Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Pabbi Völu Grand í uppákomu 2. Á gjörgæslu eftir vinnuslys 3. Ástardýnan slær í gegn 4. Jóhanna beitti þrýstingi  Hjálmar halda í kvöld óvænta tón- leika á Sódómu Reykjavík. Húsið verður opnað kl. 22.30 og hefur reggísveitin leik upp úr miðnætti. Í október er væntanleg ljósmyndabók með myndum af Hjálmum og mun henni fylgja plata með áður óútgefn- um lögum hljómsveitarinnar, m.a. lögum sem hún tók upp á eyjunni Ja- maíku í fyrra. Tónleikar Hjálma, bók og plata  Sýningar á hinum vinsæla gam- anleik Harry og Heimir hefjast að nýju í Borgarleikhúsinu á morgun. Í verkinu leika Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson en verkið er byggt á samnefndum fram- haldsþáttum sem fluttir voru á Bylgj- unni 1988- 92. Þeir þættir hafa verið gefn- ir út í pakka á fjórum geisla- plötum. Harry og Heimir aftur á fjalirnar FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg eða breytileg átt og sums staðar skúrir, en léttir heldur til um landið austanvert seint í dag. Hiti 8 til 17 stig, svalast við austurströndina. Á sunnudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægari NA-lands og þurrt fram undir kvöld. Hiti 8-16 stig. Á mánudag Hæg breytileg átt og víða skúrir. Heldur kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag Hvöss norðanátt með rigningu fyrir norðan og austan. Eyjamenn og KR-ingar mætast í stór- leik helgarinnar í fótboltanum á morgun þegar 19. umferðin verður leikin. „Við horfum á stöðuna þannig að við getum komið okkur í alveg dýr- lega stöðu með sigri,“ segir Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV. Rúnar Kristinsson þjálfari KR segir að sitt lið haldi sér í titilbaráttunni með sigri í Eyjum. »4 Stórleikur helgarinnar fer fram í Eyjum Landsbyggðin er með örugga forystu gegn liði höfuðborgarinnar í „ís- lenska Ryder-bikarnum“ í golfi, en fyrri keppnisdag- urinn var á Korpúlfsstaða- velli í gær. Staðan er 9:3, landsbyggðarmönnum í hag. Þeim nægir að vinna þrjá leiki af tólf í tvímenn- ingi í dag til að bera sigur úr býtum í keppninni annað ár- ið í röð. »1 Landsbyggðin stefnir í sigur Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, lék í gærkvöld síðasta leik sinn með þýska liðinu Füchse Berlín. Strax í dag spilar hann fyrsta leikinn með nýju liði, Bergische, og er þar kominn á fornar Íslendingaslóðir. „Ég er viss um að skiptin eru rétti leikurinn í stöðunni hjá mér,“ segir Rúnar Kára- son. »3 Með tveimur liðum á tveimur dögum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Réttadagurinn er mikilvægur fyrir samfélagið. Fjölskyldurnar hittast. Börnin koma heim til að hjálpa til og vera með störfunum,“ segir Steinar Halldórsson í Auðsholti, fjall- kóngur Hrunamanna. Mikil stemning var í Hrunaréttum í gær, eins og venjulega. Fjöldi fólks mætti, enda blíðskaparveður. Mikil breyting hefur orðið á yf- irbragði réttastarfanna frá því Stein- ar var að alast upp. „Bændurnir komu til að draga féð og með aðstoðarfólk með sér. Núna kemur fullt af fólki, heilu rúturnar, bara til að fylgjast með og hitta annað fólk. Það er mikil menning í kringum þetta,“ segir Steinar. Heima á bæjunum er víða elduð kjötsúpa sem dugar fyrir tugi manns. Sömu andlitin ár eftir ár Steinar getur þess að þrjátíu og tveir hafi farið til smölunar afréttar og svo margir hafi riðið á móti að ná- lægt hundrað manns hafi rekið féð síðasta spottann í réttirnar. „Það er mikil hjálp í þessu fólki. Það sér að maður er kominn með kind í klofið og í sitt hvora höndina og kem- ur manni til hjálpar,“ segir Steinar sem var að draga fé sitt í gær þegar samtalið fór fram. Sömu andlitin sjást ár eftir ár, mönnum finnst nauðsynlegt að kom- ast í réttir, og það eru ekki aðeins stjórnmálamenn sem vilja blanda geði við kjósendur. Sumir koma langt að. Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður úr Grindavík er fastagestur og Steinar bjóst við því að hann færi að bresta í söng fyrst Árni Johnsen væri mættur. „Það var farið að syngja miklu meira eftir að Árni fór að venja komur sínar hingað. Hann kemur með söngtextana og drífur fólk með sér,“ segir Steinar. Tæplega sex þúsund fjár komu af fjalli að þessu sinni. Það er tæpur helmingur þess fjár sem kom í Hrunaréttir fyrst þegar Steinar man eftir sér. Raunar er töluvert af fé í heimahögum, sem ekki er rekið á af- rétt. Esther Guðjónsdóttir í Sól- heimum, formaður landbúnaðar- nefndar Hrunamannahrepps, segir að aðeins sé að fjölga aftur. Nýir sauðfjárbændur bætast við með tíu til tuttugu ær og sumir þeirra sem fyrir voru auka við sig. „Það er gleðilegt að fé sé farið að fjölga á ný,“ segir hún. Hrunaréttir eru orðnar lélegar og nú hefur verið ákveðið að byggja nýj- ar. Byrjað verður á verkinu í haust. „Fólk kemur manni til hjálpar“  Réttadagurinn er mikilvægur fyr- ir sveitasamfélagið Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Útigangsfé Systkinin frá Syðra-Langholti, þau Haukur Már, Hugrún Jóna og Árni Þór Hilmarsbörn, heimtu af fjalli þrjár kindur sem gengið höfðu úti sl. vetur. Kindanna hafði verið leitað töluvert í fyrrahaust. Steinar Halldórsson Ný Hrunarétt verður að hluta til byggð úr stuðlabergi. Esther Guðjónsdóttir, ritari Sauðfjárræktarfélags Hruna- manna, segir að hún verði fallegt mannvirki og geti orðið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Almenningurinn verður hlaðinn úr stuðlabergs- dröngum úr námu í Hrepphólum en dilkarnir smíðaðir úr járni. Eyktamörkin verða sýnd með hærri steinum í veggnum. Í miðju al- menningsins er stærsti drangurinn, rúmlega þriggja metra hár. Hann hefur þegar verið reistur og var flaggað á honum í gær. Síðast var flaggað í Hrunarétt fyrir 56 árum þegar gamla réttin var tekin í notkun. Mörk sýnd milli eykta NÝ RÉTT ÚR STUÐLABERGI Esther Guðjónsdóttir  Forsala á tónleika Yoko Ono Plastic Ono Band í Háskólabíói laugardaginn 9. október hófst í gærmorgun kl. 10 á vefnum midi.is og seldist upp á tón- leikana á augabragði. Uppselt á Yoko Ono Plastic Ono Band

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.