Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 ✝ Margrét HannaEyjólfsdóttir var fædd í Björgvin á Stokkseyri 15. októ- ber 1922. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 31. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sig- urðsson, formaður Stokkseyri, f. 3. októ- ber 1869 á Kalastöð- um á Stokkseyri, d. 19. ágúst 1952, og Sig- ríður Gísladóttir, f. 23. júní 1883 í Voðmúlastaðahjáleigu í A- Landeyjum, d. 9. mars 1963. Systk- ini: Gíslína Guðrún, húsmóðir Sel- hélt áfram störfum fyrir kaup- félagið á Selfossi er hún fluttist þangað 1944. Hún vann þar í vefn- aðarvörudeildinni í 12 ár og síðan á skrifstofu kaupfélagsins allt þar til hún hætti störfum vegna aldurs 1992. Hafði hún þá starfað hjá Kaupfélagi Árnesinga í 50 ár. Margrét var ógift og barnlaus. Hún bjó hjá systur sinni, Gíslínu, og Ásbirni mági er hún fluttist á Sel- foss og fluttist með þeim 1945 í ný- byggt hús þeirra við Reynivelli 3, sem nefnt var Fell. Þangað fluttust einnig foreldrar hennar nokkru síð- ar frá Stokkseyri. Þær Gíslína, syst- ir hennar, bjuggu þar lengi saman eftir að foreldrar hennar og Ás- björn voru fallin frá. Eftir að Gíslína lést 1987 fluttist Margrét í eigið húsnæði að Fossheiði 48 þar sem hún bjó síðan, en frá byrjun þessa árs dvaldist hún á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi. Útför Margrétar Hönnu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 11. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. fossi, f. 7. febrúar 1905, d. 17. mars 1987. Sigurður Þórir, skólastjóri Selfossi og síðar fulltrúi á Fræðslumálaskrif- stofunni, f. 16. janúar 1906, d. 9. desember 1998. Guðni, formað- ur Stokkseyri, f. 1. ágúst 1909, d. 17. mars 1938. Óskar, húsasmíðameistari Reykjavík, f. 25. maí 1911, d. 21. ágúst 1996. Margrét vann alla sína starfsævi hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hún hóf störf hjá kaupfélaginu 1942 í ný- stofnuðu útibúi þess á Stokkseyri og Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast hennar Möggu frænku okkar sem nú hefur kvatt þessa jarðvist. Magga var kona sem bar sig vel, gat verið fasmikil á stundum, hafði létta lund og góða nærveru. Hún var tilfinningarík og gat grátið jafnt í sorg sem gleði. Hjálpsemi var henni í blóð borin og það var gott að leita til hennar þeg- ar á þurfti að halda. Hún var vinsæl og vel látin af samstarfsfólki sínu, ákveðin, samviskusöm og réttsýn. Magga var mikil félagsvera og sótti mjög í félagsskap við vini og ættingja. Hún hafði gaman af að sækja mannamót og nýtti flesta möguleika sem henni buðust til að hitta frændfólkið og treysta vina- bönd. Það stóð aldrei svo illa á hjá Möggu að hún gæti ekki farið í bíl- túr ef hann bauðst. Hún hafði einn- ig mjög gaman af að fá gesti og bjóða upp á kaffi og meðlæti og það voru margir sem heimsóttu hana og nutu gestrisni hennar. Magga var því sannarlega ekki einstæðingur þótt hún giftist aldrei og ætti ekki börn. Hún var traustur hlekkur í stórfjölskyldunni, fylgdist vel með öllum og þá sérstaklega yngstu kynslóðinni, enda hafði hún einstakt lag á að hæna að sér börn. Oft litu börnin inn hjá henni á leið úr skóla og fengu knús, pönnukökur og ömmuleg heilræði því henni fannst hún vera amma þeirra allra. Aldrei gleymdi hún afmælisdögum frænd- systkina sinna og vina og henni fannst gaman að færa fólki gjafir. Hún hlakkaði líka alltaf til eigin af- mælis og á þeim degi vildi hún hafa gestagang frá morgni til kvölds. Magga hafði unun af ferðalögum og ferðaðist mikið, bæði innanlands og utan, löngu áður en slíkar ferðir urðu eins almennar og nú er orðið. Margar sögur sagði hún okkur frá hálendisferðum með Guðmundi Jónassyni á sjöunda áratugnum, þar sem ferðast var um helstu perl- ur landsins á rútum og trússbílum, og einnig frá ferðum um Norður- löndin og Mið-Evrópu. Á seinni ár- um nýtti Magga sér síðan að ferðast með félagi eldri borgara. Á þessum ferðum sínum eignaðist Magga marga vini sem hún hélt tryggð við alla tíð. Handavinna var einnig Möggu hugleikin og þar fengu listrænir hæfileikar hennar að njóta sín. Hún skilur eftir sig mikið af fallegu handverki, hekluð- um dúkum sem prýða mörg heimili vina og ættingja og