Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kórprufa Gunnsteinn, kórstjóri Háskólakórsins, leiðir blaðamann upp og niður tónstigann.
böndin á æfingum tvisvar í viku,
egóbúst að syngja á tónleikum og
auðvitað mikið fjör að vera í kórp-
artíum. En hvort ég geti sungið.
Það er allt annar handleggur.
Vissulega söng ég í kór hér í denn
en það var langt síðan og kannski
voru börnin ekki brotin niður með
því að tjá þeim 10 ára gömlum að
þau gætu ekki sungið heldur bara
leyft að fljóta með. Ég get samt
alveg haldið lagi og stundum
finnst mér ég hafa sungið mjög
vel. „Hægt og hljótt“ var lagið
mitt í gamla daga, það söng ég
með tilþrifum fyrir framan speg-
ilinn. Síðan hef ég líka verið á
Þjóðhátíð og sungið þar eins og
vitlaus kona í hvítu tjaldi. En þá
var ég með söngvatn í blóðinu og
hefði sjálfsagt fundist flest sem ég
gerði sniðugt.
Blærinn hvíslar sofðu rótt
Klukkan fimm erum við Árni
ljósmyndari mætt í Neskirkju og
ég búin að æfa mig að syngja
„Þýtur í laufi“ alla leið úr Hádeg-
ismóum og vestur í bæ. Manninum
í bílnum fyrir framan örugglega til
mikillar ánægju en Árni fer á sín-
um bíl og fær því, því miður, ei
notið söngsins. Ég skrái mig á
lista og síðan bíðum við smástund
þangað til röðin er komin að okk-
ur. Það er eins og ég svífi í leiðslu
inn kirkjugólfið þar sem ég fermd-
ist á sínum tíma. Ég heilsa Gunn-
steini Ólafssyni kórstjóra, sem ég
hafði hringt í fyrr um daginn, með
handabandi og róast aðeins við af-
slappaða og þægilega nærveru
hans. Síðan stilli ég mér upp við
píanóið eins og alvörusöngkona og
fylgi Gunnsteini eftir þar sem
hann spilar á píanóið og lætur mig
fylgja sér eftir í skölum upp og
niður tónstigann. „Röddin þín
hljómaði sterk í símann, þú ert
með sterka rödd, en nú syngurðu
mjög veikt,“ segir Gunnsteinn og
hvetur mig áfram. Ég fylli lungun
af lofti og hleypi meiri krafti í
röddina áður en ég byrja að synga
„Þýtur í laufi“. Fyrst fer ég of
lágt og síðan alveg upp í þak, við
byrjum einu sinni enn og mér
finnst ég ná þessu ágætlega í síð-
ustu tilraun. Gunnsteinn þakkar
mér fyrir og spyr mig síðan hvort
ég hafi verið í kór og hvort ég hafi
spilað á hljóðfæri og geti lesið nót-
ur. Ég segi honum að ég hafi jú
verið í Melaskólakórnum á sínum
tíma og er nokkuð drjúg með mig
yfir því. Píanó hafi ég leikið á í
nærri 10 ár og geti örugglega les-
ið nótur þótt langt sé um liðið síð-
an síðast. Að lokum spyr ég hvort
ég verði látin vita hvernig fer og
Gunnsteinn jánkar því. Eftir á
hoppa ég hæð mína fyrir utan
kirkjuna og Árni fangar augna-
blikið á mynd. Eitt lítið skref fyrir
mannkynið en risaskref fyrir mig!
PS: Ég komst inn!
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010
„Ég vakna eld-
snemma og fer í
réttir, Skeiðarétt-
ir. Þar á ég um
250 kindur sem
ég þarf að sækja.
Um klukkan tvö
þegar réttum er
lokið rekum við
kindurnar heim.
Það tekur um
þrjá klukkutíma
enda um tíu kílómetra leið sem
þarf að fara. Ég fer ríðandi eftir
fénu.
Þegar heim er komið er kjötsúpa
heima hjá mér sem hátt í hundrað
manns borða, vinir og kunningjar
og allir þar í kring, þeir sem koma í
réttir og hjálpa okkur að draga og
reka. Tengdamóðir mín er kjötsúp-
umeistari og eldar ofan í allan
mannskapinn. Við erum með þetta
úti í skemmu hjá okkur, þar tökum
við á móti gestunum og það er
spilað á gítar og sungið. Svo von-
andi skellir maður sér á réttaball
um kvöldið á Hestakránni hér á
Skeiðunum.
Þetta er hefðbundinn rétt-
ardagur hjá mér og þetta er dagur
sem ég hlakka til á hverju ári. Það
eru allir svo glaðir og kátir á rétt-
ardaginn og ég vona að það verði
svo líka þennan laugardag. Fyrir
mér hefur réttardagurinn mikið
menningarlegt gildi og félagslegt,
það eru allir sammála um að halda
vel í þessa skemmtilegu hefð.“
Harpa Dís Harðardóttir,
skógfræðingur og fjárbóndi,
Björnskoti, Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Me me Harpa Dís rekur fjársafnið sitt heim úr réttunum í dag.
Réttir, fjárrekstur og kjötsúpa
Harpa Dís
Harðardóttir
Steinsmiðurinn „Það sjá allir að ég er karlmaður þó að ég sé í kjól, sýning-
argestir hafa ekki séð konur í verkunum því sýningin heitir Menn,“ segir Þór.
Blágrýti Eitt verka Þórs á sýningunni. Andlit í stuðlabergi.
Auglýst er eftir umsóknum um
styrki úr Forvarna- og framfara-
sjóði Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar um úthlutunarreglur
og umsóknareyðublöð er að finna
á vef Reykjavíkurborgar.
Reykjavíkurborg kallar eftir góðum hugmyndum
á sviði forvarna og fegrunar í hverfum borgarinnar
> Fegurri ásýnd hverfis
> Eflingu lýðheilsu
> Aukið öryggi íbúa
> Forvarnir í þágu barna
og ungmenna
> Samstarf íbúa, félagasamtaka,
fyrirtækja og borgarstofnana
Verkefnin geta komið frá einstaklingum,
fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum
en þau verða að fela í sér eitt af eftirfarandi:
Enn betri Reykjavík
www.reykjavik.is/ennbetri
UM
SÓ
KNA
RFRESTUR RENNU
R
Ú
T
1.OKTÓBER2010