Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 19
syni þakkir að gjalda á kveðju-
stund.
En mér var Oddur enn fleira og
persónulegra. Hann var mér góður
samstarfsfélagi um eina tvo áratugi
og fyrirmynd um margt. Þó kynnt-
ist ég honum e.t.v. ekkert meira en
gengur og gerist meðal vinnu-
félaga. Síðan gerðist það sem ég vil
einkum þakka fyrir á þessari
kveðjustund. Það hófst með þeirri
gæfu minni – og vissulega líka
þeirra hjóna Odds og Díu – að þau
ventu kvæði sínu í kross fyrir
nokkrum misserum, yfirgáfu Vest-
urbæinn þar sem þau áttu rætur og
fluttu á Álftanesið; og það þótt nes-
ið væri að sökkva í skuldafen, enda
ekki rismikið yfir sjávarmáli. Hér
höfðum við Helga búið í hálfan
fjórða áratug þegar þau hjón námu
land í næsta nágrenni við okkur.
Samskiptin hófust aftur en þó
hægt. En svo fyrir tæpu ári urðu
þáttaskil í mínu lífi sem urðu mér
erfið með veikindum og andláti
Helgu konu minnar. Þá létu þau
Oddur og Día ekki á sér standa og
réttu mér hlýja hjálparhönd. Það
voru ekki margir dagarnir sl. vetur
sem hófust ekki með göngu okkar
Odds hringveginn um nesið okkar
og spjalli yfir kaffisopa og kræs-
ingum á fallegu heimili þeirra
hjóna með dagskímuna umhverfis
Keili fyrir augunum. Þessi samvera
réð úrslitum um að ég komst yfir
minn erfiðasta hjalla. Síðan snerist
dæmið við: Ég fór í hlutverk þess
sem reynir að örva og gleðja þegar
heilsu Odds fór skyndilega að
hraka. Réttara er að segja þau
hjón og ég skiptumst á hvatningu
og uppörvun.
Fyrir umhyggju Odds í minn
garð verð ég eilíflega þakklátur.
Día syrgir góðan mann.
Þorkell Helgason.
Oddur og Día leiddust alltaf. Það
var í einni kvöldgöngunni fyrir
rúmum tuttugu árum að þau komu
við hjá foreldrum mínum á Tóm-
asarhaganum og spurðu hvort þau
vildu ekki kaupa hús. Húsið þeirra
við Faxaskjól 4. Foreldrar mínir
hlýddu. Sjálf fluttu Oddur og Día
inn í Faxaskjól 10, og þar með
hófst vinátta okkar Odds. Við höf-
um ekki séð eftir því.
Ég fór að venja komur mínar í
F10. Sat við gluggann og starði út
á hafið með Díu, Oddur færði okk-
ur kaffi og með því, stöku sinnum
vínglas með ostabakka sem hann
hafði verið lengi að dunda sér við
að skreyta. Við spjölluðum um allt
milli himins og jarðar.
Oddur var skemmtilegur, vel les-
inn, fluggreindur og vinalegur. Ör-
látur og fyndinn og mér þótti vænt
um hann. Ekki spillti fyrir að hann
var pabbi hennar Gunnu vinkonu,
eða Gunnu Odds eins og hún er oft-
ast kölluð af mér og mínum.
Eitt sinn hringdi Gunna í mig, og
bað mig að koma eins og skot yfir í
F10. Þegar ég kom stóð hún stolt
við hlið föður síns, hélt utan um
hann og sagði hátt og skýrt: „Pabbi
var að drepa rottu, hér með verður
hann kallaður faðir minn, rottub-
aninn mikli!“ Oddur benti mér á
morðvopnið. Grænn glersteinn.
