Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 12 12 L L L 12 16 14 L 10 SÍMI 462 3500 12 L L 16 THEOTHERGUYS kl. 6-8-10 AULINN ÉG 3D kl. 6 DESPICABLEME3D kl. 8 THEEXPENDABLES kl. 10 SÍMI 530 1919 12 L 12 18 16 14 12 10 THEOTHERGUYS kl. 8-10.30 THEFUTUREOFHOPE kl. 6-8-10 AULINNÉG 3D kl. 5.45 THE HUMAN CENTIPEDE kl. 10.20 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SALT kl. 8 VAMPIRESSUCK kl. 6 THELASTAIRBENDER 2D kl.5.30 THEOTHER GUYS kl. 5.30-8-10.30 THEOTHER GUYSLÚXUS kl. 5.30-8-10.30 DESPICABLEME3D kl. 3.30-5.40-8 AULINN ÉG 3D kl. 3.30-5.40 AULINN ÉG 2D kl. 3.30 SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 8-10.30 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SALT kl. 10.10 KARATEKID kl. 5.10 .com/smarabio "Ísland gæti veitt heiminum innblástur og þessi heimildarmynd er sýn á þá möguleika." - Damien Rice, tónlistarmaður Sýnd kl. 8 og 10:15Sýnd kl. 8 og 10 (3D) - enskt tal 2 VIKUR Á TOPPNUM! Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 6 (2D) - íslenskt tal STEVE CARELL Sýnd kl. 6 (3D) - íslenskt tal Sýnd kl. 5:50 FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN OF THE DEAD KEMUR EIN FYNDNASTA OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. ÍSLENSKT TAL Pétur Jóhann Sigfús- son fer á kostum í einni skemmtilegustu teiknimynd ársins HHH S.V. - MBL -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Það er glúrinn leikur hjáSambíóunum að frumsýnaThe Ghost Writer, nýjumyndina hans Polanskis, á þessum tímapunkti þegar ævi- saga Tonys Blairs er að koma út og hremma ómælda athygli. Vissu- lega er margt líkt með skyldum. Viðfangsefni leigupennans (ghost writer), sem er einfaldlega aldrei kallaður annað en Draugurinn – The Ghost (McGregor), er enginn annar en fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, Adam Lang (Brosn- an). Á hinn bóginn var The Ghost Writer, sem byggð er á skáldsögu eftir Robert Harris, frumsýnd í vetur á Berlínarhátíðinni, þar sem gamli seigur, Polanski, hirti Silf- urbjörninn fyrir leikstjórnina (geri aðrir rétt áttræðir menn betur), í framhaldinu fór myndin almennt í dreifingu. Forsagan er hins vegar sú að Polanski hafði mikinn áhuga á að festa á filmu Pompeii, eina af bókum Harris um Rómaveldi hið forna. Undirbúningur var hafinn fyrir tveimur, þremur árum og átti myndin að verða ein dýrasta Evr- ópuframleiðsla sögunnar þegar verkföll settu strik í reikninginn. Þeir félagar vildu vinna saman og varð The Ghost fyrir valinu, en kvikmyndahandritið er eign beggja. Nýjasta mynd Polanskis kemur sannarlega á óvart. Eftir þreif- ingar í ýmsar áttir að undanförnu snýr þessi frábæri leikstjóri sér að fersku viðfangsefni, hörkuspenn- andi, snúnum en skynsamlegum, hápólitískum trylli sem hefur marga kosti til að bera; vel skrif- aður og stýrt, leikinn og gerður. Hann varpar áhorfendum inn í baktjaldamakk stórveldanna, gæg- ist á bak við tjöld sem eru alla- jafna vandlega dregin fyrir þá at- burðarás sem alls ekki má koma fyrir almenningssjónir. Að þessu sinni glæpsamlegt leynimakk breska forsætisráðherrans Langs við leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, ef það hefur farið framhjá einhverjum. Ætlunarverk Langs er að bursta sínar pólitísku tennur með ævisög- unni en hlutirnir fara á verri veg en ætlað er. Fyrsti leigupenninn, sem jafnframt var náinn aðstoð- armaður Langs, er myrtur, nú er komið að „Draugnum“ að taka við tannburstanum og er honum kom- ið fyrir í afdrepi Langs ásamt konu hans Ruth (Williams), hjá- konunni Ameliu (Cattrall) og öðru nánu starfsliði á eyju undan aust- urströnd Bandaríkjanna (Martha’s Vineyard?). Bókin á að verða driffjöður í lífi leigupennans og skriftirnar hefjast vandræðalítið en fljótlega syrtir í álinn. Stuðningur Langs við að koma á ólöglegan hátt meintum hryðjuverkamönnum í hendur CIA á meðan hann var í embætti kemst í hámæli og eyjan verður leikvöllur blaðamanna, embættismanna og mótmælenda svo tæpast verður þverfótað. Ekki bætir úr skák að með hverjum deginum rekur Draugurinn sig á óheppilegar upp- lýsingar úr vafasamri fortíð Langs, hann óttast að forveri hans hafi komist til botns í þessu ljóta máli og goldið fyrir með lífi sínu og sjálfur sé hann að taka sína eigin gröf. Polanski byggir upp skemmti- lega válegt andrúmsloft á eyjunni þar sem engum er treystandi og Draugurinn í hrikalegri klemmu sem hann ræður ekki við að losna úr í því grugguga umhverfi spill- ingar, kynferðismála og glæpa- verka sem þar ríkir ljóst og leynt. Hann á að taka til í haughúsinu, sem reynist jafn hættulegt sem óvinnandi verk. Spennan hleðst upp í kringum athafnir Draugsins, þessa nytsama sakleysingja sem sér ekki handa sinna skil í þeirri dauðans alvöru og gjörningaveðri sem hann lét tæla sig út í, í von um fé og frama. The Ghost Writer á McGregor mikið að þakka, hann er réttur leikari til að fara með vandasamt hlutverk Draugsins sem flækist í varasama og viðkvæma atburðarás í stað þess að skrifa forvitnilega metsölubók, uppbyggilega fyrir ferilinn. Brosnan fer með frekar lítið en mikilvægt hlutverk Langs og gerir því fín skil á sinn besta, sjálfumglaða, kómíska hátt, sem Polanski hefur óblandna ánægju af að krydda myndina með. Cattrall kemur á óvart, er traust innlegg (og vitaskuld kynþokkafull) sem hjákonan sem er ekki öll þar sem hún er séð. Gæðaleikarinn Wilk- inson fær lítið fyrir sinn snúð en ánægjulegast er að sjá gamla stór- leikaranum Eli Wallach bregða fyrir, nánast aldargömlum en enn með fornfræga reisn að vopni. The Ghost Writer er ósvikin háklassa-afþreying, hlaðin lævísu og banvænu andrúmslofti og dálít- ið glaðhlakkalegri spennu sem minnir á meistara Hitchcock. Pol- anski hefur fengist við slík verk áður, einkum í Frantic, þar sem hann náði engan veginn slíku valdi á vályndum veðurskilyrðum efnis- ins sem hér. Spenna Pierce Brosnan í hlutverki Lang og Ewan McGregor í hlutverki Draugsins takast á í The Ghost Writer. Sambíóin The Ghost Writer bbbbn Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalleik- arar: Ewan McGregor, Kim Cattrall, Olivia Williams, Pierce Brosnan, Tim- othy Hutton, Tom Wilkinson, James Bel- ushi, Eli Wallach. 120 mín. Frakkland/ Þýskaland/England. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Draugurinn nálgast kirkjugarðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.