Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010 Ein af röksemdum ESB-sinna er að með evrunni og Evrópu- samrunanum hafi tek- ist að jafna lífskjör meðal Evrópubúa. Við fyrstu sýn getur þetta litið svo út en á bak við blasir við ólystugri mynd. Í heildina er við- skiptahalli evruríkj- anna ekki nema 60 milljarðar evra sem er lítið miðað við stærð þess. En þegar þess er gætt að ríkin þrjú, Þýskaland, Holland og Austurríki, eiga sam- tals 240 milljarða í viðskiptaafgang blasir við að hin 13 evrulöndin eru með viðskiptahalla sem nemur 300 millj- örðum evra og það slagar í viðskiptahalla allra ríkja Bandaríkj- anna. Sænski hagfræðing- urinn Stefan de Vyl- der vék aðeins að þessum málum í fyr- irlestri sem hann hélt í Háskóla Íslands nú í haust. Þar kom skýrt fram að í stað þess að auka jöfnuð í álfunni hefur myntbandalagið orðið til að auka ójafnvægi milli ríkja. Því fer vitaskuld fjarri að Evrópa sé eitt hagsvæði með sama hætti og til dæmis Bandaríkin þótt vitaskuld geti sú þróun orðið á löngum tíma og er eiginlega ósk- andi úr því að þegar hefur verið lagt upp í þessa vegferð. En fram til þessa hefur evr- usamstarfið stuðlað að því að styrkja til muna útflutnings- atvinnuvegi ríku landanna en veikja hagkerfi þeirra fátækari. Fyrir því eru ekki flókin rök. Gengi evrunnar fer einfaldlega bil beggja, þ.e. mitt á milli þess sem væri með gjaldmiðil sem bara þjónaði ríku löndunum og þess sem gjaldmiðlar fátækari evru- landanna myndu gera. Þar af leið- andi er evran lægra skráð en vera ætti fyrir t.d. Þýskaland og hærra skráð en hentar t.d. Ítalíu. Gjald- miðill sem er of lágt skráður ýtir undir útflutningsatvinnuvegi og hamlar innflutningi. Gjaldmiðill sem er of hár drepur heilbrigða framleiðsluatvinnuvegi en ýtir undir skuldasöfnun. Fáir þekkja þetta betur en Íslendingar. Margt í styrkjaumhverfi ESB hefur í orði miðað að jöfnun lífs- kjara í álfunni. En í reynd hefur allt það verið sem dropi á móti því sem evran hefur unnið í öfuga átt. Hefur evran jafnað lífskjör í Evrópu? Eftir Bjarna Harðarson »Margt í styrkjaum- hverfi ESB hefur í orði miðað að jöfnun lífskjara í álfunni. En allt er það sem dropi á móti því sem evran hef- ur unnið í öfuga átt. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali. ESA, eftirlits- stofnun EFTA, birti fyrir nokkru álit um ábyrgð íslenskra stjórnvalda á skuld- bindingum Innláns- tryggingasjóðs (TIF) m.a. vegna Icesave- reikninga Landsbank- ans. ESA virðist telja að fyrirkomulagi TIF hafi verið ábótavant þar sem sjóðurinn geti ekki greitt út lög- bundna lágmarks- tryggingu upp á 20.887 evrur. Stofnunin kemst að þeirri nið- urstöðu að þar sem ís- lenska ríkið hafi ekki tryggt greiðslugetu TIF beri það nú ábyrgð á greiðslu þessara 20.887 evra. Sé þetta rétt túlkun á áliti ESA er ekki annað að sjá en að stofnunin sé að umturna bankakerfi Evrópu. Eru öll innlánstryggingakerfi í Evrópu rangt uppbyggð? Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins stóð fyrir ítarlegri rann- sókn á innistæðutryggingasjóðum ESB-ríkjanna árið 2008. Niður- stöður hennar sýna að eignir inn- lánstryggingasjóða árið 2004 dugðu einungis fyrir 0,7% af tryggðum innlánum að meðaltali. Uppsetning innlánstryggingakerfa ESB-ríkja er þannig svipuð og þess íslenska og fjarri því að geta ráðið við 85% hrun eins og varð á Íslandi. Ekki verður því annað séð út frá rökum ESA en öll innlánstryggingakerfi Evrópu séu rangt uppbyggð. Alltaf ríkisábyrgð á innlánum? En álit ESA hefur djúpstæðari afleiðingar í för með sér þar sem ESA segir ríki bera ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingarinnar hafi innlánstryggingasjóður ekki burði til að greiða hana. Í skýrslu Seðlabanka Frakklands frá árinu 2000 segir að trygg- ingakerfið eins og það er uppbyggt ráði ekki við kerfishrun. Jafnvel Wouter Bos, fyrrv. fjármálaráð- herra Hollands, viðurkennir í ræðu í mars 2009 að innlánstryggingakerfi séu ekki hönnuð til að ráða við slíkt hrun. Staðreyndin er sú að eina leiðin til að tryggja greiðslugetu innlánstryggingasjóða við allar að- stæður, þar með talið við kerf- ishrun, er að þeir geymi hjá sér megnið af innlánum bankanna. Bankarnir gætu þá ekki endurútl- ánað þessi innlán og grunninum yrði kippt undan núverandi rekstr- arformi þeirra. Álit ESA virðist því hafa það í för með sér að ætli ESB-land sér á ann- að borð að vera með bankakerfi í núverandi mynd sé ávallt rík- isábyrgð á innlánstryggingasjóðum. ESA á móti öllum Slík ríkisábyrgð virðist hins veg- ar vera í andstöðu við fyrra mat ESA, texta innistæðutilskipunar- innar, túlkun annarra landa á henni og jafnvel stjórnarskrár landanna. Í fyrsta lagi er ríkisábyrgð ekki í samræmi við tilskipunina sjálfa sem segir að fjármálafyrirtæki eigi að bera kostnað af innlánstrygg- ingakerfum. Hafi átt að vera rík- isábyrgð hefði slíkt að sjálfsögðu verið tekið skýrt fram í tilskipuninni enda um meiriháttar ákvörðun að ræða. Í öðru lagi væri slík ríkisábyrgð ekki heimil nema með sérstöku lagaboði sbr. 1. gr. laga um rík- isábygðir nr. 121/1997. Þá væri slík ríkisábygð ótilgreind; í hvert skipti sem íslenskur banki tæki á móti innlánum, hérlendis eða erlendis, myndi ábyrgð íslenska ríkisins aukast. Það væri áhugavert að fá að vita hvort slík sjálfvirk aukning rík- isábyrgðar sé leyfð í stjórnarskrá eða lögum annarra Evrópulanda Í þriðja lagi bannar tilskipunin samkeppnishindrandi aðgerðir. Rík- isábyrgð eins lands á innistæðum myndi bæta samkeppnistöðu banka frá því landi. Almenn tilvist rík- isábyrgðar myndi hins vegar hygla bönkum frá stórum og skuldlitlum löndum. Ríkisábyrgð á innláns- tryggingasjóðum stenst því ekki samkeppnissjónarmið ESB. Í fjórða lagi virðast mörg Evr- ópuríki telja að engin ríkisábyrgð sé á innlánstryggingum. Sem dæmi má nefna að forstjóri norska innláns- tryggingasjóðsins, Arne Hyttnes, sagði í viðtali í febrúar að ekki væri krafa um ríkisábyrgð í tilskipuninni og Brian Mikkelsen, efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur, til- kynnti stoltur í júní að danska þing- ið hefði afnumið ríkisábyrgð á inni- stæðum. Í fimmta lagi taka matsfyrirtækin ekki tillit til innlánstryggingasjóða við mat sitt á greiðsluhæfi rík- issjóða. Í sjötta lagi er það hlutverk ESA að fylgjast með því að EES-ríkin fari eftir Evróputilskipunum. Á sín- um tíma gerði ESA smávægilegar athugasemdir við íslensku löggjöf- ina og var henni breytt til samræm- is við þær árið 2002. Það er því ljóst að ESA skoðaði íslensku löggjöfina og taldi sjóðinn rétt upp settan í kjölfar nýju laganna. Með þessu nýja áliti er ESA því komið í and- stöðu við fyrri