Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 40
40 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Nú er síðasta sýningarhelgi myndlistarsýningar Magnúsar Árnasonar, Af lifun, sem staðið hefur í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af því tilefni munu Magnús Árnason og sýningarstjór- arnir, Kristín Dagmar Jóhann- esdóttir og Hilmar Malmquist, ganga um sýninguna kl. 14:00 í dag og spjalla um verkin. Sýningunni lýkur svo á mið- vikudag. Í kjölfarið verður boðið upp á gjörningadagskrá í tengslum við sýninguna 9-samsýning ungra myndlistarmanna í Gerðarsafni, sem stendur við hlið Náttúrufræðistofu í Kópavogi. Myndlist Síðasta sýningar- helgi Af lifun Magnús Árnason Kvikmyndasafn Íslands sýnir Ísland í lifandi myndum, eftir Loft Guðmundsson næstkom- andi þriðjudag kl. 20:00. Loftur Guðmundsson var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvik- myndagerðar og jafnframt einn kunnasti ljósmyndari Reykjavíkur um sína daga. Hann titlaði sig iðulega ljós- myndara í kvikmyndum sínum og eftir 1928 sem konunglegan sænskan hirðljósmyndara. Þetta er yfirgripsmikil heimildarmynd um land og þjóð. Myndin verður einnig sýnd næstkomandi laugardag kl. 16:00. Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði Kvikmyndir Ísland í lifandi myndum Lofts Loftur Guðmundsson Pétur Gunnarsson flytur fyr- irlestur í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag, á fæð- ingardegi dr. Sigurðar Nor- dals, kl. 17.00. Fyrirlesturinn nefnist: „Ef ég gæti ekki elsk- að þessa þjóð …“ Yfirskrift fyrirlestursins er fengin úr for- mála bókar Sigurðar, Íslensk menning, sem kom út 1942. Í fyrirlestri sínum hyggst Pétur Gunnarsson vitja þess- arar yfirlýsingar og spyrja hvernig inntak hennar horfi við okkur nú. Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum og öllum heimill að- gangur. Menningarsaga Sigurðar Nordals- fyrirlestur Péturs Pétur Gunnarsson Undanfarna daga hefur staðið í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídal- ínskirkju í Garðabæ, Óperusmiðja Garðabæjar, sem er námskeið fyrir nemendur í framhaldsnámi og unga atvinnusöngvara. Markmiðið með náminu er að hjálpa söngvurunum að þróa leikhæfileika sína og sviðs- tækni jafnframt því að þjálfa líkam- ann til að viðhalda þeirri stöðu sem nauðsynlegt er að halda á sviðinu á meðan sungið er. Martha Sharp, professor við Moz- arteum-tónlistarháskólann í Salz- burg, stendur fyrir námskeiðinu, en því lýkur með tvennum tónleikum og verða þeir seinni í Kirkjuhvoli í dag kl. 16:00. Settar verða upp litl- ar senur úr ýmsum óperum, m.a. úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Hans og Grétu eftir Humperdinck og Madama Butterfly eftir Puccini. Frekari upplýsingar um Óp- erusmiðjuna er að finna á vefsetr- inu www.operaworkshop.org. Morgunblaðið/Kristinn Námskeið Frá Óperusmiðju Garða- bæjar í Kirkjuhvoli. Óperu- smiðja í Garðabæ  Tónleikar í Kirkjuhvoli í dag ósköpunum kemur þessi kona? Hverra manna er hún?“ Úlfar segir að strax og menn byrji að lesa biblíuna frá orði til orðs rekist þeir á þversagnirnar, hún verði fljótlega eins og þýfi fyrir fótum lesarans. „Það er skemmtilegt að gera þetta en líka átakanlegt að uppgötva að þessi helga bók er samtíningur af þjóð- sögum og flökkusögum héðan og þaðan. Prestarnir nefna það aldrei í predikunum, okkur er haldið í blekkingunni. Þetta er álíka og einhverjum dytti í hug að halda því fram að þjóðsögur Jóns Árna- sonar eða Grimm-bræðra væri einhver biblía.“ Biblían sem Úlfar las kom út 1981 og þá titluð ný biblía, en síð- an hefur komið ný þýðing og nokkuð breytt eins og umdeilt var fyrir nokkrum árum. „Ég hef átt þessa Biblíu í tæpa þrjá áratugi og las hana því og strikaði undir í henni. Ég var líka með nýju þýð- inguna, en tímdi ekki að krota neitt í hana, hún er svo dýr. Ég veit samt ekki til þess að útgáfan frá 1981 hafi verið innkölluð svo það er óhætt að nota hana.“ Nú er nokkur munur á þessum biblíum tveim, orðalag annað og áherslur. Úlfar segir að ef hann eigi að bera þessar útgáfur saman sem bókmenntarýnir þá myndi hann gefa 1981-útgáfunni tvær og hálfa til þrjár stjörnur, en sú nýja fengi ekki nema eina og hálfa, „málfarslega séð hefur hún orðið fyrir hörmulegri hnignun“. Að- spurður hvort hann mæli með biblíunni sem safni þjóðsagna og flökkusagna, svarar hann að sá al- varlegri galli sé á henni að ekki er getið um hvaðan sögurnar séu fengnar eins og Jón Árnason hafi til að mynda passað uppá. „Það er því ekki hægt að mæla með henni, en ég mæli með því að menn lesi hana frá fyrsta staf til hins síð- asta, en ef þeir treysta sér ekki til þess geta þeir stytt sér leið með minni bók og þá meðal annars komist að því að Abraham var fyrsti melludólgurinn,“ segir Úlfar og hlær við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flökkusögur Úlfar Þormóðsson las biblíuna sem bókmenntaverk frá a til ö. „Ég las hana frá fyrsta orði til hins síð- asta, las hana í samfellu í átján mánuði og sleppti engu úr, ekki einu sinni ættartölum.