Mér fannst þetta töff, mamma mín
drepur mýs með eter, en Oddur
Ben. rottur með glersteinum. Við
vorum hreyknar báðar tvær og
hann glaður
Ég mun sakna þess að sjá þau
ekki lengur leiðast á kvöldgöngu í
Faxaskjólinu og sjá þau vinka til
þeirra sem standa við eldhúsglugg-
ann í Faxaskjólinu. Og horfa út á
sjóinn.
Elsku Día, Gunna mín og Kata:
ég sendi ykkur öllum mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Þorgerður Sigurðardóttir.
Kveðja frá félagi tölv-
unarfræðinga
Fallinn er frá fyrsti heiðursfélagi
í Félagi tölvunarfræðinga, Oddur
Benediktsson. Oddur er af mörgum
talinn guðfaðir tölvunarfræðinnar á
Íslandi.
Með hæglæti sínu og yfirvegun
var Oddur óþreytandi við að leið-
beina nemendum sínum og með
einlægum áhuga smitaði hann okk-
ur sem numum hjá honum. Í fagi
sem breytist jafn ört og tölvunar-
fræði var Oddur stöðugt að fylgjast
með og endurnýja þekkingu sína.
Á löngum og farsælum kennslu-
ferli hefur meirihluti tölvunarfræð-
inga í landinu numið hjá Oddi.
Oddur var gerður að heiðurs-
félaga í Félagi tölvunarfræðinga
1997 fyrir einstakt framlag til fags-
ins.
Við kveðjum nú góðan félaga
með söknuði og sendum aðstand-
endum einlægar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Félags tölvunarfræð-
inga,
Ólafur Tr. Þorsteinsson,
formaður.
Síminn hringir síðla kvölds.
Tengdasonur minn lætur vita, að
Oddur Benediktsson sé látinn. Ótal
minningabrot svífa um hugann líkt
og myndir á tölvuskjá. Ég flyst 46
ár aftur í tímann, er þá nálægt lok-
um framhaldsnáms, sem Gunnar
Böðvarsson jarðeðlisfræðingur
hafði drifið mig í og stutt með ráð-
um og dáð. Bréf berst frá honum,
þar sem segir, að hann hafi fundið
mér góðan samstarfsmann. Þetta
var Oddur, sem hafði líkt og ég
heillast af fjölbreyttum möguleik-
um tölva, en þær nefndust þá
reyndar rafreiknar. Hann var þá að
ljúka framhaldsnámi í stærðfræði í
New York.
Við Oddur gerðumst starfsmenn
Reiknistofnunar Háskólans, sem
fékk sína fyrstu tölvu í árslok 1964,
Oddur í fullu starfi en ég í hálfu.
Okkar hlutverk var fyrst og fremst
að kynna þetta nýja tæki, kenna
notkun þess og aðstoða notendur.
Kennsla var Oddi afar hugleikin,
svo og lipur aðstoð við aðra. Ég
man hve hann gladdist við þau orð
yfirmanns okkar, Magnúsar Magn-
ússonar, að hann hefði heyrt hjá
viðskiptavinum, að þjónusta stofn-
unarinnar þætti lipur og góð. Sam-
félagsvitund og umhyggja fyrir
öðrum var Oddi í blóð borin.