í seinni tíð hóf hún að föndra við að útbúa útsaum- uð tækifæriskort sem fylgdu gjöf- um frá henni. Þrátt fyrir að hafa búið allan sinn fullorðinsaldur á Selfossi slitnuðu aldrei ræturnar til Stokkseyrar og Magga talaði alltaf um sig sem Stokkseyring, fór þangað reglulega í heimsóknir og tók virkan þátt í starfsemi Stokkseyringafélagsins. Það kom fram í samtölum okkar við Möggu þegar hún dvaldist síð- ustu mánuðina á Ljósheimum að hún kveður þetta jarðlíf sátt við lífsgöngu sína og samferðamenn. Hún var heilsuhraust lengst af og átti stóran vinahóp og fjölskyldu sem hélt tryggð við hana allt til enda. Við þökkum Möggu frænku allar góðar stundir og alla þá hjálp sem hún veitti okkur. Blessuð sé minning hennar. Gíslína (Rúna), Ingvar og fjölskylda. Við Margrét vorum þremenning- ar. Foreldrar hennar og afi minn og amma í móðurætt, Daníel Arn- bjarnarson og Þóra Pétursdóttir, áttu saman húsið Björgvin á Stokkseyri. Heimilin voru nátengd. Húsfreyjurnar voru saman í eld- húsi, en þó með tvær eldavélar, og unnu hvor með sínum hætti. Afi reri hjá Eyjólfi. Samkomulagið var einstakt, ríkt af tillitssemi og kær- leika. Þarna var stór barnahópur. Annars vegar voru þau Þóra, móðir mín, og Pétur, bróðir hennar, en á hinu heimilinu systkinin fimm, sem frá er sagt hér að ofan. Þau eldri voru á líku reki og móðir mín og Pétur, en Margrét var þeirra lang- yngst, var ekki nema níu árum eldri en ég. Sem drengur var ég á sumrum í Björgvin. Ég lék mér þá með börn- um Gíslínu systur hennar, en Magga í Björgvin, eins og hún var gjarnan nefnd, var mér á þeim ár- um fremst meðal jafningja í hópi þess æskufólks, sem við umgeng- umst. Hún var falleg og myndarleg stúlka, ljóshærð með miklar og langar fléttur. Ég sat í bekknum fyrir aftan hana í Stokkseyrar- kirkju á fermingardaginn hennar. Þá var hún með mittissítt, slegið hár, sem ég, fjögurra ára snáði, var svo hrifinn af, að ég gat ekki annað en strokið það. Þá sneri hún sér að mér og bað mig að hlusta heldur á prestinn. En svo tóku æskuárin við. Hún átti stóran hóp vinstúlkna, sem komu oft að Björgvin. Imba og Laufey á Helgastöðum og Vala í Götuhúsum eru mér einna minn- isstæðastar, en einnig Benna á Kalastöðum, allar Stokkseyringar, og svo Minna frænka okkar frá Skuld í Vestmannaeyjum. Þetta voru glaðlyndar og glæsilegar, heil- brigt hugsandi stúlkur, klæddu sig fallega. Þær sungu gjarnan lögin, sem mest voru í tísku, um kerl- inguna Pálínu og svo hann Jósep, sem lét stúlkuna sína bíða of lengi. En þær kunnu einnig ljóð Davíðs, sem hrifu undir ljúfum lögum. Ég heillaðist af þeim anda sem ríkti í þessum hópi og hef fundið það æ betur með árunum, að þetta var mér allt mikils virði. Magga var hluti af þeim kærleikshring, sem sleginn var um okkur börnin, sem þarna dvöldum, og var það efst í hug að beina för okkar til betra lífs. Þess vegna finnst mér eins og það hafi alltaf verið sólskin á Stokks- eyri, jafnvel þótt sunnanáttin væri votviðrasöm. Fullorðinsárin færðu okkur nær hvort öðru í aldri, en samfélagið var ætíð eins. Hún var ákveðin í skoð- unum, skaprík, minnug, en umfram allt þótti henni vænt um okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Hún varðveitti vel hin fornu gildi og gat ekki hugsað sér að neinn blettur félli á okkur, fólkið hennar. Hún fylgdist stolt með uppvexti okkar og störfum og þar ekki síst yngri kynslóðarinnar. Hún var sjálfsagð- ur gestur á öllum tímamótum í fjöl- skyldum okkar bræðra og margs góðs nutum við og okkar fólk af hennar hendi. Fyrir allt þetta er nú tjáð heilshugar þökk. Algóður Guð er beðinn að annast hana um eilífð. Þórir Stephensen. Vinkona mín Margrét Eyjólfs- dóttir hefur kvatt okkur. Magga Eyjólfs, eins og hún var kölluð af ættingjum og vinum, var trygglynd og heiðarleg kona. Ég var mjög ung þegar ég man fyrst eftir Möggu. Hún vann þá í vefnaðarvörudeild Kaupfélags Ár- nesinga, há og grönn, fallega klædd og vel til höfð og þannig var hún alla tíð. Magga var vel þekkt hér á Selfossi og sveitunum í kring vegna starfs síns. Hún aðstoðaði karla, konur, börn og unglinga, valdi jóla- afmælis- og fermingargjafir með þeim sem óskuðu þess og oft fékk hún bréf með mjólkurbílstjórunum þess efnis að velja allt frá tölum og tvinna upp í dýrustu kjólefni og fatnað og senda síðan til baka. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar hún kom til starfa á skrif- stofu Kaupfélags Árnesinga. Ég sautján ára og hún fullorðin kona. Þó að við störfuðum ekki lengi sam- an urðum við fljótlega mjög góðar vinkonur og hefur sá vinskapur ver- ið mér mikils virði. Alltaf var jafn gaman að heimsækja Möggu, rifja upp liðna tíma og skoða handavinn- una hennar, jólakortin og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var smekkleg, fagurkeri og hafði ánægju af að gefa fallega hluti, sem hún hafði hannað og unn- ið. Gjafmildi hennar kom vel í ljós þegar hún sagði mér frá mikilli fá- tækt á sínum uppvaxtarárum, þó ekki hjá foreldrum hennar, þau gátu frekar hlúð að þeim sem minna máttu sín. Móðir hennar var líka sérstök hannyrðakona og saumaði fallega kjóla á einkadóttur sína enda Magga mikil kjólastelpa. Hún naut kjólanna en mest gladdi það hana að geta síðar gefið þá fá- tækum stelpum. Lítil frændsystkini mín fluttust í sömu blokk og sama stigagang og strax hændust þau að Möggu. Fljótlega buðust þau til að aðstoða hana þá viku sem átti að sjá um þrif stigagangsins. Þegar snjóaði fóru þau út og mokuðu tröppurnar því Magga gæti dottið ef mikill snjór væri á tröppunum. Þannig fékk hún til baka þá góðvild sem hún sýndi börnunum. Á hverju vori fórum við Magga í vorbíltúr. Þá var valinn logn- og sólardagur, því við vorum sammála um að allt verður svo fallegt í sól- skini. Og þannig var dagurinn þeg- ar ég kom til hennar á Ljósheima í síðasta sinn og sá að stefndi að leið- arlokum. Þá datt mér í hug vers úr Biblíunni. Róm. 8.18 „Ég lít svo á að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð sem oss mun opinberast.“ Magga trúði á dýrðina og ljósið og nú er hún sest við Guðs dýrð- arstól þar sem sólin hnígur aldrei til viðar. Vistaskiptunum kveið hún ekki því hún vissi að himnarnir eru hásæti en jörðin fótskör og á efsta degi reisir Guð okkur upp til eilífs lífs og endurfunda. Ég sendi ástvinum hennar sam- úðarkveðjur og geymi góðar minn- ingar um yndislega vinkonu. Elín Sigurðardóttir. Margrét Hanna Eyjólfsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, KOLBRÚN DANÍELSDÓTTIR frá Saurbæ, Eyjafirði, lést aðfaranótt fimmtudagsins 9. september. Útförin verður auglýst síðar. Gunnhildur Sigurðardóttir, Pétur Kornelíusson, Bragi Sigurðsson, Sigríður E. Bjarnadóttir, Þórður Sigurðsson, Edda Björnsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, SELMA HALLGRÍMSDÓTTIR RUGA, Manassas, Virginíufylki, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. ágúst. Minningarathöfn fór fram laugardaginn 4. september í Pierce Funeral Home,Manassas. Jarðsett verður í Arlington kirkjugarðinum 15. september. Erastus Ruga, Thomas A. Ruga, Dr. Thorun A. Ruga McCoy, Roger McCoy, Alexandra S. Ruga, Beau K. Ruga, Sigurður Hallgrímsson, Erla Eiríksdóttir, Sveinn Hallgrímsson, Gerður K. Guðnadóttir, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Kristinn Ólafsson, Halldóra Hallgrímsdóttir O´Neill, Michael O´Neill, Guðni E. Hallgrímsson, Bryndís Theodórsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Guðríður J. Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Hjallalundi 18, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 7. sept- ember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Árni Jóhannesson, Sigurður Kristinsson, Anna Dís Bjarnadóttir, Jóhannes Árnason, Sólveig Þóra Jónsdóttir, Jónas Ingi Árnason, Björg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, lang- afi og langalangafi. RÓSMUNDUR SIGURÐSSON, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 8. september. Útförin verður auglýst síðar. Rósmundur H. Rósmundsson, Guðbjörg Oddsdóttir, Richard Henry Eckard, Oddný Guðjónsdóttir, Elísabet Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, systkini, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, FREDRICK WILLIAM LINDEMAN, fæddur 29. ágúst 1937 í Plainview, Texas, lést fimmtudaginn 9. september í Sun City Arizona. Inga Árnadóttir, 12827 W. Maya Way, Peoria, Arizona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.