“ Rýnt í bresti biblíunnar  Úlfar Þormóðsson las biblíuna frá fyrsta staf til hins síðasta í átján mánuði  Hefur verið nálægt bókinni í áratugi en mælir ekki með henni eftir lesturinn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í vikunni kom út bókin Þú sem ert á himnum. Rýnt í bresti biblíunn- ar með guði almáttugum eftir Úlf- ar Þormóðsson. Í kynningu á bók- inni, sem Veröld gefur út, segir að á ferð sinni um hina helgu bók hnjóti Úlfar um fjölmargt sér- kennilegt „og kemst m.a. að því að sá himnafaðir sem þar er að finna er býsna ólíkur þeim góðlátlega guði sem kirkjan boðar að vaki yf- ir velferð okkar“. Sjálfur segir Úlfar, sem er eini núlifandi Ís- lendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir guðlast, að lýsa megi verkinu, sem hann hafi verið að skrifa, sem ritdómi um Biblíuna Úlfar segist hafa verið nálægt biblíunni í áratugi, hann hafi alist upp við það að hún væri orð guðs og að hann þyrfti að þvo sér um hendurnar áður en hann fletti henni. Hann er líka með próf í biblíunni, með kennarapróf í krist- infræði og hefur kennt þau. Að því sögðu þá las hann biblíuna að þessu sinni ekki sem trúarrit held- ur sem safn af flökku- og þjóðsög- um. „Ég las hana frá fyrsta orði til hins síðasta, las hana í samfellu í átján mánuði og sleppti engu úr, ekki einu sinni ættartölum. Fyrir vikið þá er þetta allt önnur bók en sú biblía sem ég átti áður en ég gerði þetta, því það var biblía sem ég kraflaði í, las eina og eina til- vitnun og eina og eina bók, en aldrei samfelluna. Það var frétt í Morgunblaðinu í fyrra eða hitteð- fyrra um það að 65 prósent manna ljúgi til um lestur og ég hygg að talan yrði hærri ef aðeins væri spurt um biblíuna.“ Úlfar segist hafa byrjað að lesa biblíuna með annað í huga en þá bók sem hann síðar skrifaði, „en eftir því sem ég fjarlægðist smám saman það verkefni hugsaði ég sem svo: Jæja, ég er bara fastur hér, ég verð að gera eitthvað í þessu, reyna að sótthreinsa mig og reka burtu fordóma mína gagn- vart aðalpersónu bókarinnar og hans fólki. Þegar maður svo les biblíuna á þennan hátt breytist hún, verður allt önnur bók, full af ævintýrum og full af þjóðsögum sem ganga sumar þvert hver á aðra,“ segir Úlfar og nefnir sem dæmi fyrstu Mósebók: „Þegar höfðinginn er búinn að reka fólkið út á gaddinn og fyrsta bræðravígið kemur í kjölfarið verður Kain í öngum sín- um þegar hann er búinn að drepa Abel og segir: „... og hver, sem hittir mig, mun drepa mig“. Hvað á hann við? Hvern er hann að tala um? Pabba sinn og mömmu? Stuttu síðar segir í bókinni: „Kain kenndi konu sinnar“ – hvaðan í Hef þá trú að bloggin ýti undir einsleitni í klæðavali, andstætt tilgangi þeirra 44 » Sem dæmi um það hvernig ný þýðing Biblíunnar hefur flatt út textann í henni nefnir Úlfar Þor- móðsson það þegar sagt er frá því í Rutarbók er Naomí, tengda- móðir Rutar, tekur á móti Óbeð Bóassyni. Í Biblíunni frá 1981 segir svo: „Naomí tók barnið og lagði það á skaut sér og varð fóstra þess.“ Í nýju þýðingunni stendur aftur á móti: „Naomí tók drenginn í fangið og varð fóstra hans.“ „Væntanlega var þessu breytt vegna þess að með illum huga væri hægt að finna eitthvert klám út úr því,“ segir Úlfar og kímir, en bætir svo við að nýja Biblían sé óneitanlega svipminni vegna slíkra breytinga. Svipminni þýðing NÝJA BIBLÍAN Bóas og Rut - myndskreyting eftir franska listamanninn Gustav Doré. Verk Joan Miró verða sýnd í Tate- safninu undir yfirskriftinni The Ladder of Escape. Þetta er í fyrsta skipti í yfir 50 ár sem verk Miró, sem var einn af höfuðlistamönnum súr- realismans, verða sýnd á heild- stæðan hátt. Sýningin verður opnuð í apríl á næsta ári og verða yfir 150 verk til sýnis og koma þau víðsvegar að frá heiminum. Draumamálverk Miró og tilraunakennd tækni hans höfðu mikil áhrif á expressjónisma í myndlist síðustu aldar. Á meðal þeirra verka sem sýnd verða er verk sem var í eigu Ernest Hemingway. Miró fæddist í Barcelona og margir sáu katalónskt stolt í verkum hans, sem kölluðu fram í senn sak- leysi bernskunnar og draumræn hughrif. Miró lýsti gjarnan frati í hefðbundna málaralsit í viðtölum og sagði þau styðja við lúið og marflatt samfélag góðborgara. Miró í Tate

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.