Á miklu kalári um þetta leyti
hafði hann ferðast um landið og séð
kalin tún bændanna. Svo mjög
rann honum þetta til rifja, að hann
kallaði okkur, starfsmenn Reikni-
stofnunarinnar, saman kvöld eitt til
þess að gera frumdrög að reiknilík-
ani til að reikna út, hvernig hag-
kvæmast væri að flytja hey milli
héraða og skipta því niður. Mörg-
um árum síðar var þetta líkan út-
fært nánar og birt. Ekki fóru skoð-
anir okkar alltaf saman í ýmsum
þjóðmálum, en ekki skyggði það
neitt á vináttuna. Eitt sinn lánaði
hann mér og fjölskyldu minni sum-
arbústað ættarinnar og áttum við
dýrðlega daga þar. Á þessum árum
tóku launataxtar ekkert mið af
þeim árafjölda, sem varið hafði ver-
ið í nám, og dugðu skammt fyrir
menn nýkomna úr námi. Við Oddur
stofnuðum því ásamt Ragnari Ingi-
marssyni og Theodóri Diðrikssyni
sameignarfélagið Reiknitækni og
Forskriftir (ROF) fyrir kvöld- og
helgarverkefni. Fyrirtækið varð að-
eins nokkurra ára en fékkst við
fjölbreytt verkefni, langstærst var
tölvuvæðing fasteignamats. Seinna
sáum við, að eðlilegra væri að
vinna fyrir sér á daginn og hættum
á Reiknistofnuninni. Oddur hélt þó
áfram frumkvæði sínu og baráttu
fyrir kennslu í hagnýttri stærð-
fræði við Háskóla Íslands og varð
seinna fyrsti prófessor í einni grein
hennar, tölvunarfræði, en um það
munu aðrir, mér kunnugri, vænt-
anlega fjalla. Eitt sinn, þegar kom í
minn hlut að útvega fyrirlesara í
félagi, sem ég var í, leitaði ég til
Odds. Ljúfur og hjálpsamur að
vanda var hann fús til þess. Ég bað
hann velja umræðuefnið. Hann
kvaðst ekki ætla að velja efni, sem
skoðanir okkar væru öndverðar
um, og flutti bráðskemmtilegt er-
indi um dvöl sína á Írlandi hjá
frændum okkar Írum. Fyrir þrem
árum bauð Oddur okkur gömlu fé-
lögunum í ROF heim til sín í há-
degisverð og nutum við þess að
hittast aftur.
Við Kristín sendum innilegar
samúðarkveðjur til Hólmfríðar og
fjölskyldu. Við geymum minn-
inguna um góðan genginn dreng.
Helgi Sigvaldason.
Við eigum það sameiginlegt að
hafa verið samkennarar Odds í
tölvunarfræði við Háskóla Íslands
um langt árabil og standa í mikilli
þakkarskuld við hann fyrir einstakt
frumkvöðlastarf hans í tölvunar-
fræðikennslu hér á landi. Oddur
gegndi forystuhlutverki í öllum
helstu skrefum sem stigin voru til
að efla þá kennslu, koma á skyldu-
námskeiði í forritun fyrir verk-
fræðinema árið 1968, gera tölvun-
arfræði að sérstakri námslínu
innan stærðfræðiskorar Háskóla
Íslands 1976, stofna tölvunarfræði-
skor við skólann 1988, koma á
meistaranámi í tölvunarfræði 1998
og loks námi í hugbúnaðarverk-
fræði 2001. Gjarnan var haft á orði
eftir fundi þar sem Oddur hafði
barist fyrir framgangi máls að þótt
hann væri langelstur væri hann
jafnframt langróttækastur. Tillögur
hans að breytingum einkenndust af
framsýni og víðsýni.
Oddur var næmur fyrir því hvað
í þróun tölvunarfræðinnar skipti
mestu máli og fljótur að tileinka
sér það. Hann var óhræddur við að
innleiða breytingar þó svo að við
samstarfsmenn hans vildum stund-
um fara hægar í sakirnar. Hann
átti það til að verða óþolinmóður
þegar honum fannst hann ekki
mæta nægilegum skilningi, hvarf
þá einstaka sinnum til annarra
starfa bæði innanlands og erlendis
um hríð en sneri brátt aftur til að
miðla af nýrri þekkingu sinni og
reynslu. Oddur lagði sig fram um
að fylgjast vel með námskrám við
erlenda skóla til að tryggja að
kennslan hér stæðist alþjóðleg við-
mið. Í samtölum við eldri nem-
endur má glöggt greina að hann er
í huga þeirra flestra sá kennari
sem hafði mest áhrif á þá. Hann
var nákvæmur og skipulagður en
hafði lag á því að brjóta upp
kennsluna með hnyttnum og hnit-
miðuðum samlíkingum og dæmi-
sögum.
