Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 6
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er tímabundinn kyrr- stöðusamningur. Svo þegar honum lýkur eða skilmálar samningsins standa ekki fer málið áfram sína leið. Samningurinn gengur í raun og veru ekki út á annað en að menn verða ásáttir um að hætta tímabundið ein- hverjum aðgerðum sem hafa verið í gangi og síðan þegar því er lokið, eða ef skilmálarnir halda ekki, er þeim aðgerðum framhaldið,“ segir Hösk- uldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, aðspurður um þá gagnrýni á bankann að fyrirliggjandi kyrrstöðusamningur við Gaum sé óeðlilegur. „Ég fékk til dæmis spurningu um þetta frá Morgunblaðinu í júní. Þá var spurt um sambærileg mál gagnvart heimilunum, nánar tiltekið um þá ákvörðun okkar að krefjast ekki uppboða á heimilum fólks fram að áramótum. Ég gat þá ekki svarað því nákvæmlega hvað tæki svo við. Um áramótin er þeirri kyrr- stöðuaðgerð lokið og þá tekur eitt- hvað annað við. Þannig að mér finnst þessi gagnrýni svolítið byggð á mis- skilningi. Slíkir kyrrstöðusamningar hafa þannig viðgengist allt frá því að bankarnir byrjuðu að vinna í þeim fjöldamörgu málum skuldara sem ekki geta staðið í skilum á skuld- bindingum sínum. Þetta hefur verið við lýði í einu eða öðru formi mjög lengi. Mér finnst ummæli umboðs- manns skuldara gefa tilefni til þess að við þurfum að upplýsa hann bet- ur.“ Viðgengist hjá öllum bönkum Höskuldur heldur áfram. „Annað í þessu er að umboðs- maður skuldara tiltekur okkar banka og einn annan sérstaklega er hann upplýsir að hann hyggist leita þar upplýsinga um slíka samninga. Ég held að sambærilegir samningar hafi viðgengist hjá öllum bönkum. Ég minnist þess líka að stjórnvöld hafi gert svona kyrrstöðusamninga, eða greiðslufrystingarsamninga. Það er spurning hvað þetta er kallað. Menn eru svolítið að fjalla um þetta nýyrði, kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á „standstill-samningi“. Ég man til dæmis eftir því að í aðgerð Fjármálaeftirlitsins gagnvart einum sparisjóði var gerður svokallaður greiðslufrystingarsamningur og inn- an sviga „standstill-samningur“. Þannig að þetta er einhvers konar misskilningur sem ég held teng- ist þessu nýyrði.“ – Hvernig bregstu við þeim ummælum Ástu Sigrúnar, um- boðsmanns skuldara, að málsmeðferð Gaums vitni um að það séu tvær þjóðir í þessu landi þegar kemur að samskiptum banka og almennings, þ.e. að yfirstétt í fjármálalífinu búi við önnur kjör en almenningur? Eins og fyrir almenning „Ég held að þetta sé misskiln- ingur hjá henni. Við höfum beitt alls- konar frystingum gagnvart ein- staklingum til skemmri tíma og lengri. Það má nefna eitt úrræði, sem er reyndar ekki tvíhliða eða marghliða samningur, en við höfum til dæmis gefið út þá tilskipun í fyrrahaust að við myndum fresta öll- um uppboðum á íbúðahúsnæði fólks, sem er náttúrulega fullnustuaðgerð, út árið 2010. Þannig að ég er ekki sammála þessu.“ – Hvernig bregstu við þeirri umræðu í þjóðfélaginu að þarna sé verið að hygla auðmönnum með óeðlilegum hætti? „Við getum ekki brugðist við henni öðruvísi en að upplýsa al- menning betur. Við sendum frá okk- ur tilkynningu sem miðar að því að reyna að útskýra betur um hvað málið snýst. Þar kemur fram að þetta er ekkert einsdæmi. Það hafa fjöldamargir slíkir samningar verið gerðir, bæði við einstaklinga og fyr- irtæki. Ég held að við þurfum að upplýsa umboðsmann skuldara bet- ur. Við munum óska eftir því að eiga góðan fund með henni um það og munum að sjálfsögðu svara þeim fyrirspurnum sem hún kann að leggja fram.“ Veit ekki meira en þá – Í lok ágúst var haft eftir þér að þú hefðir ekki upplýsingar um hvaðan Jóhannes Jónsson, gjarnan kenndur við Bónus, hefði fé til að kaupa nokkur fyrirtæki sem metin eru á um 2% af veltu Haga. Hafa ein- hverjar upplýsingar borist síðan? „Nei. Málin ganga þannig fyrir sig að það er gert samkomulag og síðan þurfa menn að standa skil á því. Það er ekki búið að ganga frá þessu. Þessar greiðslur hafa ekki átt sér stað og við höfum ekki afhent hlutabréfin. Ég hef í raun og veru ekki meiri vitneskju en ég hafði þá.