Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Neikvæð framlegð, mikil og aukin skuldastaða ásamt neikvæðu veltufé frá rekstri sem ekki stendur undir afborgunum langtímalána, veldur eftirlitsnefndinni áhyggjum um fjár- hagsstöðu Reykjanesbæjar,“ segir í bréfi sem eftirlitsnefnd með fjármál- um sveitarfélaga hefur sent Reykja- nesbæ vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Heildarskuldir A- og B-hluta bæj- arsjóðs voru í lok síðasta árs tæpir 43 milljarðar króna, eða rúmlega fjórfaldar heildarárstekjur sveitar- félagsins. Framlegðarhlutfall A- og B-hluta var neikvætt á árinu, en ein- skiptishagnaður af sölu hlutabréfa lagaði rekstrarniðurstöðu sveitarfé- lagsins nokkuð. Hefði hlutabréfasal- an ekki komið til hefði afkoman verið neikvæð um fjóra milljarða. Rekstr- arniðurstaða A- og B-hluta Reykja- nesbæjar á árinu 2008 var neikvæð um rúma átta milljarða. Fleiri í vanda á Suðurnesjum Auk Reykjanesbæjar hefur eftir- litsnefndin lýst yfir áhyggjum af slæmri skuldastöðu fjölda annarra sveitarfélaga, og krafist þess að for- svarsmenn þeirra geri grein fyrir áætlunum um úrbætur. Nágranna- sveitarfélög Reykjanesbæjar, Sand- gerðisbær og Vogar, standa afar illa. Heildarskuldir beggja sveitarfélaga nema tæplega fjórföldum heildar- árstekjum síðasta árs, og var fram- legðarhlutfall beggja neikvætt á árinu. Eftirlitsnefndin hefur sett sér það að viðmiði að hlutfallið sé já- kvætt um 15 til 20 prósent. Af skuldugustu sveitarfélögunum eru einungis þrjú, Árborg, Fjarða- byggð og Grundarfjarðarbær, sem ná því viðmiði, en í engu tilviki er hlutfallið þó yfir 20 prósentum. Í krónum talið voru skuldir Hafnar- fjarðarbæjar og Kópavogsbæjar svipaðar og skuldir Reykjanesbæj- ar, rúmir 40 milljarðar. Tekjurnar voru hins vegar umtalsvert meiri og framlegðin sömuleiðis, en rekstrar- niðurstaða beggja neikvæð um nokkra milljarða á síðasta ári. Sveitarfélög fá falleinkunn  Fjölda sveitarfélaga gert að greina frá áformum til að takast á við skuldavanda  Slæm rekstrarafkoma gerir það að verkum að greiðslugetu er teflt í tvísýnu Illviðráðanlegar skuldir » Eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga miðar við að heildarskuldir séu undir 150% af heildartekjum. » Fjöldi sveitarfélaga er langt yfir þessu viðmiði, og víða stefnir í óefni verði ekki gripið til umfangsmikilla aðgerða. Flöskuhálsar við Kalkofnsveg hafa verið dag- legir viðburðir í sumar vegna framkvæmda sem staðið hafa yfir í tengslum við byggingu nýja tónlistarhússins Hörpunnar. Til stóð að fram- kvæmdum væri lokið en þær hafa dregist aðeins. Friðgeir Indriðason, verkefnastjóri hjá fram- kvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, seg- ir að ástæðan fyrir því að ekki hafi tekist að klára framkvæmdirnar enn sem komið er sé að vinna við tónlistarhúsið sé einfaldlega ekki kom- in nógu langt. „Það er verið að leggja frárennsl- islagnir frá tónlistarhúsinu og inn í frárennslis- kerfi borgarinnar. Til þess þarf að grafa óhemju djúpt en við höfum ekki getað grafið þegar við ætluðum þar sem ekki er búið að ganga frá veggjum í kjallara tónlistarhússins,“ segir Frið- geir. Hann segir þó að hægt verði að hefja mal- bikun strax eftir aðra helgi. Sér fyrir enda flöskuhálsa við Hörpuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefáni Einarssyni hönnunarstjóra voru í gær afhent fyrstu verðlaun í samkeppni Sameinuðu þjóðanna