Rannsóknarstörf Odds einkennd-
ust af sömu framsýni og víðsýni.
Leiðarljósið var hvernig nýta
mætti til góðs þau tækifæri sem
tölvutæknin bauð upp á hverju
sinni en gæta þess þó ætíð að
standa faglega og ábyrgt að slíkum
störfum. Rannsóknir hans tengdust
í upphafi því að gera stórar gagna-
skrár, t.d. fasteignamat, aðgengi-
legar og að gera ýmis reiknilíkön
m.a. til að ákvarða hagkvæmustu
stærð togskipa og meta þróun í
skólasókn Íslendinga. Síðar, þegar
útbreiðsla tölva jókst, hugaði hann
t.d. að því að hvernig tölvutæknin
gæti nýst skipstjórum við ákvarð-
anatöku í brú. Á síðari árum beind-
ust rannsóknir Odds meira að upp-
lýsingakerfum og gæðastjórnun í
hugbúnaðargerð sem hann vann í
samstarfi við fræðimenn frá Bret-
landseyjum og víðar og naut mik-
illar virðingar sem endurspeglast í
því að hann var gestaprófessor við
tvo háskóla í Bretlandi.
Eftir að Oddur lét af störfum
fyrir aldurs sakir árið 2007 var
hann áfram ráðgjafi okkar allra
sem alltaf var hægt að leita til í
erfiðum málum. Þótt hann segði
gjarnan síðustu ár sín við háskól-
ann „nú er kominn tími á að þið
unga fólkið takið við“ hafði hann
alltaf ákveðnar skoðanir á hlutun-
um, var alltaf jafn ferskur, frjór og
tillögugóður. Við kveðjum hann
með söknuði og virðingu.
Ebba Þóra Hvannberg,
Helgi Þorbergsson,
Hjálmtýr Hafsteinsson,
Jóhann P. Malmquist,
Kristján Jónasson,
Snorri Agnarsson, Sven
Þ. Sigurðsson.
Kveðja frá Krabbameinsfélagi
Íslands
Góður vinur, félagi og baráttu-
maður er nú fallinn frá.
Samstarf Odds Benediktssonar
og starfsmanna Krabbameins-
félagsins hófst snemma árs 2007
þegar hann undirbjó stofnun
Krabbameinsfélagsins Framfarar.
Oddur fór fyrir hópi manna sem
áttu það sameiginlegt að hafa
greinst með krabbamein í blöðru-
hálskirtli og vildu leggja sitt af
mörkum í þágu góðs málefnis. Það
var mikill styrkur fyrir okkur sem
vinnum að bættum hag krabba-
meinssjúklinga að fá Odd og félaga
til liðs við Krabbameinsfélag Ís-
lands.
Oddur var þægilegur maður í
samskiptum. Hann kom okkur fyrir
sjónir sem mikill fræði- og rök-
hyggjumaður sem gekk beint til
verks og vann ötullega að baráttu-
málum sínum. Hann var hlýr mað-
ur en ákveðinn og lagði mikið af
mörkum í starfsemi stuðningshóp-
anna. „Við megum engan tíma
missa, við þurfum að gera þetta
núna“ eru orð Odds og lýsa þau
manninum eins og við þekkjum
hann í sjálfboðastarfinu hjá
Krabbameinsfélaginu.
Oddur hafði stórhuga framtíðar-
sýn fyrir hönd Framfarar og átti
frumkvæði að mörgum góðum mál-
um. Hann kom á fót vefsíðu með
fræðsluefni og upplýsingum fyrir
fólk sem greinist með krabbamein
og miðlaði óspart þekkingu sinni,
m.a. á áhrifum holls mataræðis á
vöxt krabbameinsæxla. Hann hafði
meðal annars frumkvæði að þýð-
ingu bókarinnar „Bragð í barátt-
unni“ og útgáfu fræðsludisks fyrir
karlmenn sem greinast með
krabbamein í blöðruhálskirtli. Odd-
ur stóð einnig fyrir málþingum og
flutti fyrirlestra um krabbamein,
en markmið starfsemi Krabba-
meinsfélagsins Framfarar er að
efla rannsóknir á krabbameini.
