Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Íslenskir ostar – hreinasta afbragð
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
0
-1
3
0
1
Á fimmtudaginn heldur Hörður Torfason 34. árlegu tónleika sína í stóra
sal Borgarleikhússins. Að þessu sinni verður hann með fjóra tónlist-
armenn sér til aðstoðar: Kristjönu Stefánsdóttur, söngkonu, Matthías
Stefánsson á gítar, fiðlu og mandólín, Hjört Howser á hljómborð og Ró-
bert Þórhallsson á bassa. Í ár eru 40 ár liðin síðan Hörður hljóðritaði sína
fyrstu plötu, Hörður Torfason syngur eigin lög, sem SG hljómplötur gáfu
út. Platan verður flutt í heilu lagi fyrrihluta tónleikanna. Eftir hlé verða
svo fluttir nýir og eldri söngvar sem flestir eiga það sameiginlegt að njóta
sín best í flutningi hljómsveitar.
Að sögn Harðar verður því ekki um að ræða hefðbundna trúbadorstón-
leika heldur söngvaskáldstónleika. Fyrsta platan mun líka koma út enn
eina ferðina á geisladisk og verður til sölu á tónleikunum auk annarra
platna með lögum Harðar.
Miðasal er hafin á Midi.is og í Borgarleikhúsinu.
Hörður Torfa með
árlega tónleika
Hörður Árlegir tónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á fimmtudag.
Bandaríski lagahöfundurinn Kara
DioGuardi hefur sagt sig úr dóm-
nefnd bandarísku sjónvarpsþátt-
anna American Idol. DioGuardi
hefur m.a. samið lög fyrir áströlsku
poppstjörnuna Kylie Minogue.
DioGuardi segir það hafa verið
stórkostlegt að fá að sitja í dóm-
nefndinni en sá sem heiðurinn á af
þáttunum, Simon Cowell, sagði sig
úr dómnefnd í maí sl. þar sem hann
ætlaði að helga sig bresku hæfi-
leikaþáttunum X Factor. Þá hætti
bandaríska gamanleikkonan Ellen
DeGeneres í dómnefnd American
Idol í júlí sl. Plötuútgefandinn
Randy Jackson er því einn eftir af
hinni upprunalegu dómnefnd þátt-
arins.
Reuters
Bless Kara DioGuardi.
DioGuardi hætt
í American Idol
Bandaríski leikarinn Taylor Laut-
ner fékk nýverið 40.000 dollara í
skaðabætur frá hjólhýsaleigu,
McMahon’s RV, sem stóð ekki við
það samkomulag sitt við leikarann
að koma með hjólhýsi á tökustað
kvikmyndarinnar Abduction, þann
21. júní sl. Upphæðin nemur tæpum
4,5 milljónum íslenskra króna.
Lautner er 18 ára og þekktastur
fyrir leik sinn í Twilight-kvikmynd-
unum. Hann mun ætla að gefa féð
til góðgerðarsamtakanna The Lolli-
pop Theater Network sem helgar
sig kvikmyndasýningum fyrir lang-
veik börn.
Lautner kærði samningsbrot
hjólhýsaleigunnar 23. ágúst sl. og
bauð eigandi leigunnar honum að
gera málið upp með armbeygju-
keppni. Á endanum var fallist á
skaðabætur.
Reuters
Harður Leikarinn Taylor Lautner.
40.000 dollarar
vegna hjólhýsis
Leikarinn og
leikstjórinn Eli
Roth segir gagn-
rýnendur hryll-
ingsmynda sinna
ekki skilja mynd-
irnar. Kvikmynd
Roth, Hostel frá
árinu 2005, fékk
æði misjafnar
viðtökur gagn-
rýnenda og var m.a. sögð „pynt-
ingaklám“. Roth segir hina nei-
kvæðu gagnrýnendur ekki hafa
áhuga á hryllingsmyndum. Stimpl-
ar á borð við „pyntingaklám“ segi
meira um gagnrýnendur en kvik-
myndina sjálfa. Þá skorti algjör-
lega skilning og áhuga á slíkum
kvikmyndum.
Þess má geta að Íslendingurinn
Eyþór Guðjónsson lék í Hostel og
að hún fékk að meðaltali 55 stig af
100 mögulegum á vefsíðunni Me-
tacritic,.
Roth úthúðar
gagnrýnendum
Eli Roth