um bestu auglýsinguna til að vekja at- hygli á baráttunni gegn fátækt í heiminum. Soffía Spánardrottning stýrði athöfninni í Madrid. Sigurauglýsingin nefnist „Kæru leiðtogar, við bíðum enn“ og er þar vísað til loforða leiðtoga heims um að helminga fátækt í heiminum fyrir ár- ið 2015. Alls bárust 2.030 auglýs- ingar en Stefán átti einnig auglýs- ingu í þriðja sæti og alls þrjár af þrjátíu sem valdar voru til að keppa til úrslita. Í þakkaræðu sinni sagðist Stefán vona að auglýsingin hjálpaði til að hvetja leiðtogana til að standa við gefin loforð um að draga úr fátækt. Auglýsing Stefáns vann Verðlaun Stefán við hlið Soffíu drottningar og Antonio Banderas. Maðurinn sem brenndist í vinnu- slysi á KFC í Kópavogi seint á fimmtudagskvöld er með tiltölulega alvarleg bruna- sár en hann er kominn af gjör- gæslu að sögn læknis á lýta- lækningadeild. Líðan hans er eftir atvikum góð. Aðrir tveir starfsmenn brenndust í slysinu en þeir voru sendir heim eft- ir skoðun. Samkvæmt yfirlýsingu KFC fylgdi starfsmaðurinn sem brenndist ekki vinnureglum þegar hann var að þrífa pott. Var potturinn, fullur af vatni, settur í gang og honum lokað. Við það hefði vatnið soðið þannig að þegar starfsmaðurinn opnaði pott- inn spýttist vatnið yfir hann og hina tvo starfsmennina. Athygli vakti að sjúkralið var ekki sent á staðinn en í yfirlýsingu KFC segir að starfsmaður Neyðarlín- unnar hafi ráðlagt starfsmönnunum að fljótlegra væri að koma sjálfir á einkabíl. Þá var lögregla ekki kölluð strax á staðinn og Vinnueftirlit rík- isins var ekki látið vita fyrr en morg- uninn eftir. Var því borið við í yf- irlýsingu fyrirtækisins að Vinnueftirlitið væri opið á milli 9 og 17 á daginn og því ekki hægt að til- kynna slysið strax um nóttina. Að sögn Steinars Harðarsonar, umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins, er sólarhringsvakt þar á bæ sem tekur við tilkynningum á hvaða tíma sem er. Aðstæður á veitingastaðnum hafi verið rannsakaðar og verið sé að vinna úr gögnum. kjartan@mbl.is Líðan góð eftir vinnuslys KFC Þrír starfs- menn slösuðust. Vinnueftirlitið ekki kvatt strax til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að manni í Laugardalnum og við Laugalækjarskóla í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um ósæmi- lega hegðun og þukl á barni sem til- kynnt var um hálfsjöleytið. Maðurinn fannst ekki og eftir nokkra stund var leitinni hætt. Nafn mannsins er ekki vitað að sögn lög- reglu heldur var notast við lýsingu á útliti hans. Barnaníð- ings leitað Ólíklegt er talið að Orkustofnun geri athugasemd við þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka verð á dreifingu rafmagns um 40%. Ívar Þorsteinsson, verkefn- isstjóri hjá Orkustofnun, segir að stofnunin hafi ekki lokið end- anlegri umfjöllun um beiðni OR um hækkun. Flest bendi hins veg- ar til að Orkuveitan sé innan þeirra viðmiðunarmarka sem Orkustofnun miðar við varðandi verð fyrir dreifingu rafmagns. Ívar segir að hækkunin geti ekki tekið gildi 1. október eins og kom fram í tilkynningu Orkuveitunnar. Lögum samkvæmt þurfi að til- kynna hækkun á raforkudreifingu með tveggja mánaða fyrirvara. Norðurorka hefur óskað eftir hækkun á verði raforkudreifingar um 4%. Franz Gíslason, forstjóri Norðurorku, segir að með þessu sé tekið tillit til verðbólgu síðasta árs. Fellst líklega á hækkun ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.