gjörðir sínar. Þetta vekur reyndar spurningu um bóta- skyldu ESA sé Ísland dæmt til að greiða Icesave. Hver hefur rétt fyrir sér? Niðurstaða ESA virðist leiða af sér af sér að innlánstryggingakerfi í Evrópu eru í uppnámi og að eina leiðin til að komast algerlega hjá ríkisábyrgð á innlánstrygging- arkerfum er að umturna bankakerfi landanna. Sé álit ESA rétt virðist einnig hafa gætt vítaverðs misskiln- ings hjá mörgum Evrópuþjóðum varðandi ríkisábyrgð á innlánstryggingasjóðum. Í því sam- hengi er hugsanlegt að Evr- ópulöndum hafi láðst að breyta stjórnarskrá sinni þar sem ábyrgðin er ótilgreind. Svo virðist því sem ESA hafi fundið meiriháttar brota- löm á bankaumhverfi ESB. Á hinn bóginn má einnig spyrja hvort sé líklegra, að ESA sjálft, öll aðildarlönd Evrópusambandsins og eftirlitsstofnanir þess hafi misskilið tilskipunina í 16 ár, eða að nýleg niðurstaða lögfræðinga ESA sé röng. Mun ESA-úrskurður umturna bankakerfi Evrópu? Eftir Davíð Blöndal, Eirík S. Svavarsson, Ragnar Ólafsson og Jóhannes Þ. Skúla- son » Álit ESA virðist hafa í för með sér að ætli ESB-land sér að reka bankakerfi í núverandi mynd sé ávallt rík- isábyrgð á innláns- tryggingasjóðum. Davíð Blöndal Höfundar eru meðlimir InDefence- hópsins. Eiríkur S. Svavarsson Ragnar F. Ólafsson Jóhannes Þ. Skúlason Það hefur löngum þótt í lagi að kvarta undan vegunum á Vestfjörðum og í seinni tíð gera grín að þessum „vegslóðum“! Slæmir vegir hafa nefnilega alla tíð verið eitt einkenna Vest- fjarða og efni ófárra brandara. Drulluskít- ugir bílar með brotna framrúðu og keyrandi á varadekk- inu þekkjast langar leiðir – þarna eru Vestfirðingar á ferð! Sprungin dekk, ónýt framrúða og bilaðir demparar eru ekki óalgengar frétt- ir af vegfarendum sem þurfa að keyra sunnanverða Vestfirði eða út á Látrabjarg. Dynjandisheiði fagn- ar hálfrar aldar afmæli sínu heldur aumlega, sjaldan eða aldrei hefur vegurinn verið jafn vondur og það er ekki óalgengt að ramba fram á bíla sem hafa týnt pústinu, sprengt öll dekk og, í verstu tilfellunum, farið út af í lausamöl. Það er tíma- spursmál hvenær alvarlegt slys verður á heiðinni enda er vegurinn ekki vegur og yrði varla skil- greindur sem vegslóði í dag, slíkt er ástandið. Tengibrautin milli norður- og suðurfjarða Vestfjarða er því nánast ófær lungann úr árinu. Um vegina á suðurfjörðum Vest- fjarða þarf ekki að fjölyrða. Þar er ástandið þannig að ferðafólk treyst- ir sér ekki til að keyra þá leið, heimafólkið lætur sig hafa það en sýpur hveljur yfir holunum og drullunni. Lengi hefur staðið til að leggja nýjan Vestfjarðaveg um Gufudalssveitina og meira að segja var búið að taka frá fjármuni í verkefnið en sú upphæð var reynd- ar afskrifuð um síðustu áramót. Framkvæmdin er líka enn í bið- stöðu vegna kærumála sem engan enda ætla að taka og stjórnvöld virðast vera algjörlega ráðþrota til að leysa úr þeim málum. Fyrir stjórnsýsluna er það ekki einungis vandræðalegt, heldur líka skamm- arlegt. Nýr vegur myndi gjörbreyta samgöngum á svæðinu og auka ör- yggið að sumri og vetri. Láglend- isvegur myndi leysa bratta hálsa af hólmi og hægt væri að treysta á að færðin væri í lagi árið um kring. En umferðaröryggi gengur víst ekki fyrir, það gleymdist að gera ráð fyrir því í lögunum um um- hverfismat! Lítið sem ekkert viðhald er á vegunum