Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  212. tölublað  98. árgangur  EINLEIKURINN PABBINN FÆR GÓÐA DÓMA UPPBYGGING, KONUR OG KOSSAR RAGNA ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI Í DÚBAÍ SUNNUDAGSMOGGINN SUNDDROTTNINGIN Á HMSIGUR Í NOREGI 41 Agnes Bragadóttir Einar Örn Gíslason Þingmannanefnd sem falið var að fjalla um rannsóknarskýrslu Alþing- is lauk störfum í gærkvöldi. Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna og formaður nefndarinnar, sagðist ekki geta sagt hver niðurstaðan væri, en staðfesti að nefndin kæmi saman árdegis í dag til að ræða lokafrágang og önnur formsatriði. Heimildir Morgunblaðsins herma að sumir þingmenn innan Samfylk- ingarinnar hafi ekki viljað ákæra fyrrverandi ráðherra og kalla sam- an landsdóm. Aðrir hafi viljað ákæra þau Geir H. Haarde og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Enn aðrir hafi verið þeirrar skoðunar að ákæra bæri fjóra, auk fyrrnefndra þá Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Kynntar þingflokkum kl. 15 Verði útkoman sú að meirihluti nefndarinnar komist að þeirri nið- urstöðu að ákæra beri fjóra eru taldar líkur á því að allir fulltrúar í nefndinni, að undanskildum fulltrú- um Sjálfstæðisflokks, standi að því áliti. Enn ríkti þó óvissa um þetta í gærkvöldi þar sem allt eins var talið líklegt að Samfylkingarfulltrúarnir vildu einungis að tveir yrðu ákærð- ir.  Niðurstaða nefndar liggur fyrir og verður opinberuð í dag  Óvissa um afstöðu Samfylkingar, sjálfstæðismenn á móti Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins munu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni ekki hafa viljað standa að samþykkt um að nokkur yrði ákærður, né að landsdómur yrði kallaður saman. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkum klukkan 15 í dag, og þær gerðar opinberar klukkan 17. Enginn blaðamanna- fundur verður haldinn, en þess í stað send út fréttatilkynning. Atli segist ekki munu tjá sig um málið fyrr en eftir að hann hafi gert grein fyrir störfum nefndarinnar í ræðu- stól á Alþingi. MTöldu vafa á að lögin væru »16 Takast á um tillögurnar Sanddæluskipið Perla lagði af stað frá Reykjavík um nón í gær og var væntanlegt í Landeyjahöfn í morgunsárið. Verði vestanáttin ekki mjög hvöss gera menn sér vonir um að dýpkunarstörf geti þegar hafist þannig að Herjólfur geti byrjað að ganga frá Vestmannaeyjum að Landeyjahöfn á morgun eða mánudag. Hafa ber í huga að Perla getur ekki athafnað sig við dýpkun ef ölduhæð er meiri en 1,2 metrar. »8 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sanddæluskipið Perla á leið í Landeyjahöfn Hugmyndir að Selfossvirkjun grundvallast á því að byggja í einu mannvirki stíflugarð með flóðgátt- um og brú. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er áhugi á að nýta nýja brú yfir Ölfusá jafnframt sem stíflu rennslisvirkjunar í ánni. Kristján Már Sigurjónsson, bygg- ingaverkfræðingur hjá Verkís, segir að hugmyndin sé að steypa lágan þröskuld í ána og reisa síðan stöpla með 20 metra millibili. Á milli þeirra komi lokur sem stífli ána og lyfti vatnsborði hennar um 3-4 metra. Þegar mikil flóð koma í ána verð- ur hægt að opna þannig að hún flæði óhindruð fram. Gangi þessar hugmyndir eftir verður vatnið tekið úr ánni að vest- anverðu í gegnum niðurgrafið stöðvarhús og þaðan um rúmlega kílómetra löng frárennslisgöng sem veita vatninu aftur út í Ölfusá nokkru neðan við núverandi brú. Ölfusá er vatnsmesta á landsins og mikill straumur er í henni þar sem hún liggur í gjá í gegnum Sel- foss. Á þessum kafla yrði hún aðeins svipur hjá sjón eftir breytingarnar. Áfram yrði hluta af ánni veitt þar um og málum hagað þannig að hún fyllti botn núverandi farvegs. »4 Ölfusá um löng frárennslisgöng  Virkjunaráform gera ráð fyrir að lokur stífli ána og vatnsborðið hækki um 3-4 metra Breytt Vatninu yrði veitt aftur út í Ölfusá neðan við núverandi brú.  Verð á húshitun er um þrefalt hærra í dreifbýli hjá Rarik en hjá Orkuveitu Reykjavíkur þrátt fyrir 35% hækkun á heitu vatni hjá OR. Hitaveita Seltjarnarness er með einna lægsta verðið en ekki er mik- ill munur á verði raforku eftir land- svæðum og fólk getur ekki sparað stórar upphæðir með því að skipta um orkusala. Ríkið niðurgreiðir húshitunarkostnað þar sem hann er hæstur. »12 Húshitun þrefalt dýrari úti á landi Heita vatnið OR hefur boðað hækkun.  Skuldastaða Reykjanesbæjar er slík að óhjá- kvæmilegt er að grípa til um- fangsmikilla að- gerða ef ekki á að koma til gjald- þrots sveitarfé- lagsins. Sveitar- félagið skuldaði í lok síðasta árs um 43 milljarða króna. Rekstrar- afgangur A- og B-hluta bæjarsjóðs í fyrra var rúmir 6 milljarðar en hefði verið neikvæður ef ekki hefði komið til einskiptishagnaður af sölu hlutabréfa, sem skilaði ríflega 10 milljörðum. Heildarfjármagns- gjöld námu yfir 4 milljörðum. »2 Reykjanesbær skuldar 43 milljarða Bæjarsjóðir eru víða að tæmast. Athygli var vakin á því árið 1999, í skýrslu nefndar á veg- um forsætisráðherra, að vafa væri undirorpið hvort refsi- ákvæði laga um ráðherra- ábyrgð væru nægjanlega skýr. Nefndin lagði til að athugun yrði gerð á því hvort nauðsyn- legt væri að endurskoða lögin með tilliti til þessa. Sú endur- skoðun fór hins vegar aldrei fram. Endurskoðun fór ekki fram REFSIÁKVÆÐI ÓSKÝR  Gæsastofnar á Íslandi standa af- ar vel samkvæmt talningum sem gerðar voru á vetrarstöðvum þeirra í Bret- landi. Grágæsa- stofninn stækk- aði um 11% á milli ára og heiðagæsastofninn er á uppleið. „Ég hef aldrei séð jafn hátt unga- hlutfall í heiðagæs í byrjun veiði- tímabils,“ segir Arnór Þ. Sigfússon dýravistfræðingur. »7 Gæsir með byr undir báða vængi Baráttan um brauðið.  Langtímamarkmið skilanefndar Glitnis er að lánardrottnar gamla bankans taki við stjórn bankans, að sögn Árna Tómassonar. Þetta er sama lausn og í tilfelli Straums, en helstu kröfuhafar hafa nú tekið yfir stjórn hans. Fyrsti hluthafafundur hins nýja banka fer fram í byrjun næsta mánaðar. »20 Skilanefnd Glitnis horfir til Straums

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.