Morgunblaðið - 06.09.2010, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2010
Hugsi Yngstu unnendur leiklistarinnar létu sig ekki vanta í sextugsafmæli Þjóðleikhússins í gær. Þeir létu persónur úr gamanleikritinu Finnska hestinum ekki slá sig út af laginu.
Golli
Erfitt er að átta sig á
því hvort Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætis-
ráðherra trúi því í ein-
lægni að raunverulegur
árangur hafi náðst í
efnahagsmálum á und-
anförnum misserum.
Hægt er að deila um
hvort sé verra, að
blekkja aðra eða
blekkja sjálfan sig í
einskonar afneitun og horfast ekki í
augu við staðreyndir.
Þingfundir hófust að nýju síðastlið-
inn fimmtudag og þar gaf forsætis-
ráðherra munnlega skýrslu um störf
og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir
sem hlustuðu og vissu ekki betur gátu
ekki komist að annarri niðurstöðu en
hér væri allt á uppleið – að Ísland
væri fyrirmynd annarra landa enda
hefði árangur ríkisstjórnarinnar vak-
ið aðdáun erlendra sérfræðinga. Búið
væri að snúa efnahagslífinu til nýrrar
sóknar, eins og Jóhanna Sigurð-
ardóttir komast að orði.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra er hreykin af árangrinum
sem hún segir að sé meiri en jafnvel
bjartsýnustu menn hefðu séð fyrir og
orðrétt sagði hún: „Hagvöxtur hefur
mælst undanfarna sex mánuði, meira
hálfu ári fyrr en reiknað hafði verið
með.“
Daginn eftir að forsætisráðherra
hélt ræðu sína og gagnrýndi í fram-
haldinu stjórnarandstöðuna fyrir að
skynja ekki árangurinn og sjá ekki
ljósið í efnahagsmálum, birti Hag-
stofan nýjar upplýsingar um þróun
landsframleiðslu. Samkvæmt út-
reikningum Hagstofunnar dróst
landsframleiðsla saman um 3,1% að
raungildi frá fyrsta til
annars ársfjórðungs yf-
irstandandi árs. Einka-
neysla var 3,2% minni
og fjárfesting dróst
saman um 4,7% en
samneysla jókst um
1,0%.
Fullyrðingar for-
sætisráðherra um að
hér hafi mælst hag-
vöxtur undanfarna sex
mánuði eru því rangar
og til þess fallnar að
blekkja þingmenn og almenning. Og
staðan er verri ef litið er til þróunar
landsframleiðslu á fyrstu sex mán-
uðum ársins miðað við sama tíma fyr-
ir ári. Samdrátturinn var 7,3%. Á öðr-
um ársfjórðungi þessa árs var
samdrátturinn 8,4% miðað við síðasta
ár.
Við Íslendingar eigum mikið verk
fyrir höndum við endurreisn efna-
hagslífsins. Sú vinna verður ekki unn-
in með því að blekkja sjálfan sig eða
aðra, heldur með því að viðurkenna
staðreyndir. Forsætisráðherra neitar
að beita slíkum vinnubrögðum. Og
það veldur ekki aðeins stjórnarand-
stöðunni (sem sér ekki ljósið) heldur
öllum almenningi áhyggjum.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Fullyrðingar for-
sætisráðherra um að
hér hafi mælst hag-
vöxtur undanfarna sex
mánuði eru því rangar
og til þess fallnar að
blekkja.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Blekkingar
Eitt sinn varð sá
sem þetta ritar fyrir
sérkennilegri
reynslu. Hann fékk
bréf frá lögfræðistofu
sem þá var starfandi.
Þar var þess krafist
að ég greiddi skjótt
allmikla skuld við til-
tekið fyrirtæki. Ann-
ars yrði ég að greiða
miklu hærri fjárhæð vegna kostn-
aðar og vaxta. – Hið skrýtna í
þessu máli var að þetta var allt
mér óviðkomandi. Ég hafði sam-
band við lögfræðistofuna og
skýrði frá þessu en því var ekki
trúað og sagt að ég yrði að borga
þessa skuld mína, annars lenti ég
í vandræðum. Ég sagði þá að ég
hefði aldrei átt nein viðskipti við
umrætt fyrirtæki og myndi því
ekki borga svokallaða skuld mína
við það. – Ég heyrði ekkert af
þessu undarlega máli framar en
frétti nokkru síðar að þess væru
dæmi að kjarklítið fólk, sem fengi
slík bréf, borgaði bara „skuldir
sínar“ án þess að kröfurnar ættu
við rök að styðjast.
