Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði
á laugardag að hafa ráðið Hannesi
Þór Helgasyni bana á heimili hans
aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst.
Rannsókn málsins, sem hefur ver-
ið sérlega umfangsmikil, heldur
áfram en að sögn lögreglu telst
málið í grófum dráttum vera upp-
lýst. Lögregla leitaði hnífsins, sem
talinn er vera morðvopnið, við
smábátahöfnina í Hafnarfirði í
gærdag. Gunnar tjáði lögreglu að
hann hefði losað sig við hnífinn
þar. Lögregla hefur rætt við um
100 manns í tengslum við rann-
sóknina og á fjórða tug starfs-
manna hefur komið að henni.
Mál með djúpar rætur
Sunnudagsmorguninn 15. ágúst
kom unnusta Hannesar að honum
látnum á heimili hans í Hafn-
arfirði og ljóst þótti að honum
hafði verið ráðinn bani með
hvössu eggvopni.
Grunur beindist fljótlega að
Gunnari og hann var tekinn hönd-
um þriðjudaginn 17. ágúst. Hon-
um var jafnframt haldið yfir nótt
en sleppt daginn eftir, enda ekki
talið tilefni til að krefjast gæslu-
varðhalds yfir honum. Málið óx
hratt að umfangi og lögregla hélt
öðrum manni yfir nótt 18. ágúst
og þeim þriðja 25. ágúst. Á blaða-
mannafundi lögreglu 20. ágúst
kom fram að málið ætti sér dýpri
rætur og væri flóknara en flest
sambærileg mál sem komið hafa
upp hér á landi. Einnig kom fram
að lögregla útilokaði ekki að það
teygði anga sína út fyrir land-
steinana og sérstaklega væri horft
til Litháens í því samhengi enda
hefði Hannes stundað viðskipti
þar.
Hinn 26. ágúst var Gunnar aftur
handtekinn og húsleit gerð á
heimili hans í kjölfarið þar sem
hald var lagt á muni sem talið var
að gætu tengst morðinu. Lögregla
hafði lagt hald á skó Gunnars þeg-
ar hann var handtekinn í fyrra
skiptið. Í ljós kom að reynt hafði
verið að þrífa blóð af skónum og
þeir pössuðu jafnframt við skófar
sem fannst á heimili Hannesar.
Í einangrun í viku
Gunnar var úrskurðaður í fjög-
urra vikna gæsluvarðhald föstu-
daginn 27. ágúst og var hafður í
einangrun á Litla-Hrauni fyrst um
sinn. Að sögn Guðrúnar Sesselju
Arnardóttur, verjanda Gunnars,
var ekki tekin skýrsla af honum
fyrr en föstudaginn 3. september
– viku eftir að hann var dæmdur í
varðhald. Lögregla hefur ekki
greint frá því hvort Gunnar hafi
gefið upp einhverja ástæðu fyrir
því að hann ákvað að ráða Hann-
esi bana. Á blaðamannafundinum
kom þó fram að engin ástæða
væri til að ætla að fleiri en Gunn-
ar væru viðriðnir málið. Að sögn
Friðriks Smára Björgvinssonar,
yfirlögregluþjóns rannsókn-
ardeildar lögreglu, munu yf-
irheyrslur nú halda áfram yfir
Gunnari til að varpa frekara ljósi
á málið.
Þá er jafnframt enn beðið eftir
endanlegum niðurstöðum úr lífs-
ýnarannsóknum. Friðrik segir að
vafalaust muni nokkrar vikur líða
þar til málið verður sent rík-
issaksóknara til meðferðar.
Gunnar og unnusta Hannesar
eru æskuvinir og vitað er að hún
gisti á heimili hans sömu nótt og
Hannes var myrtur. Hannes hafði
þá fyrr um kvöldið keyrt hana nið-
ur í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrir
fjölmiðlar sögðu ennfremur á síð-
asta ári frá opinskárri ástarjátn-
ingu Gunnars til hennar sem birt-
ist á vefsíðunni Youtube. Á
heimasvæði hans á vefsíðunni kom
einnig fram að bókin Dauðarósir
eftir Arnald Indriðason væri í
miklu uppáhaldi hjá honum. Í
þeirri bók ræður maður æsku-
vinkonu sinni bana því hann þolir
ekki að horfa upp á eitur-
lyfjaneyslu hennar.
Morgunblaðið/Júlíus
Leit Kafarar leituðu árangurslaust að meintu morðvopni í Hafnarfjarðarhöfn í allan gærdag í kjölfar játningar Gunnars Rúnars Sigurþórssonar.
Harmleikurinn upplýstur
Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði á laugardag að hafa banað Hannesi Þór
Helgasyni Morðvopnsins leitað í smábátahöfninni í Hafnarfirði í gærdag
15. ágúst
Hannes Þór Helgason finnst lát-
inn á heimili sínu í Hafnarfirði.
17. ágúst
Gunnar Rúnar Sigþórsson er í
haldi lögreglu yfir nótt en er
sleppt daginn eftir.
18. ágúst
Annar maður er handtekinn en
ekki er talin ástæða til að krefj-
ast gæsluvarðhalds.
25. ágúst
Þriðji maðurinn handtekinn en
ekki talin efni til að krefjast
gæsluvarðhalds.