á Vestfjörðum og ber Vegagerðin við peningaleysi og annarri forgangsröðum. Á sama tíma virðast vera til fjármunir í dekurverkefni ríkisstjórnarinnar sem ég fæ ekki skilið hvernig geta verið á forgangslista ráðherra samgöngu- mála. En það eru Vaðlaheiðargöng og tvöföldun Suðurlands- vegar. Síðast þegar ég vissi var ágætis vegur um Vaðlaheiði, engar holur þar og þetta flotta malbik! Og síðast þegar ég vissi voru for- sendur framkvæmdar- innar fyrir norðan ekki uppfylltar og harla ólíklegt að þær verði það á næstu misserum en höfuðforsendurnar voru uppbygging álversins á Bakka. Það má ekki skilja þessa gagn- rýni sem svo að ég fagni ekki vega- framkvæmdum, síður en svo. Menn ættu hins vegar kannski að klára það sem byrjað hefur verið á og er í versta ásigkomulaginu áður en farið er í gríðarlega fjárfrekar framkvæmdir sem munu soga til sín allt fjármagn til vegagerðar á næstu árum ef fram heldur sem horfir í ríkisfjármálum. Á sama tíma og ástandið er eins og hér er lýst senda stjórnvöld okkur sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum þau skilaboð að við eigum að vinna meira saman. Lausnir þeirra eru að þétta þjón- ustuna á stærri stöðunum og leggja niður störf í smærri byggðunum, sum sé auka samvinnu (það er efni í aðra grein)! Við viljum gjarnan meira samstarf en þá verða sam- göngurnar að vera í lagi svo við komumst á milli staða. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga frá Einari Kristni Guðfinns- syni, sem er fyrsti flutningsmaður, og Ásbirni Óttarssyni og Gunnari Braga Sveinssyni alþingismönnum um lagningu vegar milli Flókalund- ar og Bjarkalundar en það er veg- urinn sem stjórnsýslan er í vand- ræðum með. Mikilvægt er að í frumvarpinu er tekið fullt tillit til náttúruverndarsjónarmiða sbr. dóm Hæstaréttar nr. 671/2008 um lagn- ingu Vestfjarðavegar nr. 60. Þar fellst dómurinn á þau sex skilyrði sem umhverfisráðherra setti fram í úrskurði sínum 6. janúar 2007 og heimilar þar með veglagningu í Gufudalssveit. Þá skal ennfremur minnt á að fordæmi eru fyrir því að sett séu sérstök lög um málefni sem varða almannahag en þessi veglagning mun auka umferðarör- yggi gríðarlega. Góðar samgöngur eru grundvöll- ur þess að atvinnulíf og mannlíf þrífist í kringum landið. Góðar samgöngur eru forsendur viðunandi afkomu fyrirtækja og heimila. Góð- ar samgöngur eru forsenda sam- vinnu á öllum sviðum samfélagsins. Íbúar sunnanverðra Vestfjarða hafna því að þurfa enn og aftur að vera skildir eftir þegar kemur að samgöngubótum. Það er ófært að opinber þjónusta sé ekki aðeins flutt í burtu heldur sé viðhaldi á vegunum á svæðinu ekki sinnt. Er það kannski opinbert markmið rík- isstjórnarinnar að leggja sveit- arfélögin á sunnanverðum Vest- fjörðum af? Ég skora á þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, og rík- isstjórnina alla að taka á þessum málum og styðja við frumvarpið um lagningu Vestfjarðavegar nr. 60. Við þetta ófremdarástand verður ekki unað, brandarinn um vegina á Vestfjörðum er orðinn of langur. Brandarinn um vegina á Vestfjörðum Eftir Ásthildi Sturludóttur Ásthildur Sturludóttir » Við þetta ófremdar- ástand verður ekki unað, brandarinn um vegina á Vestfjörðum er orðinn of langur. Höfundur er bæjarstjóri í Vesturbyggð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.