Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Réttir Haustið er tími fjár- og stóðrétta og þeim fylgir gjarnan mikil stemning. Heimtunum var vel fagnað í Hrunaréttum í gær, en tæplega sex þúsund fjár komu af fjalli þetta haustið. Sigurður Sigmundsson Hér á landi snýst um- ræða um kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu fyrst og fremst um efnahagsmál. Sem dæmi um algeng stef í þessari umræðu má nefna að talsmenn að- ildar láta oft og einatt að því liggja að með inn- göngu í sambandið megi losna við vandamál sem fylgja hagsveiflum og smáum gjald- miðli og andstæðingar aðildar segja að þegar inn sé komið geti reynst erf- itt að verja fiskimiðin gegn ásælni er- lendra fyrirtækja. Vel má vera að hvorir tveggju hafi nokkuð til síns máls. En mig grunar samt að stór hluti af því sem sagt er um áhrif aðildar á efnahaginn sé ýkjur og tel að sá grunur minn styðjist við þokkaleg rök því hingað til hefur hag- ur ríkja sem stóðu vestan við Járn- tjaldið, meðan það var og hét, yfirleitt ekki breyst að ráði við inngöngu í sambandið. Á vef OECD (www.oecd.org) eru töflur um hagvöxt í aðildarríkjum frá og með árinu 1971 til og með 2008. Þessi gögn benda ekki til að þau níu OECD-ríki sem gengu í Evrópusam- bandið frá stofnun þess og fram að lokum síðustu aldar hafi að jafnaði haft af því mikinn efnahagslegan ávinning. TAFLA 1 Af þessum níu ríkjum bjuggu fimm við meiri hagvöxt frá 1971 fram að inngöngu en eftir inngöngu. Að vísu má efast um að tölur fyrir Bretland, Danmörku og Írland séu mikið að marka því í tilvikum þeirra eru aðeins skoðuð tvö ár fyrir inngöngu. Í hinum ríkjunum sex (Grikklandi, Portúgal, Spáni, Austurríki, Finnlandi og Svíþjóð) var hagvöxtur meiri eftir inngöngu í þremur en minni í þremur. Sé meðaltal tekið af hagvexti ríkjanna er útkoman heldur betri fyrir inngöngu en eftir (hvort sem Bret- land, Danmörk og Írland eru talin með eða ekki). Ef innganga í sam- bandið væri slík allsherjarlausn á efnahagslegum vandmálum, sem sam- bandssinnar láta oft í veðri vaka, hlyti það þá ekki að birtast í auknum hag- vexti eftir inngöngu? Þessar tölur sanna svo sem ekkert um efnahagslegan ávinning eða tap Íslendinga af inngöngu í Evrópusam- bandið. En þær gefa tilefni til að efast um réttmæti fullyrðinga um að inn- ganga í það hafi almennt og yfirleitt mjög afger- andi áhrif á efnahag þjóða. Þar sem var fá- tækt fyrir inngöngu er víða sama baslið og þar sem var ríkidæmi fyrir eru menn enn að mata krókinn. Fullyrðingar um að allt það besta sem finnst í löndum sam- bandsins verið sjálf- krafa hlutskipti okkar við inngöngu eru í besta falli barnaskapur. Frá því evran var tekin upp árið 2002 hefur Evrusvæðið raunar búið við fremur lítinn hagvöxt miðað við önnur OECD ríki, og minni en árin fyrir upptöku evru, eins og tafla 2 sýn- ir. (Tölurnar í henni eru, eins og töl- urnar í töflu 1, sóttar af vef OECD, www.oecd.org.) Hugmyndir um að sameiginlegur gjaldmiðill sé til mikilla hagsbóta eru því ósennilegar. TAFLA 2 Ef til vill þarf ekki að grafa upp töl- ur um hagvöxt og leggjast í útreikn- inga til að sjá og skilja að umræða um efnahagsleg áhrif af inngöngu í Evr- ópusambandið einkennist af inni- haldslitlum stóryrðum. Málflutning- urinn dæmir sig stundum sjálfur eins og til dæmis þegar því er