Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Verð á húshitun er um þrefalt hærra í dreifbýli hjá Rarik en hjá Orkuveitu Reykjavíkur þrátt fyrir 35% hækkun á heitu vatni hjá OR. Eftir hækkun kostar 5.407 kr. á mánuði að hita hús í Reykjavík en 15.332 kr. að hita samskonar hús í dreifbýli á svæði Rarik. Það er ekki mikill munur á verði raforku eftir landsvæðum og fólk getur ekki sparað stórar upphæðir með því að skipta um orkusala. Það er hins vegar gríðarlega mikill munur á húshitunarkostnaði eftir landsvæðum. Ríkið nið- urgreiðir húshitunarkostnað þar sem hann er hæstur, en þrátt fyrir það er munurinn mikill. Mikill verðmunur Benedikt Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, segir að á svæði Orkuveitu Reykja- víkur séu menn að borga um 2 kr. fyrir kílóvatt- stund vegna húshitunar. Eftir hækkun verður verðið um 2,7 kr./kwst. Rafhitun í dreifbýli kost- ar hins vegar um 12 kr. óniðurgreitt, en með nið- urgreiðslum er fólk að greiða um 7 kr./kwst. Raf- hitun í þéttbýli kostar um 10 kr. og um 5 kr./kwst. með niðurgreiðslum. „Það er því tvöfalt og upp í þrefalt dýrara að kynda með rafmagni úti á landi, en að fá heitt vatn í Reykjavík. Eftir hækkun er verðið á höfuðborgarsvæðinu samt meira en helmingi lægra en þar sem er dýrast að kynda,“ segir Benedikt og bætir við að fyrir fólk á landsbyggðinni væri það sannkallaður draum- ur að fá að greiða það verð fyrir húshitun sem höfuðborgarbúar greiða. Það eru hitaveitur víða um land og Benedikt segir að gjaldskrár þeirra séu mismunandi. Það sé frá því að bjóða sambærilegt verð og í Reykja- vík upp í að vera helmingi dýrara en í Reykjavík. Dýrustu hitaveiturnar selji kílóvattstundina á 4-5 kr. Þetta eru nýjar veitur sem hafa verið byggðar fyrir dýrt lánsfé. Benedikt nefndi í því sambandi hitaveitu Grenivíkur og hitaveitu Eski- fjarðar. Það eru til hitaveitur sem eru með lægra verð en Orkuveita Reykjavíkur. Verðið er einna lægst hjá Hitaveitu Seltjarnarness. Það eru líka til litlar hitaveitur á Suðurlandi sem selja heitt vatn á lægra verði en OR. Óvíða á lands- byggðinni er hins vegar jafn ódýrt að hita og á Drangsnesi. Þar er nýleg veita sem ekki hef- ur breytt gjaldskrá sinni í fimm ár. Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu árum keypt nokkrar veitur á Suður- og Vesturlandi. Fyrirtækið hefur fylgt þeirri stefnu að bjóða sama verð, án tillits til þess hvaða hiti er á vatninu. Í mörgum tilvikum lækkaði verðið verulega þegar OR eignaðist veiturnar. Meira en þrefalt hærra verð  Gríðarlegur munur er á húshitunarkostnaði milli landshluta  Sumir íbúar í dreifbýli greiða meira en þrefalt hærra verð en íbúar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir 35% hærri gjaldskrá Orkuveitunnar Víðir Benediktsson, vélvirki í Bolungarvík, segir mikið mis- rétti felast í þeim mikla mun sem sé á húshitun milli lands- hluta. Hann greiðir í þessum mánuði rúmlega 20 þúsund krónur fyrir rafmagn og hita, þar af 14 þúsund fyrir hita af einbýlishúsi sínu í Bolungarvík. Víðir segir að munur milli svæða sé enn meiri hjá fyr- irtækjum því að ríkið nið- urgreiðir ekki húshitun vegna atvinnuhúsnæðis. Viðar sagði að verð á orku frá Orkuveitu Reykjavíkur hefði lækkað ár frá ári þar sem verð- ið hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu. Orkubú Vestfjarða hefði hins vegar hækkað verð einu sinni til tvisvar á ári. „Það er óþolandi að ein þjóð skuli þurfa að búa við svona mismunandi orkuverð,“ segir Víðir. Óþolandi mismunur VÍÐIR BENEDIKTSSON Víðir Benediktsson Verð á húshitun (m.v. hitun 495 m3) 4. 0 0 5 kr . 5. 40 7 kr . 12 .1 62 kr . 14 .2 33 kr . 13 .0 46 kr . 15 .3 32 kr . 5. 76 4 kr . Orkuveita Reykjavíkur Orkubú Vestfjarða RARIK Norður- orka Fyrir Eftir Þéttb. Dreifb. Þéttb. Dreifb. Þéttb. Morgunblaðið/RAX Virkjun Margir landsbyggðarmenn vilja glaðir greiða það verð sem OR innheimtir fyrir heita vatnið. Árið 2009 fæddust 5.027 börn hér- lendis, 2.561 drengur og 2.466 stúlk- ur. Það eru 192 fleiri börn en ári áður, en þá fæddust hér 4.835 börn. Aldrei áður hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári hér á landi. Áður fæddust flest börn árið 1960 þegar 4.916 börn fæddust og árið 1959 þegar 4.837 börn komu í heim- inn. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar, sem segir að algeng- asti mælikvarði á frjósemi sé fjöldi lif- andi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2009 var frjósemi ís- lenskra kvenna meiri en árið 2008, eða 2,22 börn á ævi hverrar konu en 2,14 börn árið 2008. Yfirleitt er miðað við að frjósemin þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin ár hefur frjó- semi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverrar konu að sögn Hagstof- unnar. Árið 2008 fór hún í fyrsta sinn síðan 1996 yfir 2,1 barn. Þó er frjó- semin ekki nema helmingur frjósem- innar í kringum 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast rúmlega fjögur börn á ævinni. Aðeins rúmlega þriðjungur barna á Íslandi fæddist í hjónabandi árið 2009 (35,6%). Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt frá því um miðjan tí- unda áratug síðustu aldar, en þá var það 36,5%. Hagstofan segir, að frá 1961 til 1996 hafi hlutfall þeirra barna sem fæddust í hjónabandi lækkað úr 74,3% niður í 36,5% á sama tíma og hlutfall þeirra barna sem fæddust í óvígðri sambúð jókst úr 13,4% í 50,9%. Það hlutfall er óbreytt árið 2009 (48,8%). Hlutfall barna sem fæðast utan sambúðar eða hjónabands er því hlut- fallslega nokkuð svipað og það var á árunum 1961-1965. Þá fæddust 12,4% allra barna utan hjónabands eða sam- búðar en voru 15,6% árið 2009. Annríki Það var mikið að gera á fæðingardeildum landsins í fyrra. Aldrei áður hafa fæðst fleiri börn  Aðeins rúmlega þriðjungur barna á Íslandi fæddist í hjónabandi í fyrra Morgunblaðið/Þorkell NJÓTIÐ ÞESS AÐ FLJÚGA NÁMSKEIÐ GEGN FLUGFÆLNI – 9. OKTÓBER 2010 Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og farið verður yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu. Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Leiðbeinendur: Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur og Páll Stefánsson, flugstjóri. Námskeiðið hefst 4. október 2010. + UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING eline@icelandair.is I SÍMI: 50 50 300 Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. september 2010. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 49 48 8 02 /1 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.