Hann lagði margt gott til málanna í
stefnumótunarvinnu Krabbameins-
félagsins á síðasta ári og minnumst
við skarpra athugasemda hans og
ábendinga.
Oddur var alltaf boðinn og búinn
að ræða við þá sem höfðu greinst
með krabbamein og veita gagnleg-
ar upplýsingar sem gætu hjálpað
öðrum. Eitt af helstu baráttumál-
um hans var að þeir sem greinast
með krabbamein fái betri upplýs-
ingar um krabbamein og valkosti í
meðferð þess. Þeirri baráttu mun-
um við halda áfram.
Þegar litið er um öxl er
aðdáunarvert hve mikið starf hefur
verið unnið á þeim stutta tíma sem
Krabbameinsfélagið Framför hefur
starfað og þar var Oddur Bene-
diktsson í fararbroddi frábærra fé-
laga.
Fjölskyldu Odds og félögum í
Framför vottum við innilega sam-
úð.
Ragnheiður Haraldsdóttir.
Krabbameinsfélagið Framför var
stofnað 12. febrúar 2007 aðeins 13
dögum eftir að Oddur Benedikts-
son tölvunarfræðiprófessor við Há-
skóla Íslands hélt erindi í versl-
uninni „Maður lifandi“ um
mataræði og krabbamein í blöðru-
hálskirtli. Oddur hafði greinst með
sjúkdóminn rúmu ári áður. Eftir
erindi Odds settust nokkrir karlar
niður og ræddu sjúkdóminn og
leiðir til lækninga og aðgang að
þeim upplýsingum sem nauðsyn-
legar eru karlmönnum, er þeir
greinast, til þess að geta tekið upp-
lýsta ákvörðun um meðferðarúr-
ræði. Það er skemmst frá því að
segja að Oddur tók að sér að stilla
upp drögum að lögum fyrir krabba-
meinsfélag sem myndi einbeita sér
að því að láta rannsaka orsakir
blöðruhálskirtilskrabbameins og
stuðla að upplýstri umræðu og
upplýsingagjöf.
Oddur var óumdeildur formaður
félagsins frá stofnun þess og allt til
dauðadags. Fyrir hans tilstuðlan
gaf Rolf Johansen og Co ehf eina
milljón króna í Styrktarsjóð
krabbameinsfélagsins Framfarar.
Þar með gat félagið tekið til starfa
og strax á fyrsta ári stóð það fyrir
fyrirlestri Jane Plant prófessors í
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og systir,
HELENA SVAVARSDÓTTIR,
Hjaltabakka 8,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
8. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á að láta
samtökin Hugarafl njóta þess.
Reynir A. Eiríksson,
Linda Sólveig Birgisdóttir, Svan Hector Trampe,
Brynja Björk Birgisdóttir,
Birgir Fannar Birgisson, Dagmar Valgerður Kristinsdóttir,
barnabörn, systkini hinnar látnu og fjölskyldur.
✝
Elskuleg systir mín,
GUÐFINNA AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Reykjanesi,
Árneshreppi,
síðast til heimilis að,
Hlíðarvegi 29,
Kópavogi,
lést mánudaginn 30. ágúst á líknardeild Land-
spítalans.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 10. september kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
sem lést föstudaginn 27. ágúst, verður jarðsungin
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 7. september
kl. 13.00.
Jóhanna Hauksdóttir,
Atli Jóhann Hauksson, Hafdís Ólafsdóttir
og fjölskyldur.