26. ágúst
Gunnar Rúnar handtekinn öðru
sinni, húsleit er gerð á heimili
hans og hald lagt á muni.
27. ágúst
Gunnar Rúnar dæmdur í
fjögurra vikna gæsluvarðhald.
4. september
Gunnar Rúnar játar að hafa
banað Hannesi Þór Helgasyni.
Umfangsmikil
rannsókn
MORÐIÐ Á
HANNESI ÞÓR HELGASYNI
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta
haustsins í þessari einstaklega fögru borg.
Haustið í Prag er einstakt og frábært að
heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er
hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri
til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins
í mat og drykk. Gríptu tækifærið og skelltu
þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar
í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi
herbergja í boði á þessum kjörum.
Prag
30. september í 3 nætur
frá kr. 59.900
Verð kr. 59.900
Netverð á mann, m.v.
gistingu í tvíbýli með
morgunverði í 3 nætur
á Hotel Ilf ***. Aukagjald
fyrir einbýli kr. 11.900.
Aukalega kr. 20.000 fyrir
gistingu á Mövenpick ****.
Aukagjald fyrir einbýli
kr. 18.600. Sértilboð 30.
september.
Frábær þriggja nátta helgarferð
- síðustu sætin!
Aðfaranótt sunnu-
dags var ekki mjög
annarík hjá lögreglu
vítt og breitt um
landið. Á laugardags-
nótt velti hins vegar
ökumaður bíl við Varmahlíð í
Skagafirði. Fjórir voru í bílnum en
allir sluppu með minniháttar
skrámur. Ökumaður er grunaður
um ölvun og þar að auki var hann
ökuréttindalaus. Mikill mannfjöldi
var í Reykjanesbæ enda Ljósanótt
í bænum en að sögn lögreglu gekk
allt vel fyrir sig. Ellefu manns
gistu fangageymslur lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt
laugardags. Nóttin var þó „þægi-
lega róleg“ að sögn lögreglu enda
var ofneysla áfengis algengasta
ástæða þess að fólk gisti hjá lög-
reglu. Sömu nótt var brotist inn í
Skemmtigarðinn í Grafarvogi en
lögregla hafði hendur í hári þeirra
sem þar voru að verki áður en
þeim tókst að flýja með verðmæti.
haa@mbl.is
Víðs vegar
rólegt hjá
lögreglu
Bílvelta við Varma-
hlíð í Skagafirði
Mennirnir fjórir
sem lágu alvar-
lega slasaðir á
gjörgæsludeild
Landspítalans eft-
ir tvö alvarleg bíl-
slys á aðfaranótt
föstudags og á
laugardag eru all-
ir lausir úr önd-
unarvél og hafa
verið færðir á al-
menna deild að sögn læknis á gjör-
gæsludeild.
Tveir mannanna voru í bíl sem
hentist fram af brú á Nýbýlavegi á
aðfaranótt föstudags. Þrír aðrir voru í
bílnum en þá þurfti ekki að leggja á
gjörgæsludeild.
Hinir tveir lentu í hörðum árekstri
tveggja bíla á Reykjanesbraut á laug-
ardag þar sem sex manns voru fluttir
á slysadeild en hinir fjórir voru lagðir
inn á almenna deild. Klippa þurfti bíl-
ana í sundur til að ná farþegunum út.
Allir menn-
irnir lausir
af gjörgæslu
Frá slysstað á
Nýbýlavegi.
„Þetta hefur verið mikil veðurblíða. Hitinn í dag [í gær]
fór í allt að 22 stig,“ segir Haraldur Eiríksson, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurður um hlýindin á
Norðurlandi um helgina.
„Við sáum meiri hita í Ásbyrgi. Þá fór hitinn upp í 25
stig á Möðruvöllum og Mánárbakka um helgina. Þetta er
búið að vera einmuna blíða og mikil hlýindi.“
– Er tíðin óvenjuleg eða er algengt að það komi svona
hlýindakafli í september?
„Þetta er ábyggilega með mesta móti. Það er ekki al-
gengt að fá svona mikinn hita í september. Það hefur ver-
ið hlýtt um allt land en þó mest fyrir norðan þar sem hit-
inn var víðast hvar yfir 20 stig.“
– Má gera ráð fyrir að næstu dagar verði hlýir?
„Já. Hlýindin voru þó sennilega í hámarki um helgina
en það verður hlýtt áfram í að minnsta kosti nokkra daga
í viðbót. Ég tók eftir því að um helgina fór hitinn í 20 stig
vestur í Dýrafirði sem er fáheyrt í september. Það má því
segja að þetta hafi verið óvenjuleg hlýindi. Það held ég að
sé alveg óheyrt að segja,“ segir Haraldur sem kveðst að-
spurður eiga von á að hitinn verði á bilinu 15 til 20 stig
fyrir norðan þegar best lætur í dag og á morgun. Spáin
fram á föstudag sé góð. „Sumarið hefur verið best sunn-
an- og vestanlands. Norðanmenn áttu því kannski hlýind-
in inni,“ segir Haraldur og hlær. baldura@mbl.is
Óvenjuhlýtt miðað við
árstíma á Norðurlandi
Spáin góð út vinnuvikuna Fáheyrð hlýindi í Dýrafirði
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blóm og blómarósir Hugað að gróðri á Akureyri.