haldið fram að verðbætur sem íslenskir lántak- endur greiða séu tap sem þeir mundu algerlega sleppa við ef landið gengi í sambandið. Til að átta okkur á hvað þetta er hæpin hugsun skulum við einfalda málið og ímynda okkur að hér á landi rýrni krónan þannig að það sem kost- ar 100 krónur í dag kosti 110 krónur að ári liðnu. Íslendingur, sem fær lán- að seðlabúnt með 100 seðlum og skilar ári seinna búnti með 110 eins seðlum, skilar jafnmiklu fé og hann fékk. Seðl- arnir 10 sem bættust við eru ekki tjón fyrir lántakandann. Hafi kjör hans ekki rýrnað á árinu er hann jafn lengi að vinna fyrir 110 seðlum og hann var að vinna fyrir 100 seðlum þegar hann fékk lánið. Þeir sem nú fá sömu upphæði í laun og þeir fengu áður en krónan snar- lækkaði eiga auðvitað erfitt með að þrátt fyrir þetta hafa raunverulegar ástæður flestra þeirra sem vilja ann- aðhvort ganga í sambandið eða standa utan þess trúlega ósköp lítil tengsl við efnahagsmál. Trúin á samruna Evrópu er til- brigði við gamalkunnugt stef sem hljómaði bæði á tímum Rómaveldis og miðaldakirkjunnar og svo aftur hjá róttæklingum og byltingarmönnum á nítjándu öld og fram eftir þeirri tutt- ugustu. Á ýmsum tímum hafa menn bundið vonir við skipulag, reglu og vald sem þeim hefur virst nógu öflugt og mikið til að jafna misfellur mann- lífsins. En þessi trú er sjaldan orðuð með opinskáum hætti á okkar tímum því nú er í tísku að hafa asklok fyrir himin. Það þykir fínna að tala um pen- inga en pólitík. Þess vegna reyna þeir sem vilja ganga í sambandið að verja málstað sinn með því að halda fram efnahagslegum ávinningi af inngöngu. Úr verður harla undarleg umræða þar sem raunverulegu ástæðurnar eru ósagðar en reynt að skáka andmæl- endum með stórorðum, og oft mjög ósennilegum, yfirlýsingum um áhrif aðildar á afkomu landsmanna. Ég held að umræða um Evrópu- sambandsmál haldi áfram að vera óttalegur vaðall meðan deilt er um hvort aðild töfri burt hagstjórn- arvanda. Það þarf að ræða önnur rök með og á móti heldur en þau efna- hagslegu. Ef vel á að vera þarf sú rök- ræða að horfa til miklu lengri tíma en líklegt er að núverandi kreppa standi og þeir sem taka þátt í henni að skýra vafningalaust frá raunverulegum ástæðum sínum. Andstæðingar aðildar ættu að vera ófeimnari við að tala um fleira en yf- irráð yfir náttúruauðlindum í hafinu. Þeir ættu að segja með opinskárri hætti hvað þeim býr í brjósti, hvort sem það er tortryggni í garð stórra valdastofnana og gamalla stórvelda, ættjarðarást eða andúð á skrifræði. Eins ættu þeir sem vilja ganga í sam- bandið að tala af meiri hreinskilni um löngun sína til aðildar að þessari stóru heild og hvernig hún tengist vonum þeirra um betri heim. Ég held að rökræða um aðild að Evrópusambandinu verði ekki al- mennilega opinská og hreinskilin fyrr en þátttakendur svara því hvort þeir vildu heldur ganga þar inn eða standa áfram fyrir utan ef þeir teldu ljóst að efnahagslegur ávinningur og tap vægju salt þannig að aðild breytti engu um efnalega afkomu lands- manna. Eftir Atla Harðarson » Andstæðingar að- ildar ættu að vera ófeimnari við að tala um fleira en yfirráð yfir náttúruauðlindum í hafinu. Atli Harðarson Höfundur er heimspekingur og kennari. Hvernig getur umræða um aðild að Evrópu- sambandinu orðið hreinskilin og opinská? Tafla 1 Bretland 1973 2,9% 2,4% Danmörk 1973 3,6% 2,0% Írland 1973 5,0% 5,0% Grikkland 1981 4,7% 2,2% Portúgal 1986 3,5% 2,8% Spánn 1986 2,9% 3,3% Austurríki 1995 2,8% 2,5% Finnland 1995 2,5% 3,6% Svíþjóð 1995 1,7% 2,9% Meðaltal 3,3% 3,0% Innganga í Sambandið (þ.e. EB fyrir 1992 eða ES eftir 1992).1 Árlegur hagvöxtur að meðaltali frá og með 1971 fram að inngönguári. Árlegur hagvöxtur að meðaltali frá og með inngönguári til og með 2008. 1Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) breyttist í Evrópusambandið (ES) með Maastricht sáttmálanum 1992. Tafla 2 Evrusvæðið 2,6% 1,7% Bandaríkin 3,8% 2,3% Meðaltal allra ríkja í OECD 3,1% 2,3% Ísland 4,7% 4,0% Árlegur hagvöxtur að meðaltali frá og með 1996 til og með 2001. Árlegur hagvöxtur að meðaltali frá upptöku evru árið 2002 til og með2008. borga af háum lánum. En það er vegna þess að laun þeirra hafa í raun lækkað (miðað við fast gengi) og ef gengið hefði staðið í stað hefði launa- upphæð þeirra vísast lækkað að með- altali um svipað hlutfall og nemur rýrnun gjaldmiðilsins (a.m.k. ef þessi kreppa er raunveruleg kreppa en ekki tóm lygi). Í báðum tilvikum hefðu af- borganir af lánum verið jafn erfiðar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um um ýkjur í umræðunni um hugs- anlega inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið. Annað dæmi þessu skylt er þegar gert er ráð fyrir því að aðild að sambandinu fylgi aðild að Mynt- bandalaginu. Samt liggur fyrir að þótt Íslendingar séu að öllum líkindum vel- komnir í Evrópusambandið eru hverf- andi líkur á að þeim takist að uppfylla skilyrði þess að taka upp evru í náinni framtíð. Valið stendur því ekki milli þess að vera fyrir utan og nota krónu eða vera fyrir innan og nota evru. Evrópusambandsaðild töfrar ekki fram hallalausan ríkisrekstur, litla verðbólgu og aðrar forsendur þess að komast inn í myntbandalagið. Óbreytt staða gagnvart sambandinu útilokar heldur ekki að tekinn sé upp annar gjaldmiðill en króna. Enn eitt atriði sem vert er að nefna er að ansi margir sem ræða um gjald- miðilsmál í tengslum við hugsanlega aðild að Evrópusambandinu tíunda annaðhvort bara kosti þess að hafa eigin gjaldmiðil eða einungis galla þess að hafa sérstaka mynt fyrir svo lítið hagkerfi sem Ísland er. Fáir hirða um að stilla upp bæði kostunum og göllunum. Ríki Evrópusambandsins glíma við hagstjórnarvanda rétt eins og ríkin utan þess og upptöku evru fylgja ekki bara kostir heldur líka gallar sem Grikkir og fleiri þjóðir fá nú að kenna á. Aðild að sambandinu auðveldar lausn sumra mála sem varða hag- stjórn en gerir torveldara að takast á við önnur. En þótt þetta liggi fyrir heldur umræðan hér áfram að vera ýkjukennd og einkennast af fullyrð- ingum um að efnahagsleg áhrif inn- göngu séu mjög mikil og öll á einn veg. Hver ætli sé meginástæðan fyrir þessum ýkjukennda málflutningi? Af hverju hafa svo margir uppi stóryrði um þetta efni? Ég held að ýkjurnar séu meðal ann- ars vegna þess að það er búið að koma því inn í hausinn á fólki að rökræður um stjórnmál eigi að snúast um auð- sæld og arðsemi. Það hefur um árabil þótt nánast hallærislegt að tala um pólitískar hugsjónir sem ekki er hægt að rökstyðja með því að þær auki hag- vöxt eða stuðli að bættum efnahag. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.