Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég sit við borðið mittseinnipart á þriðjudegiog finn stressið magn-ast eins og lítinn gorm í maganum. Nú verður ekki aftur snúið, ég er á leið í kórprufu fyrir Háskólakórinn. Forsagan er ótrú- leg tilviljun, svo ótrúleg að ég gat ekki neitað bón um prufutíma. Þar sem ég sat og skrifaði móður minni áhyggjufullan tölvupóst um að nú þyrfti ég sko að fara að gíra mig upp fyrir prufuna hjá Há- skólakórnum kemur samstarfs- kona mín aðvífandi. „Hey, ert þú ekki alveg tilvalin til að fara í kórprufu fyrir prufutímann?“ seg- ir hún og brosir breitt en ég sný mér að henni með skelfingarsvip. „Það var einmitt það sem ég var á leið að gera en nú ert þú að biðja mig að skrifa um þetta í blaðið OG hafa með mér ljósmyndara!“ svara ég á móti. Ekki veit ég hvort sam- starfskona mín hneppir mig í álög eftir þetta eða hvað en skömmu síðar hef ég játað bón hennar og sit eftir skjálfandi á beinunum við skrifborðið mitt. Sú rödd var svo fögur En hvernig datt mér í hug að fara í þessa prufu fyrst ég skelf á beinunum? Jú, mér finnst mjög skemmtilegt að syngja og kór- starfið heillar mig. Ég held það verði skemmtilegt og auðgandi fyrir sálartetrið að þenja radd- Hugsanlega laglaus kona í kórprufu Mér finnst gaman að syngja en veit ekki hvort ég kann það og ákvað því að skella mér í kórprufu til að gera út um málið fyrir fullt og allt. Áhyggjusvipur Blaðamaður er nokkuð stressaður þar sem hann situr á kirkjutröppum Neskirkju. Það er ekkert söngvatn í blóðinu. Jahúúúúú Fagnað ógurlega eftir kórprufuna sem gekk bara að mestu ágætlega. Enda komst blaðamaður inn í kórinn. 10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Það er fátt betra fyrir sálina en að hlæja svolítið. Vefsíðan Hyperbo- leandahalf.blogspot.com er góð til að kitla hláturtaugarnar. Það er Allie Brosh sem heldur þessu fyndna bloggi úti og hún er mjög fyndin, oftast á kaldhæðinn hátt. Þetta eru teiknimyndasögur og skrifaður texti þar sem Brosh fjallar aðallega um undarlegar aðstæður sem flestir lenda í í hversdeginum, hún er skemmtilegur penni og fynd- inn teiknari og nær að lýsa aðstæð- unum á einstakan hátt sem allir ættu a.m.k. að flissa að. Þeir sem hafa gaman af Hugleiki Dagsyni ættu að hafa gaman af Allie Brosh. Ein nýleg færsla hjá henni fjallar um hvernig á að koma sér út úr leiðinlegum eða vandræðalegum samræðum, hún skiptir því í fjögur stig sem eru hvert öðru fyndnari. Endilega kíkið á. Vefsíðan www.hyperboleandahalf.blogspot.com Mynd/Allie Brosh Allie Brosh Fyrsta myndin í sögu um tvo vini sem hittast út í matvörubúð. Fyndnar teiknimyndasögur Út er komin bókin Heimavinnsla mjólkurafurða – Ostagerð. Bókin byggir á efni sem tekið var saman vegna námskeiða sem Endur- menntun Landbúnaðarháskóla Ís- lands hélt á fyrri hluta ársins 2009. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur fór þá víða um land og kenndi fólki und- irstöðuatriði í ostagerð í heima- húsum. Fljótt kom í ljós mikill áhugi á ostagerð og var þess farið á leit við Þórarin Egil að hann setti saman bók um efnið. Starfsmennt- aráð styrkti útgáfuna. Í bókinni er megináhersla lögð á ostagerð úr kúamjólk og mjólk sem hráefni. Gefnar eru upp nokkrar grunnuppskriftir, s.s. af skyri, jóg- úrti, kotasælu, fetaosti, masc- arpone, mysuosti og ýmsum hley- piostum eins og parmesan og camembert. Endilega … … gerið eigin osta og jógúrt Ostagerð Kápa bókarinnar. „Þetta eru fimmtán portrettverk, höggmyndir, úr íslensku blágrýti. Sýningin heitir Menn og þá er verið að vísa til þess að við erum öll mann- eskjur, karlmenn og kvenmenn,“ seg- ir Þór Sigmundsson, steinsmiður og listamaður, sem er með sýninguna Menn í galleríi Sævars Karls í Banka- stræti. „Myndirnar eru allar af ein- staklingum sem eru til og nákvæm- legar eins og fólkið er. Ég hitti fyrirsæturnar, tók ljósmyndir af þeim og teiknaði nákvæmlega upp próf- ílinn af því. Þetta er bara fremsta lín- an sem ég tek af andlitinu og þá er útilokað að sjá hvort þetta er karl eða kona. Það er enginn undir nafni, að- eins undir starfsheiti og starfsheitin eru öll karlkyns orð. Það er kona sem er þingmaður, önnur sem er prestur og ein önnur læknir. Það eru tólf starfsheiti og þrjú verk sem heita Æskan, Móðirin og Ellin og það eru einu kvenkyns orðin. Af þessum fimmtán verkum er ég með níu konur og sex karla. Flestir sem koma á sýninguna sjá bara karla, líklega út af því að sýningin heitir Menn,“ segir Þór. Hann kveðst vera mjög hrifinn af því að vinna í blágrýti. „Ég vinn með stuðlaberg frá Hrepp- hólum í Hrunamannahreppi. Það er gaman að vinna í íslenskt grjót og þetta stuðlaberg er besta bergið sem við eigum. Þetta er mjög hart efni og einsleitt og hefur því marga sömu kosti og marmari. Það er svo hart að verkin munu endast endalaust, það mun ekki sjá á þeim þó að þau standi úti í fjögur hundruð ár,“ segir Þór kankvís að lokum. Síðustu forvöð að sjá Menn er í dag en Gallerí Sævars Karls er opið til kl. 16. ingveldur@mbl.is Myndlistarsýning Portrettmyndir í blágrýti • Gott til að steikja úr • Má nota í bakstur • Gott viðbit á brauðið (smjör) • Án transfitusýru • Gott fyrir blóðfituna (kólesteról) • Færri kaloríur • Tilvalið í staðinn fyrir olívu olíu • Án gerviefna eða rotvarnarefna ROYaL GReen 100% lífræn kókos jurtaolía sem er laus við kókosbragð og kókoslykt Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Smáratorgi, Keflavík og Selfossi • Fræið Fjarðarkaupum • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Heilsuver • Verslunin Vala Sólheimum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.