Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Vinun, ráðgjafar- og þjónustu- miðstöð, er stofnuð til að veita fólki frelsi þrátt fyrir skerta færni sökum veikinda, slysa eða öldrunar. Þjón- usta Vinunar er notendavæn og hag- kvæm lausn fyrir þá sem vilja stýra eigin þjónustu og viðhalda færni til athafna dagslegs lífs. Umhyggja og sveigjanleiki í stefnumótun Það þóttu tíðindi og tilefni til fréttaflutnings þegar eldri íbúar heimilis í Hveragerði gátu fyrr á árinu rölt fram í eldhús og fengið sér kaffi sjálfir, ráðið því sjálfir hvenær þeir nærðust og hvort þeir spiluðu vist eða póker. Þetta var byggt á nýrri hugmyndafræði um öldr- unarheimili sem kallast Eden. For- dæmi fyrir slíku voru þá ekki til hér á landi en strangar reglur gilda enn um ákveðna fjarlægð milli eldhúss og íbúa á flestum öldrunar- og hjúkr- unarheimilum. Mikilvægi slíks sjálfræðis er gíf- urlegt en flest göngum við að því sem gefnu. Fólk þarf að finna tilgang með lífinu, þrátt fyrir heilsuleysi eða öldr- un. Það er ekki nóg að byggja eða breyta byggingum, þótt slíkt tilheyri eðlilega ferlinu. Það þarf að vinna á breytingum á menningunni sjálfri. Núverandi menning á mörgum stofn- unum byggist á sjúkrahúsmódelinu en þar er þjónusta og meðferð skipu- lögð og veitt af starfsfólki. Ef öldr- unar- eða æviheimili fólks er rekið með svipuðu sniði og sjúkrahús er áherslan oft á meðferð fremur en um- hyggju í stefnumótuninni. Þetta má jafnvel telja eðlilegt í ljósi hagræð- ingar og kostnaðar vegna þjónust- unnar. Ef umhyggjan er hins vegar gagnkvæm hvetur hún íbúann til þátttöku og þannig hefur hann áhrif á eigið líf og hefur hlutverk, sem styrk- ir sjálfsmyndina. Samfélagið er blessunarlega í sí- felldri mótun og ógrynni rannsókna um líf aldraðra og fatlaðra hafa sýnt fram á mikilvægi þess að fólk geti haldið sjálfstæði sínu og fundið fyrir öryggi og tilgangi á eigin heimili. Við leggjum alla áherslu á að undirbúa börnin okkar fyrir lífið, horfum á styrkleika þeirra og státum okkur af þeim. Þegar fötlun og veikindi sækja að á öllum aldri eru það nákvæmlega sömu þættir sem skipta máli, en oft er einblínt á það sem ekki er hægt, í stað þess sem hægt er að gera við þær aðstæður. Slík takmörkun leiðir af sér vanmátt þeirra sem eiga við fötlunina að stríða og þeir upplifa sig vanhæfa til daglegra verka. Ef þjón- ustan er notendastýrð og sveigjanleg er auðveldara að ná tökum á breytt- um aðstæðum þrátt fyrir skerta færni. Sveigjanleiki smærri fyrirtækja – lausn sem virkar Yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga í málefnum fatlaðra tekur gildi um áramótin. Því ríður á að sinna öllum biðlistum ásamt því að viðhalda þeirri þjónustu sem áður hefur verið veitt af hendi ríkis. Þetta eru áskoranir sem smærri vönduð fyrirtæki geta tekið á sig með þeim sveigjanleika sem þarf. Stofnanatengd þjónusta og kerf- isbundin er í eðli sínu háð takmörk- unum, lengri boðleiðum og ósveigjan- leika, þótt ómissandi sé. Með aðkomu smærri fyrirtækja eins og Vinunar geta sveit- arfélög breitt yfir sér- tækari þjónustu sem óneitanlega þarf í kringum langveika ein- staklinga eins og park- insonssjúklinga, þung- lyndissjúklinga og geðfatlaða, svo dæmi séu nefnd. Þjónusta við þessa einstaklinga þarf að vera sveigjanleg og koma inn með litlum fyrirvara þegar þörfin rís, án þess að sömu einstaklingar þurfi að bera aukna fjárhags- lega byrði. Vinun býður upp á þennan sveigj- anleika. Nú er tíminn til þess að sporna við ótíma- bærum innlögnum á stofnanir og fyr- irbyggja vandamálin áður en þau rísa. Auk- inn sveigjanleiki í þjón- ustu þar sem þjónustan er sniðin að einstaklingnum inni á heimilinu en ekki hentugleika þjónustukerfisins býður bjartari framtíð öllum þeim sem búa við skerta færni. Horfa þarf til lausna þar sem lífsgæði eru metin ásamt getu fólks til þess að starfa og vera þátttakendur í samfélaginu. Sparnaðurinn hefur sýnt sig hjá ná- grannaþjóðum okkar með slíkum lausnum og Íslendingar hafa alla burði til þess að veita þær lausnir og virða þar með sjálfsögð mannréttindi allra. www.vinun.is Eftir Védísi H. Árnadóttur »Nú er tíminn til þess að sporna við ótímabærum innlögnum á stofnanir og fyrir- byggja vandamálin áður en þau rísa. Védís Hervör Árnadóttir Höfundur er markaðs- og kynningarstjóri Vinunar. Tækifæri til þróunar samfélagsúrræða – sveigjanleiki í þjónustu á vegum Vinunar Stórfréttir í tölvupósti Borðstófustólar Verð frá 12.900 krSófaborð í úrvali Verð frá 34.900 kr Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 327.9 00 kr Base l 2H2 Verð frá Áklæði að eigin vali Landsins mesta úrval af sófasettum Patti Húsgögn Roma Lux Hornsófi 2H2 Verð frá 252.900 kr Fusite 6731 - leðursett Chesterfield leðursett 3+1+1 Rín Hornsófi 2H2 Verð frá 285.900 kr 299.9 00 kr 499.9 00 krVer ð áðu r 149.9 00 kr Sófae tt 3+1 +1 Verð frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.