Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Ítrekað hefur komið fram hjá ráð-herrum ríkisstjórnarinnar, sér- staklega forystumönnum hennar, að þeir eru undir gríðarlegu vinnu- álagi og eru orðnir alveg ofboðs- lega þreyttir.     Þjóðin hefur öll mikla samúð meðráðherrunum en fagnar því að þeir skuli ekki bera þennan harm sinn í hljóði. Enn verra þykir þó að nú er álagið orð- ið slíkt að það er farið að há ráð- herrunum í störf- um þeirra. Að minnsta kosti tveir ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafa til að mynda orðið fyrir alvarlegu minnistapi vegna álagsins.     Össur Skarphéðinsson, utanrík-isráðherra, man ekki eftir að „menn hafi rætt það í minni- hlutastjórninni að sækja um ESB“. Óhætt er að fullyrða að þegar Öss- ur er farinn að gleyma því hvort ríkisstjórn sem hann sat í ræddi um að taka upp helsta áhugamál hans þá sé vinnuálagið vissulega orðið allt of mikið.     Annar ráðherra „man ekki“ held-ur eftir þessu máli og hlýtur það að teljast hættumerki fyrir rík- isstjórnina ef að minnsta kosti tveir ráðherrar muna ekki eftir máli af þessari stærðargráðu.     Getur verið að fleiri ráðherrarséu farnir að tapa minni í þessu máli og muni ekkert hvort ákveðið var að sækja um aðild að ESB?     Getur verið að sá eini sem maneftir þessu sé aðstoðarmað- urinn fyrrverandi og núverandi sem nefndi það um daginn í framhjáhlaupi? Getur verið að við- komandi hafi ef til vill munað eftir því alveg óvart? Össur Skarphéðinsson Alvarlegt minnistap Veður víða um heim 10.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 14 léttskýjað Akureyri 13 skúrir Egilsstaðir 14 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 12 skúrir Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 15 súld Stokkhólmur 15 skýjað Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 20 léttskýjað París 22 léttskýjað Amsterdam 15 skýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 19 skýjað Moskva 17 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 skýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 12 skúrir Montreal 17 skýjað New York 21 léttskýjað Chicago 19 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:40 20:10 ÍSAFJÖRÐUR 6:41 20:19 SIGLUFJÖRÐUR 6:23 20:02 DJÚPIVOGUR 6:08 19:41 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sanddæluskipið Perla var vænt- anlegt að Landeyjahöfn nú í morg- un. Skipið lagði úr höfn í Reykjavík um klukkan 15.00 í gær. Óttar Jónsson, skipstjóri, áætlaði að sigl- ingin tæki um 16 klukkustundir. Samkvæmt veður- og öldus- pám í gær var ágætis útlit fyrir dýpkunarstörf við Landeyjahöfn. Óttar sagði að spáð væri vestanátt og yrði hún ekki mjög hvöss gæti orðið mögulegt að eiga við þetta. „Ef það verður gott veður og við getum verið að ættum við að verða búnir að opna þetta þannig að Herjólfur geti byrjað að ganga á sunnudag eða mánudag,“ sagði Ótt- ar. Perla mun fjarlægja haft sem myndast hefur út frá eystri hafn- argarði Landeyjahafnar og fyrir hafnarmynnið. Um er að ræða gos- efni úr Eyjafjallajökli sem Mark- arfljót bar til sjávar. Lóðsinn í Vestmannaeyjum hefur mælt stærð tungunnar sem teygir sig út frá hafnargarðinum. Siglingastofnun vann áfram að mælingum í gær. Perla hóf vinnu við dýpkun Landeyjahafnar í byrjun apríl sl. Þegar veður hamlaði leitaði skipið vars í Vestmannaeyjahöfn. Óttar taldi að sami háttur yrði á nú ef veður yrði vont. Skipið getur ekki athafnað sig við dýpkun ef ölduhæð er meiri en 1,2 metrar. Í sameig- inlegri tilkynningu Siglingastofn- unar, Eimskips og Vegagerðarinnar í gær sagði m.a. að Perlan yrði til taks svo lengi sem þörf krefði. Þá hefði verið gert ráð fyrir því frá upphafi að fyrsta vetur Land- eyjahafnar þyrfti töluverðar dýpk- unarframkvæmdir í höfninni. Al- mennt ríkjandi suðvestanáttir mundu þó eiga stærstan þátt í að koma gosefni frá höfninni á haf út. Landeyjahöfn verður áfram að- alhöfn Herjólfs í vetur og áætlun miðast við siglingar þangað. „Ef þær aðstæður skapast að dýpi verður ekki nægjanlegt mun skipið sigla í Þorlákshöfn en með ölduspám og tíðum dýptarmæl- ingum mun gefast að minnsta kosti tveggja sólarhringa ráðrúm til breytinga á áætlun.“ Landeyjahöfn gæti opnast um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Perla Dýpkunarskipið lagði af stað frá Reykjavík í gær. Danski skákmað- urinn Bent Larsen er látinn, 75 ára að aldri. Hann var sexfaldur Dan- merkurmeistari í skák, fyrst árið 1954, og varð al- þjóðlegur stór- meistari árið 1956, liðlega tvítugur. Larsen var um árabil einn af sterk- ustu skákmönnum heims. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tók hann fjórum sinnum þátt í áskor- endamótum um réttinn til þess að tefla um sjálfan heimsmeistaratit- ilinn. Þrjú skipti í röð komst hann í undanúrslit, en tókst aldrei að vinna sjálfan titilinn. En þó hann bæri aldrei titilinn sjálfur afrekaði hann það að leggja sjö heimsmeistara að velli, þeirra á meðal Boris Spassky, Bobby Fischer og Anatoly Karpov. Larsen var Íslendingum að góðu kunnur, en hann tefldi oft á Íslandi, og var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2003. Hann háði meðal annars sögu- frægt einvígi við Friðrik Ólafsson um Norð- urlandatitilinn í skák í Reykjavík, árið 1956, en þá bar Daninn sigur úr být- um. „Við vorum miklir mátar og byrjuðum að tefla saman þegar við vor- um 15 ára gamlir. Við fylgdumst að lengi vel og það alltaf mikið kapp í okk- ur þegar við hittumst yfir borðið. Það var aldrei gefið neitt eftir,“ seg- ir Friðrik, en þeir Larsen voru jafn- aldrar. Þeir áttu eftir að mætast oft við taflborðið eftir það, en alls öttu þeir kappi 35 sinnum, síðast í sýn- ingareinvígi árið 2003. Larsen lést í fyrradag á heimili sínu, í Buenos Aires í Argentínu, eft- ir skammvinn veikindi. Skákmeistarinn Bent Larsen látinn Lagði sjö heimsmeistara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.