“ Inntur eftir því hvort það bryti í bága við lög um fjármálastarfsemi ef Jóhannes greiddi fyrir hlutinn með fé sem óljóst væri hvaðan kæmi, á sama tíma og svona er ástatt um fé- lög sem honum tengjast, svarar Höskuldur því til að svo lengi sem féð komi eftir eðlilegum leiðum líti Arion banki svo á að farið sé að lög- um. „Ef það kemur millifærsla frá öðrum banka sé ég ekki að við aðhöf- umst meira í því. Við gætum þess að fara að lögum og reglum og erum með okkar eftirlitskerfi til að tryggja að farið sé að lögum. Við sjáum til þess að peningarnir komi eftir löglegum leiðum. Ef pening- arnir koma frá bankareikningi í öðr- um banka sem er eftirlitsskyldur og uppfyllir öll skilyrði er í sjálfu sér ekki mikið sem við gerum í því,“ seg- ir Höskuldur sem kveðst aðspurður ekki geta tjáð sig um greiðslufrest- inn sem Jóhannes hefur fengið. – Ef við víkjum aftur að Gaumi. Ertu tilbúinn að tjá þig um á hvaða stigi athugun ykkar á stöðu fyrir- tækisins er? „Við erum að vinna í því máli. Nú erum við á ákveðnum stað í því ferli og það er í raun ekkert hægt að segja meira til um það.“ Ólíklegt að skuld Gaums innheimtist að fullu – Félagið skuldar Arion banka tugi milljarða. Telurðu raunhæft sem bankastjóri að félagið geti unnið sig út úr þessum vanda og orðið borgunarmaður fyrir þessari skuld? „Ég held – og tel jafnframt að það hafi komið fram – að það sé frek- ar langsótt að félagið sé borgunar- maður fyrir öllum sínum skuldum. Þetta gengur þannig fyrir sig að bankinn er að reyna að hámarka sína innheimtu, hvort sem það er öll skuldin eða einhver hluti hennar, verulegur eða mjög lítill. Það er mjög langt á milli fullrar innheimtu og engrar innheimtu og bankinn er í sjálfu sér að reyna að hámarka sinn hlut. Ég tel ólíklegt að skuldin inn- heimtist að fullu.“ Hvað snertir önnur atriði kyrr- stöðusamnings kveðst Höskuldur ekki hafa heimild til að tjá sig um efni hans á þessu stigi. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 www.noatun.is FLJÓTLEGT OG GOTT Hafðu það gottmeð Nóatúni PLOKKFISKUR KR./KG 999 1359 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI 26% afsláttur Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Þetta var alveg meiriháttar. Við stefndum auðvitað að því að vinna en gerðum okkur ekki alltof miklar von- ir um að það rættist,“ sagði Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, en skáksveit skólans sigraði á Norður- landsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Osló í Noregi um helgina. Þegar Morgunblaðið náði tali af Helga í gærkvöld beið hann eftir flugvél á flugvellinum í Osló og var hreinlega í skýjunum. Skáksveitin, sem var skipuð Degi Ragnarssyni, Oliver Aron Jóhannes- syni, Jóni Trausta Harðarsyni, Kristófer Jóel Jóhannessyni og Kristni Andra Kristinssyni, sigraði finnsku sveitina í lokaumferðinni og hlaut í heild 15 vinninga, 1,5 vinn- ingum meira en danska sveitin sem var í öðru sæti. Þjálfari liðsins var Hjörvar Steinn Grétarsson, einn efnilegasti skákmaður landsins, sem jafnframt varð Norðurlandameistari með Rimaskóla árið 2008. Skáksveit Rimaskóla vann Norðurlandamót í Osló Skólinn vann sama mót árin 2004 og 2008 Norðurlandameistarar Helgi Árnason, skóla- og fararstjóri, ásamt Degi, Oliver Aroni, Jóni Trausta, Kristófer Jóel og Kristni Andra. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs- maður skuld- ara, gefur Arion banka frest til næsta mánu- dags til að leggja fram skriflegt svar vegna spurninga um kyrrstöðusamn- inginn. „Ég óska eftir skriflegu svari og útskýringum á því hvers eðlis þessir samningar eru. Ég mun senda sambæri- lega fyrirspurn á aðra banka, Landsbankann, Íslandsbanka og Byr, og heyra þeirra sjón- armið. Hvað snertir greiðslu- frest á vöxtum á skuld Gaums við bankann ber að hafa í huga að almenningi stendur slíkur frestur ekki til boða.“ Spurð hvort hún telji að samningurinn sé til vitnis um að það séu tvær þjóðir í land- inu segir hún ljóst að fyrir og eftir hrun hafi ákveðnir aðilar notið fyrirgreiðslu. „Það vekur manni ugg ef það á að halda áfram.“ Gefur frest til mánudags EKKI VIÐ SAMA BORÐ Ásta Sigrún Helgadóttir Ver kyrrstöðusamninginn  Bankastjóri Arion banka segir gagnrýni á kyrrstöðusamning bankans við Gaum byggða á misskilningi  Telur umboðsmann skuldara á villigötum Morgunblaðið/Golli Biðstaða Bankastjóri Arion banka segir kyrrstöðusamning við Gaum hluta af þeirri viðleitni bankans að fá sem mest upp í kröfur, alls 50 milljarða. Svör bankastjórans benda til að reiknað sé með að hluti upphæðarinnar tapist. Höskuldur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.