Þetta mál kemur stundum upp
í hugann, þegar ég heyri kröfur
um að Íslendingar verði bara að
borga skuldir sínar. Annars lendi
þeir í vandræðum, verði að greiða
háa vexti og reknir burt úr sam-
félagi siðaðra manna. Hér er auð-
vitað átt við Icesave-málið – Ég
hef aldrei skilið að við, íslenskir
skattborgarar, eigum að borga
himinháar skuldir einkafyr-
irtækis, þ.e. Landsbankans, en
stjórnendurnir höfðu verið í vafa-
sömum viðskiptum
erlendis sem enduðu
með ósköpum. Og
þessar skuldir myndu
ekki einungis hvíla á
okkur, heldur einnig
börnum okkar og
barnabörnum og
komandi kynslóðum.
Hér eigum við Ís-
lendingar í harðri
deilu við Breta og
Hollendinga, en þeir
njóta ótvíræðs stuðn-
ings Evrópusambandsins. Til
þess að átta sig á öllum að-
stæðum er rétt að huga hér að
fólksfjölda. Íslendingar eru um
318 þúsund manns, Bretar um
61,5 milljónir og Hollendingar
16,6 milljónir. Íslendingar eru
innan við hálft prósent af mann-
fjölda þessara þjóða í heild. Þetta
er því mjög ójafn leikur og und-
arlegt að Bretar og Hollendingar
stofni til átaka við svo fámenna
þjóð. Er það sæmandi fyrir hinn
stóra að beita hér öllu afli við
hinn smáa?
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins telur að engin rík-
isábyrgð sé á bankainnistæðum.
Þetta er í samræmi við það, sem
fram kom í rannsóknarskýrslu
Alþingis, svo og í minnisblaði,
sem lögfræðingar gerðu fyrir við-
skiptaráðuneytið og var kynnt
nýlega viðskiptanefnd Alþingis.
Fram kom og í fróðlegri grein
Peters Ørebechs prófessors í
Morgunblaðinu 24. ágúst sl. að
það væri beinlínis ólöglegt að rík-
isstjórnir bættu upp það sem á
kynni að vanta í innistæðutrygg-
ingasjóði. – Framkvæmdastjórn
ESB er þó ekki af baki dottin. Ís-
lendingar eigi samt sem áður að
„borga skuldir sínar“ við Breta
og Hollendinga. Rökin, ef rök
skal kalla, eru þau að tilskipun
um innstæðutryggingar hafi ekki
verið rétt innleidd á Íslandi fyrir
rúmum áratug. Ekkert hafði þó
heyrst um þetta áður, og hér
greinilega verið að leita að rökun
í þágu fyrrnefndra þjóða.
Fréttir berast nú, að samninga-
nefndir Íslands, Bretlands og
Hollands um Icesave-málið hafi
hist í gær í Hollandi til reyna að
komast að samkomulagi og þær
viðræður haldi áfram í dag (2.
sept.). – Æskilegast væri í þess-
ari deilu að reyna að ná sann-
gjörnu samkomulagi við bresk og
hollensk stjórnvöld. En takist það
ekki, verða Íslendingar að búa
sig undir hörð málaferli. Í því
efni er allt að vinna, en engu að
tapa.
Eftir Ólaf Oddsson »Ég hef aldrei skilið
að við, íslenskir
skattborgarar, eigum að
borga himinháar skuldir
einkafyrirtækis, þ.e.
Landsbankans, en
stjórnendurnir höfðu
verið í vafasömum við-
skiptum erlendis sem
enduðu með ósköpum.Ólafur Oddsson
Höfundur er kennari.
Að borga skuldir sínar