Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Kristín Ágústsdóttir
Neskaupstaður | Verið er að
breyta fjallinu ofan Neskaupstaðar
til að draga úr snjóflóðahættu í
bænum. Unnið er við undirstöður
svokallaðra upptakastoðvirkja í
Innra-Tröllagili. Upptaka-
stoðvirkin, sem eru stálgrindur,
eru fyrsti hlutinn af varn-
arvirkjum á Tröllagiljasvæðinu.
Grindurnar eru settar niður í efstu
klettum og til þess ætlaðar að
auka stöðugleika snævar sem sest
í giljunum.
Undarlegt verkefni
Svo undarlega sem það nú
kann að hljóma er það Köfunar-
þjónustan ehf. sem vinnur verkið –
sem að mestu fer fram í 500-700
metra hæð yfir sjávarmáli. Atli
Þór Þorgeirsson, starfsmaður Köf-
unarþjónustunnar, og sérlegur
kláfasmiður, segir að fyrirtækið
hafi einfaldlega verið að sinna
furðulegum verkefnum og að þetta
verkefni flokkist sem slíkt.
Samkvæmt fyrstu fréttum af
verkefninu stóð til að nota kláf til
að flytja menn til og frá vinnu í
fjallinu. Enn sem komið er hefur
kláfurinn einungs verið notaður til
að flytja efni og búnað. Kláfurinn
hefur ekki tilskilin leyfi til að
flytja mannskap þar sem erfiðlega
hefur gengið að fá ákveðna hluta
hans vottaða við þessar aðstæður.
„Við flytjum ekki fólk í kláfnum á
meðan svo er,“ segir kláfasmið-
urinn Atli Þór. „Kláfurinn er enn í
smíðum og það kemur í ljós næsta
sumar hvort hann verður nýttur
til mannflutninga“.
Engir Íslendingar
á toppnum
Fjallamennirnir þurfa því að
ganga til og frá vinnu á hverjum
degi, um 500 metra hækkun og
eru því í fantaformi. Þeir eru sjö
sem starfa á hverjum degi í fjall-
inu, allt Litháar. Donatas Bugys
er einn þeirra sem ganga upp og
niður á hverjum degi. Hann segir
að í fyrstu hafi gangan tekið um
klukkustund. „En núna erum við
um 40 mínútur að fara þetta.
Þetta er erfið vinna.“ Donatas
kvartar ekki yfir veðrinu. „Veðrið
hefur verið allt í lagi. Oft þoka, en
samt allt í lagi. Í síðustu viku
rigndi svolítið mikið og síðasta
sunnudag snjóaði uppi,“ sagði
hann og brosti. „Við vinnum þar
til það fer að snjóa. Þá er ekki
lengur hægt að vinna við und-
irstöðurnar. Svo komum við aftur
næsta sumar.“
Einhverjir Íslendingar hafa
verið ráðnir í verkið, en hafa ekki
enst í starfinu. Ástæður þess telur
Atli Þór vera þær að vinnan er
erfið. „Það er ekki fyrir hvern sem
er að þurfa að hefja vinnudaginn á
slíkri göngu auk þess sem að-
stæður uppi á toppi eru erfiðar.“
Veðrið í Neskaupstað í sumar
hefur verið afspyrnu vont. Oft kalt
og þoka niður í miðjar hlíðar. Svo
virðist sem íbúar telji sig bera
persónulega ábyrgð á veðrinu og
auðheyrt er að þeir hafa áhyggjur
af „mönnunum í fjallinu“ við þess-
ar leiðinlegu aðstæður. Atli Þór
segir að þrátt fyrir að veðrið hafi
ekki verið neitt sérstakt hafi ekki
komið margir dagar þar sem ekki
hafi verið hægt að vinna sökum
veðurs. „Það er helst í grenjandi
rigningu og hífandi roki sem er
ekki stætt í fjallinu. Þrír dagar
hafa dottið út af þeim sökum.
Hætt þegar byrjar að snjóa
Framkvæmdirnar hafa gengið
vonum framar og við erum langt
komnir með þau 400 akkeri eða
undirstöður sem lagt var upp með
í þessum verkhluta.“ Unnið verður
í fjallinu þar til fer að snjóa, en þá
verður gert hlé þar til næsta sum-
ar. Samkvæmt útboðslýsingu skal
verkinu að fullu lokið í september
2012.
Fimm hundruð metra
hækkun fótgangandi
Framkvæmdir við snjóflóðavarnir
í Tröllagili ganga vonum framar
Fjallamennirnir Vinnumennirnir eru í fantaformi eftir daglegar gönguferð-
ir, um 500 metra hækkun, upp fjallið.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Fjallið Kláfurinn er einungis
notaður til að flytja efni og búnað.
Verkið
» Uppsetning stoðvirkja í
Innra- og Ytra-Tröllagili er
fyrsti hlutinn af varnarvirkjum
á svokölluðu Tröllagiljasvæði.
» Auk stoðvirkja í giljunum
tveimur er gert ráð fyrir ríflega
600 m löngum þvergarði og
15-18 m háum og tuttugu og
fjórum 10 m háum keilum og
ríflega 400 m leiðigarði neðan
giljanna.
» Stoðvirkin í Tröllagili eru
ólík stoðvirkjunum sem þegar
hafa verið sett upp í Dranga-
gili. Þar voru sett upp net, en í
Tröllagili verða settar upp stál-
grindur, sem taldar eru örugg-
ari og auðveldari í viðhaldi.