Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Veður víða um heim 5.9., kl. 18.00
Reykjavík 16 skýjað
Bolungarvík 17 léttskýjað
Akureyri 16 léttskýjað
Egilsstaðir 16 skýjað
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað
Nuuk 12 heiðskírt
Þórshöfn 11 þoka
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 15 léttskýjað
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 18 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 17 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 17 heiðskírt
Vín 15 léttskýjað
Moskva 15 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 16 léttskýjað
Montreal 15 skýjað
New York 22 heiðskírt
Chicago 19 skýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:25 20:28
ÍSAFJÖRÐUR 6:25 20:38
SIGLUFJÖRÐUR 6:07 20:22
DJÚPIVOGUR 5:53 19:59
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn og þriðjudaginn
6. og 7. september, kl. 18, báða dagana
í Galleríi Fold, við Rauðarárstíg
A
lfreð
Flóki
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
í dag mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17,
(verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag)
Hægt er að skoða
uppboðsskrána á
myndlist.is
Ákveðið hefur verið að loka útibúi
Landsbankans á Hellissandi og sam-
eina það útibúinu á Ólafsvík frá 17.
september. Í tilkynningu Lands-
bankans segir að lokunin sé liður í
hagræðingu innan bankans. Þegar
hefur náðst samkomulag við Snæ-
fellsbæ um að sveitarfélagið kaupi
húsnæði útibúsins á Hellissandi.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, segir bæjarstjórnina
ekki sátta við niðurstöðuna en segir
jafnframt að þetta sé þriðja tilraun
bankans til að leggja útibúið á Hell-
issandi niður. Síðast hafi það verið
reynt í fyrra en ákvörðun um það
hafi verið frestað. „Það var vilji bæj-
arstjórnar að halda þessari þjónustu
í bænum en eftir viðræður í þriðja
sinn var fullreynt að bankinn hyrfi
frá sparnaðarkröfu sinni og hætti við
að loka þessu útibúi,“ segir Kristinn.
Þetta þýðir að íbúar á Hellissandi
og Rifi þurfa að sækja bankaþjón-
ustu á Ólafsvík sem er um níu kíló-
metra í burtu. Engin bankaútibú eru
lengur á Hellissandi en hraðbanki á
vegum Landsbankans verður þar þó
áfram. „Þetta ergir fólk enn meira
því að Pósturinn fór einnig fyrir
skömmu síðan. Það er dapurlegt að
þegar kemur að niðurskurði er alltaf
byrjað úti á landi. Það verður minna
vart við hann í þéttbýlinu.“
Betri þjónusta fyrir svæðið
Eysteinn Jónsson, útibússtjóri
Landsbankans í Snæfellsbæ, segir
ástæðu lokunarinnar einfaldlega
vera hagræðingu. Bankinn hafi rekið
húsnæði á Hellissandi sem nú hafi
verið selt bænum en þeir þrír starfs-
menn sem störfuðu í útibúinu fái
áfram vinnu í útibúinu í Ólafsvík.
„Við teljum nóg að vera með eitt
útibú í Snæfellsbæ. Það er stutt á
milli, þetta eru eins og tvö hverfi í
sama sveitarfélagi.“
Að mati Eysteins mun sameining
útibúanna tveggja leiða til betri
bankaþjónustu á svæðinu. „Nú verð-
ur öll starfsemin á einum stað og
starfsmenn hafa meiri möguleika á
að þróa sig áfram í starfi og geta sótt
sér fræðslu á auðveldari hátt. Starfs-
mennirnir verða nú allir á sama stað,
geta lært hver af öðrum og þannig
veitt viðskiptavinunum betri þjón-
ustu.“ Aðspurður segir Eysteinn
frekari hagræðingu á svæðinu ekki
standa til af hálfu Landsbankans.
kjartan@mbl.is
Alltaf byrjað úti á landi
Útibúi Landsbankans á Hellissandi lokað og sameinað útibúi Ólafsvíkur
Engar uppsagnir og betri þjónusta fyrir íbúana segir útibússtjóri
Þjónustu hætt
» Eina þjónustan sem eftir er
á Hellissandi er stjórnsýsla
Snæfellsbæjar.
» Vegalengdin sem íbúar
þurfa að ferðast til að sækja
bankaþjónustu er 9 kílómetrar.
» Til samanburðar eru rúm-
lega 10 kílómetrar frá Folda-
skóla í Grafarvogi að Lækj-
artorgi í miðbæ Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Golli
Landsbankinn Engar uppsagnir
eru í tengslum við hagræðinguna.
Þau Jóhanna mættu til þings ogtöldu sig hafa hresst upp á
hrellda ríkisstjórn.
Og þau sögðusthafa náð stór-
góðum árangri í
efnahagsmálum.
Daginn eftirkomu tölur
Hagstofunnar.
Um það sagðiJón Magn-
ússon lögmaður og
fyrrum þingmað-
ur: „Hagstofan
segir okkur samt
að um samfellt
samdráttarskeið
hafi verið að ræða
árið 2009 og fyrstu
mánuði ársins 2010. Samdráttur
landsframleiðslu árið 2009 varð
6,8% og fyrstu 6 mánuði ársins
2010 er samdráttur landsfram-
leiðslu 7,3%. Það þýðir líka að lífs-
kjörin í dag eru að verulegu leyti
skuldsett, annars væru þau til
muna verri vegna þessa gríðarlega
samdráttar.
Þjóðir heims miða við að sé
landsframleiðsla neikvæð í 3 mán-
uði í röð þá sé kreppuástand. Hér
hefur samdráttur landsframleiðslu
verið samfelldur í 18 mánuði en Jó-
hanna og Steingrímur tala um það
sem sérstakan árangur ríkisstjórn-
arinnar.
Því miður er að sannast að
kreppan verður verri en hún hefði
þurft að vera vegna óhæfrar rík-
isstjórnar. Hvort sem okkur líkar
betur eða verr þá er ástandið graf-
alvarlegt, því miður.“
Áður var Lísa í Undralandi nokk-uð kunn af bókum.
En nú er Jóhanna að lýsa Undra-landi, sem jafnvel hennar eigin
Hagstofa veit ekki hvar er að finna.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Að lýsa Undralandi
Jón Magnússon
Forðast á að nota þvaglegg til að
taka þvagsýni í þágu rannsóknar
sakamála. Þetta kom fram í svari
frá dómstóla- og mannréttinda-
ráðuneyti til umboðsmanns Alþing-
is í tilefni af athugun hans á máli
konu sem kvartaði til ríkissaksókn-
ara yfir því hvernig staðið var að
töku þvagsýnis úr henni. Jafnframt
var fallist á það í bréfinu að grund-
vallarreglunni um meðalhóf hefði
ekki verið fylgt í þessu tiltekna
máli og réttara hefði verið að allir
lögreglumenn sem aðstoðuðu við
sýnatökuna hefðu verið kvenkyns
hefði slíkt verið mögulegt. Jafn-
framt var tekið fram að óskað
hefði verið eftir að ríkislögmaður
tæki málið upp kæmi fram krafa
um það og ákvað umboðsmaður því
að aðhafast ekki frekar í málinu.
haa@mbl.is
Forðist
þvaglegg