir Guðmunds-
son. Sýningarstjóri er Birta Guð-
jónsdóttir. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11-17.
Níu í Gerð-
arsafni
Birta
Guðjónsdóttir
Kvikmyndasafnið
sýnir annað kvöld
kl. 20 og á laug-
ardag kl. 16
heimildarmynd-
ina The Endur-
ance frá árinu
2000 en hún segir
af suðurpólsleið-
angri Ernests
Shackletons árið
1914. Leikstjóri er George Butler og
sögumaður leikarinn Liam Neeson.
Ætlun Shackletons var að ganga
þvert yfir suðurskautið en það hafði
aldrei verið reynt áður. Sýnt er í
Bæjarbíói.
Háskaför í
Bæjarbíói
Liam Neeson
Katrín Hall